Morgunblaðið - 20.12.2007, Side 37

Morgunblaðið - 20.12.2007, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 37 MIKIL umræða hefur verið í samfélaginu að undanförnu um eina tegund þvingunarúrræða refsi- vörslukerfisins, farbann. Í þeirri umræðu hefur gætt misskilnings og á tíðum vafsamrar túlkunar þeirra laga og reglna sem úrræðið byggir á. Forgrunnur umræðunnar hefur ver- ið sá að ítrekað hafi meintir brota- menn komist undan réttvísinni með því að yfirgefa landið þrátt fyrir að vera í farbanni á meðan mál þeirra hafa verið til rannsóknar eða í með- förum dómstóla. Þannig hafa fimm einstaklingar komist úr landi á þessu ári þrátt fyrir að dómstólar hafi úrskurðað þá í farbann. Í lögum um meðferð opinberra mála (oml.) nr. 19, 1991 er kveðið á um farbann í 110. grein. Þar segir „Í stað gæsluvarðhalds, svo og endra- nær ef nauðsyn ber til, getur dóm- ari, hvort sem trygging er sett eða ekki, lagt fyrir sakborning að halda sig á ákveðnu svæði, bannað honum brottför af landinu eða mælt fyrir um vistun hans á sjúkrahúsi eða við- eigandi stofnun.“ Þannig er í lög- unum mælt fyrir um léttbærari þvingunarúrræði sem samkvæmt þeim er ætlað að koma í stað gæslu- varðhalds skv. 103. grein laganna. Almennt er litið svo á, og sú er oftast raunin, að dómari geti að eigin frum- kvæði beitt þessum léttari úrræðum þó gæsluvarðhalds hafi verið krafist. Þá geta einnig lögreglustjórar eða forstöðumenn rannsóknardeilda lög- reglu svo og ríkissaksóknari krafist þess að úrræðum 110. greinar verði beitt. Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 2. júlí 1991 geta lögreglustjórar ákveðið hver tilhögun farbanns skuli vera, hvort einstaklingur skuli til- kynna sig reglulega hjá lögreglu eða halda sig innan ákveðins sveitarfé- lags osv.frv. Reynsla lögreglu hefur sýnt að tilkynningaskylda aðila í far- banni og það að taka af honum vega- bréf hefur litla sem enga þýðingu hafi brotamaðurinn ákveðið að flýja réttvísina. Rétt er að benda á þá staðreynd að lög um meðferð opinberra mála tóku gildi 1. júlí 1992, en Ísland gerðist aðili að Schengen-samn- ingnum þann 25. mars 2001, eða tæpum níu árum eftir að lög um meðferð opinberra mála tóku gildi. Í sakamálum þar sem meintur brotamaður er erlendur með lítil eða engin tengsl við landið hafa lög- reglustjórar yfirleitt krafist gæslu- varðhalds yfir þeim á grundvelli b. liðar 1. mgr. 103. greinar oml., en þar segir að sakborningur verði því aðeins úrskurðaður í gæsluvarðhald „að ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar“. Dómarar geta í stað þess að fallast á kröfu um gæsluvarðhald beitt væg- ara úrræði, svo sem farbanni skv. 110. grein laganna. Með aðild að Schengen-samn- ingnum 2001 var persónueftirlit á innri landamærum Schengen- svæðisins lagt af. Þannig er lögreglu óheimilt, lögum samkvæmt, að við- hafa skipulagt eftirlit á landmærum með einstaklingum sem eru að koma frá, eða fara til annars ríkis innan Schengen-svæðisins. Í ljósi þess raunveruleika hefur embætti lög- reglustjórans á Suðurnesjum margí- trekað bent á það við fyrirtökur gæsluvarðhaldskrafna fyrir dóm- stólum að farbann sé ekki tækt úr- ræði þar sem ómögulegt sé að tryggja það að meintur brotamaður fari ekki úr landi og sleppi þannig undan réttvísinni. Lög og reglur eru samfélagslegt fyrirbæri sem endurspegla verða það samfélag sem þeim er ætlað að vernda og gilda í. Í umræðu und- anfarinna daga hefur verið látið að því liggja að kröfur lögreglustjóra er varða þvingunarúrræði gagnvart meintum brotamönnum séu ekki nægjanlega skýrar eða rétt fram- settar. Þessu verð ég að vísa til föð- urhúsanna, kröfur lög- reglustjóra eru skýrar og í þeim yfirleitt gerð- ar ítrustu kröfur sem lög leyfa, þ.e. að brota- mönnum sem líklegt er að reyni að flýja rétt- vísina verði gert að sæta gæsluvarðhaldi eins lengi og þörf kref- ur. Ráða þar bæði rétt- arfarslegar ástæður ásamt almannahags- munum og vernd mannréttinda hins al- menna borgara. Farbann er ekki tækt í málum af því tagi þó að Hæstiréttur Íslands telji rétt að setja í far- bann dæmdan brota- mann sem kom til landsins nýverið, þrátt fyrir að vera í 10 ára endurkomubanni, hafði brotið það end- urkomubann, verið staðinn eftir komu sína að brotum á ávana- og fíkniefnalöggjöf og hafði rofið skilorð vegna