Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 106. TBL. 96. ÁRG. LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
LÍFIÐ Í BEIRÚT
CARAMEL ER UM FÓLK, GLEÐI ÞESS OG
SORGIR, GÓÐ HVÍLD FRÁ HOLLYWOOD >> 57
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
EFTIR aðeins tólf
daga hætta 98 hjúkrun-
arfræðingar á svæfinga-,
gjörgæslu- og skurð-
stofusviði Landspítala
störfum, taki stjórnendur
ekki til baka ákvörðun
um að breyta vinnufyrir-
komulagi þeirra. Verði af
brotthvarfi hjúkrunar-
fræðinganna, sem allir eru sérhæfðir á sínu
sviði, verður unnið samkvæmt neyðaráætlun
og aðeins framkvæmdar bráðaaðgerðir. Á
skurðdeild kvennasviðs verða t.d. gerðir
neyðarkeisaraskurðir en ekki kvensjúk-
dómaaðgerðir, s.s. vegna brjóstakrabba-
meins. Þá verður engar hjartaaðgerðir hægt
að gera við þær aðstæður sem koma til með
að skapast.
Og hjúkrunarfræðingarnir standa fast á
sínu: Þeir munu ganga út þegar klukkan slær
tólf á miðnætti 1. maí taki stjórn spítalans
ekki breytingu á vinnutíma þeirra til baka.
Uppsagnarfrestur ekki framlengdur
Yfirstjórn LSH tók fyrir nokkru þá
ákvörðun að framlengja ekki um þrjá mánuði
uppsagnarfrest hjúkrunarfræðinganna þótt
hún hafi heimildir til slíks. Sú ákvörðun
stendur, þrátt fyrir að ekkert þokist í sam-
komulagsátt. „Ég er ekki bjartsýn á að deil-
an leysist,“ segir deildarstjóri og undir þau
orð taka hjúkrunarfræðingarnir.
Í gær fóru fram fyrstu einstaklingsviðtölin
við hjúkrunarfræðingana og í þeim lögðu yf-
irmenn samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins fram tilboð sem felur í sér að breytingar á
vinnufyrirkomulagi, sem deilan snýst um,
verði teknar upp í þremur áföngum og að
fullu komnar til framkvæmda að ári. Þá fái
þeir 9.000 kr. í fastan bílastyrk á mánuði í
sinn hlut – sem er tæplega uppbót þar sem
þegar er slíkur styrkur, aðeins lægri, fyrir
hendi. Hjúkrunarfræðingar sem Morgun-
blaðið ræddi við í gær segja tilboðið „hlægi-
legt“ og „veimiltítulegt“ og að því verði hik-
laust svarað með neitun. Var það einróma
niðurstaða fundar allra hjúkrunarfræðing-
anna í gær.
„Það er verið að berja okkur til hlýðni,“
segir Vigdís Árnadóttir skurðhjúkrunar-
fræðingur. | 12
„Verið að
berja okkur
til hlýðni“
„Hlægilegu“ tilboði
stjórnenda hafnað
„DRAUMURINN minn er að eiga tískufyr-
irtæki þegar ég verð fullorðin,“ segir Perla
Steingrímsdóttir, nemandi í Víðistaðaskóla í
Hafnarfirði. Þó að Perla sé aðeins 10 ára
hefur hún í nokkur ár unnið markvisst að
því að láta draum sinn rætast. Hún hefur
haft brennandi áhuga á fötum frá því hún
man eftir sér og fimm ára lærði hún að
prjóna hjá ömmu sinni.
Ekkert lát var á framleiðslu hennar á húf-
um og treflum en um átta ára aldur krafðist
hún þess að fá saumvél heimilisins til afnota
sem hún vissi af í bílskúrnum. Hún lærði
sjálf á vélina og hefur aldrei þurft hjálp í
einu eða neinu og nú flæða þær fram flík-
urnar sem hún hannar, sníður og saumar,
ýmist á sjálfa sig, systur sína eða vinkonur.
Sumir leita til hennar með eigin óskir um
ákveðnar flíkur og hún er ekki lengi að
finna lausnir.
