Morgunblaðið - 20.12.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.12.2007, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI AUSTURLAND Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is „VIÐ erum nú að fara úr fram- kvæmdatíma í rekstrartíma og mik- il óvissa er um marga hluti varðandi íbúaþróun á Austurlandi,“ segir Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur hjá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri. Hann leiðir nokkurra ára rannsóknaverkefni um samfélagsáhrif virkjunar og stóriðjuuppbyggingar á Austurlandi og kynnti nýja áfangaskýrslu á dög- unum. „Það sem kom mest á óvart á framkvæmdatímanum var samsetn- ing mannaflans sem vann við þetta, þ.e. að útlendingarnir komu svo sterkt inn. Nú stöndum við frammi fyrir óvissu um langtímaáhrif á rekstrartímanum; hversu margir komi til með að bætast við, hvaðan nýir íbúar koma og hvernig þétt- býlin á Austurlandi spila saman og hvaða staðir koma til með að vaxa meira en aðrir. Breytast stærðar- hlutföll kannski til framtíðar vegna framkvæmdanna og rekstrartímans sem í hönd fer?“ Mest fólksfjölgun orðið á Reyðarfirði og Egilsstöðum Hjalti segir það einkenni á Aust- urlandi að enginn einn staður hafi að velta upp hver áhrifin séu af hinni hefðbundnu byggðastefnu, þ.e. að reyna að gera öllum álíka hátt undir höfði. Hvaða árangri það hafi skilað miðað við að leggja áherslu á uppbyggingu á ákveðnum svæðum. Rannsókn á samfélagsáhrifum af stóriðju- og virkjanaframkvæmdum á Austurlandi var hrundið af stað árið 2004 og stendur rannsóknin til ársins 2009. Tilgangurinn er að meta áhrif sambærilegra verkefna í framtíðinni og hjálpa stjórnvöldum til að koma til móts við svæði þar sem gætu orðið neikvæð áhrif og til að hámarka jákvæð áhrif. Einnig á verkefnið að vera innlegg í innlent og erlent vísindasamfélag og styrkja byggðatengdar rannsóknir. 1.600 Pólverjar voru við störf þar í ár, um 600 Kínverjar, rúmlega 400 Portúgalar og færri af öðru þjóð- erni. „Það vekur athygli hversu áhrif af virkjunar- og stóriðjufram- kvæmdunum dreifast um lítið svæði og kallar á skoðun landfræðilegra aðstæðna á Austurlandi, þ.e. hinna djúpu dala og háu fjalla,“ segir Hjalti. „Þróa þarf samgöngukerfin áfram til að áhrifin dreifist víðar. Reyna þarf að stytta vegalengdir og minnka áhrif þessa erfiða landslags, þ.e. þess að menn þurfi yfir fjallvegi til að sækja sér atvinnu og þjón- ustu.“ Hann segir einnig tímabært gnæft yfir annan. Íbúafjölgun hafi undanfarið verið langmest á Egils- stöðum og í Fellabæ, á Reyðarfirði og einnig verið nokkur á Eskifirði. Þess ber að geta að starfsmanna- þorp vegna framkvæmdanna eru inni í tölum um íbúafjölda. Lítil íbúafjölgun er í Neskaupstað og enn minni annars staðar. Gagnvart höfuðborgarsvæðinu er Austurland í heild þó áfram að missa fólk með búferlaflutningum. Vöxturinn er nú langmestur á Suðurnesjum en ann- ars staðar kringum höfuðborgina eru einnig miklir búferlaflutningar. Þegar erlent vinnuafl á Austur- landi er skoðað má sjá að tæplega Mikil óvissa um íbúaþróun á Austurlandi Áhrif þess að gera öllum álíka hátt undir höfði Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Álverið Að álveri og stórvirkjun nánast