Morgunblaðið - 20.12.2007, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þorsteinn Krist-insson fæddist í
Hafnarfirði 17. jan-
úar 1939. Hann lést
á heimili sínu 12.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Kristinn Þor-
steinsson fiskmats-
maður, f. 22.5.
1902, d. 16.6. 1967
og Soffía Sigurjóns-
dóttir fiskverk-
unarkona, f. 4.11.
1902, d. 9.2. 1978.
Systkini Þorsteins
voru Ásta, f. 25.9. 1925, d. 6.9.
1994, maki Kristinn Ó. Karlsson,
f. 10.11. 1921, d. 5.7. 2001, eign-
uðust þau 7 börn; Lilja, f. 15.8.
1927, d. 19.4. 2007, maki I Gunnar
Guðjónsson, f. 21.2. 1925, maki II
Sigurður K. Stefánsson, f. 24.12.
1924, d. 16.4. 1977, hún eignaðist
3 börn, Hörður, f. 27.8. 1929, d.
9.2. 1959, maki Dóra Laufey Sig-
urðardóttir, f. 16.12. 1928, hann
eignaðist 4 börn.
Þorsteinn kvæntist Dagbjörtu
Torfadóttur, BA í uppeldis- og
menntafræðum, frá Felli í Dýra-
firði, f. 28.8. 1938. Foreldrar
hennar voru Torfi Össurarson
bóndi, f. 28.2. 1904, d. 11.9. 1993
16.6. 1988 og Sverrir, f. 14.12.
1998.
Þorsteinn bjó nær alla sína ævi
í Hafnarfirði. Hann gekk í Barna-
skóla Hafnarfjarðar og Flens-
borg, en lauk gagnfræðaprófi frá
Alþýðuskólanum að Eiðum og
Samvinnuskólaprófi frá Sam-
vinnuskólanum á Bifröst 1959.
Hann tók löggildingu í endur-
skoðun 1980. Að loknu námi við
Samvinnuskólann á Bifröst starf-
aði Þorsteinn sem skrifstofu-
maður í Ólafsvík í 3 ár en fluttist
síðan aftur til Hafnarfjarðar og
hóf störf hjá Kaupfélagi Hafnfirð-
inga. Þá starfaði hann á Skatt-
stofu Reykjanesumdæmis og flutti
sig síðar yfir til Ríkisskattanefnd-
ar þar sem hann starfaði sem
deildarstjóri allt til ársins 1980.
Að loknu námi í endurskoðun
starfaði hann hjá Ragnari Ólafs-
syni endurskoðanda en 1982 hóf
hann rekstur eigin endurskoð-
unarskrifstofu í samstarfi við
Guðmund R. Óskarsson og síðar
Þorvald Þorvaldsson og Guðmund
Pálsson og starfaði við hana þar
til hann lést. Auk endurskoðanda-
starfa kenndi hann í meist-
aranámi iðnaðarmanna við Iðn-
skólann í Hafnarfirði, samhliða
því sem hann byggði upp rekstur
skrifstofu sinnar.
Útför Þorsteins verður gerð frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
og Helga Sigurrós
Jónsdóttir húsmóðir,
f. 10.1. 1897, d. 16.2.
1994. Börn Þorsteins
og Dagbjartar eru:
1) Helga Björk, við-
urkenndur bókari, f.
23.8. 1960, búsett í
Reykjavík, maki
Kristinn Arnar Guð-
jónsson framhalds-
skólakennari, f. 27.3.
1959, börn eru Sig-
urrós Soffía, f. 11.8.
1979, maki Shaun
Omar Rafeek, f. 25.2.
1979 og Guðjón Hafsteinn, f. 13.6.
