Morgunblaðið - 20.12.2007, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Jólaskákmót
Taflfélagsins
Hellis, sem er
best sótta
barna- og ung-
lingaskákmót
hvers árs, verð-
ur haldið nk.
laugardag, en
gera má ráð
fyrir um 150
þátttakendum. Mótið hefst í Ráð-
húsi Reykjavíkur kl. 13 og tekur
um þrjár klukkustundir. Þátttaka
er ókeypis fyrir börn og foreldra.
Keppt er í fjórum aldursflokkum.
Jólapakkar eru í verðlaun fyrir
þrjú efstu sætin í hverjum flokki,
auk þess er happdrætti um þrjá
pakka í hverjum aldursflokki fyrir
sig. Glæsilegt happdrætti er svo í
lokin auk þess sem allir keppendur
fá nammipoka.
Jólapakkamót
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur dæmt karlmann á þrítugsaldri í
40 þúsund króna sekt fyrir brot
gegn dýraverndarlögum en mað-
urinn sleppti tveimur köttum, sem
voru í hans umsjá, lausum og skildi
þá eftir við hesthús á Hólmsheiði í
Reykjavík. Þar fundust kettirnir í
mars sl.
Fram kemur í dómnum, að mað-
urinn hafi með því að sleppa kött-
unum í lok febrúar eða byrjun mars
vanrækt að sjá tveimur köttum í
sinni eigu fyrir viðunandi vist-
arverum og fullnægjandi fóðri,
drykk og umhirðu.
Sekt vegna
meðferðar
á köttum
FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur
gefið út leiðbeiningarit um upplýs-
ingalög í þágu almennings.
Upplýsingarlögin tóku gildi þann
1. janúar 1997 og hafa þau eytt
óvissu um heimild stjórnvalda til
þess að veita almenningi aðgang
upplýsingum úr stjórnkerfinu. Með
upplýsingalögunum var stofnuð
sérstök úrskurðarnefnd um upplýs-
ingamál og er henni ætlað að leysa
úr ágreiningsmálum sem snerta að-
gang almennings að upplýsingum
hjá hinu opinbera.
Með leiðbeiningaritinu er ætlun-
in að skýra upplýsingalögin, hvaða
takmarkanir gilda um aðgang al-
mennings að upplýsingum hjá hinu
opinbera og kæruleiðir fyrir úr-
skurðarnefnd upplýsingamála.
Upplýsingarit
FORSTJÓRAR Landhelgisgæslu Ís-
lands og Landmælinga Íslands hafa
undirritað samstarfssamning um
landupplýsingar. Markmið samn-
ingsins er að auka samstarf stofn-
ananna á sviði kortagerðar, land-
fræðilegra upplýsingakerfa,
landmælinga og til að samnýta sér-
þekkingu og gögn. Stofnanirnar
munu koma sér saman um sameig-
inlega verkefnaskrá er varðar þessi
atriði. Einnig munu þær sameig-
inlega vekja athygli á gildi land-
upplýsinga á Íslandi. Gengið var
frá verkefnaskrá fyrir komandi
starfsár sem innifelur meðal annars
þarfagreiningu vegna söfnunar
gagna til kortagerðar af Breiða-
firði og frumvinnu vegna sameig-
inlegrar skilgreiningar á strand-
línu Íslands.
Samstarf um
upplýsingar
STUTT
ÍSFÉLAG Vestmannaeyja hf. og
Kristinn ehf. tilkynntu til kauphallar
í gær að kaupréttur yrði ekki nýttur
á eignarhlut Stillu og tengdra félaga
bræðranna Guðmundar og Hjálmars
Kristjánssona í Vinnslustöðinni,
VSV. Um er að ræða 32% hlut en
kaupréttarsamningur var gerður 24.
nóvember sl. með ákveðnum skilyrð-
um sem átti að uppfylla fyrir 19. des.
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson,
stjórnarformaður Ísfélagsins, segir
að meginástæða þess að kaupréttur-
inn á bréfum Stillu hafi ekki verið
nýttur sé sú að ekki hafi tekist að
uppfylla meginskilyrði Ísfélagsins
og Kristins ehf. um að auka hlutinn í
Vinnslustöðinni í 35%, ekki aðeins að
kaupa 32% hlut Stillu.
„Við gerðum tilboð í hlut Lífeyris-
sjóðs Vestmannaeyja, sem við höfð-
um góðar vonir um að fá keyptan, en
lífeyrissjóðurinn tilkynnti okkur um
að hann myndi ekki selja. Í gær-
kvöldi [fyrrakvöld] varð ljóst að við
myndum því ekki ná þessu 35%
marki, sem var algjört skilyrði af
okkar hálfu. Því ákváðum við ekki að
fara lengra með málið,“ segir Gunn-
laugur Sævar, en afstaða lífeyris-
sjóðsins kom honum mjög á óvart.
„Þetta eru kaldar kveðjur til Ís-
félagsins. Mér finnst þetta fólk ekki
hugsa vel um hagsmuni eigenda
sjóðsins, þeirra sem munu njóta líf-
eyris í framtíðinni,“ segir Gunnlaug-
ur Sævar og bendir á að Ísfélagið
hafi boðið hátt verð fyrir hlutinn, eða
7,90. Lífeyrissjóðurinn hafi fyrir um
ári selt í VSV á genginu 5,0.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri VSV, segist hafa
átt ágætis viðræður við Ísfélagið.