fullfrágengnum verður for- vitnilegt að fylgjast með þróun samfélags á Austurlandi á næstunni. Í HNOTSKURN »Íbúafjölgun á Austurlandihefur í kjölfar stóriðju- og virkjunarframkvæmda einkum orðið á Reyðarfirði og á Egils- stöðum. »Austurland í heild helduráfram að missa fólk með bú- ferlaflutningum. »Landfræðilegar aðstæður áAusturlandi koma í veg fyrir að svæðin sunnan- og norðanvert við Miðausturland njóti ávinn- ings af uppbyggingu og íbúa- fjölgun. »Rannsóknaniðurstöður umsamfélagsáhrifin gagnast við sambærileg verkefni í framtíð- inni. Neskaupstaður | Líkt og í skógum víða um land var mikið um að vera í Hjallaskógi á Norðfirði þegar fólk kom til að velja og höggva eigin jólatré. Börn, foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur hóp- uðust í skóginn og völdu fallegustu trén og gæddu sér á kakói og pipar- kökum. Svo vildi til að jólasveinar voru á ferli í skóginum á sama tíma að höggva tré. Þeir brugðu á leik og fóru m.a. í þrautalúða með börn- unum, sem er jólasveinaútfærsla af hinum vinsæla leik þrautakóngi. Jólatré og þrautalúði Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is BÚSÆLD ehf. – félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi – hefur eignast kjötvinnslu- fyrirtækið Norðlenska að fullu. Fyrir átti Bú- sæld tæp 40% hlut í fyrirtækinu. Fram- kvæmdastjóri KEA lýsir yfir ánægju með þessar málalyktir og varaformaður Búsældar segir vel koma til greina að hlutafé verði auk- ið strax á næsta ári og nýir hluthafar komi þá að fyrirtækinu. Höfuðstöðvar Norðlenska eru á Akureyri en fyrirrennari þess var Kjötiðnaðarstöð KEA. Samið hefur verið um, í fyrsta lagi, að Bú- sæld kaupi allan hlut KEA, 45,45%, á geng- inu 1,705 og greiði 426 milljónir króna fyrir hann. Samkvæmt hluthafasamkomulagi Bú- sældar og KEA frá 2004 var fenginn hlutlaus aðili til að meta fyrirtækið og niðurstöður þess mats lágu fyrir þegar í september í haust. Í annan stað hefur verið skrifað undir samninga um kaup Búsældar á samtals um 7,81% hlut Norðurþings og Akureyrarbæjar í Norðlenska á sama gengi og þá kaupir Bú- sæld 7,27% hlut Eignarhaldsfélagsins Sam- vinnutrygginga í félaginu, einnig á sama gengi. Skrifað var undir samninginn við Ak- ureyrarbæ með fyrirvara um samþykki bæj- arráðs. Með kaupum Búsældar á hlut KEA, Akur- eyrarbæjar, Norðurþings og Eignarhalds- félagsins Samvinnutrygginga í Norðlenska, sem samtals hljóða upp á um 568 milljónir króna, er því markmiði náð sem stefnt var að þegar bændur eignuðust hlut í fyrirtækinu á sínum tíma; að fyrirtækið kæmist alfarið í þeirra eigu. Kaup Búsældar á hlutabréfum KEA í Norðlenska eru skv. hluthafasamkomulaginu frá 2004 og kvað á um að Búsæld hefði rétt á kaupum á öllum hlutabréfum KEA í Norð- lenska fyrir lok þessa árs. Landsbankinn, við- skiptabanki Búsældar, fjármagnar kaup fé- lagsins á hlutabréfum í Norðlenska. Ingvi Stefánsson, varaformaður Búsældar, sagði við Morgunblaðið í gær að stjórn fé- lagsins muni fljótlega fara yfir það með eig- endunum, bændum, hvort þeir vilji áfram eiga jafn stóran eignarhluta í fyrirtækinu eða hvort áhugi sé á því að fá nýja hluthafa að fé- laginu. „Það getur vel verið að nýir hluthafar komi hér inn. Ef við sjáum