Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 21 www.oryggi.is Hringdu í 570 2400 og fáðu öryggi í áskrift! T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA Þrír mánuðir ókeypis. Prófaðu núna! • Heimaöryggi felur í sér innbrotsvörn, næturgæslu, brunaviðvörun og vatnsviðvörun • Engin krafa er gerð um framhaldsviðskipti, gríptu því tækifærið núna! • Tilboðið gildir til 24. desember • Í boði á þeim þéttbýlisstöðum landsins þar sem Öryggismiðstöðin hefur þjónustuaðila og sinnir útkallsþjónustu Þú vilt ekki hvaða jólasvein sem er inn um gluggann hjá þér! JÓLATILBOÐ á Heimaöryggi Hver vakta r þitt heimil i? HÉR verður fjallað um annan tveggja diska þar sem klassískar söngkonur ganga til liðs við djass- menn. Slíkt er þó engin nýlunda og á árum áður sungu þeir Kristinn Hallsson og Guðmundur Jónsson stundum með tríói Guðmundar Ing- ólfssonar, svo íslensk dæmi séu nefnd. Sólrún Bragadóttir og Sigurður Flosason gengu í sama skóla ung að árum í Bandaríkjunum. Það var þó löngu seinna að til tals kom að þau rugluðu saman reytum í tónlistinni; dívan og djasssaxinn. Úr varð hin skemmtilegasta blanda þar sem Sól- rún slær hvergi af í hefðbundinni túlkun á íslenskum söngperlum, en Sigurður skreytir með spunnum saxófónblæstri. Lögin eru sextán; allt frá þjóðvísum til klassískra sönglaga og nýrri verka. Auk þess spinna þau saman sjö drauma og er þar oft að finna skemmtilegustu spretti skífunnar – í það minnsta fyrir forfallinn djassgeggjara. Sig- urður blæs í tenórsaxófón, sem er sú saxófóntegund þar sem hann hefur hrjúfastan tóninn. Kannski er ástæðan að titurlítill og kaldur ten- órtónn hans er andstæða heitrar titrandi sópranraddarinar. Kalda- lóns er tíðindalítill hjá þeim en í þjóðvísunum tveimur: „Ó mín flask- an fríða“ og „Hani, krummi, hundur, svín“ bregður Sigurður fyrir sig hermilistinni og galdrar fram brosið. Síðasti dansinn eftir Kalla Run. er sérdeilis flott fluttur og í Kossavís- um Páls Ísólfssonar eru kossaeffekt- ar Sigurðar við hæfi. Sigurði tekst vel að magna dramað í Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson en í Draumalandi Sigfúsar Einarssonar er engu bætt við. Það er lítið að marka að heyra lag og lag af þessari skífu í útvarpi. Hennar þarf að njóta í heild í næði. Hún brýtur múra. Sópranar ganga í djassbjörgin TÓNLIST Geisladiskur Dimma 2007 Sólrún Bragadóttir og Sigurður Flosason: Dívan og jazzmaðurinn bbbmn Vernharður Linnet Morgunblaðið/Þorvaldur Örn Díva og jazzmaður Sólrún Bragadóttir og Sigurður Flosason. ÁRIÐ 2004 samdi tónskáldið og píanóleikarinn Snorri Sigfús Birgis- son tónverkið Stúlkuna í turninum, við samnefnt ævintýri eftir Jónas Hallgrímsson, að beiðni Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands sem flutti verkið í grunnskólum nyrðra vet- urinn 2005-2006. Nú hefur verkið verið hljóðritað og gefið út á geisla- diski svo fleiri geti notið þess. Flytj- endurnir eru þrettán talsins; strengjakvartett, blásarar, píanó og slagverk. Snorra tekst að skapa lit- ríka og skemmtilega umgjörð um söguna. Tónlistin er viðburðarík eins og sagan og þó nokkuð krefjandi í hlustun, svo ljóst er að tónskáldið vanmetur ekki unga áheyrendur, sem er mjög jákvætt. Flutningur tónlistarinnar er góður, sveitin hefur greinilega tileinkað sér efnið vel og er prýðilega samstillt í tónum, takti og dýnamík. Það er mjög vandasamt verk að samhæfa lestur og tóna í eina frá- sögn. Snorri er í grunninn ágætis sögumaður en þó er eins og hann sé á köflum fjötraður af tónsköpuninni í lestri sínum, þ.e. eins og sum orð eða orðasambönd séu óþarflega bundin augnablikum í tónlistinni í tíma, þannig að setningarnar verða hægar og sundurslitnar og lúta ekki lög- málum talaðs máls. Þetta veldur því að stundum er erfitt að halda þræði í frásögninni án þess að hafa textann til hliðsjónar (en hann má finna í bæklingnum, ásamt myndum). Þar sem sagan teygir sig á þennan hátt yfir tónlistina eru fá hlé á lestrinum, og þar með tækifæri til að lifa sig inn í söguna eins og tónlistin segir hana. Ekki bætir úr skák að stundum er lesturinn allveikur í mixinu. Á móti kemur að með endurtekinni hlustun ættu bæði sagan og tónlistin að verða hlustandanum kunnugleg og þá ættu þessi tvö líku en um leið ólíku öfl, orðin og tónlistin, að stríða minna um athyglina og vinna betur saman. Efnið er í grunninn mjög vandað, sagan skemmtileg, tónlistin frábær og myndskreytingarnar fallegar og því má öruggt teljast að þessi hljóm- diskur bjóði upp á upplifun sem dýpkar með tímanum. Hver veit svo nema unga kynslóðin, sem elst upp við meira og flóknara áreiti, eigi ekki í neinum vandræðum með að gleypa þetta allt saman í einum bita? Ólöf Helga Einarsdóttir Glímt við frásagnar- listina TÓNLIST Geisladiskur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytur tónverkið Stúlkuna í turninum eftir Snorra Sigfús Birgisson, við samnefnt ævintýri Jónasar Hallgrímssonar. Sögu- maður: Snorri Sigfús Birgisson. Stjórn- andi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Hljóð- ritun: Sveinn Kjartansson. Eftirvinnsla: Sveinn Kjartansson, Þorbjörg Daphne Hall, Snorri Sigfús Birgisson. Myndir: Veronica Nahmias. Steinabær gefur út og Íslensk tónverkamiðstöð dreifir. Snorri Sigfús Birgisson – Stúlkan í turn- inum – Sinfóníuhljómsveit Norðurlands bbmnn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.