Henni fannst bráðvanta námskeið fyrir
framkvæmdaglaðar og skapandi stelpur og
gekk því sjálf í málið og heldur slík nám-
skeið heima hjá sér á hverjum föstudegi
ásamt vinkonum sínum, þar sem ýmist er
föndrað, saumað, bakað eða málað. Tísku-
þáttur Daglegs lífs er tileinkaður þessum
unga og kraftmikla hönnuði í dag. | 23 Morgunblaðið/RAX
Lætur ekkert
stoppa sig
Tíu ára stúlka, sem hannar og saumar föt, ætlar að stofna fyrirtæki
Á VEGUM ríkisstjórnarinnar, en
þó sérstaklega Seðlabankans, hef-
ur að undanförnu verið unnið baki
brotnu að því að greiða úr þeim
vanda sem hinar alþjóðlegu að-
stæður hafa skapað fyrir íslenskt
efnahagslíf. Þetta var meðal þess
sem fram kom í ræðu sem Geir H.
Haarde forsætisráðherra flutti á
aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í
gær.
Geir sagði að honum hefði á
stundum fundist að fjallað væri um
stöðuna í efnahagsmálunum af
nokkurri léttúð og jafnvel skiln-
ingsleysi hér heima. „Þar á ég
meðal annars við framgöngu
ákveðinna stjórnmálamanna og
fjölmiðla og staðhæfingar um að
ekkert sé verið að gera, eins og það
heitir,“ sagði Geir. „Stundum er
skapað óraunhæfar væntingar og
þar með jafnvel haft neikvæð
áhrif.“
Innganga í ESB lakari kostur
Geir sagði að umræða um ein-
hliða upptöku evru eða annars
gjaldmiðils í stað krónunnar hefði
verið til lykta leidd með afgerandi
hætti á viðskiptaþingi Viðskipta-
ráðs og í samtölum hans við nokkra
af helstu forsvarsmönnum Evr-
ópusambandsins í febrúar síðast-
liðnum. „Við erum ein þróaðasta og
ríkasta þjóð í heimi og slíkar þjóðir
taka ekki einhliða upp mynt ann-
arrar þjóðar.“ Sagði hann kostina
vera þá tvo, að standa utan ESB
eða ganga inn, sem að hans mati sé
lakari, eins og hann hafi margoft
bent á. | Miðopna
ekki er hægt að flytja af þeim frétt-
ir frá degi til dags. Mikil opinber
umræða getur verið óheppileg,
talað eins og
stjórnvöld ráði
yfir töfralausn-
um sem ekki
séu til annars
staðar þegar
vandinn er aft-
ur á móti sá að
alþjóðlegir
vindar skekja
okkar eigið hag-
kerfi án þess að við höfum mikið
um það að segja. Sannleikurinn er
sá að á vegum ríkisstjórnarinnar,
en þó sérstaklega Seðlabankans,
hefur að undanförnu verið unnið
baki brotnu að því að greiða úr
þeim vanda sem hinar alþjóðlegu
aðstæður hafa skapað. Slíkar að-
gerðir eru þess eðlis að undirbún-
ingur þeirra tekur langan tíma og
Unnið að lausn vandans
Forsætisráðherra segir að undirbúningur að lausn á vandanum í efnahagsmál-
unum taki langan tíma en unnið sé baki brotnu, sérstaklega í Seðlabankanum
Í HNOTSKURN
»Þór Sigfússon, forstjóri Sjó-vár, var kosinn formaður
Samtaka atvinnulífsins á aðal-
fundi samtakanna í gær.
»Þór segir að helstu verkefninfram undan hjá samtökunum
séu að vinna að því að koma okk-
ur út úr því umróti sem sé núna í
efnahagslífinu.
»Þór segist vera jákvæðurgagnvart auknu Evrópusam-
starfi og upptöku evru. Það þurfi
að skoða bæði kosti og galla.
Geir H. Haarde
Brák >> 56
Komdu
í leikhús
Leikhúsin í landinu