Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sumarið er greinilega í nánd.Sól hækkar á lofti og geðiðlyftist með. Það hefur ekkiaðeins áhrif á störf Alþingis á þann hátt að fólk verði léttara á brún heldur verða þingfundir líka öllu strangari þegar þinglok nálgast. Þannig var tvisvar sinnum í vikunni tilkynnt í upphafi þingfundar að hann gæti staðið fram á kvöld og á fimmtu- dag var fundað fram á nótt. Sá dagur var satt að segja allur hinn undarlegasti. Þrír ráðherrar áttu að mæla fyrir nokkrum málum hver. Fyrst voru mál mennta- málaráðherra á dagskrá en hún náði ekki að klára sín mál vegna aðal- fundar Ríkisútvarpsins ohf. Umræðu um opinbera háskóla var því frestað og samgönguráðherra tók til við að flytja sín mál. Hann náði heldur ekki að klára sína dagskrá áður en hann þurfti að fara annað og því var um- ræðu um samgönguáætlun líka slegið á frest. Upp í pontu steig félagsmála- ráðherra en af dagskránni hefði mátt ætla að hennar mál yrðu ekki rædd fyrr en um kvöldið. Á þessum tíma- punkti var ómögulegt að fá upplýs- ingar um hvort það yrði mennta- málaráðherra eða samgönguráðherra sem tæki upp þráðinn að nýju að loknum framsögum félagsmálaráð- herra. Ekki til sóma Svona skipulagning er þinginu ekki til sóma. Þetta gerir þingmönnum sem vilja tjá sig um ákveðin mál erfitt fyrir en hefur líka áhrif á fleiri, s.s. okkur fjölmiðlafólkið, starfsfólk Al- þingis og ráðuneyta, svo ekki sé minnst á hinn almenna borgara sem gæti viljað fylgjast með ákveðnum málum. Sjálf hafði ég hugsað mér að vakta umræður um frumvarp sam- gönguráðherra um Landeyjahöfn og átti von á því að það yrði á dagskrá einhvern tímann um miðjan dag. Þeg- ar ég sá ekki fram á að málið yrði rætt í björtu gafst ég upp á biðinni og þegar allt kom til alls náði málið ekki á dagskrá. Fyrirtæki í fleirtölu Framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er rætt allt að því vikulega á Alþingi. Í síðustu viku vildi Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, fá svör við því hvort megintilgangurinn með heim- sókn ráðuneytisstjóra utanríkisráðu- neytisins til Írans hefði verið að afla stuðnings við framboðið. Eitthvað hefur staðið á ráðuneyt- inu að útskýra almennilega þessa heimsókn til Írans. Fyrst var talað um hana sem eftirfylgni við heimsókn Halldórs Ásgrímssonar til landsins árið 2003. Sú skýring hljómar dálítið undarleg en næsta skýring var að til- gangurinn hefði verið að greiða götu íslenskra fyrirtækja og Actavis var nefnt sérstaklega. Í umræðum á Al- þingi sagði Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkisráðherra þjóðir heims eiga í margháttuðu viðskipta- sambandi við Íran og að það ætti við um Ísland eins og önnur lönd. Nú þekki ég ekki nákvæmlega til viðskipta ríkja heims við Íran en erf- iðlega hefur gengið að fá botn í það hvaða íslensku fyrirtæki eru með starfsemi í Íran. Í svörum ráðherra hefur alltaf verið talað um íslensk fyr- irtæki í fleirtölu en hvorki Útflutn- ingsráð né utanríkisráðuneytið kunnu að nefna önnur fyrirtæki en Actavis þegar eftir því var leitað. Svo virðist a.m.k. sem ekkert íslenskt fyr- irtæki sé með fasta starfsstöð í land- inu og það á jafnframt við um Actavis, sem þó selur lyf til landsins. Hjá fyr- irtækinu fengust þær upplýsingar að ferðin til Írans hefði ekki verið farin að frumkvæði þeirra þó að Actavis óskaði venjulega eftir samstarfi þeg- ar ferðir sem þessar stæðu til. Það væri líka mjög undarleg tilhögun ef fyrirtæki hefðu úrslitavald um hvert íslenskir ráða- eða embættismenn fara í heimsóknir. Eftir stendur að tilgangur heim- sóknarinnar hlýtur að hafa verið að reyna að afla fylgis við framboðið til öryggisráðsins. Og er það ekki bara allt í lagi? Þarf eitthvað að fara í graf- götur með það? Betra að beita en slíta Jón Magnússon var að vísu ekki sáttur við þessa ferð en hann vill meina að Ísland eigi