Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is NIÐUR með Bretana! Niður með þá sem vilja stela landinu okkar!“ sagði Robert Mugabe, forseti Simbabve, í hátíðarræðu sem hann hélt í gær á útifundi í tilefni af því að 28 ár voru liðin frá því landið hlaut sjálfstæði frá Bretum. Forsetinn, sem er 84 ára, fordæmdi einnig leiðtoga stjórn- arandstæðinga í landinu. „Pólitísk saga okkar er vel þekkt en með tímanum finnum við fyrir meiri þörf til að minna á hana,“ sagði Mugabe. Forsetinn hefur oft höfðað til haturs á nýlendustefnu Breta og gerði það óspart í gær. Hann hefur m.a. sakað stjórnarandstöðuna um að vera á mála hjá Bretum sem vilji leggja landið á ný undir sig. Mugabe hefur verið forseti lands- ins síðan það hlaut sjálfstæði. Bretar réðu yfir svæðinu, þáverandi Róde- síu, í nokkra áratugi, síðar hrifsaði lítill minnihluti hvítra innflytjenda völdin. Hann stýrði landinu í mörg ár en varð loks að láta í minni pokann. Um var að ræða fyrstu opinberu ræðu Mugabe eftir umdeildar kosn- ingar sem fram fóru 29. mars. Úrslit- in hafa ekki verið birt þrátt fyrir áskoranir stjórnarandstæðinga og erlendra ríkja og hefur yfirkjör- stjórn, sem segir að grunur leiki á um kosningasvindl, ákveðið að láta endurtelja í mörgum kjördæmum. Í flestum þeirra tapaði flokkur Muga- bes fyrir stjórnarandstöðunni sem náði meirihluta á þingi. Stjórnarand- staðan telur einnig að frambjóðandi hennar, Morgan Tsvangirai, hafi unnið Mugabe í forsetakjörinu. Vopnafarmur frá Kína Margir óttast að til átaka geti komið ef Mugabe reynir að sitja áfram. Simbabve á ekki land að sjó. Verkalýðssamtök og kirkjunnar menn í Suður-Afríku virtust í gær hafa hindrað að skip með vopn frá Kína til herja Simbabve, sem af- ferma átti í hafnarborginni Durban, fengi afgreiðslu og sigldi það loks úr höfn. Bent var á að ábyrgðarlaust væri að leyfa flutningana þar sem ástandið væri svo eldfimt í Sim- babve. Stjórn Thabo Mbekis forseta vildi þó ekki skipta sér af málinu en dómari tók loks af skarið. Reuters Harðorður Mugabe flytur ræðu sína í höfuðborginni Harare í gær. Mugabe fordæmir stjórnarandstöðuna Skip með vopnafarm frá Kína sem flytja átti um S-Afríku til Simbabve ekki affermt vegna mótmæla verkalýðsfélaga „OKKUR er mjög létt. Oliver litli er við góða heilsu og hann svaf vel í nótt,“ sagði Raymond Chaanhing, faðir fimm ára drengs sem lögreglan á Norður-Sjálandi í Danmörku frels- aði úr klóm ræningja á fimmtudags- kvöld. Þá hafði Oliver verið í haldi ræningjanna í um 26 klukkustundir. „Við reynum að sýna honum eins mikla umhyggju og mögulegt er. Hann hefur orðið fyrir miklu áfalli og var hræddur en er nú byrjaður að tjá sig um það sem gerðist,“ hafði Jyllandsposten eftir föður Olivers. Fjölskyldan nýtur nú aðhlynningar sálfræðings til að vinna úr áfallinu. Sjötti maðurinn var handtekinn vegna málsins í gær og eru nú fimm karlmenn og ein kona í haldi lög- reglu. Þau eru sökuð um að hafa rænt drengnum auk þess að hafa hótað ömmu hans því símleiðis að hann yrði drepinn myndi hún ekki borga hátt lausnargjald, að því kem- ur fram í Jyllandsposten. Amma Olivers, Elizabeth Chaan- hing stofnaði fyrsta veitingastað fjölskyldunnar sem nú á þrjá slíka í Kaupmannahöfn, m.a. Kínverska turninn í Tívolí og Dragon House á Bakkanum. Lögreglan á Norður-Sjálandi fór