1993. 2) Hörður viðskiptafræð-
ingur, f. 2.9. 1961, búsettur í
Hafnarfirði, maki Sigrún Sæ-
mundsdóttir hjúkrunarfræðingur,
f. 21.10. 1961, börn þeirra eru
Þóra Helgadóttir, f. 12.11. 1980,
sambýlismaður Helgi Engilberts-
son, f. 2.11. 1978, sonur þeirra er
Baldur Kári, f. 8.2. 2005, Þórunn,
f. 12.12. 1980, sambýlismaður Jón
Viðar Þorsteinsson, f. 15.10. 1971,
Dagbjört, f. 26.1. 1987 og Vilborg,
f. 23.2. 1997. 3) Kristinn aðstoð-
arskólameistari, f. 16.9. 1962,
maki María Sverrisdóttir læknir,
f. 21.9. 1962, búsett í Hafnarfirði,
synir þeirra eru Þorsteinn, f.
Þér var varla hugað líf þegar þú
komst í heiminn fyrir tæpum 69 ár-
um enda fæddur tveimur mánuðum
fyrir tímann og þú varla meira en 7
merkur. Þú sagðir líka að amma
hefði farið með þig heim í skókassa
og búið um þig í kommóðuskúffu
þegar þið komuð heim. Þetta voru
að sjálfsögðu ýkjur en þú hafðir
gaman af því að krydda sögurnar
aðeins þegar þú varst að segja okk-
ur börnunum og barnabörnunum
sögur frá uppvaxtarárum þínum í
Hafnarfirði.
Fáar kynslóðir hafa upplifað aðr-
ar eins breytingar á lifnaðarháttum
eins og þeir sem fæddust fyrir
miðja öldina þegar sjávarútvegur og
landbúnaður voru aðalatvinnuvegir
þjóðarinnar. Þú náðir að upplifa
þessar breytingar með áþreifanleg-
um hætti, varst sendur í sveit 7 ára
gamall á Brekku í Hvalfirði og varst
þar öll sumur fram á unglingsár. Á
efri-unglingsárum fórstu síðan á
sjóinn með frændum þínum og upp-
lifðir þá stemmingu að vera þátttak-
andi í síldarævintýrinu. Það átti þó
ekki fyrir þér að liggja að leggja
stund sjómennsku eða landbúnað,
heldur lá leið þín í verslunar- og við-
skiptastörf að loknu námi við Sam-
vinnuskólann á Bifröst og síðar sem
endurskoðandi að lokinni löggild-
ingu í endurskoðun.
Máltækið segir að sjaldan falli
eplið langt frá eikinni og á það vel
við í okkar tilfelli, því þrátt fyrir að
fyrirætlanir mínar hefðu verið í allt
aðrar áttir en að fara í nám í við-
skiptagreinum, æxluðust hlutirnar
þó þannig að þegar ég hóf nám tók
ég þá ákvörðun að feta í fótspor þín
og leggja stund á nám í endurskoð-
un. Var það mikill styrkur að geta
leitað til þín um ýmis málefni sem
tekin voru fyrir í náminu og sér-
staklega varstu vel inní öllum mál-
um varðandi skattarétt, eftir farsæl-
an feril sem deildarstjóri hjá
Ríkisskattanefnd og áður hjá Skatt-
stofu Reykjanesumdæmis. Á þess-
um árum stofnaði ég fjölskyldu og
fór að búa, en fór svo sem ekki
langt, lagði bara undir mig meira
svæði í kjallaranum hjá ykkur
mömmu og bjó þar á meðan við vor-
um í námi. Meðfram náminu fékk
ég síðan að vinna á skrifstofunni
þinni og þannig urðum við ekki að-
eins nánir sem feðgar heldur líka
sem samstarfsmenn.
Þrátt fyrir þessa miklu nánd var
samband okkar alltaf traust og gott.
Þegar mikið var að gera fórum við
saman úr húsi að morgni og komum
saman heim seint að kvöldi, sáttir
með dagsverkið. Þú og mamma
veittuð okkur næði við uppeldi
dætra okkar í ykkar húsakynnum,
en gerðu ekki athugasemdir við það
þó stelpurnar leituðu til ykkar á efri
hæðinni þegar stækka þurfti leik-
svæðið eða þær einfaldlega vildu
vera hjá afa sínum eða ömmu.
Þegar hugur minn leitaði á önnur
mið og ég ákvað að venda mínu
kvæði í kross og fara inná annan
starfsvettvang og starfa fyrir
íþróttahreyfinguna hvattir þú mig
til þess enda hafðir þú alltaf verið
mikil áhugamaður um íþróttir og
fylgdist vel með öllu því helsta á
þeim vettvangi.
