Morgunblaðið - 20.12.2007, Síða 22

Morgunblaðið - 20.12.2007, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Nútímatónlistarhópurinn Njúton (áður m.a. Atonal Future og Aton) sendi nýlega frá sér klukkutíma geisladisk með styrk frá m.a. Tón- listarsjóði og menningarsjóðum FÍH og Glitnis. Eins og oft vill verða um fram- sækna músík, sérstaklega eftir unga höfunda, mætti tala um óvissuferðir í tónum. Slík verk koma ósjaldan fyrir sem galopin happdrætti (ef ekki „hjálpræðislottó í helvíti“, eins og ónefndur hlustandi andvarpaði). T.a.m. er sjaldan ljóst fram að blá- enda hvernig menn hyggjast lenda flygildinu, sem getur verið spennu- vaki í sjálfu sér, enda með því erf- iðasta í tónsmíðum. Og sígildur vandi framúrstefnu, að finna og vinna nógu eftirminnilegan efnivið til að byggja upp heyranlega fram- vindu, vomir alltaf yfir. Sá vandi blasir líka við hér. Auð- vitað mest í lengri verkum, því míní- atúrustykkin (hin stytztu innan við 2 mín.) fást helzt við andrá augna- bliksins. Fremur kyrrstæður heild- arsvipur disksins kemur því varla á óvart, enda virðist blessuð „mók- hyggjan“, með tíðflíkuðum einka- stimpli undirritaðs, n.k. tímanna tákn – ýmist á rytmískt hjakkandi iði eða með líðandi áferð. Samt glitt- ir víða í mildandi kringumstæður. „Nine“ [4:50] eftir Kolbein Ein- arsson skartar t.d. óvenjufjöl- breyttri raddfærslu, og hið nærri danshæfa pólýrytmíska púlshjakk í titilverkinu „Roto con moto“ [10:14] eftir Hlyn Aðils heldur furðuvel at- hygli, þrátt fyrir lengd. Stundum spænsklituð gítar-angurværðin í 4 þáttum Equilibrium II Huga Guð- mundssonar [alls 9:41] er sömuleiðis vænleg til að hrífa marga. Að meðtöldum geysigóðum hljóð- færaleik og skýrri upptöku má því búast við þokkalegustu viðtökum, og jafnvel út fyrir þrengsta unn- endahóp nútímalistmúsíkur. Níu litlar óvissuferðir TÓNLIST Geisladiskur Níu nýleg verk flutt af og eftir meðlimi tónlistarhópsins Njúton. Höfundar: Hlyn- ur Aðils Vilmarsson, Anna Sigríður Þor- valdsdóttir, Guðmundur Steinn Gunn- arsson, Ingi Garðar Erlendsson, Kolbeinn Einarsson, Steingrímur Rohloff og Hugi Guðmundsson. Hljóðritað í Gróðurhúsinu 3/6/8 2007 af Valgeiri Sigurðssyni og Sturlu Mio Þórissyni. Smekkleysa SMK 60, 2007. Lengd: 58:49. Njúton - Roto con moto bbbnn Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Brynjar GautiFramsækin Nútímatónlistarhópurinn Njúton. Á gagnrýnendaþingi Morg-unblaðsins í fyrri viku semgagnrýnendum, forsvars- mönnum menningarstofnana og almenningi var boðið að sækja, var tæpt á fjölmörgu því sem gagnrýnendur þurfa stöðugt að hugsa um í starfi sínu. Gagnrýnendur eru sér án nokk- urs vafa mjög meðvitaðir um hlut- verk sitt. Það felst í eðli starfsins, þó ekki væri fyrir annað en það að gagnrýnendur eru sjálfir trú- lega gagnrýndasta stétt sam- félagsins. „Það safnar enginn vin- um í þessu starfi,“ sagði Jón Ásgeirsson, fyrrum tónlistar- gagnrýnandi Morgunblaðsins, ein- hverju sinni, en þótt starfið sé síð- ur en svo ávísun á eymd og einmanaleika er vissulega sann- leikskorn í orðum Jóns. Gagnrýn- endur þurfa á vissan hátt, smæðar samfélagsins vegna, að gangast undir sjálfskipaða fjarlægð frá viðfangsefni sínu, þótt á sama tíma sé sú krafa uppi að þeir séu vel heima í því sem er efst á baugi í þeirra grein. Þessi vegur er oft vandrataður, og trúverðugleiki skapast ekki nema gagnrýnandinn sé ærlegur gagnvart hvoru tveggja, listinni og sjálfum sér.    Steinunn Knútsdóttir leikstjórivelti því fyrir sér fyrir hvern gagnrýni ætti að vera, hvort hún ætti að þjóna listgreininni og lista- mönnum, eða öðru. Frá mínu sjón- arhorni hlýtur gagnrýni í dagblaði fyrst og fremst að vera ætluð hin- um almenna lesanda. Gagnrýni í dagblaði getur verið, en þarf ekki að vera, skrifuð á sama fræðilega grunni og ef um skrif í fagtímarit væri að ræða. Þar ræður eðli dag- blaðsins, að vera ætlað öllum al- menningi.    