Morgunblaðið - 06.01.2008, Page 14

Morgunblaðið - 06.01.2008, Page 14
14 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Aðferðir Bandaríkjastjórnar í stríð- inu gegn hryðjuverkum eru um- deildar, bæði heima fyrir og erlend- is. Einn helsti gagnrýnandi stefnu stjórnvalda í þess- um efnum er Dav- id Cole, lagapró- fessor við Georgetown- háskóla í Wash- ington, sem ritað hefur margar greinar og bækur um efnið. Kom síðasta bókin, Less Safe, Less Free: Why America is Losing the War on Terror, út í haust. Cole hefur lengi haldið því fram að þeir sem telji Bandaríkin hafa sneitt hjá mistökum fyrri tíma í stríðinu gegn hryðjuverkum séu á villigötum. Hann viðurkennir að um- fang mistakanna sé vissulega minna en í heimsstyrjöldunum tveimur og kalda stríðinu en á móti komi að þetta stríð sé rétt að byrja. Það gæti hæglega dregist á langinn líkt og stríðið gegn glæpum og fíkniefnum. Cole bendir á, að þegar viðbrögð Bandaríkjamanna við hryðjuverka- vánni séu skoðuð komi í ljós að þeir hafi gengið í sömu gildruna og áður, þ.e. að einblína á hópa frekar en ein- staklinga þegar grunsemdir vakna. Þá hafi þeir tilhneigingu til að snið- ganga réttarkerfið þegar á þarf að halda. Þar á hann við tilvik þar sem grunuðum hryðjuverkamönnum er haldið án dóms og ákæru. McCarthyismi okkar daga Ekki nóg með það. Cole segir Bandaríkin líka hafa vísað fólki með smán úr landi, aðallega aröbum og múslímum, lagt á það yfirgengilega skriffinnsku og óþægindi og yf- irheyrt það á grundvelli einskis ann- ars en þjóðernis. Cole gengur svo langt að líkja þessu við McCarthyismann. „Í grundvallaratriðum gerum við sömu mistökin og þá. Við höfum tekið upp nýjar og öflugri kúgunaraðferðir. Í sögulegu samhengi er þetta þróun en ekki afneitun pólitískrar kúg- unar.“ Cole var byrjaður að tala á þennan veg fljótlega eftir „11. september“ og segir, í samtali við Morgunblaðið, lítið hafa breyst síðan. „Stjórnvöld hafa að vísu verið neydd til að slaka örlítið á klónni, að hluta til vegna þrýstings innanlands og utan, en líka vegna dómsúrskurða og ákvarðana þingsins. Það breytir ekki því að for- varnarhyggjan er enn í öndvegi og tengsl geta nægt til að ákvarða sekt einstaklinga. Þetta er í hróplegu ósamræmi við ógnina sem að okkur steðjar í raun og veru.“ Cole segir þetta þýða að fjöldi sak- lausra borgara hafi verið og verði sviptur frelsinu meðan stríðið gegn hryðjuverkum geisar. Hann segir það ekki aðeins hleypa illu blóði í samfélögin, sem Bandaríkin hafa skilgreint sem óvinveitt, heldur geti mistök af þessu tagi hreinlega grafið undan baráttunni gegn hryðjuverk- um. „Því hefur verið haldið fram að besta leiðin fyrir hryðjuverkamenn til að koma höggi á lýðræðisríki sé ekki að verja eigið skinn heldur að verja málstaðinn. Tilgangurinn er að knýja ríki til að brjóta eigin lög og reglur og grafa þannig undan lög- mæti sínu og skapa samúð með þeim sem fylgja hryðjuverkamönnum að málum. Sé þetta á rökum reist er brýnt að við lærum af fyrri mistök- um okkar og tökum upp aðferðir sem greina okkur frá hryðjuverka- mönnunum,“ segir Cole. Lykilatriði að fara að lögum Nýjasta bók Coles fjallar að hluta um þær aðferðir sem hann telur að stjórnvöld ættu að beita í glímu sinni við hryðjuverkaógnina. Þegar hann er spurður um niðurstöðu bók- arinnar segir hann kjarna málsins vera að farsælla sé að fara að lögum en sveigja þau og beygja. „Hefðum við haft það sjónarmið að leiðarljósi í upphafi þessarar vegferðar væri bet- ur fyrir okkur komið í dag.