Morgunblaðið - 06.01.2008, Page 48

Morgunblaðið - 06.01.2008, Page 48
48 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Helsti stjórnar-andstöðu-flokkur Kenýa krafðist þess á föstu-daginn að forseta-kosningarnar verði endur-teknar í landinu, innan 3 mánaða. Fram-bjóðandi flokksins, Raila Odinga, tapaði í kosn-ingum sem fram fóru þann 27. desember. Þá var Mwai Kibaki endur-kjörinn for-seti. Stjórnar-andstaðan heldur að svikum hafi verið beitt við talningu at-kvæða. Stjórn-völd í Kenýa neita að verða við beiðni um nýjar forseta-kosningar. Tals-maður ríkis-stjórnar Kenýa líkti beiðni stjórnar-andstöðunnar við fjár-kúgun og að stjórnvöld í Kenýa myndu aldrei fara að þannig kröfum. Er-lendir stjórnar-erindrekar eru komnir til Kenýa til þess að reyna að miðla málum en blóðug átök hafa ríkt eftir niður-stöður kosn-inganna. Að minnsta kosti 350 manns hafa látið lífið og mikill fjöldi hefur flúið heimili sín. Krefjast nýrra kosn-inga REUTERS Stuðnings-menn stjórnar-andstöðu-flokksins. Margrét Lára Viðarsdóttir, knatt- spyrnu-kona hjá Val, var á gamlárs-dag valin íþrótta-maður ársins 2007 með nokkrum yfir-burðum af Sam-tökum íþrótta-fréttamanna. „Þetta er tvímæla-laust mesta viður-kenning sem ég hef hlotið á mínum ferli til þessa. Engin verð-laun hafa komið mér jafn-mikið á óvart og þessi,“ sagði hin 21 árs gamla Margrét Lára Viðarsdóttir. Hún er fyrsta knattspyrnu-konan sem hlýtur þessa viður-kenningu, sem var af-hent í 52. sinn í gær, og fjórða konan sem kosin er íþrótta-maður ársins. Íþrótta- maður ársins 2007 Margrét Lára Ofsa-hræðsla í flug-vél Aðfara-nótt föstu-dags þurfti flug-vél Icelandair að lenda á Egilsstaða-flugvelli eftir að 2 lendingar-tilraunir mis-heppnuðust í Keflavík. Far-þegar segja að ofsa-hræðsla hafi gripið um sig, fólk fór með bænir og aðrir grétu. Um 50 far-þegar vildu ekki fara með vélinni til Keflavíkur í nótt heldur dvelja áfram á Egilsstöðum og jafna sig. Eldri maður sem var um borð í vélinni sem var að koma frá Las Palmas, fékk lost og eftir að vélin lenti á Egilsstöðum var hann fluttur á sjúkra-hús. Sonur Bhuttos tekur við Bilawal Bhutto, 19 ára sonur Benazir Bhutto, fyrr-verandi forsætis-ráðherra Pakistans, tekur við for-mennsku í Þjóðar-flokknum. Benazir var myrt 27. desember. Bilawal, sem er ný-græðingur í stjórn-málum heldur áfram námi sínu við Oxford-háskóla, en faðir hans Asif Ali Zardari verður stoð og stytta sonar síns við for-mennsku í flokknum. Kjör-stjórn í Pakistan hefur frestað fyrir-huguðum þing-kosningum, sem áttu að vera 8. janúar, til 18. febrúar. Flokkur Bhuttos mót-mælir og segir að verið sé að reyna að hindra kosninga-ósigur stjórnar-sinna í Pakistan. Stutt Að gömlum og góðum sið gerði Reykjavík Reykjavík lista yfir allt það besta sem stóð upp úr á árinu. Besta íslenska platan var valin Við og við, frum-raun Ólafar Arnalds, en Back to Black með Amy Winehouse þótti besta er-lenda platan. Rúmensk kvik-mynd kom sá og sigraði, 4 luni, 3 saptamani si 2 zile, eða 4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar eftir Cristian Mungiu. Leik-sýning ársins var hins vegar Endstation Amerika sem Alþýðu-leikhúsið í Berlín sýndi í Borgar-leikhúsinu. ÞÞ: Í fátæktar-landi eftir Pétur Gunnarsson þótt besta íslenska bókin. Topplistar 2007 Alþjóð-leg mann-réttinda-samtök hvetja Sam-einuðu þjóðirnar til þess að senda gæslu-lið til Sri Lanka til þess að verja al-menning í borgara-styrjöldinni sem þar ríkir. Stjórn-völd á Sri Lanka hafa sagt upp vopnahlés-samningi við Tamíl Tígra frá og með 16. janúar. Tamíl Tígrar hófu vopnaða bar-áttu fyrir sjálf-stæði sínu árið 1983. Árið 2002 var vopnahlés-samkomulag undir-ritað, en samt eru mis-þyrmingar dag-legt brauð og er talið að yfir 5000 manns hafi týnt lífi á síðustu 2 árum. Líklegt þykir að of-beldi á Sri Lanka eigi eftir að aukast í kjöl-far upp-sagnar samningsins. Íslendingar og Norð-menn hafa starf-rækt sam-norrænu eftir-lits-sveitirnar SLMM frá árinu 2002, og hefur þeim tekist að lág-marka mis-þyrmingar al-mennra borgara. Því eftir-lits-starfi verður nú sjálf-hætt, að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkis-ráðherra. Borgara-styrjöld á Sri Lanka REUTERS Olíu-verð á heims-markaði hefur hækkað mikið. Á síðustu 12 mánuðum hefur olíu-tunnan hækkað úr 60 Bandaríkja-dölum í 100 dali. Þetta mun hafa mikil og víð-tæk áhrif á þjóðar-búskapinn. Vegna hækkun-arinnar hækkaði N1 bensín-verð á bensín-stöðvum sínum á fimmtu-dag. Líterinn hækkaði um 1,5 krónur og díselolíu-líterinn um 0,50 krónur. Almennt bensín-verð í sjálfs-afgreiðslu hjá N1 kostar því 134.40 krónur og díselolíu-líterinn 136.90 krónur. Mikil hækkun á olíu Morgunblaðið/Kristinn Mike Huckabee og Barack Obama sigruðu óvænt í for-kosningunum í Iowa í Banda-ríkjunum sem fram fóru aðfara-nótt föstu-dags. Demókratinn Obama sigraði með 37,58% atkvæða, John Edwards fékk 29,75%, og Hillary Clinton fékk 29,47% atkvæða, en hún hefur yfir-leitt mælst með svipað eða meira fylgi og Obama í könnunum. Niðurstöðurnar í Iowa hafa takmarkað gildi þar sem kjósendur í ríkinu eru tiltölulega fáir. Þær eru þó sagðar hafa táknrænt gildi og geta orðið sigurvegurunum lyftistöng í mikilvægari forkosningum sem framundan eru. Næstu forkosningar fara fram í New Hampshire þann 8. janúar. Obama sigraði for-kosningar REUTERS Barack Obama fagnar sigri ásamt konu sinni Michelle. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.