Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
SNÚÐU SVEIFINNI, ÍGOR! VEKTU
SKRÍMSLIÐ MITT TIL LÍFSINS!
GÓÐAN DAGINN!
HEFUR ÞÚ ÍHUGAÐ AÐ
FÁ ÞÉR VIÐBÓTAR
LÍFEYRISSPARNAÐ?
EF ÞÚ
GEFUR
MÉR
NOKKRAR
MÍNÚT...
SLÖKKTU Á HONUM!
SLÖKKTU Á HONUM!
SLÖKKTU Á HONUM!
GET EKKI
HORFT...
NÚ ER NÓG
KOMIÐ!
ÉG LOSAÐI
ÞIG VIÐ
TEPPIÐ...
ÉG ER BÚIN AÐ
GRAFA ÞAÐ!
RÉTTU MÉR
BÍLINN!
ÉG Á
HANN! ÉG
TÓK HANN
MEÐ MÉR Í
SKÓLANN
RÉTTU
MÉR
BÍLINN!
ÞÚ GETUR
EKKI BARA
TEKIÐ HLUTI AF
FÓLKI VEGNA
ÞESS AÐ ÞÚ
ERT STÓR!
ÉG ER EKKI AÐ TAKA
HANN AF ÞÉR... ÞÚ ERT AÐ
GEFA MÉR HANN SVO
OKKUR BÁÐUM LÍÐI BETUR
HANN ER SVO
HUGULSAMUR
HVERNIG
FINNST ÞÉR AÐ
BÚA HÉRNA?
ÞAÐ ER ÁGÆTT...
EN MAÐUR VERÐUR
AÐ FÓRNA
ÝMSU
ÉG GÆTI TIL DÆMIS
ALDREI VERIÐ MEÐ
VÍNKJALLARA
ÉG ER NÝKOMINN
ÚT Í NÁTTÚRUNA...
OG ÞAÐ
HÆTTIR EKKI
AÐ RIGNA
FARÐU
UNDAN
RÖRINU,
KJÁNINN ÞINN
Ó...
LALLI, ÞÚ
VERÐUR AÐ EYÐA
MEIRI TÍMA MEÐ
FJÖLSKYLDUNNI
MIG LANGAR TIL
ÞESS! EN ÉG HEF
VARLA NÓGAN TÍMA
TIL AÐ VINNA
SJÁÐU BARA DAGBÓKINA
MÍNA! HÚN ER STÚTFULL!
KANNSKI VERÐUR ÞÚ
BARA AÐ SKIPULEGGJA
ÞIG BETUR
HVAÐ ERTU
AÐ GERA
MILLI NÍU OG
HÁLF ELLEFU?
HMM... ÞÁ
SPILA ÉG
TÖLVULEIKI
Á NETINU
KÓNGULÓARMAÐURINN
HEFUR EKKI SÉST MEÐ
M.J. PARKER NÝLEGA...
GÆTI ÞAÐ VERIÐ
VEGNA ÞESS AÐ MAÐURINN
HENNAR ER Í BÆNUM?
KÓNGULÓARMANNINUM HEFUR
SAMT TEKIST AÐ BJARGA HENNI ÚR
LÍFSHÁSKA TVISVAR HÉR Í L.A.
NÚ
VEIT ÉG!
EF ÉG FINN ÞESSA
PARKER STELPU ÞÁ FINN ÉG
KÓNGULÓARMANNINN
dagbók|velvakandi
Vestfirðingar
ÆTLIÐ þið að eyðileggja fiskimiðin
við Ísland? Ef þið byggið olíu-
hreinistöð fyrir vestan og eitt skip
með olíu ferst við landið eyðileggjast
fiskimið norðurhjara. Við höfum nú
þegar smáreynslu þegar olíuskip
strandaði við suðurstönd Íslands og
sáum myndir í sjónvarpi af slysstað.
Dauðir fiskar, dauðir fuglar um allar
fjörur. Samt var þetta bara strand,
skipið fórst ekki. Hættið þessari ol-
íudýrkun á landi vetnisins.
Margrét Ásgeirsdóttir
Aukefni í matvælum
MIG langar til að vekja sérstaka at-
hygli á aukefnum í matvælum (sem
eru merkt með E og þremur tölu-
stöfum á eftir t.d. E 102) sem sam-
kvæmt breskri rannsókn annars
vegar og hins vegar íslenskri rann-
sókn eru algeng í vörum eins og sæl-
gæti, drykkjarvörum og reyndar
ýmsum matvælum og eru afar óholl
á mismunandi vegu. Svokölluð azo-
litarefni og rotvarnarefnið natríum-
bensóat virðast auka ofvirkni í börn-
um. Þegar farið er á þessa slóð er
hægt að sjá lista yfir aukefni í mat-
vælum: http://www.ust.is/media/
ljosmyndir/matvaeli/enumer.html.
Þar koma fram E-númer og nöfn
efnanna. Þau azo-litarefni sem um
ræðir eru: E 102 tartrasín; E 104 kí-
nólíngult; E 110 Sunset Yellow
FCF; E 122 asórúbín; E 124 pon-
ceau 4R; E 129 allúra-rautt AC og
svo rotvarnarefnið E 211 natríum-
bensóat. Hægt er líka að sjá um
þetta á slóðinni http://www.heilsu-
bankinn.is/vefur/index.php.