ekki að vera í samskiptum við Íran og vísar til mannréttindabrota í landinu. Ekki ætla ég að bera blak af klerkastjórn- inni enda sjálf verið í Íran, m.a. í þeim tilgangi að rannsaka stöðu kvenna, og fengið smjörþefinn af því hvernig skoðanakúgunin virkar. Hins vegar er alveg rétt hjá utanríkisráðherra að betra er að beita sambandi en að slíta því enda séu þolendur mannréttinda- brota engu bættari þó að Ísland slíti sambandi við lönd sem standa sig illa í þeim málum. Ef ferðin til Íran var farin í því skyni að afla fylgis við framboðið til öryggisráðsins þá á bara að segja það. Ekki fara í hringi með það og nota langsóttar eftiráskýringar. Hringlandaháttur og loðin svör um Íransferð ÞINGBRÉF Halla Gunnarsdóttir Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is UM 30% frétta fjölmiðla um fólk af erlendum uppruna, sem hingað kem- ur til þess að vinna, voru í fyrra af neikvæðum toga. Þetta kemur fram í niðurstöðum greiningar fyrirtækis- ins Creditinfo á umfjöllun um inn- flytjendur og erlent vinnuafl. Niður- stöðurnar voru kynntar í gær á ráð- stefnu um umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur og afbrot, sem Alþjóða- hús, Blaðamannafélag Íslands, Kópa- vogsbær og fleiri aðilar stóðu að. „Er þetta eftirsóknarverð staða í okkar samfélagi?“ spurði Magnús Heimis- son, forstöðumaður fjölmiðlagrein- inga hjá Creditinfo, en hann kynnti niðurstöðurnar. Lagt var mat á hvort fréttir teldust jákvæðar, neikvæðar eða hlutlausar. Grein eða frétt var metin neikvæð ef hún var talin líkleg til að skapa neikvætt viðhorf gagn- vart því viðfangsefni sem rannsakað var. Fram kom hjá Magnúsi að af þeim fréttum um erlent vinnuafl, sem flokkaðar voru neikvæðar, töldust um 60% mjög neikvæðar. Um 15% fréttanna töldust mjög eða frekar já- kvæðar. Staðan var örlítið önnur þegar kom að fréttum fjölmiðla um innflytj- endur. Þar reyndust um 30% fréttanna af jákvæðum toga en um 28% frekar eða mjög neikvæðar. Fleiri útlendingar fremja brot Rannveig Þórisdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlanadeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fjallaði um afbrot útlendinga og velti því upp hvort þau væru öðruvísi en afbrot sem Íslendingar fremdu. Fram kom í máli Rannveigar að hegningarlagabrotum á höfuðborg- arsvæðinu hefur fækkað á árabilinu 2001-2007. „En hlutfall erlendra rík- isborgara sem fremja slík brot jókst meira á árinu 2007 en hlutfall Íslend- inga,“ segir Rannveig. Væntanlega sé hluti skýringarinnar að útlending- um hefur fjölgað hér á landi. Samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hafi frá Hagstofunni hafi þó brotum útlendinga fjölgað hlutfalls- lega meira en heildarfjölda þeirra hér á landi. Það gæti þó skýrst af því að hlutfall erlendra karlmanna á aldrinum 20–40 ára er hátt hér. Flestir þeirra sem lögregla hefur af- skipti af vegna hegningarlagabrota eru karlmenn á þessum aldri. Rannveig segir að þau brot sem eru algengust meðal hegingarlaga- brota séu auðgunarbrot. Þetta gildi bæði um Íslendinga og útlendinga. 52% þeirra brota sem útlendingar eru kærðir fyrir eru auðgunarbrot, séu tölur síðustu ára skoðaðar. „Sam- setning brota hefur í raun ekkert breyst á tímabilinu 2001-2007. Þótt fleiri séu kærðir 2007 er samsetning- in eins. Það fjölgar ekki kærðum í einum brotaflokki, heldur kemur fjölgunin fram í öllum flokkum.“ Má ekki gleyma hatursglæpum Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, fjallaði í erindi sínu um afbrot, stað- almyndir og innflytjendur. Helgi sagði að margir hér á landi hefðu áhyggjur af því að vaxandi straumur útlendinga hingað til lands myndi síðar leiða til hærri glæpatíðni „og að samfélagið muni breytast til hins verra. En við megum í þessu samhengi ekki gleyma afbrotum sem útlendingar verða fyrir í okkar sam- félagi vegna uppruna síns,“ sagði Helgi og benti á að hatursglæpir hefðu víða skapað vanda erlendis. Hann vék að fjölmiðlum og sagði að spyrja þyrfti hvort framsetning þeirra á fréttum ýtti undir tortryggni gagnvart útlendingum, sem næði einnig til löggæslunnar. „Fylgjumst við meira með útlendingum en öðr- um. Lenda þeir frekar í prófíl?