Morgunblaðið - 20.12.2007, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 67
SYSTIR söngkonunnar Britney
Spears er ólétt. Sú heitir Jamie
Lynn Spears og er aðeins sextán
ára.
Jamie Lynn og verðandi barns-
faðir hennar, Casey Aldridge, eru
sögð hafa hist í kirkju en Aldridge
mun vera úr verkamannafjölskyldu
í Tennessee.
Eftir að fréttin um þungunina
barst eins og eldur í sinu um heim-
inn í gær sendi Jamie Lynn frá sér
tilkynningu þar sem hún ráðleggur
ungum aðdáendum sínum að fresta
því að stunda kynlíf þar til þeir
hafa gengið í hjónaband. „Mér
finnst fólk alls ekki eiga að stunda
kynlíf fyrir hjónaband,“ segir hún.
„Það er betra að bíða. Ég get hins
vegar ekki dæmt neinn vegna
þeirrar aðstöðu sem ég hef komið
sjálfri mér í,“ segir hún.
Jamie Lynn segir að hún og Ald-
ridge hafi fengið áfall þegar þau
komust að því að þau ættu von á
barni. „Það var okkur báðum áfall.
Það kom algerlega á óvart,“ segir
hún í viðtali við bandaríska tíma-
ritið OK!
Jamie Lynn, sem hefur farið með
hlutverk í sjónvarpsþættinum Zoey
101, segist vera komin tólf vikur á
leið. „Það liðu tvær vikur áður en
ég sagði nokkrum frá þessu. Það
vissi það enginn nema einn vinur
minn, enda þurfti ég að gera það
upp við sjálfa mig hvað mér þætti
rétt að gera áður en ég léti skoð-
anir annarra hafa áhrif á mig. Eft-
ir það sagði ég foreldrum mínum
og vinum frá þessu. Ég var hrædd,
en ég varð að gera það sem mér
fannst rétt. Mömmu var mjög
brugðið þar sem þetta var alls ekk-
ert sem hún átti von á. Hún þurfti
viku til að jafna sig og síðan hefur
hún sýnt mér mikinn stuðning.“
Lynne, móðir Spear-systra, hef-
ur í kjölfar fréttanna hætt við út-
gáfu bókar sem hún hefur skrifað
um uppeldi Jamie Lynn, en hún
skrifaði samsvarandi bók er Brit-
ney var unglingur. „Ég trúði þessu
ekki þar sem Jamie Lynn hefur
alltaf verið svo samviskusöm,“ seg-
ir hún.
Eldri dóttir Lynne, Britney,
missti nýlega forræði yfir tveimur
ungum sonum sínum vegna gruns
um drykkju og lyfjaneyslu.
Ekki stunda kynlíf fyrir hjónaband
Ólétt Jamie Lynn Spears er komin 12 vikur á leið.
EGILL Ólafsson er afskaplega fjöl-
hæfur maður og svei mér þá, oft hef-
ur undirrituðum þótt hann heldur
vanmetinn. Egill
er listamaður
fram í fing-
urgóma og býr
yfir snilligáfu, en
um það efast
varla nokkur sem
hefur séð hann að störfum. Oftlega
er honum brigslað um að vera helst
til hátimbraður, tilgerðarlegur jafn-
vel, og það er svosum skiljanlegt.
Egill er þó margslungnari en svo en
eitt er víst, hann er dæmdur til að
þjóna listinni, er í raun heltekinn
sköpunarþrótti og náðargáfu á því
sviðinu, hvort sem honum líkar bet-
ur eða verr.
Hymnalög, sálmaplata sem hann
vinnur með píanistanum Jónasi Þóri,
ber þessu fagurt vitni. Platan er eig-
inlega falleg að forminu til, efnivið-
urinn það kræsilegur að það hefði
eitthvað mikið þurft að koma til, svo
að mál myndu klúðrast. Umslagið
segir t.a.m. mikið um innihaldið.
Uppistaðan er einföld, söngur og
píanóleikur, og þessi tilhögun gefur
plötunni styrk sinn og kraft. Hún er
lágstemmd og innileg og sálmarnir
eru fluttir af natni og virðuleik. Til-
gerð og látalæti er ekki að finna.
Agli hefur tekist að knýja lögin úr
sálmunum, laglínan, hrein og tær, er
þjónustuð af þeim félögum af auð-
mýkt og er eins og þeir standi nokk-
urn veginn bakatil í flutningnum.
Egill er þá sérstaklega innblásinn í
sálminum kunna, „Ó Jesú bróðir
besti“, gullfallegt alveg hreint og
„Með gleðiraust og helgum hljóm“
er glæsilegt, en þar fær orgelið að
njóta sín. Sérstaklega ber að hrósa
upptökumanni, Finni Hákonarsyni,
sem hefur náð að búa þannig um
hnútana að það er eins og Egill
standi inni í stofu hjá manni. Ekki
slæmt það!
Hér er vel að verki staðið og plata
þessi glæsileg viðbót í ferilsskrá
meistarans.
Í bljúgri
bæn
TÓNLIST
Geisladiskur
Egill Ólafsson og Jónas Þórir
– Hymnalög bbbbn
Arnar Eggert Thoroddsen
mbl.is
smáauglýsingar