Þú kvaddir að sjálfsögðu alltof
snemma en fórst held ég sáttur við
allt og alla. Elsku pabbi, að lokum
langar mig að þakka þér fyrir leið-
sögnina í gegnum lífið. Minning þín
lifir.
Hörður.
Elsku Stenni, tengdapabbi.
Það er erfitt að skrifa þessi
kveðjuorð. Þú varst farinn áður en
við áttuðum okkur á því, enginn fyr-
irvari, ekkert ráðrúm til að kveðja.
Það er sárt fyrir okkur sem sitjum
eftir.
Þegar ég hugsa til þín kemur upp
í huga mér þakklæti fyrir vináttuna
sem við áttum og gleði yfir því að
drengirnir okkar Kristins hafi feng-
ið að kynnast þér, afa sínum. Þið
Stenni nafni þinn náðuð saman í
stjórnmálum og lífsspeki. Sverrir
litli og þú áttuð góðar stundir sam-
an yfir fótboltanum í sjónvarpinu.
Þegar eldri drengurinn okkar Krist-
ins fæddist var sjálfgefið að hann
yrði skírður í höfuðið á þér.
Þið Dagga studduð okkur Kristin
vel í gegnum tíðina og var ómet-
anlegt að fá að búa í kjallaranum á
Vesturvanginum bæði á námsárun-
um og einnig eftir að við komum úr
sérnámi og vorum að finna okkur
húsnæði.
Sú hefð myndaðist fyrir 10 árum
þegar við komum frá Hollandi og
bjuggum á Vesturvanginum að
bjóða ykkur Döggu í mat á föstu-
dögum. Við héldum þessum sið eftir
að við fluttum í eigið húsnæði og
höfum við eytt mjög mörgum föstu-
dagskvöldum saman þessi 10 ár,
borðað saman og spjallað um allt
mögulegt milli himins og jarðar.
Ég á eftir að sakna þín og geymi
minningu þína í hjarta mér.
Þín tengdadóttir,
María.
Með þakklæti efst í huga kveð ég
í dag tengdaföður minn, vin, afa
dætra minna og langafa dóttursonar
míns.
Öll vildum við hafa haft hann
lengur hjá okkur og söknuðurinn er
mikill. Síðustu dag hef ég fundið
hversu sterk huggun felst í þakk-
lætinu.
– Þakklæti til hans fyrir að hafa
tekið þéttingsfast í hönd þegar ég
fyrst hitti hann og hann bauð okkur
mæðgurnar velkomnar á heimili sitt
og Döggu.
– Þakklæti til hans fyrir að hafa
búið með honum í tæp 7 ár.
– Þakklæti til hans fyrir að hafa
sinnt dætrum mínum af einskærri
ástúð og áhuga.
– Þakklæti fyrir að hafa fengið að
hlæja með honum – „ýkjusögurnar“
þínar voru ómótstæðilegar.
– Þakklæti fyrir að hafa áhrif á líf
mitt síðastliðin 25 ár þegar ég þurfti
mest á því að halda.
Margs er að minnast
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er hér að minnast,
margs er hér að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkstu þú með Guði.
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
( V. Briem.)
Blessuð sé minning þín.
Sigrún.
Afi Stenni, elsku afi, ég sakna þín
svo mikið. Það mun aldrei neitt
koma í staðinn fyrir þig, en þú
skildir okkur ekki eftir með tómar
hendur. Þú gafst okkur hvert ann-
að, þessa góðu fjölskyldu sem öll er
lituð af þér og mun verða það áfram
í margar kynslóðir. Það var aldrei
langt í húmorinn hjá þér og það var
alltaf góður andi í kringum þig. Það
leið öllum vel nálægt þér bara út af
því hvernig þú varst. Þetta er senni-
lega einn vanmetnasti en samt dýr-
mætasti eiginleiki sem nokkur
manneskja getur haft og enginn
hafði hann sterkar en þú.
