Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnar StefánÁsgrímsson fæddist í Grímsey 5. júní 1954. Hann andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudag- inn 7. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Birna Sigrún Stefánsdóttir, f. 6. júlí 1917, og Ás- grímur Guðfinnur Þorsteinsson, f. 29. nóvember 1913, d. 17. nóvember 1995. Systkini Gunnars sammæðra eru Pétur Eggert Stefánsson, f. 24. maí 1935, og Guðný Geirsdóttir, f. 29. sept 1940. Systir Gunnars samfeðra er Sigríður. Sambýliskona Gunnars er Jóna Sigurborg Einarsdóttir, f. 23. nóvember 1954. Sonur þeirra er Einar Helgi, f. 8. nóvember 1985. Gunnar Stefán ólst upp í Gríms- ey og bjó þar allan sinn aldur. Hann vann við fiskvinnslu og mörg undanfarin ár vann hann sem verkstjóri hjá Sig- urbirninum ehf. Þar fannst honum gott að vinna. Gunnar var mikið fyrir skepnur. Hann hélt kindur, kálfa, endur og hænur. Kind- urnar voru hans yndi og sagði hann þær vera hobbýið sitt. Í mörg ár hafði Gunnar verið í Kiwanis og gaf það starf honum mikið. Gunnar var mikill og sann- ur Grímseyingur, og í hönd fer sá tími sem Gunnari fannst skemmti- legastur, vorið. Gunnar Stefán verður jarð- sunginn frá Miðgarðakirkju í Grímsey í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hann var orðheppinn – skemmti- legur – uppfinningasamur – þrjóskur – sannur – heill í gjörðum – fárra en þó félagslyndur – eyjarkær. Já, hann var sannur „orginal“ vinurinn sem við kveðjum í dag – Gunnar Stefán Ásgrímsson bóndi á Eiðum og verk- stjóri hjá Sigurbirni ehf. Þegar við Dónald komum til Grímseyjar fyrir tæpum 14 árum , tókum við strax eft- ir þessum manni sem fór um götur í traktornum sínum, ávallt á sama tím- anum, þannig að stilla mátti klukkur eftir honum. Sinnti búpeningnum á Eiðum, kindum, hænum og stundum bolakálfum í frítímanum. Mikill vinur vina sinna, heimsótti þá reglulega og lét gullkorn falla með frábærum til- svörum hvar sem tveir eða fleiri komu saman. Þær eru orðnar margar og frægar „Gunna Stebba-setningarnar og sög- urnar“ en undir því nafni gekk hann jafnan. Eiðar – jörðin hans var hon- um dýrmæt. Hann var „Óðalsbónd- inn“ með stórum staf og höfðingi af hjarta sem hafði gaman af því að gefa. Eyjan hans, Grímsey, stóð hjarta hans svo nærri að stundum sagði hann, og meinti það sannar- lega, að lítið hefði hann að gera í land – hér hefði hann allt sem gæfi lífinu gildi. En kærust voru honum einka- sonurinn Einar Helgi og konan hans hún Bogga. Fyrir fjölskylduna var ekkert nógu gott. Yfirmenn hans í Sigurbirninum voru jafnframt hans bestu vinir og margar voru ferðirnar sem hann fór til „grönnu“ í Sól- brekku, Sigrúnar hjartans vinkonu. Gunnar Stefán var einlægur Kiwan- ismaður og sótti fundi Gríms í nærri 30 ár. Svo öflugur var hann í fjáröfl- unarnefnd eitt árið að hann fékk við- urnefnið „Bingó Bjössi“ fyrir alla glæsilegu vinningana sem hann safn- aði félaginu kæra til góða. Gunna Stebba verður sárt saknað í mannlíf- inu í Grímsey – því hann var svo stór hluti þess. Kiwanismannsins Gunn- ars Stefáns verður saknað á 30 ára afmæli Gríms nú í maí. En sárastur er söknuðurinn hjá fjölskyldunni hans sem hann