Morgunblaðið - 19.04.2008, Side 2

Morgunblaðið - 19.04.2008, Side 2
2 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SÖLUAUKNING nikótínlyfja hér á landi er ekki í samræmi við tölur um fjölda þeirra sem hætta að reykja, samkvæmt því sem kemur fram í skýrslu frá Lýðheilsustöð. Þykir það benda til að fleiri noti nikótínlyf en aðeins þeir sem eru að reyna að hætta að reykja. Að mati skýrsluhöf- unda bendir ýmislegt til að bæta þurfi leiðbeiningar og kynna betur rétta notkun nikótínlyfja. Sala á nikótínlyfjum hefur aukist til muna á undanförnum árum hér á landi og langt umfram aukningu á hinum Norðurlöndunum. Í könnun sem Lýðheilsustöð lét vinna fyrir sig vorið 2006, en birt var í gær, kemur fram að nokkuð stór hluti þeirra sem reyktu daglega, þ.e. tæplega 12%, notuðu einnig nikótínlyf. Þá notuðu um átta prósent þeirra sem reyktu sjaldnar en daglega slík lyf. Mun lík- legra var að fólk notaði nikótínlyf ef það hygðist hætta að reykja innan mánaðar, eða 18,4%, en ef það ætlaði að hætta seinna eða alls ekki. Skýrsluhöfundar telja niðurstöð- urnar benda til þess að fólk hefji notkun nikótínlyfja áður en það hættir að reykja. „[En] einnig er hugsanlegt að fólk hafi áður reynt að hætta að reykja með lyfjum og ekki hætt á lyfjunum þegar það byrjaði aftur að reykja eða að íslenskt reyk- ingafólk bregðist við fleiri reyklaus- um stöðum með því að nota nikótín- lyf í stað þess að hætta að reykja,“ segir í skýrslunni. Taka ber fram að úrtakið var 1.200 manns og svarhlutfall 66,6%. Í könnuninni var einnig spurt um vilja reykingarmanna til að gefa fíkn sína upp á bátinn. Af þeim sem svör- uðu voru 66% sem höfðu löngun til að hætta. Af þeim voru hins vegar aðeins 19% sem voru farnir að und- irbúa sig undir að hætta, 23% sögð- ust vilja hætta innan hálfs árs og 58% voru ekki að íhuga að hætta í nánustu framtíð. 56% ekki tekist að hætta Einnig var skoðað hversu margir reykingamenn höfðu raunverulega gert tilraun til að hætta reykingum árið áður. Kom í ljós að um 56% höfðu gert tilraun til að hætta. Þeir sem höfðu áhuga á að reyna að hætta aftur innan mánaðar voru mun líklegri til að hafa reynt að hætta á árinu. Samkvæmt niðurstöðum úr könn- un Lýðheilsustöðvar reyktu um 22% fólks á aldrinum 15-89 ára. Nær eng- inn munur var á hlutfalli karla og kvenna sem reyktu. Kynna þarf rétta notkun og bæta leiðbeiningar nikótínlyfja Söluaukning nikótínlyfja ekki í samræmi við fjölda þeirra sem hætta að reykja Morgunblaðið/Golli Ósiður Erfitt getur verið að drepa í. NEMENDUR 10. bekkjar Vogaskóla hófu í gærkvöldi 18 klst. langt námsmaraþon. Markmið þess er annars vegar að undirbúa samræmdu prófin sem hefjast í næstu viku og hins vegar að safna áheitum fyrir vor- ferðalag nemendanna sem farið verður strax að próf- um loknum. Er ferðinni heitið til Vestmannaeyja. Námsmaraþon í Vogaskóla Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson BSRB hvetur til þess að þegar í stað hefjist viðræður við fjármálaráðu- neytið um skammtímasamning. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn BSRB sendi frá sér í gær. Í ályktuninni ítrekar stjórnin mikil- vægi þess að kjör innan almanna- þjónustunnar verði stórbætt. Svo sé komið að mjög víða sé þar við alvar- lega manneklu að stríða sem rekja megi til bágra kjara og sé brýnt að taka af alvöru á þeim vanda. „Í ljósi þess hve skammur tími er til stefnu, þar sem kjarasamningar við ríkið eru lausir um næstu mán- aðamót, og vegna þeirra óveðurs- skýja sem hrannast hafa upp í efna- hagslífinu, með verðbólgu sem teygir sig í tveggja stafa tölu, telur stjórn BSRB æskilegt að gerður verði skammtímasamningur við fjár- málaráðuneytið og þar með fengið svigrúm til að taka ávörðun um leiðir að framangreindu marki,“ segir í ályktun BSRB. Vill stuttan samning Telur manneklu skýr- ast af lágum launum Eftir