Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 84
84 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLIST Geisladiskar Ragnar Bjarnason - Gleðileg jól  UM áratugaskeið hefur Ragnar Bjarnason verið í hópi okkar ást- sælustu söngvara og ekki að ástæðulausu. Ragnar er ekki bara geðþekkur og brosmildur gleði- gjafi, hann er frábær söngvari. Og þótt Ragnar sé nú kominn á efri ár er hann fráleitt haldinn því hvimleiða upprifjunarheilkenni sem sumir mun yngri kollegar hans virðast þjakaðir af, í enda- lausri og raunalegri endurvinnslu á gömlum hápunktum eigin ferils, svo ekki sé nú minnst á þær und- arlegu transaðgerðir sem menn hafa framkvæmt til að færa gamla smelli í jólabúning. Á jólaplötu Ragnars er ein- göngu nýtt íslenskt efni á ferðinni og á Gunnar Þórðarson flestar tónsmíðarnar. Nokkrir ágætir textahöfundar hafa svo ort þjál kvæði við þekkilegar laglínurnar. Þetta framtak lýsir fátíðum metn- aði í jólaplötuútgáfu á Íslandi og hvetur vonandi fleiri til dáða. Lögin á plötunni eru þrettán talsins og flest hver fyrirtak. Einkum eru ballöður Gunnars íðil- fagrar og ber sérstaklega að nefna lögin „Ave María“ og „Engill á himni“, sem bæði eru við kvæði séra Hjálmars Jónssonar og hafa alla burði til að verða sígildir jóla- sálmar. Þá er „Jólabæn“ gull- fallegt lag, við skínandi góðan texta Kristjáns Hreinssonar. „Draumur á jólanótt“ er svo vel saminn vals sem virkar í fyrstu eins og tilbrigði við jólalagið „The Christmas Song“, eða „Þorláks- messukvöld“ eins og það var síðar sungið á hinu ylhýra. Í hefðbundnu poppi er Gunnar ekki síður á heimavelli og eru „Ekki er neitt eins og jólin“ og „Senn koma jólin“ góð dæmi um slíkar smíðar; prýðileg popplög við texta Þorsteins Eggertssonar sem gætu allt eins verið frá seinni hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Þessi plata minnir einmitt svolítið á dásamlega jólaplötu frá þeim tíma sem Í hátíðarskapi heit- ir. Ef mig misminnir ekki léku þeir Ragnar og Gunnar báðir stórt hlutverk þar. Þeir félagar eiga heiður skilinn fyrir þessa fínu jólaplötu. Raunar eru mörg ár, ef ekki áratugir, síð- an við vorum síðast svo rækilega minnt á snilligáfu Gunnars Þórð- arsonar sem lagahöfundar, útsetj- ara og upptökustjóra. Hann fer hér hreinlega á kostum í einstöku músíkaliteti. Um söngvarann Ragnar Bjarnason þarf ekki að fjölyrða. Hann er þjóðargersemi. Gleðileg jól er tvímælalaust jólaplatan í ár. Orri Harðarson Fagni lýðir Morgunblaðið/Golli Jólagleði „Tvímælalaust jólaplatan í ár.“ JÓLAMYNDIN Í ÁR ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ÚR BÝFLUGNABÚINU Í BULLANDI VANDRÆÐI / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA FRED CLAUS kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ ALVIN OG ÍKORNARNIR m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 2D - 4D - 6D LEYFÐ BEE MOVIE m/ensku tali kl. 1:40 - 8 - 10:10 LEYFÐ DUGGHOLUFÓLIÐ kl. 2 - 4 - 6 B.i. 7.ára FRED CLAUS kl. 5:30D - 8D - 10:30D LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 2D - 3:30D LEYFÐ DIGITAL BEE MOVIE m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 LEYFÐ DIGITAL BEOWULF kl. 6:10 3D - 8:20 3D - 10:45 3D B.i. 12 ára 3D-DIGITAL AMERICAN GANGSTER kl. 10 B.i. 16 ára ÍÞRÓTTAHETJAN kl. 1:15 B.i. 16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA JÓLAMYNDIN 2007NÝ ÍSLENSK ÆVINTÝRAMYND EFTIR ARA KRISTINSSON SEM GERÐI M.A. STIKKFRÍ. KALLI ER SENDUR Á AFSKEKKTAN SVEITABÆ TIL AÐ EYÐA JÓLUNUM MEÐ PABBA SÍNUM ÞAR SEM HANN VILLIST, LENDIR Í SNJÓBYL OG HITTIR FYRIR BÆÐI ÍSBJÖRN OG DULARFULLAR VERUR OFL! eee - S.V., MBL „Duggholufólkið bætir úr brýnni þörf fyrir barnaefni” SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI „RIDLEY SCOTT LEIKSTÝRIR RUSSELL CROWE OG DENZEL WASHINGTON Í BESTU MYND ÞESSA ÁRS!“ Ó.E. eeee „American gangster er vönduð og tilþrifamikil“ - S.V., MBL eeee ,,Virkilega vönduð glæpamynd í anda þeirra sígildu.” - LIB, TOPP5.IS „Óskarsakademían mun standa á öndinni... toppmynd í alla staði.“ Dóri DNA - DV SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK BEOWULF kl. 8D - 10:30D B.i.12.ára 3D-DIGITAL BEOWULF kl. 2 - 5:30 - 8 B.i.12.ára LÚXUS VIP SYDNEY WHITE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ AMERICAN GANGSTER kl. 8 B.i.16.ára AMERICAN GANGSTER kl. 10:30 B.i.16.ára LÚXUS VIP SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI GRÍNLEIKARINN VINCE VAUGHN ER FRÁBÆR Í HLUTVERKI STÓRA BRÓÐUR JÓLASVINSINS JÓLAMYND SEM KEMUR ALLRI FJÖLSKYLDUNNI Í SANNKALLAÐ JÓLASKAP Paul GiamattiVince Vaughn SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAM WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á SAMBÍÓIN - EINA ÞÓTT þekktasti slagari Guns N’ Roses, „Welcome to the Jungle“, sé vissulega kominn til ára sinna – er orðinn tuttugu ára gamall – þá virðist lagið enn höfða jafn vel til uppreisnargjarnra ungmenna og það gerði árið 1987. Nemendur í gagnfræðaskóla í Connecticut-fylki í Bandaríkjunum útvörpuðu laginu í hátalarakerfi skólans í síðustu viku. Fáeinum mínútum síðar kem- ur lögreglan á vettvang, hand- járnar ungmennin og fer með þau í gæsluvarðhald. Ástæða uppþotsins reyndist svo vera kennslukona nokkur sem tók orð Axl Rose: „You’re in the jungle baby / You’re gonna die“, óþarflega persónulega og hringdi miður sín af skelfingu í lögregluna. Í skammarkróknum Axl Rose, söngvari Guns N’ Roses Velkomin í fangelsið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.