Morgunblaðið - 06.01.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.01.2008, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is GERT er ráð fyrir að nefnd félags- málaráðherra um úrbætur í hús- næðismálum skili af sér skýrslu og tillögum á næstu dögum. Fundur átti að vera í nefndinni nú á föstu- daginn, en honum var frestað án þess að nýr fundur væri tímasettur. Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, sambands iðnfélaga, sem situr í nefndinni fyrir hönd Alþýðusambands Íslands, seg- ist telja að efnislegt samkomulag sé í nefndinni. Fyrir jól hafi fulltrúi fjármálaráðuneytisins hins vegar óskað eftir að efnisatriði skýrslunn- ar yrðu betur kostnaðarmetin og það hafi ekki tekist fyrir áramót. Fundur hafi verið ráðgerður nú á föstudag til að ganga frá skýrslunni, en honum hafi verið frestað. Nýr fundur hafi ekki verið boðaður en hann hljóti að verða í næstu viku. Óþolinmóðir „Það er alveg klárt mál að við í Alþýðusambandinu erum orðnir mjög óþolinmóðir eftir að skýrslan verði lögð fram svo hægt sé að taka næstu skref,“ sagði Þorbjörn. Upphaflega lagði félagsmálaráð- herra fyrir nefndina að hún skilaði af sér tillögum 1. nóvember en hún var sett á laggirnar í síðari hluta ágústmánaðar í sumar. Verkefni nefndarinnar er að móta tillögur sem miða að því að efla hinn fé- lagslega þátt húsnæðislánakerfis- ins, þar með talinn leigumarkaðinn, og lánveitingar til fólks undir skil- greindum eigna- og tekjumörkum. Jafnframt þurfi að skilja með skýr- ari hætti á milli almennra og fé- lagslegra lánveitinga og er hlutverk nefndarinnar meðal annars að tryggja aðgengi að lánsfé fyrir þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta sinn, íbúa á landsbyggðinni og lág- tekjufólk. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar fé- lagsmála- og fjármálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar, Sambands sveitarfélaga, Alþýðusambandsins, Samtaka atvinnulífsins og Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. Fram hefur komið að alls eru um 2.750 manns í landinu öllu á biðlist- um eftir félagslegu húsnæði, tæp- lega 1.500 hjá sveitarfélögum og 1.100 bíða eftir námsmannaíbúð. Um 70% þeirra eru með heildar- tekjur lægri en 150 þús. kr. á mán. Tillagna nefndar um úrbætur í húsnæðismálum að vænta Fulltrúi Alþýðusambands Íslands seg- ir efnislegt samkomulag í nefndinni Morgunblaðið/Ásdís Biðlistar Um 2.750 manns eru á biðlistum eftir félagslegu húsnæði. ÞAÐ er um að gera að taka lífinu með ró í um- ferðinni og hyggja vel að öllu. Það er aldrei of þar sem bifreiðaeign er orðin miklu almennari en hún hefur nokkru sinni verið. varlega farið enda hefur umferð, einkanlega í höfuðborginni, stóraukist á umliðnum árum Morgunblaðið/Golli Íhugull í umferðinni Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „ÞETTA er því miður alltaf að ger- ast annað slagið í okkar þjóðfélagi en það er þó ekki mín tilfinning að það sé að aukast,“ segir Guðrún K. Þórsdóttir, djákni í Laugarnes- kirkju, um þær fréttir að maður sem fannst í íbúð sinni í Breiðholti nú í vikunni hafi verið látinn í marga daga án þess nokkur hafi vitjað hans. Spurð hvort hún telji einstæðing- um vera að fjölga í íslensku sam- félagi svarar hún: „Mér finnst sam- félagið bjóða upp á það að fólk sé mjög eitt, sérstaklega þeir sem eiga lítið og eru jafnvel búnir að brenna allar brýr að baki sér. Þetta fólk er alveg eitt í raun og veru og kærir sig jafnvel ekki um nein afskipti heldur. Við verðum líka alltaf að gæta þess að fara ekki inn á svæði fólks, allir eiga sitt heimili og einkalíf. Þannig að þetta er gríðarlega vandmeðfar- ið.