unni heitt. Við Dó- nald kveðjum Gunnar Stefán með hjartans þökk fyrir allar góðu sam- verustundirnar og alla gamansemina sem hann var svo örlátur á að strá í kringum sig. Guð geymi Gunnar Stefán Ás- grímsson – Grímseyjarsoninn kæra – á nýjum leiðum. Guð geymi og haldi vel utan um ástvini hans. Helga Mattína Björnsdóttir og Dónald Jóhannesson – Grímsey. Okkur langar að minnast Gunna Stebba (eins og hann var alltaf kall- aður) með örfáum orðum. Gunni Stebbi var orginal Grímseyingur, fæddur í eyjunni og bjó hér þau 53 ár sem hann fékk. Hann var lítið fyrir ferðalög, eða „að fara í land“, sagðist ekkert hafa þangað að sækja eins og hinar ferðafuðurnar sem aldrei tolla heima. Gunni Stebbi var ungur þegar hann fór að snúast í kringum okkur, fór að vinna í saltfiskverkun kaup- félagsins hér. Þá var Garðar þar verkstjóri. Seinna fórum við hjónin í útgerð ásamt öðrum. Kom Gunni Stebbi þá til vinnu í Sigurbirni ehf. og var þar verkstjóri þar til yfir lauk. Stundum fannst honum ég vera með of mikla stjórnsemi í Sigurbirninum og sagði hann þá að ég væri alveg eins og Soffía frænka í Kardimommubæn- um. Kallaði hann mig því oftast bara Soffu. Gunni Stebbi var mjög orð- heppinn og góður að svara fyrir sig. Því veltumst við oft um af hlátri þeg- ar sá gállinn var á honum. Við munum minnast Gunna Stebba af hlýhug og þakklæti. Mikið mun vanta hér í hið daglega líf, t.d. að heyra og sjá ekki Eiðatraktorinn fara alla virka daga framhjá húsinu klukkan tíu mínútur fyrir átta með þá feðga á leið til vinnu. Við sendum Boggu og Einari Helga innilegar samúðarkveðjur. Áslaug og Garðar. Kær vinur og góður granni hefur kvatt, langt fyrir aldur fram, aðeins 53 ára að aldri. Barátta hans við krabbameinið varð stutt og snörp, u.þ.b. fimm vikur. Gunni Stebbi var einn af þessum karakterum sem engum gleymast er kynnast. Skemmtileg tilsvör hans og athugasemdir lifa áfram í manna minnum, t.d. þegar vinur hans bauð honum að syngja fyrir hann og hann svaraði að bragði: „Hafðu það stutt.“ Tryggur var Gunni vinum sínum og bóngóður ef til hans var leitað. Hann var mikill Grímseyingur og fór kannski í land á þriggja ára fresti, hafði ekkert þangað að sækja. Gunni var bóndinn, alltaf með kindur og er hangikjötið hans löngu orðið landsþekkt meðal vina og kunningja. Klukkur tímans tifa, telja ævistundir, ætíð lengi lifa, ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi, vel þig ætíð geymi, ljósið bjart þér lýsi, leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson) Með söknuði kveðjum við þennan góða vin, en minnumst með gleði margra góðra stunda. Eyjan okkar góða, fjölskylda og vinir hafa misst góðan dreng, lífið verður tómlegra án hans. Blessuð sé minning hans. Guðrún Ásgrímsdóttir og fjöl- skylda, Hellu, Grímsey. Sannur eyjabúi er farinn frá eyj- unni sinni yfir móðuna miklu. Gríms- eyingar drúpa höfði og spyrja hvað í ósköpunum eiginlega gangi á. Hvað er hann að hugsa þessi uppi sem öllu ræður, að vera að kalla á Gunna Stebba svona fljótt? Þennan dugnað- arfork sem aldrei féll verk úr hendi. Kannski batt hann ekki baggana sína nákvæmlega sömu hnútum og geng- ur og gerist en ég vil meina að