Andra Karl andri@mbl.is TÍMABÆRT er að huga að heildar- endurskoðun lögreglulaga, þar sem lögð verði áhersla á að skilgreina hlutverk lögreglu, inntak og mörk lögregluvalds, valdbeitingarheimild- ir og rannsóknarheimildir lögreglu, segir m.a. í áfangaskýrslu nefndar sem skipuð var af dómsmálaráð- herra til að fylgjast með endurskipu- lagningu lögregluumdæma. Að mati nefndarinnar gekk inn- leiðing á nýskipan lögreglumála 1. janúar 2007 að flestu leyti vel en þótti ekki nægilega róttæk, s.s. til að tryggja bestu nýtingu mannafla lög- reglunnar alls staðar á landinu. „Sum lögreglulið eru mjög fámenn, hlutfall stjórnenda er í velflestum liðum hátt og markmið um sérstakar rannsóknardeildir hafa ekki fyllilega gengið eftir,“ segir m.a. í skýrslunni. Talið er heppilegast að stækka frekar lögregluembættin til að ná fram þeim markmiðum sem sett voru með breytingunum í upphafi síðasta árs. Í því sambandi er vísað í bréf frá fimm yfirlögregluþjónum á Norðurlandi til dómsmálaráðherra. Mat lögregluþjónanna er að stjórn- skipan lögregluliða á Norðurlandi sé ekki í samræmi við aðra þróun og breytingar sem hafa orðið hjá lög- reglunni. Telja þeir miklu máli skipta að sameina lögregluliðin und- ir stjórn eins lögreglustjóra sem hafi það að aðalstarfi en sé ekki jafn- framt sýslumaður. „Núverandi fyrir- komulag, að hafa fjóra lögreglu- stjóra, sem jafnframt eru sýslumenn, hefur að okkar mati gengið sér til húðar og erfitt að finna rök sem mæla með því fyrirkomu- lagi,“ segir í bréfinu. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra kynnti skýrsluna á ríkisstjórn- arfundi í gærmorgun. Í tilkynningu sem barst frá ráðuneytinu eftir fundinn kemur fram að ráðherrann muni taka tillögur og hugmyndir nefndarinnar til skoðunar, fylgja þeim eftir með umræðum og síðan aðgerðum. Heildarendurskoðun lögreglulaga tímabær Í HNOTSKURN »Dómsmálaráðherra skipaðinefnd til þess að meta með hvaða hætti markmið um aukna og eflda löggæslu hefðu náð fram að ganga. »Nefndina skipa Þórunn J.Hafstein, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyti, Sigríður B. Guðjónsdóttir að- stoðarríkislögreglustjóri og Sveinn I. Magnússon, formaður Landssambands lögreglu- manna. BJÖRGVIN G. Sigurðsson við- skiptaráðherra hefur fengið boð kínverskra yfir- valda um að heimsækja Tíbet og kynna sér af eigin raun stöð- una í mannrétt- indamálum þar í landi. Á fundi Björgvins með ráðherra viðskiptamála í Kína á miðvikudag lýsti Björgvin yfir áhyggjum sínum af stöðu mannréttinda í Tíbet. Að sögn Jóns Þórs Sturlusonar, aðstoð- armanns viðskiptaráðherra, svaraði hinn kínverski starfsbróðir hans á þá leið að réttast væri að Björgvin kynnti sér málin af eigin raun. Var þetta svar kínverska ráðherrans á þá lund að ekki hefði verið hægt að skilja það öðruvísi en svo að um boð væri að ræða, segir Jón Þór. Telst boðið vera jákvætt en það sé í hönd- um íslenskra stjórnvalda að bregð- ast við því í eðlilegu samhengi, segir hann. Boðið hafi hvorki verið þegið né afþakkað á fundi ráðherranna. Að loknum fundi ráðherranna tveggja var málið rætt milli íslenska sendiráðsins í Peking og kínverska utanríkisráðuneytisins og fór sá fundur fram í gær. Björgvin G. Sigurðsson er vænt- anlegur til landsins í dag, laugardag, úr heimsókn sinni til Kína. Boðinn í ferð til Tíbet Björgvin G. Sigurðsson Brugðist við áhyggj- um viðskiptaráðherra LÖGREGLAN á Sauðárkróki stöðv- aði ökumann á fólksbíl rétt fyrir utan bæinn í gær á 153 km hraða, þar sem hámarkshraði er 90 km. Hann var einn í bílnum og hafði tekið fram úr tveimur bílum rétt áður en hann var stöðvaður. Ók hann beint í flasið á lögreglumönnum sem voru við rad- armælingar. Hann fær 130 þúsund kr. sekt og 30 daga ökuleyfissvipt- ingu að sögn lögreglunnar. Ofsaakstur stöðvaður ♦♦♦ Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.