Morgunblaðið - 20.12.2007, Side 28

Morgunblaðið - 20.12.2007, Side 28
helgartilboðin 28 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kenning um að gæludýrumsvipi til eigandans kemurstundum skemmtilega heim og saman við raunheiminn en ósagt skal látið hvort aukin sykur- sýki í köttum og hundum renni stoðum undir hana. Símígandi og þyrstur ástralskur terríerhundur er útgangspunkt- urinn í umfjöllun vefmiðilsins msnbc.com um vandamálið sykur- sýki hjá umræddum gæludýrateg- undum, vandamál sem rétt þekkt- ist síðustu áratugi en hrjáir nú 1 af hverjum 50, sérstaklega kubbs- legar tegundir. Við þvag- og blóð- rannsókn greindist þessi smáhund- ur með sykursýki og var útskrifaður frá dýralækninum með insúlínsprautur og loforði eigand- ans um breytt mataræði hundsins. Þeir sem eru með sykursýki framleiða ekki nóg af insúlíni í brisinu sem leiðir til truflunar á upptöku sykurs í frumum líkamans og blóðsykur verður of hár. Á „kattkins“-kúrinn Að mati dýralækna er engum blöðum um það að fletta að sykur- sýki tengist offitu hjá gæludýrum en það sé þó ekki einhlítt að sykur- sjúkir kettir og hundar séu of feit- ir. Gæludýraeigendur skyldu ekki örvænta þegar sjúkdómsgreining er ljós því dýralæknar hafa ráð undir rifi hverju. Hægt er að koma í veg fyrir offitu og líka að vinna bug á henni, og oftast nær gildir hið sama um sykursýki. Breytt fæði og megrunarkúrar eru ein helsta lausnin fyrir sykur- sjúka ketti og hér er „kattkins“- kúrinn kynntur til sögunnar – sem kallast á við Atkins-kúr mannfólks- ins – með hátt prótínhlutfall og kolvetnissnauður. Sjúkdóms- einkennum er haldið niðri hjá þremur af hverjum fjórum sykur- sjúkum köttum með breyttu fæði en sú leið er ekki eins áhrifarík hjá hundum. Ný insúlínlyf hafa líka gefið góða raun í baráttunni við sykursýki auk þess sem eigendum býðst nú að kaupa mæli til að geta fylgst með insúlínmagni í blóðinu. Þriðja ráðið við vandanum er regluleg hreyfing. Robin Downing hjá dýralækna- stofu í Windsor í Colorado í Banda- ríkjunum segir það mikilvægt að hunda- og kattaeigendur geri sér grein fyrir því að til að koma í veg fyrir sykursýki er það næsta skot- held lausn að halda dýrinu í réttum holdum. En ef skaðinn er skeður býður stofan upp á megrunarátak þar sem dýrið er vigtað reglulega, það er sett á sérstakt fæði og þarf að fylgja eftir sérstöku æfinga- prógrammi. Líf gæludýra minnir sumsé orðið töluvert á líf uppal- enda sinna. Sykursýki sífellt algengari í gæludýrum Reuters Fyrirbyggjandi Þessi hundblauti ástralski terríerhundur fær varla syk- ursýki miðað við atorkusemina sem hann sýnir á brettinu. Bónus Gildir 20. des.-24. des. verð nú verð áður mælie. verð Kæst og söltuð skata ................. 899 0 899 kr. kg Kæst og söltuð tindaskata .......... 499 0 499 kr. kg NF saltfiskbitar, útvatnaðir .......... 725 806 725 kr. kg NF sjófryst ýsuflök, roðlaus ......... 808 899 808 kr. kg Bónus appelsín, 2 ltr.................. 79 89 40 kr. ltr Bónus marengsbotn, brúnn ........ 259 0 259 kr. stk. Bónus marengsbotn, hvítur......... 259 0 259 kr. stk. After eight, 400 g ...................... 