Morgunblaðið - 20.12.2007, Page 6

Morgunblaðið - 20.12.2007, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „NIÐURSTAÐA Samkeppnis- eftirlitsins er afdráttarlaus,“ segir Ásbjörn Gíslason for- stjóri Samskipa. „Eimskip hef- ur misnotað markaðsráðandi stöðu sína gróflega. Þegar rýnt er í úrskurð Samkeppniseftir- litsins, kemur skýrt fram að Eimskip hafi staðið að aðgerð- um sem miðuðu markvisst að því að koma Samskipum út af markaðnum. Ásbjörn segir Samskip ætla að gefa sér tíma til að fara yfir málið í heild og segir félagið íhuga mál- sókn á grundvelli þeirra niðurstaðna sem Sam- keppniseftirlitið kemst að. Umfangið kemur á óvart „Það kemur á óvart hversu skipulögð og um- fangsmikil aðför var gerð að Samskipum og um leið að frjálsri samkeppni í landinu. Markmiðið var klárlega að koma Samskipum hreinlega út af markaðnum. Þetta voru sterkar aðgerðir sem við fundum fyrir og höfum illa þolað að markaðsráðandi aðili sé að misbeita aðstöðu sinni.“ Ásbjörn segir að Eimskip hafi einsett sér að hrifsa til sín viðskipti frá keppinaut sínum með miklum undirboðum. Þessu til viðbótar hafi Eim- skip stórlega mismunað sínum eigin viðskiptavin- um. „Það gerðist í miklum mæli að sambærilegir viðskiptavinir að stærð, hjá Eimskipafélaginu, voru á miklu lakari kjörum en þeir sem félagið hrifsaði til sín,“ segir Ásbjörn. „Félagið stundaði það sem í úrskurðinum er kallað einkakaupasamn- ingar, og stundar sjálfsagt enn. Félagið er með stærsta þjónustunetið og ef viðskiptavinir hafa stundað viðskipti á veikum þjónustusvæðum Sam- skipa og þeir ekki haft annan kost en að versla við Eimskip, þá hefur félagið skuldbundið þá til að gera einkakaupasamninga.“ Bendir Ásbjörn á að einkakaupasamningar séu ólöglegir þegar mark- aðsráðandi fyrirtæki eigi í hlut. Í fréttatilkynningu frá Samskipum sem félagið sendi frá sér í gær kemur fram að samkeppnis- yfirvöld hafi með rannsókn sinni rækt skyldur sín- ar með ágætum og komið þeim skýru skilaboðum á framfæri að fyrirtæki með markaðsráðandi stöðu bera mikla ábyrgð og verða að standa undir henni. Segir markvisst hafa verið reynt að ýta Samskipum út Samskip íhuga málssókn á grundvelli niðurstaðna Samkeppniseftirlitsins Ásbjörn Gíslason Í HNOTSKURN »Samskip var stofnað 1990 og tók þá viðrekstri sjóflutningafyrirtækis sem haldið hafði uppi millilandasiglingum í hálfa öld. »Samskip hafa 36 gámaskip í föstum áætl-unarsiglingum. 15 skip eru í öðrum verk- efnum þ.á m. frystiflutningum, auk fjölda leiguskipa í tímabundnum verkefnum. 4 skip eru í föstum áætlunarsiglingum milli Íslands og Evrópu. ÞAÐ hefur verið heldur rysjótt tíð á landinu að und- anförnu. Þessu hafa útigangshross fengið að kynnast, sérstaklega þó á Suður- og Vesturlandi. Í gær var þokkalegasta veður og þessir hestar á Snæfellsnesi virtust hafa það þokkalegt. Þeir virtust hins vegar allt eins eiga von á að ljósmyndarinn færði þeim hey. Samkvæmt reglugerð ber hesteigendum að sjá til þess að hestar hafi ávallt aðgang að skjóli fyrir veðr- um. Þá þarf að tryggja þeim nægt fóður og fylgjast með holdafari þeirra. Sérstaklega þarf að fylgjast með ástandi á folöldum og hryssum. Ef vel er hugsað um hrossin og þau hafa skjól líður þeim vel úti. Ljósmynd/Ævar Guðmundsson Huga þarf að útigangshrossum Útigangshross hafa mátt þola vond veður í vetur AÐ MATI Samkeppniseftirlitsins voru lögð drög að