“ Samúð heimsbyggðarinnar var með Bandaríkjunum eftir árásirnar 11. september 2001 en sú samúð er á hröðu undanhaldi. „Andúð hefur leyst samúðina af hólmi,“ segir Cole, „og við getum sjálfum okkur um kennt. Einhliða utanríkisstefna okk- ar hefur grafið jafnt og þétt undan okkur. Það nær vitaskuld engri átt að láta eins og við séum hafin yfir lög og reglur sem allir aðrir halda í heiðri. Við getum heldur ekki snið- gengið réttindi erlendra borgara eins og ekkert sé, réttindi sem við myndum aldrei sætta okkur við að tekin væru af okkur sjálfum.“ Ekki þarf að taka fram að obbinn af þessu fólki eru arabar og/eða múslímar. „Þegar við brjótum sjálfir þær reglur sem greina okkur frá hryðjuverkamönnunum er vont fyrir okkur að réttlæta stríðið gegn hryðjuverkum,“ segir Cole. Demókrati ekkert undralyf Upp er runnið síðasta ár George W. Bush í embætti forseta Banda- ríkjanna. Þegar Cole er spurður hvaða væntingar hann hafi til nýs forseta og ríkisstjórnar hans svarar hann af varfærni. „Ég vona að nýja ríkisstjórnin læri af mistökum Bush- stjórnarinnar. Það veltur þó á því hver verður kjörinn forseti. En for- seti úr röðum demókrata verður ekkert undralyf, þar sem demókrat- ar, rétt eins og repúblíkanar, eru undir miklum pólitískum þrýstingi þegar kemur að baráttunni gegn hryðjuverkum. Þeir verða að vera „harðir í horn að taka“. Gildir þá einu hvort sú „harka“ dugar eða hef- ur, eins og ég hef bent á, öfug áhrif.“ Reuters Verndarinn George W. Bush Bandaríkjaforseti skrifar fyrir rúmu ári undir umdeild lög sem heimila starfsemi leynifangelsa, harkalegar yfirheirsluað- ferðir og sérstakan herdómstól sem á að fjalla um mál meintra hryðju- verkamanna. David Cole lagaprófessor gagnrýnir stefnu stjórnvalda. FÁ HÖRKUNA Í HÖFUÐIÐ David Cole 80% myrt hvíta, en fórnarlömb 13% voru blökkumenn og skiptust fórnar- lömbin þó nokkuð jafnt eftir litarhátt- um. Einn er þó sá staður, þar sem blökkumenn búa við jafnrétti, en það er herinn. Kona í Hvíta húsið? En jafnrétti í Bandaríkjunum er ekki aðeins spurning um litarhátt heldur líka kyn. Bandarískar konur fengu kosningarétt 1920 og standa körlunum nú orðið jafnfætis á flestum sviðum nema aðgangi að sérstökum sveitum hersins. Fulltrúadeildin sam- þykkti viðbót við stjórnarskrána um jafnrétti karla og kvenna 1971 en lengra komst málið ekki í það sinnið, en var aftur tekið upp á síðasta ári. Nokkrar konur hafa gegnt ráð- herraembættum, en aðeins tvær verið utanríkisráðherrar; Madeleine Al- bright 1997-2001, og nú Condoleezza Rice. Albright er hvít, en Rice blökku- kona og forveri hennar í embætti; Col- in Powell, var líka blökkumaður og sá fyrsti í stól utanríkisráðherra. Aðeins ein kona hefur verið í fram- boði fyrir annan stóru flokkanna í for- setakosningum; Geraldine Ferraro var varaforsetaefni demókrata í kosn- ingunum 1984, þegar Walter Mondale var forsetaefni flokksins. Þau töpuðu fyrir Reagan og Bush eldri. Nú stend- ur slagurinn um forsetaútnefningu demókrata milli konu og blökku- manns; Hillary Clinton og Barack Obama, sem reyndar var öruggur sig- urvegari í Iowa. Þrátt fyrir það bak- slag þykir Clinton sigurstranglegri, og þá ekki bara til þess að hljóta út- nefningu demókrata, heldur og til þess að verða fyrsta konan sem gegn- ir