En hvernig á gagnrýni að vera?Margrét Bóasdóttir, formað- ur Félags íslenskra tónlistar- manna, taldi upp allt það sem gagnrýni ætti ekki að vera, og sá listi var langur. Margrét lagði þó einnig fram lýsingu á því hvernig gagnrýni ætti að vera: „Gagnrýni á að fela í sér stutta lýsingu á því sem fram fór, lýsa stemningu á staðnum, taka af kunnáttu á aðal- atriðum, taka það fram sem skar- aði fram úr og geta þess sem bet- ur hefði mátt fara. Gagnrýni sem fjallar á stóryrtan hátt um það sem miður fór og tæpir varla á því sem jákvætt er ber ekki nafn með rentu. Gagnrýni á að vera upp- byggileg og virða það sem fram var borið og geta um það sem best var. Gagnrýni er ekki aðfinnslu- pistill,“ sagði Margrét. Í mínum huga ætti gagnrýni einmitt ekki að hafa forskrift á borð við það sem Margrét leggur til. Það er styrkur Morgunblaðsins að gagnrýnendahópurinn er stór og fjölskrúðugur, og einstakling- arnir hafa ólíkar hugmyndir um framsetningu efnis, og ólíkan stíl. Það verður að vera hægt að treysta gagnrýnandanum til þess að skrifa um viðfangsefni sitt af sanngirni og heiðarleika án þess að honum séu settar svo nákvæm- ar reglur um innihald dóma sinna.    Hjálmar Sveinsson útvarps-maður, sem stýrði mál- þinginu, nefndi dóma sem hann hafði einhverju sinni lesið í þýsku dagblaði, og sagði dómana hafa verið svo listilega skrifaða og á þann hátt að þeir hefðu getað staðið sem sjálfstæðar ritsmíðar. Slíkir dómar birtast líka með reglulegu millibili í Morgun- blaðinu. Þeir eiga það einmitt sammerkt að höfundar þeirra ganga á vit sköpunarinnar og tjá sig um viðfangsefnið af upplýs- andi innsæi. Dómur Jóns Baldvins Hannibalssonar um bók Al Gore, The Assault on Reason, sem birtist í Lesbók fyrr í vetur, er dæmi um lifandi og skemmtilega gagnrýni sem er fjarri því að vera fjötruð í nokkurs konar formúlu. Dómur Rögnu Sigurðardóttur um sýningu Kristjáns Davíðssonar sem birtist fyrir skömmu var líka stórfræð- andi og bragðgóð lesning. Ég gæti nefnt marga fleiri slíka. Vel heppnaðir dómar þurfa þó ekki að vera jafn langir og þessir tveir. Stuttir og snarpir dómar eiga líka sinn þegnrétt. Gagnrýnandi getur jafnvel valið sér eitt atriði, einn útgangspunkt fyrir umsögn sína – persónu í bók, leikstjórn í sýn- ingu, form í myndverki, jafnvel einn tón í túlkun hljóðfæraleikara, og gert að þungamiðju dómsins og virt annað minniháttar viðlits, ef honum finnst viðfangsefnið krefj- ast slíkrar meðferðar. Gagnrýni getur aldrei orðið einskær skýrslugerð eingöngu, nema gagn- rýnandi telji sig ekki hafa fleira um viðfangsefnið að segja. Hún þarf að geta varpað ljósi á upp- lifun þess sem skrifar af viðfangs- efninu, og verið upplifun í sjálfri sér þegar best lætur. Gagnrýni – upplifun eða skýrsla? »…gagnrýnendur erusjálfir trúlega gagn- rýndasta stétt sam- félagsins. Morgunblaðið/Kristinn Gagnrýnendaþing Gagnrýnendur, listamenn og listunnendur ræddu um gagn af gagnrýni – og sumir nefndu ógagn. begga@mbl.is AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „ÉG byrjaði að viða að mér öllu því efni sem ég gat hugsað mér að félli undir það að vera hugljúf tónlist sem hefði ákveðinn boðskap og ákveðna tengingu við sálina og hjartað,“ segir Björg Þórhallsdóttir söngkona, um plötuna Gullperlur sem hún sendir frá sér nú fyrir jól. Þetta er þriðja sólóplata Bjargar. Í fyrra kom út platan Himnarnir opnast – jólaperlur, en fyrsta sóló- platan kom út árið 2000, Það ert þú! Eyjafjörður – ljóð og lag. Björg segist hafa valið lög á Gull- perlu sem væru sér kær og hún hafi myndað tengsl við á söngferlinum með einum eða öðrum hætti. „Síðan vann ég úr þeim og það tók svolít- inn tíma að finna þráð,“ segir Björg. Hún hafi fundið þennan þráð í sam- vinnu við listrænan stjórnanda í undirbúningnum, söngvarann Sverri Guðjónsson, og framleið- anda. „Ég er afskaplega ánægð með niðurstöðuna, mér finnst hafa tekist vel til með útsetningarnar. Að tengja músíkina saman, skapa góða heild.“ Björg segir lögin koma úr mörg- um áttum; úr heimi klassískrar tón- listar, kvikmyndatónlistar, dæg- urlagatónlistar, íslensk og erlend lög, sálmar, þjóðlög og hvaðeina. Fagmennska Sverris hafi verið ómetanleg, listrænt auga hans en þó sérstaklega eyra. Jón Guð- mundsson útsetti átta lög á plötunni og Einar Jónsson fjögur. „Ég hef fengið þau viðbrögð frá fólki, sem ég er mjög þakklát fyrir, að því finnst platan skapa notalegt og innilegt andrúmsloft. Tveir syrgjendur hringdu í mig og sögðu að þessi stemning og platan hefði hjálpað þeim á erfiðum stundum. Ég er mjög sátt við það og glöð yfir því að hún hafi einhvern boðskap, bæði í textum og tónum,“ segir Björg. Bragi Bergþórsson tenór syngur þrjá dúetta með Björgu á plötunni og Svavar Jónsson og Iðunn Steins- dóttir sömdu nýja texta við nokkur lög. Þá segir Björg úrvalsfólk í hverju rúmi á plötunni, 12 manna sveit afbragðshljóðfæraleikara. Hugljúf tónlist með boðskap Gullperlur Björg Þórhallsdóttir sendir frá sér nýja plötu fyrir jólin með lögum úr ýmsum áttum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.