skipulögðum að- gerðum gegn Samskipum í tölvu- bréfi Guðmundar Þorbjörnssonar, framkvæmdastjóra sölu- og mark- aðssviðs Eimskips, þann 23. mars 2002 sem bar heitið „sölustefna“. Viðtakendur voru forstöðumaður stórflutninga- og umboðsþjónustu, forstöðumaður viðskiptaþjónustu, forstöðumaður bíla- og tækjaþjón- ustu, forstöðumaður sjávarútvegs- þjónustu og forstöðumaður mark- aðsdeildar. Þar segir að Samskip hafi stungið sér inn í flutninga Eim- skips af auknum krafti og það þýði annað af tvennu: „Að við missum flutninga eða bregðumst við.“ Í bréfinu segir m.a.: „Frá áramót- um höfum við unnið að þeim mark- miðum að ná inn hækkunum á samningum, ekki síst í gegnum hlið- arþjónustu, grettistak, akstur etc. Sú stefna hefur að hluta gengið ágætlega eftir, og höfum við náð inn breytingum og umbótum á mörgum samningum. [...] Nú er ljóst að helsti samkeppnisaðili hefur ákveð- ið að nýta sér okkar aðgerðir til að stinga sér inn í flutninga Eimskips af auknum krafti. [...] Þetta þýðir annað af tvennu: Að við missum flutninga eða bregðumst við. Við ætlum að bregðast við.“ Einnig segir að fyrirtækið verði að fara markvisst í að valda við- skiptavini Samskipa og bjóða kjör sem duga til að ná viðskiptunum, ef þau eru á annað borð föl. Ljóst var að Eimskipsmenn ætluðu ekki að tapa viðskiptavinum. „Gagnvart endurnýjun samninga við núverandi viðskiptavini þarf að meta í hverju tilviki fyrir sig hvernig best er að nálgast nýja samninga. Auðvitað reynum við áfram að ná umbótum þar sem við teljum það hægt, en jafn- framt er ljóst að ef okkar samkeppn- isaðilar búa til slag um okkar kúnna ætlum við ekki að missa viðskiptin.“ Setja skal Samskip á hælana Síðar, eða 1. apríl 2002, sendi Guð- mundur minnisblað til yfirstjórnar Eimskips þar sem fram komu skýrar vísbendingar um fyrirhugaðar að- gerðir Eimskips gagnvart keppinaut- um sínum. Bréfið er birt í heild í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Þar er m.a. komið inn á sam- keppnistefnu Eimskips næstu mán- uði eftir að minnisblaðið var sent. „Ef Eimskip ætlar að taka slaginn er næsta spurning á hvaða nótum. Í vörn eða sókn? Eins og fyrr er getið hefur félagið yfirleitt verið að verja sitt. Máttur Eimskips hefur sjaldan verið nýttur í öflugri sókn. Nú má telja að tími sé til þess kominn. Gera má ráð fyrir hörðum slag næstu mánuði og munu einhverjir verða sárir. Eimskip getur í stöð- unni unnið sóknarbaráttu en ekki varnarbaráttu.“ Höldum okkar striki Nokkrir þættir voru síðar nefndir sem urðu að koma til hjá Eimskip ef sóknarleiðin yrði fyrir valinu. Einn af þeim var að „setja Samskip „á hælana“ með því að herja á þeirra viðskiptamenn úr mörgum áttum“. Daginn eftir sendi Guðmundur tölvupóst til forstöðumanna sem undir hann heyrðu. Þar segir: „Samkeppnismálin voru rædd í dag á framkvæmdastjórahópum. Mat manna á stöðunni er vel í takt við okkar umræðu að undanförnu, og höldum við ákveðið okkar striki. Til að bæta í lista-safnið vil ég nú biðja ykkur eins og við ræddum fyrir páska að lista upp í ykkar segmentum alla viðskiptavini Samskipa sem þið getið komist á snoðir um og eru miðlungsstórir og stærri. [...] Með þessu ætlum við að búa til mynd af 50-100 stærstu kúnnum Samskipa og meta eftir hverju er að slægjast og hvar. Ákveðum síðan hvernig við ráðumst á þennan hóp. Finnum út hver þekkir hvern og bestu leið til að nálgast hvern viðskiptavin.“ Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins er að finna tölvupósta þar sem stjórnendur Eimskips fjölluðu um hvernig ráðast ætti í aðgerðir gegn Samskipum en Eimskip hafði þá verið að missa viðskipti „Missum flutninga eða bregðumst við“ Í YFIRLÝSINGU Eimskips segist félagið undrast þann langa tíma sem Samkeppniseftirlitið tók í rannsókn málsins, eða rúm 5 ár frá því að hús- leit var framkvæmd. „Loks hefur þeirri óvissu verið eytt að hluta sem varað hefur allan þennan tíma,“ seg- ir í yfirlýsingunni. „Ákvörðunin vek- ur furðu og verður áfrýjað. Óvíst er því hvenær lokaniðurstaða málsins mun liggja fyrir. Þegar rannsókn málsins hófst beindist hún að Hf. Eimskipafélagi Íslands hinu eldra. Nafni félagsins var síðar breytt í Burðarás hf. Sjó- rekstur félagsins var seldur og félag- ið Eimskip ehf. stofnað um þann rekstur. Burðarás hf. (áður Hf. Eim- skipafélag Íslands) sem málið beind- ist upphaflega að var síðar skipt upp á milli Landsbanka Íslands og Straums-Burðaráss. Þrátt fyrir að- ilaskipti að sjóflutningastarfsemi og að ný lögpersóna hafi tekið við rekstrinum, þá kaus Samkeppniseft- irlitið að beina málinu gegn hinu nýja félagi. Eimskip telur því rang- lega beint gegn núverandi Hf. Eim- skipafélagi Íslands. Samkeppniseftirlitið telur ekki unnt að fallast á það sjónarmið Eim- skips að beina beri sektarákvörðun- um að þessum fjármálastofnunum. Hf. Eimskipafélag Íslands hið yngra hafi tekið við ábyrgð á brotum Hf. Eimskipafélagi Íslands hinu eldra og sé ákvörðuninni því beint að því fé- lagi. Var m.a. horft til þess að Hf. Eimskipafélag Íslands hið yngra reki sömu sjóflutningastarfsemi og rekin var í nafni Hf. Eimskipafélags Íslands hins eldra.“ Óeðlilegur dráttur málsins Eimskip segir að dráttur málsins verði að teljast mjög óeðlilegur og réttilega hefði átt að taka tillit til þess við ákvörðun sektar. „Því fer fjarri að Eimskip eigi að gjalda fyrir þann langa og óeðlilega drátt sem orðið hefur á málinu af völdum Samkeppniseftirlits,“ segir í yfirlýsingunni. „Þann langa tíma sem málið hefur verið í vinnslu hafa miklar breyting- ar átt sér stað, ekki bara á eignar- haldi félagsins heldur líka í umhverfi þess og stjórnun. Þannig hafa allir æðstu stjórnendur sem voru við störf þegar málið kom upp horfið frá störfum og aðrir komið að þ.m.t. for- stjórar. Með vísan til ofangreinds má telja að forvarnargildi ákvörðunar- innar sé ekki með þeim hætti hefði málið verið rekið á eðlilegum máls- hraða.“ Segja málinu rang- lega beint að sér Yfirlýsing frá Eimskipi um úrskurðinn STJÓRNVÖLD eru reiðubúin að ræða þær áherslur sem Al- þýðusamband Ís- lands kynnti fyrir ríkisstjórninni 12. desember um með hvaða hætti stjórnvöld geta beitt sér í kom- andi kjaraviðræð- um. ASÍ fékk svör þessa efnis í gær. Ingibjörg Guðmundsdóttir, vara- forseti ASÍ, segir að líklega muni viðræðurnar hefjast eftir áramót. Þá verði að öllum líkindum reynt að finna sameiginlegar leiðir til að ná markmiðum. Ríkisstjórnin hafi í yf- irlýsingunni ekki brugðist beinlínis við áherslunum sem ASÍ kynnti, að- eins tilkynnt að hún væri reiðubúin til funda um þær. „Við vorum satt best að segja orðin heldur vondauf og það var kominn töluverður óró- leiki í hópinn,“ sagði Ingibjörg. Tilbúin að koma að viðræðum Ingibjörg R. Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.