Íslenska rannsóknin snerist hins
vegar um að finna hvaða efni væri að
eyða glerungi tanna sérstaklega í
börnum. Niðurstaðan var sú að það
væri sítrónusýra fyrst og fremst og
síðan fosfórsýra sem einkum eru
notaðar í ýmsar drykkjarvörur sem
eyða glerungi tanna og er það óbæt-
anlegt tjón sem hefur aðallega orðið
hjá börnum og unglingum. E 330 sí-
trónusýra og E 338 fosfórsýra eru á
fyrrnefndum aukefnalista og í inn-
gangi þar um þessi efni er sagt um
sítrónusýru: „Þannig má koma í veg
fyrir brúnan lit í hrásalati eða af-
hýddu epli með því að setja sí-
trónusýru (E 330) í vöruna.“ Sí-
trónusýran er notuð í alls konar mat
og sælgæti, þar á meðal frostpinna.
Og af því að ég minnist á frostpinna,
sem mér þykja góðir, þá vil ég í lokin
koma með þá fyrirspurn til framleið-
enda eins og Kjöríss hvernig standi
á því að hægðalosandi efni sé notað í
frostpinna sem jú fyrst og fremst
börn borða en sjaldnast svona gaml-
ingjar eins og ég? Þó svo varað sé
við þessu á umbúðum þá er spurn-
ingin sú: Hvernig dettur ykkur í hug
að nota hægðalosandi efni í ykkar
frostpinna?
Sigurður Stefán Baldvinsson
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
HÉR er maður sem rakar laufi saman fyrir utan Osta- og smjörsöluna í Ár-
bænum. Vorverkin eru af ýmsum toga og mörgum finnst vorið vera tíminn
sem hentar best til að taka duglega til hendinni jafnt inni sem úti.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Vetrarruslið hreinsað
VERSLUNARMIÐSTÖÐIN Holta-
garðar í Reykjavík verður form-
lega opnuð í dag, laugardaginn 19.
apríl, kl. 13 eftir mikla stækkun og
gagngerar endurbætur. Búið er að
tvöfalda stærð verslunarhúsnæð-
isins, úr um 10.000 í 20.000 fer-
metra og verslunaraðstaðan er orð-
in ein sú stærsta og glæsilegasta á
höfuðborgarsvæðinu, segir í til-
kynningu.
Bætt var heilli hæð við húsið og
næg bílastæði eru nú á tveimur
hæðum. Eigandi húsnæðisins er
stærsta fasteignafélag á Íslandi,
Landic Property.
Fjölmargar verslanir eru í Holta-
görðum. Nokkrar hafa þegar verið
opnaðar; Hagkaup, Bónus, Ey-
mundsson, Max og fleiri og um
helgina bætist Habitat við með
stóra og glæsilega verslun. Aðrar
verslanir- og veitingastaðir í Holta-
görðum eru Stubbasmiðjan og Úti-
líf, kaffihúsið Te og kaffi, verslun
Jóa Fel, Quisnos og Bæjarins bestu
auk þess sem Landsbankinn er með
aðstöðu í húsinu.
Júlíus Vífill Ingvarsson borg-
arfulltrúi verður viðstaddur opn-
unina kl. 13. Margt verður til gam-
ans gert um helgina til að fagna
þessum tímamótum; tískusýningar,
barnabókahöfundar lesa upp úr
bókum sínum, Skoppa og Skrítla
verða með gamanþætti og fleira og
fleira auk þess sem allar versl-
anirnar verða með opnunartilboð.
Formleg opnun Holtagarða
BORGARSTJÓRNARFLOKKAR
Samfylkingar, Vinstri grænna og
Framsóknarflokks ásamt Margréti
Sverrisdóttur og Guðrúnu Ásmunds-
dóttur bjóða borgarbúum að koma
og spjalla um borgarmálin í dag,
laugardaginn 19. apríl, kl. 10-12.
Í fréttatilkynningu segir að það
verði harmónikkuleikur og létt
stemning á Ráðhúskaffinu. Engar
framsögur, bara spjall og spurn-
ingar, þótt sannarlega sé ekki loku
fyrir það skotið að hópurinn bresti í
söng fyrir nýju vori í Reykjavík.
Meðal þeirra sem verða til skrafs
og ráðagerða eru: Björk Vilhelms-
dóttir, Bryndís Ísfold Hlöðvers-
dóttir, Dagur B. Eggertsson, Guð-
rún Ásmundsdóttir, Guðrún Erla
Geirsdóttir (Gerla), Margrét Sverr-
isdóttir, Marsibil Sæmundardóttir,
Oddný Sturludóttir, Óskar Bergs-
son, Sigrún Elsa Smáradóttir, Sóley
Tómasdóttir, Stefán Jóhann Stef-
ánsson, Svandís Svavarsdóttir og
Þorleifur Gunnlaugsson.
Vorkaffi með borgar-
fulltrúum í Ráðhúsinu
FRÉTTIR