embætti forseta Bandaríkjanna. Verði Obama hins vegar ofan á hjá flokki og þjóð, verður hann fyrsti blökkumaðurinn í Hvíta húsinu. Sá blökkumaður sem lengst hefur komizt í kapphlaupinu um forsetaembættið til þessa er Jesse Jackson, sem keppti að útnefningu demókrata 1984 og 88. Tími trygginganna kominn Stjórnarskráin kveður á um trú- frelsi, málfrelsi og ferðafrelsi. Trúmál og flutningar milli fylkja hafa oft orðið álitaefni, en frelsið hald- ið velli í það heila tekið, þótt hvorugt heimili mönnum að trufla friðinn eða efna til óspekta á almannafæri. Mál- frelsið hefur hins vegar orðið meira bitbein. Það eru einkum blaðamenn sem hafa orðið fyrir barðinu á því. Gróft til tekið eru engar takmarkanir á umfjöllunum um stjórnvöld, þjóð- ernishópa eða trúarhópa, en annars vegar er krafizt varkárni eða beinlínis sett bann við umfjöllun, þegar þjóð- aröryggi er annars vegar og hins veg- ar liggur blátt bann við klúrheitum hvers konar. Þetta þjóðaröryggishugtak hefur reynzt anzi teygjanlegt og þótt banda- rískir fjölmiðlar þyki sterk vígi, lentu Bandaríkin 2006 í 53 sæti, af 168, á sérstökum lista „Blaðamanna án landamæra“ um fjölmiðlafrelsi. Eftir mikla undiröldu í mörg ár virðist tími almannatrygginga í Bandaríkjunum kominn. Þótt sjúkra- tryggingar teljist nú orðið víða til sjálfsagðra mannréttinda eru Banda- ríkjamenn þar aftarlega á merinni. Richard Nixon og nokkrir forsetar úr Demókrataflokknum, síðast Bill Clin- ton, reyndu árangurslaust að koma almannatryggingum á fót. Nú hefur Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, tekið höndum saman við demókrata í fulltrúadeild Kaliforníu- þings um samþykkt almannatrygg- ingakerfis og þeir sem keppa að því að verða forsetaefni demókrata hafa tekið málið upp á sína arma. Spurn- ingin er hvað flokksbræður forsetans gera og fari svo að þeir hlýði herhvöt Schwarzenegger má vera að trygg- ingarnar séu í höfn, hvernig sem for- setakosningarnar fara. Minnkandi fylgi við dauðarefsingu „Mesta áhyggjuefnið núna hvað varðar mannréttindi í Bandaríkjun- um, eru handtökur án dóms og laga, sem stríða gegn grundvallargildum réttarkerfisins,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi. „Hins vegar eru ákveðin góð teikn á lofti um minnkandi fylgi í Banda- ríkjunum við dauðarefsingar og al- mennt ástand í bandarískum fangels- um, og þá ofbeldið sérstaklega, sem lítið lát virðist á, er stöðugt viðfangs- efni mannréttindasamtaka.“ Fylgispekt Bandaríkjamanna við dauðarefsingar á friðartímum hefur þótt varpa vafasömu ljósi á þjóðfélag þeirra og setja þá þar á bekk með Írönum, Japönum, Kínverjum og Sádi-Aröbum. En þróun síðustu ára í Bandaríkjunum hefur þrátt fyrir allt gengið gegn dauðarefsingum; dómstólar í nokkrum norðaustur- ríkjum Bandaríkjanna hafa á síðustu árum dæmt dauðarefsingu andstæða stjórnarskránni og rétt fyrir jólin staðfesti ríkisstjóri New Jersey, Jon Corzine, afnám dauðarefsinga. Fylk- isþing New Jersey samþykkti afnám- ið með 44 atkvæðum gegn 36. Aftaka hefur ekki verið framkvæmd í New Jersey síðan 1963. New Jersey er fimmtánda bandaríska fylkið sem af- nemur dauðarefsingar; það fyrsta síð- an 1965, þegar Iowa og Vestur-Virg- inía stigu það skref. Árið 2006 voru 53 teknir af lífi í 14 fylkjum Bandaríkjanna; fæstar aftök- ur í áratug, og þær voru enn færri á síðasta ári. Í árslok 2006 höfðu 1.057 aftökur átt sér stað í Bandaríkjunum frá 1977, þegar þær voru teknar upp aftur. Í Texas hafa verið fram- kvæmdar langflestar aftökur; 379 frá 1976-2006, og næstflestar í Virginíu; 98. 