hnút- arnir hans Gunna Stebba hafi verið mun skemmtilegri en aðrir hnútar. Hann var maður trúr og tryggur sem stundaði vinnuna sína af mikilli sam- viskusemi, mjög handlaginn og ham- hleypa til allra verka. Einhverjum datt í hug, að það væri góð tilbreyt- ing á sjávarútvegssýningu að útgerð- in Sigurbjörn í Grímsey sendi lifandi sýnikennslu í að fletja fisk og þá átti Gunni Stebbi að vera þar í aðalhlut- verki. Því miður fórst það nú fyrir en þetta segir kannski hvað drengurinn kunni fyrir sér. Hann var ekki lang- skólagenginn en hann fékk í vöggu- gjöf þennan mikla dugnað og hand- lagni. Fjárhúsin hans Gunna bera því glöggt vitni. Þau smíðaði hann sjálf- ur og ég efast um að mörg fjárhús á Íslandi geti skartað eins flottum svölum og fjárhúsin á Eiðum og þá voru ekki amalegar jólaskreyting- arnar þar. Þegar ég hófst handa við að endurbyggja æskuheimili mitt á Sveinsstöðum í Grímsey var Gunni Stebbi feikilega glaður og áhugasam- ur. Mörg sporin átti hann þangað til að „taka út verkið“ eins og hann orð- aði það sjálfur. Gunni Stebbi var ótrúlega orðheppinn og skemmtileg- ur. Einhverju sinni datt mér í hug að setja niður á Sveinsstöðum nokkrar kartöflur sem höfðu spírað. En þá vantaði allt sem til þurfti, gaffal, áburð og plast til að breiða yfir. Gunni Stebbi reddaði þessu og nefndi svo garðholuna mína Betle- hem! Bogga mín og Einar Helgi, við vottum ykkur samúð okkar. Sama segi ég við eigendur útgerðarinnar í Sigurbirni. Ég held að skarðið sem Gunni Stebbi skilur eftir sig verði vandfyllt. Kæri vinur, farðu í friði á Guðsfund. Birna og Dagbjartur. Hann granni minn hefur kvatt þennan heim. Frá því ég man eftir mér hefur Gunni Stebbi verið tíður gestur á heimili foreldra minna. Mín- ar fyrstu minningar um hann eru frá gamlárskvöldi þegar ég og bræður mínir vorum smákrakkar. Þá brá Gunni sér í líki Þórðar húsvarðar úr Stundinni okkar og lék fyrir okkur krakkana. Það er skrítið til þess að hugsa að eiga ekki eftir að hitta hann aftur þegar ég kem heim í eyju. Eiga aldrei eftir að sjá hann við grillið sitt, á leið yfir til pabba og mömmu, útbúa grannakaffi eða fylgjast með góðlát- legum flugeldametingi milli fjöl- skyldnanna á gamlárskvöld. Skarð hefur verið höggvið í hóp Grímsey- inga og lífið í eyjunni verður vissu- lega grárra án hans sterka persónu- leika. Elsku Bogga og Einar Helgi. Megi góður Guð halda utan um ykkur og hugga. Hulda Signý. Lífið er ekki alltaf eins og við vilj- um og stundum verða dagarnir sem ættu að vera bjartir mjög svartir. Þegar vorið var á næsta leiti og allt að lifna við þá kvaddir þú elsku Gunni granni okkar. Það er sárt að horfa á eftir góðum vini kveðja lífið allt of snemma. Mikið er ég, Granna þín, þakklát fyrir að hafa farið til þín og verið hjá þér síðustu vikuna sem þú áttir, þá vissum við að hverju dró. Þú kvartaðir aldrei og allt var bjart framundan hjá þér. Þú varst ná- granni minn og leikfélagi frá því ég man eftir mér, unnum saman sem unglingar og þegar við hjónin keypt- um húsið okkar, Sólbrekku, varst þú þar í einu herbergjanna. Þú varst alla tíð sem einn af fjölskyldunni og sá eini sem nokkurn tíma hefur átt fast sæti við eldhúsborðið