Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 84
84 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
TÓNLIST
Geisladiskar
Ragnar Bjarnason - Gleðileg jól
UM áratugaskeið hefur Ragnar
Bjarnason verið í hópi okkar ást-
sælustu söngvara og ekki að
ástæðulausu. Ragnar er ekki bara
geðþekkur og brosmildur gleði-
gjafi, hann er frábær söngvari. Og
þótt Ragnar sé nú kominn á efri
ár er hann fráleitt haldinn því
hvimleiða upprifjunarheilkenni
sem sumir mun yngri kollegar
hans virðast þjakaðir af, í enda-
lausri og raunalegri endurvinnslu
á gömlum hápunktum eigin ferils,
svo ekki sé nú minnst á þær und-
arlegu transaðgerðir sem menn
hafa framkvæmt til að færa gamla
smelli í jólabúning.
Á jólaplötu Ragnars er ein-
göngu nýtt íslenskt efni á ferðinni
og á Gunnar Þórðarson flestar
tónsmíðarnar. Nokkrir ágætir
textahöfundar hafa svo ort þjál
kvæði við þekkilegar laglínurnar.
Þetta framtak lýsir fátíðum metn-
aði í jólaplötuútgáfu á Íslandi og
hvetur vonandi fleiri til dáða.
Lögin á plötunni eru þrettán
talsins og flest hver fyrirtak.
Einkum eru ballöður Gunnars íðil-
fagrar og ber sérstaklega að nefna
lögin „Ave María“ og „Engill á
himni“, sem bæði eru við kvæði
séra Hjálmars Jónssonar og hafa
alla burði til að verða sígildir jóla-
sálmar. Þá er „Jólabæn“ gull-
fallegt lag, við skínandi góðan
texta Kristjáns Hreinssonar.
„Draumur á jólanótt“ er svo vel
saminn vals sem virkar í fyrstu
eins og tilbrigði við jólalagið „The
Christmas Song“, eða „Þorláks-
messukvöld“ eins og það var síðar
sungið á hinu ylhýra.
Í hefðbundnu poppi er Gunnar
ekki síður á heimavelli og eru
„Ekki er neitt eins og jólin“ og
„Senn koma jólin“ góð dæmi um
slíkar smíðar; prýðileg popplög við
texta Þorsteins Eggertssonar sem
gætu allt eins verið frá seinni
hluta áttunda áratugar síðustu
aldar. Þessi plata minnir einmitt
svolítið á dásamlega jólaplötu frá
þeim tíma sem Í hátíðarskapi heit-
ir. Ef mig misminnir ekki léku
þeir Ragnar og Gunnar báðir stórt
hlutverk þar.
Þeir félagar eiga heiður skilinn
fyrir þessa fínu jólaplötu. Raunar
eru mörg ár, ef ekki áratugir, síð-
an við vorum síðast svo rækilega
minnt á snilligáfu Gunnars Þórð-
arsonar sem lagahöfundar, útsetj-
ara og upptökustjóra. Hann fer
hér hreinlega á kostum í einstöku
músíkaliteti. Um söngvarann
Ragnar Bjarnason þarf ekki að
fjölyrða. Hann er þjóðargersemi.
Gleðileg jól er tvímælalaust
jólaplatan í ár.
Orri Harðarson
Fagni lýðir
Morgunblaðið/Golli
Jólagleði „Tvímælalaust jólaplatan í ár.“
JÓLAMYNDIN Í ÁR
ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
ÚR BÝFLUGNABÚINU
Í BULLANDI VANDRÆÐI
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
FRED CLAUS kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
ALVIN OG ÍKORNARNIR m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 2D - 4D - 6D LEYFÐ
BEE MOVIE m/ensku tali kl. 1:40 - 8 - 10:10 LEYFÐ
DUGGHOLUFÓLIÐ kl. 2 - 4 - 6 B.i. 7.ára
FRED CLAUS kl. 5:30D - 8D - 10:30D LEYFÐ
BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 2D - 3:30D LEYFÐ DIGITAL
BEE MOVIE m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 LEYFÐ DIGITAL
BEOWULF kl. 6:10 3D - 8:20 3D - 10:45 3D B.i. 12 ára 3D-DIGITAL
AMERICAN GANGSTER kl. 10 B.i. 16 ára
ÍÞRÓTTAHETJAN kl. 1:15 B.i. 16 ára
SÝND Í ÁLFABAKKA
JÓLAMYNDIN 2007NÝ ÍSLENSK ÆVINTÝRAMYND EFTIR ARA KRISTINSSON SEM
GERÐI M.A. STIKKFRÍ. KALLI
ER SENDUR Á AFSKEKKTAN
SVEITABÆ TIL AÐ EYÐA
JÓLUNUM MEÐ PABBA SÍNUM
ÞAR SEM HANN VILLIST,
LENDIR Í SNJÓBYL OG
HITTIR FYRIR BÆÐI ÍSBJÖRN
OG DULARFULLAR
VERUR OFL!
eee
- S.V., MBL
„Duggholufólkið bætir úr brýnni
þörf fyrir barnaefni” SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
„RIDLEY SCOTT LEIKSTÝRIR RUSSELL CROWE OG
DENZEL WASHINGTON Í BESTU MYND ÞESSA ÁRS!“
Ó.E.
eeee
„American gangster er
vönduð og tilþrifamikil“
- S.V., MBL
eeee
,,Virkilega vönduð glæpamynd
í anda þeirra sígildu.”
- LIB, TOPP5.IS
„Óskarsakademían mun standa á
öndinni... toppmynd í alla staði.“
Dóri DNA - DV
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
BEOWULF kl. 8D - 10:30D B.i.12.ára 3D-DIGITAL
BEOWULF kl. 2 - 5:30 - 8 B.i.12.ára LÚXUS VIP
SYDNEY WHITE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
AMERICAN GANGSTER kl. 8 B.i.16.ára
AMERICAN GANGSTER kl. 10:30 B.i.16.ára LÚXUS VIP
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
GRÍNLEIKARINN VINCE VAUGHN
ER FRÁBÆR Í HLUTVERKI STÓRA BRÓÐUR JÓLASVINSINS
JÓLAMYND SEM KEMUR
ALLRI FJÖLSKYLDUNNI Í
SANNKALLAÐ JÓLASKAP
Paul GiamattiVince Vaughn
SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAM
WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á SAMBÍÓIN - EINA
ÞÓTT þekktasti slagari Guns N’
Roses, „Welcome to the Jungle“, sé
vissulega kominn til ára sinna – er
orðinn tuttugu ára gamall – þá
virðist lagið enn höfða jafn vel til
uppreisnargjarnra ungmenna og
það gerði árið 1987. Nemendur í
gagnfræðaskóla í Connecticut-fylki
í Bandaríkjunum útvörpuðu laginu
í hátalarakerfi skólans í síðustu
viku. Fáeinum mínútum síðar kem-
ur lögreglan á vettvang, hand-
járnar ungmennin og fer með þau í
gæsluvarðhald. Ástæða uppþotsins
reyndist svo vera kennslukona
nokkur sem tók orð Axl Rose:
„You’re in the jungle baby / You’re
gonna die“, óþarflega persónulega
og hringdi miður sín af skelfingu í
lögregluna.
Í skammarkróknum Axl Rose,
söngvari Guns N’ Roses
Velkomin
í fangelsið