2005 bannaði Hæstiréttur Banda- ríkjanna að sakamenn, sem væru yngri en 18 ára, þegar þeir fremdu af- brot sín, yrðu teknir af lífi, en Am- nesty International taldi 19 slíkar af- tökur á árunum 1990-2005. Skömmu áður en ríkisstjóri New Jersey afnam endanlega dauðarefs- ingu í ríki sínu, samþykkti allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna áskorun um frestun dauðarefsinga sem fyrsta skref til afnáms þeirra og greiddu 104 aðildarríki tillögunni atkvæði, 54 voru á móti, en fulltrúar 25 ríkja voru fjar- verandi. Unglingar í lífstíðarfangelsi Stöðugt koma upp mál, þar sem lögreglumenn eru sakaðir um ofbeldi og oft sérstaklega í garð litaðra og samkynhneigðra. Almennt ástand í bandarískum fangelsum er mannrétt- indasamtökum sérstakur þyrnir í augum, sérstaklega ofbeldið. Fjöldi fanga er sá mesti sem þekkist: 2004 sat einn af hverjum 136 Bandaríkja- mönnum í fangelsi. Þetta brýtur upp fjölskyldur, samfélög og gengur nærri þjóðinni allri. Gagnrýni mannréttindasamtaka beinist að því að Bandaríkjamenn hafi ekki nógu góða stjórn á fangelsum sínum. Mörg dæmi séu um slæma meðferð á föngum, sem m.a. taka til þess að skilja þá eftir nakta úti í kulda eða ofan í mjög heitu vatni, nota gegn þeim gúmmíkúlur og piparúða, beita þá einangrun og valda þeim alls kyns líkamsmeiðingum. Öll Bandaríkin hafa staðfest lög sem eiga að vernda kvenfanga og reyndar alla fanga gegn kynferðislegu ofbeldi fangavarða. Mikið þykir skorta á að kvenföngum sé sýnd sú tillitssemi að vera í gæzlu kvenfangavarða og 23 ríki og alrík- isfangelsismálastofnunin heimila að kvenfangar séu hafðir í hlekkjum meðan þeir fæða. Á hinn bóginn er svo það ofbeldi sem viðgengst í fangelsunum, þar sem fangar beita hver annan m.a. lík- amsmeiðingum og nauðganir eru tíð- ar. Bandaríkjamenn hafa verið gagn- rýndir fyrir að fangelsa marga af- brotamenn, sem ekki hafa beitt of- beldi, og er um helmingur þeirra sem gista alríkisfangelsin af þeim toga og 20% sitja inni fyrir fíkniefnabrot. Bandaríkin eru eina landið þar sem unglingar eru dæmdir í lífstíðarfang- elsi án þess að eiga von um náðun. Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt ályktun um afnám slíkra refsinga og greiddu Bandaríkin eitt landa at- kvæði gegn þeirri ályktun. Loks skal hér drepið á mál sam- vizkufanga, en þau eru einkum sprottin af því að fólk neitar að gegna herþjónustu og ber fyrir sig samvizku sína og andstöðu við stríðsrekstur.  Heimildir: Amnesty International Britannica The New York Times Wikipedia AP Stórhert eftirlit Bandarískur embættismaður tekur myndir og fingraför af erlendum flugfarþega og fjölskyldu hans á flugvelli í Atlanta í stórhertu eftirliti með útlendingum sem koma til landsins eftir „11. september.“ Fingraför mannsins og mynd af honum sjást á skjánum og tölvan skoðar upplýsingar um hann í gagnagrunni. Íslenzkir flug- farþegar hafa eins og aðrir farið í gegnum þetta eftirlit og sumir hlotið óblíðar móttökur eins og nýleg dæmi eru um. » „Mesta áhyggjuefnið núna, hvað varðar mannréttindi í Banda- ríkjunum, eru handtök- ur án dóms og laga, sem stríða gegn grundvall- argildum réttarkerf- isins.“ MANNRÉTTINDI Í BANDARÍKJUNUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.