Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Helsti stjórnar-andstöðu-flokkur Kenýa krafðist þess á föstu-daginn að forseta-kosningarnar verði endur-teknar í landinu, innan 3 mánaða. Fram-bjóðandi flokksins, Raila Odinga, tapaði í kosn-ingum sem fram fóru þann 27. desember. Þá var Mwai Kibaki endur-kjörinn for-seti. Stjórnar-andstaðan heldur að svikum hafi verið beitt við talningu at-kvæða. Stjórn-völd í Kenýa neita að verða við beiðni um nýjar forseta-kosningar. Tals-maður ríkis-stjórnar Kenýa líkti beiðni stjórnar-andstöðunnar við fjár-kúgun og að stjórnvöld í Kenýa myndu aldrei fara að þannig kröfum. Er-lendir stjórnar-erindrekar eru komnir til Kenýa til þess að reyna að miðla málum en blóðug átök hafa ríkt eftir niður-stöður kosn-inganna. Að minnsta kosti 350 manns hafa látið lífið og mikill fjöldi hefur flúið heimili sín. Krefjast nýrra kosn-inga REUTERS Stuðnings-menn stjórnar-andstöðu-flokksins. Margrét Lára Viðarsdóttir, knatt- spyrnu-kona hjá Val, var á gamlárs-dag valin íþrótta-maður ársins 2007 með nokkrum yfir-burðum af Sam-tökum íþrótta-fréttamanna. „Þetta er tvímæla-laust mesta viður-kenning sem ég hef hlotið á mínum ferli til þessa. Engin verð-laun hafa komið mér jafn-mikið á óvart og þessi,“ sagði hin 21 árs gamla Margrét Lára Viðarsdóttir. Hún er fyrsta knattspyrnu-konan sem hlýtur þessa viður-kenningu, sem var af-hent í 52. sinn í gær, og fjórða konan sem kosin er íþrótta-maður ársins. Íþrótta- maður ársins 2007 Margrét Lára Ofsa-hræðsla í flug-vél Aðfara-nótt föstu-dags þurfti flug-vél Icelandair að lenda á Egilsstaða-flugvelli eftir að 2 lendingar-tilraunir mis-heppnuðust í Keflavík. Far-þegar segja að ofsa-hræðsla hafi gripið um sig, fólk fór með bænir og aðrir grétu. Um 50 far-þegar vildu ekki fara með vélinni til Keflavíkur í nótt heldur dvelja áfram á Egilsstöðum og jafna sig. Eldri maður sem var um borð í vélinni sem var að koma frá Las Palmas, fékk lost og eftir að vélin lenti á Egilsstöðum var hann fluttur á sjúkra-hús. Sonur Bhuttos tekur við Bilawal Bhutto, 19 ára sonur Benazir Bhutto, fyrr-verandi forsætis-ráðherra Pakistans, tekur við for-mennsku í Þjóðar-flokknum. Benazir var myrt 27. desember. Bilawal, sem er ný-græðingur í stjórn-málum heldur áfram námi sínu við Oxford-háskóla, en faðir hans Asif Ali Zardari verður stoð og stytta sonar síns við for-mennsku í flokknum. Kjör-stjórn í Pakistan hefur frestað fyrir-huguðum þing-kosningum, sem áttu að vera 8. janúar, til 18. febrúar. Flokkur Bhuttos mót-mælir og segir að verið sé að reyna að hindra kosninga-ósigur stjórnar-sinna í Pakistan. Stutt Að gömlum og góðum sið gerði Reykjavík Reykjavík lista yfir allt það besta sem stóð upp úr á árinu. Besta íslenska platan var valin Við og við, frum-raun Ólafar Arnalds, en Back to Black með Amy Winehouse þótti besta er-lenda platan. Rúmensk kvik-mynd kom sá og sigraði, 4 luni, 3 saptamani si 2 zile, eða 4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar eftir Cristian Mungiu. Leik-sýning ársins var hins vegar Endstation Amerika sem Alþýðu-leikhúsið í Berlín sýndi í Borgar-leikhúsinu. ÞÞ: Í fátæktar-landi eftir Pétur Gunnarsson þótt besta íslenska bókin. Topplistar 2007 Alþjóð-leg mann-réttinda-samtök hvetja Sam-einuðu þjóðirnar til þess að senda gæslu-lið til Sri Lanka til þess að verja al-menning í borgara-styrjöldinni sem þar ríkir. Stjórn-völd á Sri Lanka hafa sagt upp vopnahlés-samningi við Tamíl Tígra frá og með 16. janúar. Tamíl Tígrar hófu vopnaða bar-áttu fyrir sjálf-stæði sínu árið 1983. Árið 2002 var vopnahlés-samkomulag undir-ritað, en samt eru mis-þyrmingar dag-legt brauð og er talið að yfir 5000 manns hafi týnt lífi á síðustu 2 árum. Líklegt þykir að of-beldi á Sri Lanka eigi eftir að aukast í kjöl-far upp-sagnar samningsins. Íslendingar og Norð-menn hafa starf-rækt sam-norrænu eftir-lits-sveitirnar SLMM frá árinu 2002, og hefur þeim tekist að lág-marka mis-þyrmingar al-mennra borgara. Því eftir-lits-starfi verður nú sjálf-hætt, að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkis-ráðherra. Borgara-styrjöld á Sri Lanka REUTERS Olíu-verð á heims-markaði hefur hækkað mikið. Á síðustu 12 mánuðum hefur olíu-tunnan hækkað úr 60 Bandaríkja-dölum í 100 dali. Þetta mun hafa mikil og víð-tæk áhrif á þjóðar-búskapinn. Vegna hækkun-arinnar hækkaði N1 bensín-verð á bensín-stöðvum sínum á fimmtu-dag. Líterinn hækkaði um 1,5 krónur og díselolíu-líterinn um 0,50 krónur. Almennt bensín-verð í sjálfs-afgreiðslu hjá N1 kostar því 134.40 krónur og díselolíu-líterinn 136.90 krónur. Mikil hækkun á olíu Morgunblaðið/Kristinn Mike Huckabee og Barack Obama sigruðu óvænt í for-kosningunum í Iowa í Banda-ríkjunum sem fram fóru aðfara-nótt föstu-dags. Demókratinn Obama sigraði með 37,58% atkvæða, John Edwards fékk 29,75%, og Hillary Clinton fékk 29,47% atkvæða, en hún hefur yfir-leitt mælst með svipað eða meira fylgi og Obama í könnunum. Niðurstöðurnar í Iowa hafa takmarkað gildi þar sem kjósendur í ríkinu eru tiltölulega fáir. Þær eru þó sagðar hafa táknrænt gildi og geta orðið sigurvegurunum lyftistöng í mikilvægari forkosningum sem framundan eru. Næstu forkosningar fara fram í New Hampshire þann 8. janúar. Obama sigraði for-kosningar REUTERS Barack Obama fagnar sigri ásamt konu sinni Michelle. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.