þess dóms er upphaflega leiddi til endurkomubannsins! Maður sem lögum samkvæmt var í ólöglegri dvöl á Íslandi var með þeim úrskurði skyndilega orðinn „löglegur“ inni í landinu. Dvöl dómstóla og sumra lög- manna í fílabeinsturni fræðanna breyta ekki þeim raunveruleika að sum landamæri sem voru háð landa- mæraeftirliti við gildistöku laga um meðferð opinberra mála eru nú opin og eftirlit á þeim ólögmætt. Meðan svo er verða lögreglustjórar að sýna hörku við beitingu þvingunarúrræða laganna svo lengi sem þeim er ekki breytt. Þá hefur fjöldi útlendinga á Íslandi og þróun afbrota komið mál- um af þessu tagi í þá stöðu að vegna vaxandi fjölda farbannsúrskurða hefur vandamálið orðið sýnilegt og aðkallandi. Lögregla, dómstólar og stjórnmálamenn verða að láta sig málið varða. Ummæli dóms- málaráðherra undanfarið gefa ástæðu til þess að vera bjartsýnn á að breytingar séu væntanlegar. Harðir lögreglustjórar – linir dómstólar? Jóhann R. Benediktsson skrifar um farbannsútskurði » Þessu verð égað vísa til föð- urhúsanna... Jóhann R. Benediktsson Höfundur er lögreglustjóri á Suðurnesjum Fyrir veiðimanninn í fjölskyldunni þinni Krókhálsi 5 - Sími 517 8050 - Sportbudin.is - Síðumúla 8 - Sími 568 8410 - Veidihornid.is - Hafnarstræti 5 - Sími 551 6760 - Veidimadurinn.is - Munið vinsælu gjafabréfin okkar Whitewater skotveiðigalli. Buxur og jakki. 100% Vatnsheldur galli með góðri útöndun. Verð aðeins 19.900. ProLogic Thermo skotveiðihanskar. Vatnsheldir og hlýir. Verð aðeins 2.995. Einnig úr neopren. Verð aðeins 2.295. Cass Creek æfingatæki. Lærðu að flauta á grágæs, heiðagæs og önd með Cass Creek. Verð aðeins 3.995. Ameristep rúllubaggi. Vinsælasta felubirgið á markaðnum. Hvergi betra verð. Aðeins 16.880. Beretta skotveiðibakpoki með byssufestingu. Góður poki í alla skotveiði. Stillanlegar mittis, brjóst og axlarólar. Góð og aðgengileg hólf. Vatnsheld veðurhlíf fylgir. Frábært verð. Aðeins 13.495. Vandað hreinsisett fyrir haglabyssur. Burstar, stöng, olía og fleira í góðum kassa. Verð aðeins 4.880. Ron Thompson Aquasafe vöðlupakki. Góðar öndunarvöðlur og skór. Fullt verð 28.990. Jólatilboð aðeins 19.995 Dakota útivistarúr. Frábært úrval vatnsheldra útivistarúra með áttavita, hitamæli og fleira. Verð aðeins frá 4.995. Dakota Angler II (á mynd) aðeins 10.990. Ron Thompson veiðijakki. Vatnsheldur með útöndun. Fullt verð 12.900. Jólatilboð aðeins 9.995. Nýtt – NRS flotveiðivesti. Sérhönnuð flotvesti fyrir veiðimenn. Örugg vesti í alla veiði. Verð aðeins 12.980. Sage fluguveiðipakki. Fli og Launch 4ra hluta stöng í hólk. Gott LA hjól og RIO flugulína. Lífstíðarábyrgð frá framleiðanda á stöng. Frábært verð á alvöru fluguveiðipakka. Aðeins frá 34.900. Veiðiflugur Íslands. Biblía fluguhnýtarans. Bók sem allir áhugamenn um fluguveiði verða að eiga. Verð aðeins 3.995. Wish. Íslenska fluguveiði- hjólið. Falleg hönnun og vönduð íslensk smíði. Verð aðeins frá 39.900. Scierra Explorer veiðitaska. Afar vönduð og sterk veiðitaska undir allan veiðibúnaðinn. Vatnsheldur botn. Verð aðeins 6.995. Gerviandasett. 12 stokkendur; sofandi, vakandi og kafandi. Góður bakpoki, bönd og blýsökkur fylgja. Frábært verð. Aðeins 8.995 fyrir allt þetta. Lærðu að hnýta silunga- flugur og Lærðu að hnýta laxaflugur. Fluguhnýt- inganámskeið á íslensku á tveim DVD diskum. Aðeins 2.995 hvor diskur. Ron Thompson reykofn. 3 stærðir. Gott verð eða aðeins frá 5.995.- Einnig reyksag á 695. Simms L2 vöðlupakki. Langbesta verð landsins á Gore-Tex vöðlum. Simms L2 vöðlur og Simms skór. Fullt verð kr. 44.800. Jólatilboð aðeins 34.900. Rjúpnaveiðivesti. Nauðsynleg í rjúpnaveiðina. Margir vasar fyrir veiðina, GPS, GSM, veiðikortið, nestið og fleira. Fullt verð 7.990. Jólatilboð aðeins 6.490.- Beretta PacLite skotveiðigalli og ókeypis Garmin Etrex GPS tæki. Algjörlega vatnsheldur, þunnur Gore-Tex galli, frábær á rjúpu, hreindýr eða heiðagæsina. Garmin Etrex GPS tæki fylgir ókeypis. Fullt verð 61.800. Tilboð til jóla aðeins 39.900. Scierra hjólatöskur í þrem stærðum. Fyrir 5 til 10 hjól. Verð aðeins frá 2.995. Lureflash fluguhnýtingasett. Úrval af efni og handverkfærum ásamt öngulheldu og DVD hnýtingakennslu í góðri tösku. Minna sett aðeins 5.595. Stærra sett aðeins 7.995.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.