Ég mun sakna þess að vekja þig á
morgnana með því að koma í heim-
sókn þegar ég er í eyðum í skól-
anum. Það var svo notalegt að setj-
ast niður með kaffibolla og ristað
brauð og ræða saman um allt mögu-
legt með þér og ömmu. Það var allt-
af gaman að tala við þig því þú hafð-
ir svo margt að segja og síðan
varstu svo skemmtilegur og fynd-
inn.
Ég skil ekki ennþá að þú sért dá-
inn, afi. Allt í einu er risastórt gat í
tilverunni sem ég hef aldrei upplifað
áður. Hingað til hefur heimurinn
bara hlaðist upp í kringum mig en
þetta er í fyrsta sinn sem eitthvað
hverfur úr honum. Þú skilur eftir
þig gat sem verður aldrei fyllt. Ég
vil heldur ekki að það verði fyllt.
Þú hvarfst í burtu frá okkur á
einni nóttu. Það er ósanngjarnt að
þú fékkst ekki að lifa lengur, en
þannig er víst þessi heimur. Það er
svo erfitt að hafa ekki getað kvatt
þig, en það hefði samt ekki verið
þinn stíll að fara með þeim hætti.
Þú varst aldrei mjög trúaður
frekar en ég. Það þarf þó ekki að
horfa langt til að sjá að þú lifir
áfram, ekki aðeins í minningunni,
heldur einnig í öllu því sem við ger-
um og stöndum fyrir. Í hvert sinn
sem ég sest niður og skrifa harð-
sósíalíska grein mun ég hugsa til
þín. Minningin um þig mun alltaf
minna mig á að það er fólkið í þess-
um heimi sem skiptir máli, annað er
aukaatriði.
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.
En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin full af söngvaklið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
(Steinn Steinarr.)
Megi minning þín lengi lifa, sem
og allt það góða sem þú skildir eftir
þig. Heimurinn er betri staður út af
því að þú varst til.
Þorsteinn (Stenni yngri).
Elsku afi, það var alltaf svo gott
að koma í heimsókn til þín og ömmu
á Vesturvanginn.
Ég er svo glöð að hafa komið til
ykkar um daginn, en mig grunaði
nú ekki að það yrði í síðasta skiptið
sem að ég gæti talað við þig, annars
hefði ég nú talað og spurt miklu
meira þó ég hafði nú talað mikið. Þú
spurðir alltaf hvað væri að frétta og
ég sagði þér það og spurði þig svo
hvað væri að frétta af þér, en þá
sagðir þú bara: „nei hvað er að
frétta af þér!“ þó svo að ég væri bú-
in að tala stanslaust. En svona varst
þú bara, hugsaðir alltaf svo vel um
hina og þá sérstaklega þá sem þér
þótti vænt um.
Þú varst svo ekta afi. Leyfði mér
allt. Eins og um daginn þegar ég
hringdi í þig og spurði hvort ég
mætti fara heim til þín að nota tölv-
una, þá sagðirðu: „Dagga, þú veist
þú mátt allt.“ Og þegar ég fór með
þér og ömmu til Portúgals þá var
amma alltaf að passa að ég borðaði
hollan og góðan mat, en svo þegar
amma skrapp í göngutúr fórstu með
mig og gafst mér franskar og kók.
Þú sagðir mér líka oft frá því að
þegar við fjölskyldan bjuggum í
kjallaranum hjá þér og ömmu þegar
ég var lítil og mátti ekki labba ein
upp stigann að ég hafði staðið neðst
eldsnemma á morgnana og kallað á
þig til að láta þig koma og sækja
mig svo ég gæti verið hjá þér og
ömmu og alltaf komst þú og náðir í
mig.
Elsku afi, þó ég sakni þess að
vera með þér og finnist skrítið að
hugsa til lífsins án afa Stenna þá
eru svo margar góðar minningar
sem við eigum til og ylja okkur við
þessum erfiðu tímum.
Ég lofa að hugsa vel um ömmu.
Þín
Dagbjört.
Elsku afi Stenni.
Það er erfitt að kveðja þig því þú
varst svo ljúfur og indæll maður.
Lífið er víst svona, öll deyjum við
einhvern tímann og eitt er víst að
dauðinn gerir ekki alltaf boð á und-
an sér.