okkur hag í því að leita samstarfs við aðra aðila þá munum við gera það. Við stefnum að því að auka hlutafé fyrirtækisins á næsta ári,“ sagði Ingvi í gær. Húsakynni Norðlenska á Akureyri hafa verið seld fasteignafélaginu Miðpunkti þar í bæ en Norðlenska verður þar áfram með starfsemi sína – stórgripasláturhús og kjöt- vinnslu – en leigir þau eftir söluna sam- kvæmt bindandi tólf ára leigusamningi. Norð- lenska mun áfram eiga og reka núverandi fasteignir félagsins á Húsavík, þar sem er sauðfjársláturhús og langstærsta sérhæfða vinnslustöð landsins fyrir kindakjöt, skv. upp- lýsingum Búsældar. Eigendur fasteignafélagsins Miðpunkts eru bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir, stofnendur Kjarnafæðis, annars stórs kjöt- vinnslufyrirtækis á Akureyri. Ingvi Stefáns- son segir, spurður, að ekki sé líklegra að Kjarnafæði verði hluthafi í Norðlenska frekar en aðrir. Kaupin á fasteignunum sé alls óskylt því máli. „Það voru fleiri sem sýndu fasteignunum áhuga en okkur fannst þetta vænlegasti kosturinn.“ Upphaflegt markmið með stofnun Búsæld- ar var að félagið eignaðist Norðlenska, sem fyrr segir. „Búsæld fagnar því að því mark- miði hafi verið náð. Félagið vill á þessum tímamótum þakka KEA, Akureyrarbæ, Norðurþingi og Eignarhaldsfélaginu Sam- vinnutryggingum fyrir samstarfið á undan- förnum árum,“ segir í tilkynningunni frá fé- laginu í gær. Það var árið 2003 sem KEA keypti allt hlutafé í Norðlenska matborðinu. Í frétt á heimasíðu KEA í gær segir að strax hafi ver- ið gerðir samningar við félag bænda um þró- un á eignarhaldi þeirra í fyrirtækinu. „Frá því KEA keypti Norðlenska hafa miklar breytingar orðið á rekstrarumhverfi kjöt- vinnslufyrirtækja til hins betra og mikil hag- ræðing hefur átt sér stað í greininni. Norð- lenska hefur stækkað umtalsvert á þessum tíma og er nú meðal stærstu fyrirtækja á þessu sviði í landinu,“ segir þar. „Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA segist ánægður með að þessi viðskipti séu gengin í gegn, að þessu hafi alltaf verið stefnt þegar KEA fór í þetta verkefni á sín- um tíma, þ.e.a.s. að á endanum yrði þetta fé- lag í eigu bænda. Framtíð félagsins er nú í þeirra höndum og óska ég þeim góðs gengis með fyrirtækið,“ segir á heimasíðunni. Bændur eignast Norðlenska að fullu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Norðlenska Verkstjóri í stórgripasláturhúsinu á Akureyri rennir nautsskrokk inn í kæli. Starfsemi fyrirtækisins verður alls staðar óbreytt; á Akureyri, Húsavík, Höfn og í Reykjavík. Í HNOTSKURN »Í Búsæld eru nú um 530 kjötframleið-endur af Norðurlandi, Austurlandi og Suðausturlandi. „Í gegnum félagið hafa tengsl kjötframleiðenda við Norðlenska verið sterk og munu styrkjast enn frekar nú þegar Búsæld á fyrirtækið,“ segir í fréttatilkynningu frá Búsæld í gær. »Norðlenska er eitt af stærstu fyrir-tækjum á Norðausturlandi. Velta fé- lagsins í ár verður rúmlega þrír milljarðar króna. Hjá félaginu eru um 180 ársverk, þar af um 170 á Akureyri og Húsavík, 8 á Höfn í Hornafirði og 6 í Reykjavík. Fram- kvæmdastjóri Norðlenska er Sigmundur Ófeigsson. Nýir hluthafar bætast jafnvel við á næsta ári
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.