“ spurði Helgi. Hann minnti á að inn- flytjendur á Íslandi kæmu hingað að mestu leyti til vegna frumkvæðis héðan. „Þannig að ábyrgð á meðferð þeirra hlýtur líka að liggja að miklu leyti hjá okkur sjálfum.“ Rúnar Pálmason, blaðamaður á Morgunblaðinu, fjallaði um útlend- ingamál út frá sjónarhorni blaða- mannsins. „Það er alls ekki alltaf ein- falt mál að skrifa fréttir af afbrotum, sérstaklega ekki þegar það blandast inn í þær hvort greina skuli frá þjóð- erni,“ sagði Rúnar. Þetta ætti eink- um við um fréttir af afbrotum, en í öðrum tegundum frétta væri þetta mun minna álitamál. Ástæðan væri m.a. sú að í flestum öðrum fréttum en fréttum af lögreglumálum væru við- mælendur og þeir sem kæmu við sögu í fréttunum yfirleitt nafngreind- ir. „Það er meginregla hjá flestum ís- lenskum fjölmiðlum að greina ekki frá nafni þeirra sem komast í kast við lögin, nema afbrotin séu þeim mun alvarlegri,“ sagði Rúnar. Hann benti á að á Morgunblaðinu væru í gildi sérstakar reglur um blaðamennsku í fjölmenningarlegu samfélagi. Sá hluti sem snerti um- fjöllunarefni dagsins, þjóðerni og af- brot, væri í stuttu máli sá að ekki skyldi greina frá kynþætti, þjóðerni eða hvort meintir lögbrjótar til- heyrðu ákveðnum minnihlutahópum nema slíkar upplýsingar væru nauð- synlegar til að koma fréttinni til skila. Nefndi Rúnar dæmi um fréttir þar sem hann teldi nauðsynlegt að greina frá þjóðerni. Þar mætti nefna fréttir af smyglmálum og þjófagengjum. Öðru máli gegndi um útlendinga sem fremdu afbrot einir síns liðs og af- brotin væru þau sömu og framin væru af Íslendingum. Í slíkum tilfell- um væri á Morgunblaðinu almennt ekki greint frá þjóðerni, þótt á þessu væru undantekningar. „Er þetta eftirsóknarverð staða í okkar samfélagi?"             !  ! "#$ %&'( (  !# ' )!*  !#                 +! ,-./01 !        " # #" ##$ # #%# #& $ %' %  (  ) *          ' 2 33 2 33 4 33*  5 53*&62 33     +   ' 2 33 2 33 4 33*  5 53*&62 33 ,-7 "&-,7 -$7 "'-7 "-&7 "#-7 "'-7 "'-7 "-#7 $-7 "#-,7 ,-7 '-%7 ,-#7 -7 '$-#7 #%-%7 -7 ,&-7 "#-7 #-#7 '"-7 %-"7 $-,7 ,$-,7 ,"-7 ,#-,7 ,,-$7 #"-$7 Morgunblaðið/Golli Fréttir Rúnar Pálmason, blaðamaður á Morgunblaðinu, var einn frummæl- anda. Hann sagði ekki alltaf einfalt að skrifa fréttir um afbrot. Við viljum vekja umræðu meðal blaðamanna um hvernig fjallað er um mál sem tengjast útlendingum,“ sagði Arash Mokhtari, verkefn- isstjóri hjá Quickresponse. Um er að ræða sænsk samtök sem Rauði krossinn þar í landi styrkir. Þau hafa starfað frá árinu 1998. Sam- tökin fylgjast með umfjöllun allra helstu sænsku fjölmiðla um mál sem tengjast útlendingum. Mokhtari sagði að í sænskum fjölmiðlum ríkti sú tilhneiging að telja lesendur/áhorfendur af sænskum uppruna vera normið. Út- lendingar væru þá flokkaðir sem „hinir“. Hann sýndi nokkur dæmi frétta úr sænskum miðlum þar sem getið var um þjóðerni í fréttum, þótt það virtist ekki nauðsynlegt í viðkom- andi fréttum. Hann ræddi einnig fleira af öðrum toga. M.a. tók hann dæmi um viðtal við unga stúlku af íslömskum uppruna í sænsku blaði. Viðtalið hófst á því að tekið var fram að viðkomandi stúlka væri ekki ómenntuð eða kúguð og hefði ekki í hyggju að gerast sjálfsvígs- sprengjumaður. Ennfremur fjallaði Mokhtari um myndbirtingar með blaðafréttum og sagði að á þeim væri stundum ýtt undir stað- almyndir. Mokhtari lagði áherslu á að óvar- leg umfjöllun um útlendinga ein- skorðaðist ekki við svonefnd götu- blöð, heldur ætti sér einnig stað í miðlum sem almenningur bæri meiri virðingu fyrir. Blaðamenn ræði málin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.