298 313 745 kr. kg Polar brauðbollur, 6 stk. ............. 279 0 46 kr. stk. Hagkaup Gildir 18. des.-31. des. verð nú verð áður mælie. verð Ali svínahamborgarhryggur, úrb. .. 1.932 2.318 1.932 kr. kg Ali svínahamborgarhryggur, m/b. 1.491 1.789 1.491 kr. kg Danskur hamborgarhryggur, úrb. . 1.915 2.298 1.915 kr. kg Óðals svínahamborgarhr. m/b .... 1.275 1.594 1.275 kr. kg Bayonneskinka .......................... 1.306 1.698 1.306 kr. kg Hátíðarkjúklingur, reyktur, frosinn 749 899 749 kr. kg Hátíðarkjúklingur, frosinn............ 716 859 716 kr. kg Krónan Gildir 20. des.-23. des. verð nú verð áður mælie. verð Bautabúrs hamborgarhryggur ..... 998 1.794 998 kr. kg Hóla hamborgarhryggur, m/beini 1.238 1.769 1.238 kr. kg Hóla hangiframpartur, úrb. ......... 1.289 1.848 1.289 kr. kg Hóla hangilæri, úrbeinað ............ 1.854 2.649 1.854 kr. kg Eðalfiskur, reykt laxablóm........... 2.389 2.811 2.389 kr. kg Eðalfiskur, grafin laxablóm.......... 2.389 2.811 2.389 kr. kg Eðalf., hunangsreykt laxablóm .... 2.389 2.811 2.389 kr. kg Nóatún Gildir 20. des.-23. des. verð nú verð áður mælie. verð Ungnauta innralæri .................... 2.498 2.998 2.498 kr. kg Ungnauta T-beinsteik ................. 2.998 3.498 2.998 kr. kg Nóatúns grísalæri, reykt ............. 798 998 798 kr. kg Eðalfiskur graflax, bitar............... 1.839 2.627 1.839 kr. kg Eðalfiskur reyktur lax, bitar.......... 1.772 2.532 1.772 kr. kg Sólfugl kalkúnabr. m/apríkósum . 2.078 2.598 2.078 kr. kg Sólfugl kalkúnabringa, fersk ....... 1.998 2.498 1.998 kr. kg Goða jóla Pedersen.................... 1.998 2.498 1.998 kr. kg Nóatúns bayonneskinka ............. 998 1.669 998 kr. kg Önd, villt dönsk stokkönd ........... 1.168 1.298 1.168 kr. stk. Samkaup/Úrval Gildir 20. des.-23. des. verð nú verð áður mælie. verð Borgarnes léttreyktur lambahr. .... 1.199 1.622 1.199 kr. kg Borgarnes frönsk sveitaskinka..... 1.298 1.764 1.298 kr. kg Borgarnes villikryddað lambalæri 1.469 1.959 1.469 kr. kg Jólaosturinn 2007 ..................... 229 299 229 kr. stk. Linda konfekt, 750 g.................. 1.199 1.699 1.199 kr. pk. Egils seven up, 2 l...................... 89 175 44 kr. ltr Kjörís mjúkís, 2 l........................ 549 694 2.74 kr. ltr Jóla Keaskyr m/eplum, 200 g..... 69 93 69 kr. stk. Kjörís ís ársins, 2 l ..................... 549 678 274 kr. ltr Bakað á staðnum Baquette ........ 99 263 99 kr. stk. Þín Verslun Gildir 20. des.- 26. des. verð nú verð áður mælie. verð Emmessís jólaís 1,5 l ................. 559 689 373 kr. ltr Emmessís ískaka, 6-8 manna..... 699 1.198 699 kr. stk. Almondy Snickers kaka, 450 g.... 629 798 1.398 kr. kg Anton Berg Islagekage, 825 g..... 1.198 1.598 1.453 kr. kg Kjörís konfektísterta, stærri ......... 1.189 1.598 1.189 kr. stk. Hatting smábr., 10 stk. fín/gróf... 195 249 19 kr. stk. Coca Cola 4 x2 l, DVD fylgir ........ 599 698 75 kr. ltr Innbakað villigæsapaté í sn. ....... 2.863 3.369 2.863 kr. kg LU Tuc kex, 4 teg., 100 g ............ 59 65 590 kr. kg Skata og hangikjöt gæludýr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.