í gær með einn hinna ákærðu á fund ömmu Olivers á einum veitingastað fjölskyldunnar, Shangri-La. Ræddi við ömmu Olivers Samkvæmt frásögn Jyllands- posten var maðurinn, sem er á miðjum þrítugsaldri, látinn setjast í eitt horn veitingastaðarins og eftir stutta stund settist amma Olivers gegnt honum. Þau ræddu saman nokkra stund þar til Elizabeth gekk á brott. Lögreglumenn færðu svo manninn í handjárnum út í bíl en yf- irmenn rannsóknarinnar vildu ekki tjá sig um málið, að sögn Politiken. Einn hinna ákærðu játaði sig sek- an í gær, aðrir höfnuðu ásökununum eða vildu ræða við lögfræðinga sína. Lögreglan telur að fleiri vitorðs- menn gangi lausir og verður rann- sóknum því haldið áfram. Barnsránið í rannsókn  Danska lögreglan hefur handtekið sex manns vegna ráns- ins á Oliver litla  Einn hefur þegar játað aðild að málinu Í HNOTSKURN »Oliver var rænt fyrir utanleikskóla norður af Kaup- mannahöfn á miðvikudag en var bjargað á fimmtudagskvöld. »Ræningjarnir vildu beita fjöl-skyldu Olivers fjárkúgun og hótuðu því að hann yrði drepinn yrði lausnargjald ekki greitt. KÍNVERJAR í borginni Qingdao í Shandong-héraði brenna franska fánann við Carrefour-stórmarkað í gær. Fjölmiðlar í Kína, sem allir eru undir beinni eða óbeinni stjórn yfirvalda, hafa hvatt reiða borgara til að hlusta ekki á kröfur ákafra þjóðernissinna um að svara stuðningi erlendis við kröfur Tíbeta um breytta stefnu með því að sniðganga erlend fyrirtæki. Betra sé að ein- beita sér að því að efla sem mest efnahaginn. Reuters Brenna franska fánann í Kína FJÖLDI rússneskra milljarðamær- inga í dollurum hefur tvöfaldast á einu ári og eru þeir nú orðnir 110 að því er segir í rússneskri útgáfu tímaritsins Forbes. Ástæðuna fyrir þessa aukningu segir tímaritið vera gífurlega hækkun verðs á nátt- úrulegum auðlindum Rússlands. Efstur á lista tímaritsins var málmjöfurinn Oleg Deripaska en auðæfi hans munu hafa aukist um 11,8 milljarða bandarískra dollara á liðnu ári, sem samkvæmt útreikn- ingum tímaritsins reynast vera rúmlega 1,3 milljónir dollarar á mínútu. Heildarauðæfi Deripaska nemi nú rúmum 28,6 milljörðum dollara eða rúmum tvö þúsund milljörðum íslenskra króna. Roman Abramovítsj sem á síð- asta ári var efstur á listanum bætti „aðeins“ við sig rúmum 5 millj- örðum dollara frá því í fyrra skv. Forbes. Tímaritið mat eigur Abramo- vítsj á rúma 24,3 milljarða dollara. Eigandi stál- framleiðslufyr- irtækisins Se- verstal, Alexei Mordasjov, var í öðru sæti listans með eigur upp á 24,5 milljarða doll- ara. Efstu sæti listans voru skipuð málmjöfrum sem virðast ætla að ýta olíujöfrum út. Í bandarískri útgáfu Forbes tímaritsins í mars sl. segir að í Moskvu búi nú 74 milljarðamær- ingar sem séu fleiri en búi í nokk- urri annarri borg í heiminum. Milljarðamæringum fjölgaði um helming í Rússlandi Oleg Deripaska BENEDIKT 16. páfi ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna í New York í gær og sagði brýnt að efla mannréttindi og forðast einhliða aðgerðir. „Frum- skylda sérhvers ríkis er að vernda borgara sína fyr- ir grófum og viðvarandi brotum gegn mannréttindum,“ sagði páfi. „Séu ríki ófær um að tryggja slíka vernd verður alþjóðasamfélagið að grípa inn og nota þau lagalegu ráð sem fyrir hendi eru í sáttmála Sam- einuðu þjóðanna.