á heimili okkar. Marga bolla drakkstu þar af kúmenkaffi og rökræddir við okkur um mat og búskap. Ósjaldan var hlegið að orðheppni þinni og tilsvör- um. Grilldaga þinna verður sárt sakn- að, bæði jólagrillsins og fyrsta grilli sumarsins á afmælisdegi Grönnu þinnar þann 1. maí. Lengi verður fimmtugsafmæli hennar minnst þeg- ar þú fórst á kostum sem yfirgrill- meistari. Margar góðar stundir átt- um við á haustin við kjötfrágang og urðu lömb Grönnu og Granna ótrú- lega mörg þegar búið var að útbýta kjötinu. Elsku Granni, oft eigum við eftir að líta út um gluggann og athuga hvort þú sért ekki á leiðinni í kaffi. Vertu sæll kæri vinur. Við kveðjum þig með sorg í hjarta og tár á kinn. Þótt fenni í sporin þín gleymum við þér aldrei. Við biðjum góðan Guð að halda ut- an um Boggu og Einar Helga, hugga þau og styrkja. Þínir vinir, Sigrún og Gylfi (Granna og Granni.) Okkur langar að minnast góðs vin- ar okkar, Gunna Stebba, sem lést þann 7. apríl síðastliðinn, langt fyrir aldur fram. Gunni Stebbi var alveg sérstakur í okkar augum. Það voru ófáar heimsóknirnar í Borgir sem hann kom færandi hendi handa vesa- lingunum sínum, eins og hann orðaði það. Mikið var búið að ræða um fjárbúskap og sauðburð þegar við hittumst yfir kúmenkaffinu, sem hann fúlsaði ekki við. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir sem hann lá ekkert á og hann hafði þann skemmtilega hæfileika að vera ein- staklega orðheppinn. Voru það ófá skiptin sem skelli- hlegið var að frábærum tilsvörum hans. Hann grínaðist oft með það að hann gæti haft það svo kósý með Rannveigu þegar þau losnuðu við Bjarna út á sjó. Gunni Stebbi var grillsnillingur og fengum við oft að njóta hæfileika hans á því sviði. Vor- um við afskaplega glöð og þakklát þegar hann samþykkti að vera yfir- grillari í þrítugsafmæli Svafars og Bjarna í október síðastliðinn. Ekki grunaði okkur að fljótlega upp frá því færi meinið að hrjá hann Gunna vin okkar og hrifsaði hann burt svo fljótt. Minningarnar sem koma svo sterkt upp í hugann þegar við setj- umst niður og minnumst hans eru svo ótalmargar og munum við geyma þær áfram í hjörtum okkar. Við Stella eigum eftir að hugsa mikið til þín í sauðburðinum í vor og sakna þín í fjárhúsunum. Kæri vinur, við kveðj- um þig með þakklæti og söknuð í hjarta. Stórt skarð hefur verið höggvið í okkar litla samfélag og lífið í Grímsey verður tómlegra án þín. Við biðjum Guð að styrkja fjöl- skyldu Gunna Stebba og vini á þess- um erfiðu tímum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði, kæri vinur, Bjarni, Rannveig og dætur. Kæri vinur, það er skrýtið að setj- ast niður til að skrifa minningarorð um þig – þú, þessi hrausti og lífsglaði maður. En skjótt skipast veður í lofti og á örfáum vikum ert þú allur eftir harða viðureign við þann erfiða sjúk- dóm sem krabbamein er. Kæri Gunni, það verður undarlegt að koma til Grímseyjar og hitta þig ekki þar. Alla þína ævi bjóst þú í Grímsey, lékst þar í æsku og starf- aðir þar allt þitt líf. Mörg ár hjá Sig- urbirninum og ég ásamt fleirum vann þar með þér. Veit ég, að þar er þín sárt saknað. Ég vil að leiðarlokum þakka þér fyrir ómetanlega aðstoð sem þú í gegnum árin réttir foreldrum mínum og síðan móður minni eftir að faðir minn lést. Sama hvað bilaði á Mið- görðum eða hvað var að hjá Jórunni, þá varst þú kominn til að laga það. Kæru Grímseyingar, Birna, Bogga og Einar Helgi, söknuður ykkar er mikill og vandfyllt svo stórt skarð, sem komið er í fallegu eyjuna okkar. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra frá Huldu Einarsdóttur og fjölskyldu hennar á Þórshöfn. Hulda Einarsdóttir. Gunnar Stefán Ásgrímsson Mig langar að minnast frænda míns og vinar Jóns Benediktssonar, eða Nonna eins og hann var kallaður innan fjölskyldunnar. Jón bjó ásamt systkinum sínum og foreldrum í Sætúni hér á Höfn og má segja að þar hafi verið okkar systkinanna annað heimili. Þangað var alltaf gott að koma, afi Benedikt tók á móti okk- ur og fór með okkur í langa göngu- túra, tefldi og spilaði við okkur eða við hittum á Leif sem kenndi okkur að smíða eða Nonna sem fór með okkur út í fjörð að veiða og vitja um æðavarpið og svo endaði þetta allt í eldhúsinu hjá Björgu þar sem alltaf var til heitt kakó og lummur. Það var alveg sama hvenær komið var í gætt- ina í Sætúni alltaf einkenndust mót- tökurnar af hlýju og áhuga á því sem maður var að gera. Jón vann ýmiss störf, s.s. við beitn- ingu, sem bílstjóri, í frystihúsinu og Jón Unnar Benediktsson ✝ Jón UnnarBenediktsson fæddist í Við- borðseli á Mýrum í Austur-Skaftafells- sýslu 19. september 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á Hornafirði 12. apríl sl. Foreldrar hans voru Benedikt Þór- arinsson, f. 1889, d. 1986, og Ljótunn Jónsdóttir, f. 1884, d. 1986. Systkini Jóns eru Björg, f. 1918, Þorleifur, f. 1921, og Ragna Guðrún, f. 1924. Útför Jóns fer fram frá Hafn- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. við sjómennsku. Hann hafði afar gaman af allskyns veiðiskap, skotveiði, stangveiði en mest hafði hann gaman af því að fara í fjörðinn með netin sín og vitja um æðavarpið í Garðey og þess fengu ég og bræður mínir að njóta. Þetta sport stundaði Nonni langt fram á gamals aldur og eftir að heilsan leyfði ekki fleiri ferðir þá fór hugurinn samt á fullt þegar voraði og var hann dug- legur að ýta á um að nú yrði báturinn gerður klár og farið út í eyju. Nonni var tíður gestur á okkar heimili, hann fylgdist með börnunum okkar vaxa úr grasi, gætti þeirra stundum og tók að sér hlutverk bíl- stjóra fyrir þau. Hann hafði það lengi til siðs meðan börnin voru lítil að fylgjast með að allt væri í lagi þegar ég var á sjó, athugaði hvort nokkur væri veikur og hvort Halldóra þyrfti að komast í búð eða til annarra er- inda. Nonni hafði mikinn áhuga á starfi mínu á sjónum, hann fylgdist alla tíð grannt með hvernig aflabrögðin væru og hvernig veðrið væri en það var ekki laust við að frændi væri veð- urhræddur. Ekki minnkaði áhuginn þegar við hófum trilluútgerð, hann vissi alltaf upp á hár hvað farið var með margar línur, hvað veiddist á þær og hvernig gengi að stokka upp og á meðan heilsan leyfði þá beið hann á bryggjunni til að keyra sjóar- ann heim. Við fjölskyldan minnumst Nonna með hlýju og væntumþykju. Benedikt og Halldóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.