Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Forseti Íslands er mættur í eigin persónu til staðfestingar á símaheimboðinu, hr. Bush. VEÐUR Hrun á hlutabréfamörkuðum umheim allan hefur ýmsar afleið- ingar í för með sér, sem ekki sér fyr- ir endann á.     Trúverðugleikigreining- ardeilda bank- anna hefur t.d. beðið hnekki. Ekki þarf að fara lengra aftur en júlí til að finna spár um hækkun á Úvalsvísitölu Kauphallarinnar á árinu 2007, sem eru í hróplegu ósamræmi við stöðuna nú.     Kaupþing og Glitnir spáðu í júní sl.45% hækkun á Úrvalsvísitölunni á árinu, en Landsbankinn lét sér nægja „aðeins“ 37% hækkun.     Spárnar byggðust meðal annars ágreiðu aðgengi að fjármagni og þeim rökum var teflt fram að bjart- sýni Íslendinga hefði aldrei mælst meiri. Nú standa menn hinsvegar frammi fyrir fjárþurrð og bjartsýnin virðist fokin út í veður og vind.     Árni Matthíasson bendir á eina afafleiðingum lækkunar hluta- bréfa í bloggi sínu. Í ljósi þeirra hamfara sem nokkrir helstu auðjöfr- ar landsins hafi nú gengið í gegnum sé hann steinhissa á því að ekki hafi heyrst meira í Stefáni Ólafssyni, prófessor við Háskóla Íslands:     Málið er nefnilega það að eftir þvísem milljarðar grósseranna hafa gufað upp hefur ójöfnuður minnkað í þjóðfélaginu eins og Stef- án Ólafsson mælir hann, bilið milli ríkra og fátækra hefur mjókkað sem gerist vissulega þegar hinum ríku fækkar.“     Og Árni bætir við: „Úr orðum Stef-áns mátti og lesa að ef sá ójöfn- uður yrði minnkaður myndi hinum fátæku líða betur. Gengur það eft- ir?“ STAKSTEINAR Stefán Ólafsson Bjartsýni, spár og ójöfnuður SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                            *(!  + ,- .  & / 0    + -                    !  !       12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  ( " # # " "  %% %%     %%          :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? $!$   !$  #!$$  !$#  #! !$# !$ "!   !$  $! !$                  *$BC                      ! "#$ *! $$ B *! & ' (   '       ) <2 <! <2 <! <2 & (%  *  + , - % .  C -                   *  D6 B  %&  '(    (  #)*   +  " * /     (" ,   +  * *   -      .       $  "   /  <7      ,            & *    0    1  * *) /0%%  11 %   2    *  + Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eiríkur Bergmann Einarsson | 19. des. Bernharður Núll og Konungur Norðursins Þetta virðast ætla að vera nokkuð góð bóka- jól. Ég hef þegar sagt hér á síðunni nokkur orð um Hliðarspor eftir Ágúst Borgþór, Velkom- in til Bagdat eftir Davíð Loga og bók Sigmundar Ernis um Guðna Ágústson. Undanfarnar vikur hef ég einnig haft á náttborðinu Bern- harð Núll eftir Bjarna Bjarnason ... Meira: eirikurbergmann.blog.is Greta Björg Úlfsdóttir | 19. desember Af Þorlákum, – einum helgum og öðrum þokkaminni Nú rennur senn upp Þorláksmessa að vetri, sem er annar af tveimur messudögum Þorláks Þórhallssonar, biskups, eina verndardýrlings okkar Íslendinga. Annar messudagur hans er Þorláksmessa að sumri, 20. júlí. Þorlákur var vinsæll meðal ís- lenskrar alþýðu, svo sem sjá má ... Meira: saumakona.blog.is Anna Karen | 19. desember Jólasveinavísurnar hinar einu sönnu eftir Jóhannes úr Kötl- um, kúlista með meiru. Að mínu mati koma engin jól fyrren maður er búinn að syngja þetta yfir og dansa við jóla- köttinn! Ef ég væri snið- ug þá hefði ég sett inn eitt erindi á komudegi hvers þeirra en jamms, þetta sannar bara að ég er ekkert sniðug. En vonandi kemur þetta ein- hverjum í jólaskap. ... Meira: halkatla.blog.is Marinó G. Njálsson | 19. desember Íþróttamaður ársins – tækifæri að kjósa konu Ég hjó eftir því í íþrótta- fréttum Bylgjunnar kl. 8.30 í morgun, að for- maður samtaka íþrótta- fréttamanna og Heimir Karlsson telja að kjör íþróttamanns ársins verði mjög vandasamt, þar sem enginn íþróttamaður hafi virkilega skarað fram úr í ár. Ég verð að mótmæla þessari fullyrðingu þeirra félaga. Það getur vel verið að enginn fót- bolta- eða handboltastrákur hafi skar- að fram úr, en tvær fótboltastelpur stóðu sig frábærlega, þ.e. Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásthildur Helga- dóttir. Margrét Lára bætti markamet í íslenskum fótbolta sem enginn taldi að hægt væri að bæta og stóð sig frá- bærlega bæði með liði Vals og ís- lenska landsliðinu. Þó Ásthildur hafi meiðst í vor og síðan orðið að leggja skóna á hilluna, þá fer ekkert á milli mála að frammistaða hennar á fyrri helmingi ársins skipar henni í hóp bestu knattspyrnumanna landsins. Hún var máttarstólpi eins besta liðsins í sterkustu deildarkeppni kvenna í heiminum, þar sem hún var iðulega borin saman við Mörtu frá Brasilíu sem í vikunni var kjörin knattspyrnukona ársins 2007 af fyrirliðum og þjálfurum kvennalandsliða. Bæði Margrét Lára og Ásthildur hafa skarað fram úr í íþrótt sinni á árinu og hafa náð lengra en nokkur karlkyns „boltastrákur“ hef- ur náð, hugsanlega að undanskyldum Eiði Smára, þegar Chelsea lék til und- anúrslita í Meistaradeild Evrópu um ár- ið. Og ef litið er út fyrir þessar tvær boltaíþróttirnar, þá má nefna að Jón Arnór Stefánsson er að standa sig frá- bærlega í bæði ítölsku deildinni og meistaradeild Evrópu í körfubolta og hefur frammistaða hans þar sett hann aftur á radar forráðamanna liða í NBA keppninni í Bandaríkjunum. Birgir Leif- ur Hafþórsson hefur náð virkilega góð- um árangri í Evrópumótaröðinni í golfi, þó svo að honum hafi ekki tekist að forðast úrtökumótin. Hann vann eitt slíkt mót með miklum yfirburðum. Ég efast um að nema kannski í mesta lagi tveir af núverandi landsliðsmönnum Ís- lands í handbolta og fótbolta hafi náð lengra en Birgir Leifur í íþrótt sinni, þ.e. Eiður Smári og Ólafur Stefánsson. ... Meira: marinogn.blog.is BLOG.IS ÞRÁINN Valdimars- son, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Fram- sóknarflokksins, andaðist á Landspítal- anum við Hringbraut 18. desember síðastlið- inn, 84 ára að aldri. Hann var fæddur 9. janúar 1923 á Ásólfs- stöðum í Gnúpverja- hreppi, Árnessýslu, sonur hjónanna Valdi- mars Stefánssonar múrara og Guðrúnar Vilhjálmsdóttur hús- freyju. Ársgamall flutt- ist Þráinn með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar og fluttu þau síðar til Reykjavíkur. Ungur að árum fór hann í vist til afa síns og ömmu, Vil- hjálms Þorsteinssonar bónda og Vig- dísar Gísladóttur húsfreyju í Meiri- Tungu í Holtum, Rangárvallasýslu, og ólst upp hjá þeim til tvítugsald- urs. Þráinn stundaði nám við Gagn- fræðaskólann á Laugarvatni 1943– 46 og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Þar var hann kjörinn til forystu með- al nemenda. Var hann m.a. formaður skólafélagsins í tvo vetur. Þráinn fór síðan til náms í eldri deild Samvinnu- skólans veturinn 1946–1947 en hvarf frá námi eftir ágreining við skóla- stjórann, Jónas Jónsson frá Hriflu. Vorið 1947 gerðist Þráinn starfs- maður miðstjórnar Framsóknar- flokksins og starfaði hjá henni í tvö ár. Þá varð hann fram- kvæmdastjóri flokks- ins og gegndi því starfi samfleytt í 34 ár. Þráni voru falin mörg trúnaðarstörf fyrir flokkinn. M.a. sat hann í stjórn Sam- bands ungra fram- sóknarmanna 1948– 1956, var varaformað- ur sambandsins 1948–1952 og formaður 1952–1956. Þráinn var fulltrúi ungra fram- sóknarmanna í miðstjórn Framsókn- arflokksins 1950–1959. Hann sat í stjórn Byggingarsamvinnufélags Reykjavíkur 1963–1969 og var vara- maður í Húsnæðismálastjórn 1966– 1970 og aðalmaður 1970–1984. Lengstum var hann varaformaður stjórnarinnar en formaður í fjögur ár. Þráinn kvæntist Elise Aare Jen- sen Valdimarsson snyrtisérfræðingi árið 1952. Hún lifir mann sinn. Elise er fædd í Danmörku 22. nóvember 1921, dóttir hjónanna Ole Jensen fógeta í Jyllinge og konu hans Sigrid Sivertsen. Þau Elise og Þráinn eign- uðust tvö börn, Örn öryggisstjóra hjá Valitor og Hildi iðjuþjálfa á Sól- túni, sem bæði eru á lífi. Barnabörn Þráins eru fimm og barnabörnin fjögur talsins. Andlát Þráinn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.