“ Páfi varaði einnig við því að menn útvötnuðu mannréttindi með því að segja að þau gætu verið af- stæð en ekki almenn og algild. Benedikt 16. er í sinni fyrstu heimsókn til Bandaríkjanna eftir að hann tók við embætti fyrir þremur árum. Hann hvatti til þess að fulltrúar ólíkra menningarheima ræddust við til að fyrirbyggja og eyða ágreiningi. Mikilvægt væri að efla samstöðu allra gagnvart vandamálum og hættum, aldrei mætti hunsa færi á samræðum deiluaðila. Mannrétt- indi séu efld Benedikt 16. páfi EVRÓPURÁÐIÐ í Strassborg sam- þykkti á miðvikudag eftir langar umræður ályktun þar sem hvatt er til þess að í öllum aðildarríkjunum 47 sé konum tryggður réttur til „öruggrar og lögmætrar“ fóstur- eyðingar sem greidd verði af rík- inu. Atkvæði féllu 102-69. Fulltrúar Póllands og fleiri kaþólskra landa beittu sér ákaft gegn tillögunni. Fóstureyðing er ólögleg eða mjög sjaldan leyfð í sumum aðild- arríkjunum, þ.á m. Póllandi, An- dorra, Mónakó og á Möltu. Tekið er fram í samþykktinni að fóstureyð- ingu megi aldrei nota sem getn- aðarvörn. Megi eyða fóstri BANDARÍKIN og Evrópusam- bandið hvöttu í gær Rússa til að ógilda ákvörðun á miðvikudag um að auka samstarf við aðskiln- aðarsinna í georgísku héruðunum Abkhazíu og Suður-Ossetíu í óþökk stjórnvalda í Tbilisi. Georgíumenn hafa mótmælt eindregið ákvörðun Rússa og segja þá vilja innlima um- rædd héruð. Giorgi Baramidze, aðstoð- arforsætisráðherra Georgíu, fór til Brussel í gær til að biðja um stuðn- ing Atlantshafsbandalagsins og ESB. Utanríkisráðuneytið í Wash- ington minnti Rússa á fyrri yfirlýs- ingar um að þeir myndu virða full- veldi og landamæri Georgíu. Styðja aðskilnað NORSKA stjórnin hefur lagt fram tillögu á þingi um að kaup á vændi verði gerð refsi- vert athæfi en sams konar lög hafa verið sett í Svíþjóð. Munu lögin gilda um norska ríkisborgara hvort sem þeir kaupa vændi í landinu sjálfu eða utan þess og viðurlög verða allt frá sektum upp í 10 ára fangelsi. „Fólk er ekki söluvara,“ sagði Knut Storberget dómsmálaráðherra þegar hann kynnti tillöguna. Markmiðið er að gera viðskiptavinina ábyrga fyrir hegðun sinni en þeir eru oftast karlar. Stjórnarflokk- arnir njóta stuðnings Kristilega þjóð- arflokksins við tillöguna. Vændiskaup refsiverð í Noregi Níkósía. AFP.| Fulltrúar á vegum Sameinuðu þjóðanna hófu í gær undirbún- ing fyrir sáttaumleitanir Tyrkja og Grikkja á Kýpur. Friðarviðræður eiga að hefjast í júní næstkomandi og eiga vinnuhópar og sérhæft starfsfólk SÞ að tryggja sem bestan árangur. Um 130 sérfræðingar munu hafa umsjón með málum eins og valdskipt- ingu, öryggismálum, skiptingu landsvæðis, málum er varða Evrópusam- bandið og efnahagsmálum. Einnig verður tekið á því sem snertir daglegt líf fólks eins og glæpum, við- skiptum, menningararfleifð og heilsuvernd. Bjartsýni á framtíðina Nokkur bjartsýni ríkir á Kýpur og eru vonir bundnar við að með viðræð- unum í júní verði loks bundinn endi á deilur og aðskilnað Tyrkja og Grikkja á eyjunni en hún hefur verið tvískipt í 34 ár. Nýr forseti Kýpur, Demetris Christofias, náði kjöri í febrúar síðastliðnum og hleypti það nýju blóði í friðarumleitanir en Christofias og Mehmet Ali Tal- at, leiðtogi Kýpur- Tyrkja, náðu fljótt samkomulagi um að hefja viðræður. Viðræður á Kýpur undirbúnar STUTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.