Fyrstu minningarnar mínar af
þér voru á Vesturvangnum þegar
við bjuggum í kjallaranum hjá þér
og ömmu. Þá man ég gjarnan eftir
þér vera að horfa á fótbolta með
pabba og Kidda og þvílík innlifun og
læti, ég man hvað ég var stundum
hrædd. Svo man ég vel eftir hvíta
Saabnum þínum sem þú keyrðir um
á, það var ekkert smá sport að fá að
vera farþegi í þeim kagga . Ég man
líka einu sinni eftir því þegar ég var
farin að efast um tilvist jólasvein-
anna að þú settir þinn skó út í
glugga líka og auðvitað fékkst þú í
skóinn og eftir það hélt ég áfram að
trúa.
Þorsteinn Kristinsson
Hinsta kveðja frá
Hf. Eimskipafélagi
Íslands
Látinn er langt fyrir aldur fram
Geir Helgi Geirsson vélstjóri.
Geir Helgi hóf störf hjá Eimskipi
árið 1972 á ms. Selfossi sem aðstoð-
arvélstjóri en þá var hann jafnframt
í Vélskóla Íslands. Síðar var hann
fastráðinn á sama skip árið 1976
sem 4. vélstjóri. Hann var yfirvél-
stjóri á Dettifossi þegar hann lést.
Geir Helgi var sæmdur gullmerki
Eimskips árið 2001 fyrir áratuga-
langa þjónustu. Faðir hans, Geir Jó-
hann Geirsson, vann einnig hjá fé-
laginu lungann úr sinni starfsævi.
Hann hóf störf hjá félaginu 1942 og
lét af störfum fyrir aldurssakir
1982, þá yfirvélstjóri á ms. Írafossi.
Geir Jóhann var sæmdur gullmerki
Eimskips 1969. Báðir lærðu feðg-
arnir í Vélsmiðju Guðmundar J.
Sigurðssonar á Þingeyri.
Snemma kom í ljós færni Geirs
Geir Helgi Geirsson
✝ Geir HelgiGeirsson yf-
irvélstjóri fæddist í
Reykjavík 18. des-
ember 1953. Hann
lést á líknardeild
LSH í Kópavogi 1.
desember síðastlið-
inn og var útför
hans gerð frá Nes-
kirkju 14. desem-
ber.
Helga sem vélstjóra,
hann var nákvæmur,
traustur og anaði ekki
að hlutunum. Sam-
starfsmönnum hans
var vel ljóst að þar fór
maður sem hægt var
að treysta. Hann
kannaði hlutina til
hlítar áður en ráðist
var í þá og minnast
samstarfsmenn hans
með „manualinn“ í
höndunum. Hann var
rólegur og yfirvegað-
ur en eins og einkenn-
ir góða fagmenn gerði hann miklar
kröfur til sín og sinna manna.
Síðast en ekki síst var Geir Helgi
góður félagi og vinur vina sinna.
Það er eiginleiki sem er mikils met-
inn meðal félaga í löngum sigling-
um. Hans er nú sárt saknað meðal
vina og vinnufélaga, bæði sem vél-
stjóra en ekki síður sem góðs fé-
laga.
Stjórnendur og starfsmenn Eim-
skips senda fjölskyldu Geirs Helga
innilegustu samúðarkveðjur. Við
þökkum fyrir trúnað hans við félag-
ið í gegnum árin og minnumst hans
með söknuði og virðingu.
„Vegur sorgarinnar er vissulega
langur og strangur en hvorki ófær
né endalaus.“
Heiðrún Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri starfs-
þróunar- og samskiptasviða
Eimskips.
Við viljum kveðja kæran vin
og samstarfsmann til
margra ára. Á litlum vinnu-
stað kynnist fólk náið. Það
var einkenni á okkar nána
samstarfi, að á það bar aldrei
skugga. Þorsteinn átti ekki
minnstan þátt í því. Fyrir
það viljum við þakka að leið-
arlokum. Aðstandendum
sendum við samúðarkveðjur.
Samstarfsfólk
Endurskoðunar og
reikningshalds.
HINSTA KVEÐJA