Morgunblaðið - 06.01.2008, Síða 28

Morgunblaðið - 06.01.2008, Síða 28
listir 28 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ H in stóra veröld heims- viðburða virðist óneit- anlega nálæg þegar farið er um borg eins og París. Þar eru ómetanlegir möguleikar til að finna ný sjónarhorn og uppgötva nýjar hliðar tilverunnar. Það getur jafnvel verið nóg að skoða mannlífið, ganga um götur og torg og skreppa þá líka ofan í jörðina í Metró. Í göngum og á pöllum Metró neð- anjarðarlestanna er oft að sjá í hnot- skurn samspil eða samskipti mis- munandi heima, það sem skilur að og það sem sameinar, það er bara að líta í kringum sig. Ungir lögregluþjónar á vaktinni að morgni dags voru að vekja útigangsmann sem svaf á bekk á einum af brautarpöllum Metró: „jú vinurinn þú þarft að vakna það er orðið bjart … jú komdu bara heim til Parísar … ekkert gaman að vera á Ítalíu lengur, það er orðið allt of mik- ið af fólki þar,“ segir hinn ungi lög- regluþjónn ljúfur í bragði. Það eru víst um 8 þúsund heimilislausir í Par- ís núna og ekki sofa þeir allir undir Signubrúm. List úr fjarlægð Myndlist frá fjarlægum menning- arheimum hefur löngum verið flokk- uð hér á Vesturlöndum á mann- fræðisöfn sem „hefðbundnir munir“ en ekki sem listaverk í sama mæli og verk sem teljast tilheyra okkar eigin menningarheimi. Ef farið var um sali hinna hefð- bundnu listasafna Parísar eða ann- arra stórborga Evrópu, þar sem hin „alþjóðlega“ list er kynnt, hefur löngum ekki verið sýnt mikið af verk- um frá t.d. Afríku, Eyjaálfu, S- Ameríku né öðrum fjarlægum svæð- um, hvorki eldri verk né samtímalist. Þó er nú víða verið að opna leiðir til þess að bæta úr þessu og greinilega þörf og áhugi því listin er ein leiðin til aukins skilnings í flóknum og fjöl- breyttum heimi. Nýtt listasafn – samskipti margra heima Nýtt listasafn, Musée du quai Branly (Safn Branly-árbakkans), var opnað í fyrra. Það er safnið sem tók við því hlutverki að kynna list og menningu utan Evrópu eða utan hins svokallaða vestræna menning- arheims og að stuðla að samskiptum allra menningarsvæða. Þar er stórt og þarft hlutverk fyrir höndum. Stofnun Musée Branly á rætur að rekja til þeirrar umræðu sem komst á skrið á síðustu áratugum 20. aldar að listaverkum frá Afríku og víðar að væru ekki gerð sómasamleg skil á ríkislistasöfnum í Frakklandi. Musée de l’homme (Safn manns- ins), safn um mannfræði og þróun, hýsti mikið safn verka eða gripa. Það hóf starfsemi 1936 en byggðist á safni sem var starfrækt frá síðasta hluta 19. aldar. Frá 1960 var einnig safn verka frá Afríku og Eyjaálfu í sérstöku safni sem miðaði frekar við kynningu á listrænni hlið verkanna en fyrrnefnt „Safn mannsins“ sem lagði áherslu á mannfræðilegu hlið- ina og slíka fræðslu. Þessi söfn áttu sinn þátt í að veita aðgang að list sem hafði mikil áhrif á þróun myndlistar. Þau voru oft ekki síður en hefð- bundnu listasöfnin stunduð af lista- mönnum, listnemum sem og öðrum Minning Samsett ljósmynd eftir Sammy Baloji frá Alþýðulýðveldinu Kongó. Eldri mynd frá tímum þrælavinnu í námum er sett inní umhverfi námabæjarins eins og Baloji myndar það núna. Ljósmynd/ Nicolas Borel Fjölmenning Hluti hinnar stóru og fjölbreytilegu byggingar, Musée du quai Branly í París, safns lista og menningar: Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Ameríku. Potturinn í París – dularfullur er heimurinn Það er hægt að skoða heiminn út frá mörgum og mismunandi sjón- arhornum og þá ekki síst í hinni litríku Par- ísarborg. Jóhanna Bogadóttir var þar á ferð að skoða listir og mannlíf. Ljósmynd/Jóhanna Bogadóttir List á lestarstöð Heilagur Mikael berst við drekann ofan í jörðinni í göng- um St. Michel-stöðvarinnar. Eia Ásgrímsdóttir Siglfirðingur skoðar mósa- íklistaverk. » Vissir listamenn frá Afríku sem fjalla um samfélagsmál í verkum sínum hafa vakið athygli í Evrópu og eru þá áhrif nýlendustefnu og ras- isma oft ofarlega á baugi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.