“ Guðrún segir að nú á tímum væri hægt að nýta tæknilegar lausnir meira til að fylgjast með fólki sem er í þessari stöðu. Mögulegt væri t.d. að koma fyrir skynjurum í íbúð- um sem gæfu frá sér merki ef hreyf- ingar yrði ekki vart í ákveðinn tíma. Slíkri þjónustu væri t.d. hægt að koma upp í leiguíbúðum Öryrkja- bandalagsins og borgarinnar. „Þannig að það eru til lausnir, það þarf bara að leggjast yfir þær,“ seg- ir hún. Guðrún sinnir í sínu starfi m.a. íbúum í leiguíbúðum Öryrkja- bandalagsins í Hátúni í Reykjavík. Það voru nágrannar mannsins, sem fannst látinn í íbúð sinni í Breiðholti, sem fóru að undrast um hann og létu lögreglu vita. „Mér finnst það yndislegt og gott,“ segir Guðrún. Fylgist með nágrönnum sínum „Það er einmitt þetta sem ég legg upp úr við fólkið mitt í Hátúni, að það fylgist með nágrönnum sínum og láti vita. En svo eru aðrir sem halda sig utan við allt og erfiðara er að fylgjast með.“ Hún segir því ná- grannagæslu, t.d. í Hátúni, mjög góða og segir það ekki sína tilfinn- ingu að náungakærleikurinn sé á undanhaldi í þjóðfélaginu. Koma mætti upp skynjurum sem gæfu merki ef engin hreyfing er Einstæðingunum hefur fjölgað í nútímasamfélagi FINNBOGI Böðvarsson, skipstjóri á fjöl- veiðiskipinu Þorsteini ÞH-360, segist vera að vonum ánægður með fyrstu loðnu árs- ins. „Verður maður ekki að vera það? Þetta er betra en að sigla um sjóinn og gera ekki neitt,“ sagði hann í samtali við fréttavef Morgunblaðsins skömmu fyrir hádegi í gær. Hann fékk 100 tonn eftir stutt tog. Finnbogi sagðist vera að klára að frysta aflann um borð og að reynt yrði að kasta aftur eftir hádegið í gær en þá var leið- indaveður á miðunum. Finnbogi sagði að loðnan mætti vera stærri. Þorsteinn ÞH var staddur um 50 sjómíl- ur norður af Hraunhafnartanga sem er norðan við Melrakkasléttu. „Maður sér að það er eitthvað hérna svo maður stenst ekki að kasta trollinu til að reyna að fá eitthvað meira,“ sagði Finnbogi að lokum. 100 tonn af loðnu eftir stutt tog GERT er ráð fyrir að þorskeldi Hraðfrysti- hússins Gunnvarar í Hnífsdal muni skila 600-700 tonnum á þessu ári, að sögn Þór- arins Ólafssonar, sjávarútvegsfræðings og framkvæmdastjóra þorskeldissviðs hjá fyr- irtækinu. Alls vinna sex menn að staðaldri við framleiðsluna, sem var um 550 tonn í fyrra, en fyrirtækið hóf fyrstu tilraunir með eldið árið 2001. Sláturstærðin er 3-4 kíló og segir Þór- arinn að gæðin séu mikil, fiskurinn hvítur og fallegur og ormalaus. „Við erum nú með tíu 90 metra kvíar og því vel búnir ef ákveð- ið verður að stækka. Okkur vantar hins veg- ar meiri fisk. Eldisþorskurinn er mjög þægilegur við- fangs, með lengri hillutíma en sá villti, og fínt að vinna hann. Fiskurinn er að verða fjögurra ára þegar við slátrum honum, ef miðað er við klakið. Við fullvinnum allan fiskinn hér, þetta fer meira og minna í ferskar afurðir sem við seljum mikið á ferskfiskmarkaði í Bretlandi og á megin- landinu. Verðið á þessum afurðum er hátt, eiginlega sama verð og fyrir góðan, villtan fisk, svo að við erum sáttir.“ Um er að ræða tvenns konar eldi. Annars vegar er svonefnt áframeldi, en þá veiða menn villtan þorsk, eins til tveggja kílóa fisk, sem síðan er alinn yfirleitt á loðnu eða síld upp í sláturstærð og tekur það að jafn- aði 8-10 mánuði. Hins vegar er um að ræða aleldi en þá eru fengin seiði úr seiðaeld- isstöð sem fyrirtækið rekur í Ísafjarðar- djúpi með Brimi. Aleldisfiskurinn er mestalla sína ævi í sjókvíunum, 20-30 mánuði, og er alinn á þurrfóðri frá Fóðurblöndunni en einnig á fóðri frá Noregi. Aleldisþátturinn er nú orð- inn stærri en áframeldið. Þórarinn segir að framan af hafi seiða- sjúkdómar valdið áföllum en fyrirtækið sé stöðugt að ná betri tökum á þeim vanda, menn læri af reynslunni. Verst sé að ekki sé til stór seiðaframleiðslustöð eins og norsku þorskeldisfyrirtækin geti leitað til. Þangað til slík stöð rísi hérlendis sé greinin dálítið í lausu lofti. Þorskeldið gengur vel í Hnífsdal Munu slátra 600-700 tonnum af fiski á árinu TVEIR gistu fangaklefa lögreglunnar á Suðurnesjum í fyrrinótt, annar vegna fíkniefnamáls og hinn vegna mótþróa við tollverði við komu til landsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann var ölvaður og var með uppsteyt þegar tollverðir áttu við hann orð. Af öðrum lögreglumálum suður með sjó var það helst að frétta að kona á fimm- tugsaldri var kærð fyrir meinta ölvun við akstur. Mótþrói við toll- verði kostar sitt ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.