Það hafi viljað fara í 35% en enginn
viljað selja þeim bréf, þ.á m.
Vinnslustöðin. „Við viljum reka fyr-
irtækið áfram jafnt fyrir alla aðila og
hugsum um hag allra hluthafa. Inn-
an fyrirtækisins hefur verið eining
um reksturinn en hins vegar hafa
verið átök um eignarhaldið. Við
verðum að skilja þar á milli,“ segir
Sigurgeir Brynjar.
Ekki náðist í Guðmund Kristjáns-
son í gær en miðað við stöðuna núna
virðast Stilla og tengd félög föst inni
með þriðjungshluti sína í VSV.
„Kaldar kveðjur til Ísfélagsins“
Morgunblaðið/ÞÖK
Vinnslustöðin Ekkert verður af kaupum Ísfélagsins og Kristins ehf. á hlut
Stillu og tengdra félaga í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.
Ísfélagið nýtir ekki
kauprétt á bréfum
Stillu í VSV
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt 27 ára gamlan karl-
mann, Guðmund Frey Magnússon, í
3½ árs fangelsi fyrir brennu og til-
raun til ráns ásamt fleiri brotum.
Maðurinn var einnig dæmdur til að
greiða eigendum parhúss í Þorláks-
höfn, sem hann kveikti í, samtals 1,4
milljónir króna í skaðabætur.
Maðurinn var fundinn sekur um
að hafa farið inn í parhús í Þorláks-
höfn og stolið þaðan ýmsum munum.
Þetta gerðist í janúar á þessu ári.
Síðar sömu nótt sótti hann sér bens-
ínbrúsa og fór með hann inn í íbúð-
ina, hellti úr honum á nokkrum stöð-
um og kveikti í.
Sagðist Guðmundur Freyr hafa
gert þetta til þess að eyða fingraför-
um sem hann kynni að hafa skilið eft-
ir sig við þjófnaðinn. Hann sagðist
ekki hafa gert sér grein fyrir því að
um parhús var að ræða. Kolbrann
íbúðin öll að innan og allt sem inn-
anstokks var. Þá lagði reyk yfir í
næstu íbúð, þar sem kona svaf og tvö
börn. Nágranni konunnar vakti fólk-
ið sem forðaði sér út. Í þessari íbúð
urðu skemmdir af reyknum og varð
fólkið að flytja þaðan um tíma.
Maðurinn var einnig fundinn sek-
ur um að hafa farið í september á síð-
asta ári inn í söluturn í Reykjavík,
vopnaður hnífi, krafið afgreiðslu-
manninn um peninga úr búðarkass-
anum og ógnað honum jafnframt
með hnífinum. Afgreiðslumaðurinn
forðaði sér á hlaupum út um bakdyr
en Guðmundur Freyr stökk yfir af-
greiðsluborðið og veitti honum eft-
irför með hnífinn á lofti. Af mynd-
bandsupptöku úr búðinni má sjá
hvar Guðmundur Freyr hleypur á
hæla afgreiðslumanninum út úr búð-
inni með hnífinn brugðinn fyrir
framan sig.
Segir dómurinn að ránstilraun
Guðmundar Freys og brennubrot
hafi verið hættuleg og harðsvíruð.
Hann var einnig fundinn sekur um
akstur undir áhrifum fíkniefna og
fleiri brot og sviptur ökuréttindum
ævilangt. Í dómnum kemur fram að
hann eigi að baki nokkurn sakaferil
allt frá árinu 1996 og sjö sinnum ver-
ið dæmdur til fangelsisvistar, síðast í
16 mánaða fangelsi nú í febrúar.
Málið dæmdi Pétur Guðgeirsson
héraðsómari. Verjandi ákærða var
Sigurður Sigurjónsson hæstaréttar-
lögmaður. Sækjandi var Hulda Elsa
Björgvinsdóttir, fulltrúi ríkissak-
sóknara.
Dæmdur fyrir íkveikju
Sagðist hafa verið að eyða fingraförum Reyndi líka rán í
söluturni vopnaður hnífi og hlaut þriggja og hálfs árs fangelsiTVEIR strákar á táningsaldri
frömdu vopnað rán í verslun 10-11 í
Grímsbæ í Reykjavík í gærkvöld.
Komu þeir inn í verslunina með
grímur fyrir andliti og vopnaðir
kylfum að sögn lögreglunnar. Þeim
tókst að hafa á brott með sér lítil-
ræði af peningum. Lögreglan fékk
nægilega góða lýsingu á ræningj-
unum til að grunur félli á tvo til-
tekna pilta og var því farið heim til
annars þeirra til að athuga hvort sá
grunur væri réttur. Þar voru báðir
piltarnir og í fórum þeirra fannst
ránsfengurinn.
Þeir voru færðir á lögreglustöð
til skýrslutöku.
Tiltölulega stutt er síðan vopnað
rán var framið í verslun en það var
í Sunnubúðinni í Hlíðahverfi síðla
nóvember en þar voru að verki þrír
unglingar með þann fjórða til að-
stoðar á flóttabíl.
Teknir fyrir
vopnað
rán í 10-11