Morgunblaðið - 19.04.2008, Side 26

Morgunblaðið - 19.04.2008, Side 26
ferðalög 26 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Vorið er komið á Kópaskeri ef marka má veðurblíðuna síðustu daga, sól, logn og hiti hefur verið yfir frost- marki að deginum. Þetta eru snögg umskipti eftir heldur kaldan og vindasaman vetur á mælikvarða síðasta áratugar eða svo. Eitthvað er nú samt í það að sólin nái að bræða síðustu snjóskaflana úr húsagörðum.    Grásleppuvertíðin stendur sem hæst og hefur veiði verið góð en fram að þessu hafa fimm bátar róið héðan, þó ekki allir með heimahöfn á Kópa- skeri. Gott verð fæst fyrir hrognin en sjómenn hefðu eflaust ekkert á móti því að fá enn meira fyrir tunnuna því allur tilkostnaður hefur aukist í sam- ræmi við annað í dýrtíðinni. Því mið- ur eru hrognin ekki verkuð hér á staðnum heldur á Raufarhöfn og Húsavík. Líkt og mörg undanfarin vor virð- ist vera mikil þorskgengd í Öxarfirði. Þannig hafa fjórir beitningarvéla- bátar frá Húsavík mokfiskað síðustu daga hér rétt úti fyrir og tveir Grímseyjarbátar voru hér með þorskanet fram að hrygningarstopp- inu sem nú er í gildi. Það hefur því verið líflegt við höfnina sem hefur góð áhrif á mannlífið og fjölgar þeim sem þurfa á þjónustu að halda í þorp- inu.    Fjallalamb, sem er þekkt fyrir há- gæðaframleiðsluvörur sínar, er jafn- framt langstærsti vinnustaðurinn á staðnum. Nýlega fóru flestir starfs- menn fyrirtækisins ásamt mökum í helgarferð til Berlínar. Til fjáröfl- unar fyrir ferðina gafst Kópa- skersbúum og nærsveitungum tæki- færi til að fara út að borða þar sem starfsfólk þjónaði til borðs og hægt var að smakka á hinum ýmsu vörum Fjallalambs, þannig var um eins- konar vörukynningu að ræða í leið- inni. Skemmtileg nýbreytni sem von- ir standa til að verði endurtekin.    Kvenfélagið Stjarnan er einn af hornsteinum samfélagsins. Á fundi félagsins hinn 7. febrúar s.l. var ákveðið að bjóða öllum 16 ára og eldri á starfssvæði félagsins á skyndihjálparnámskeið í samstarfi við Öxarfjarðardeild Rauða krossins. Þegar hafa verið haldin tvö námskeið með samtals 26 þátttakendum þar sem Þorsteinn Hymer fór yfir ýmis atriði er varða skyndihjálp. Þá heldur kvenfélagið vorfagnað í Pakkhúsinu í kvöld, laugardags- kvöld, fyrir íbúa við Öxarfjörð 67 ára og eldri ásamt mökum.    Hestamannafélagið Feykir hélt firmakeppni á ís á Klifatjörninni fyr- ir skömmu í fallegu vetrarveðri en einnig var keppt í unglingaflokki þar sem Halldís Gríma Halldórsdóttir varð hlutskörpust. Firmakeppnina vann Ágúst Marinó Ágústsson og keppti hann fyrir nýstofnað sveita- verkstæði Einars Atla Helgasonar. Að keppni lokinni fór verðlaunaaf- hending fram í nýju reiðhöllinni á Snartarstöðum þar sem keppendur og áhorfendur gátu fengið sér kaffi og með því. Verðlaunin voru af ýmsu tagi, meðal annars heyrúlla af heima- túninu á Snartarstöðum og 13 grá- sleppur ásamt fjórum rauðmögum. Kór Snartarstaðakirkju fór í ferðalag um síðustu helgi ásamt stjórnanda sínum Birni Leifssyni. Ferðinni var heitið í Þóroddsstaðakirkju í Kinn til samsöngs með kórnum þar en und- irbúningur fyrir mótið hefur staðið yfir í vetur hjá báðum kórunum. Í leiðinni notuðu kórfélagar tæki- færið og sungu fyrir íbúa á Dval- arheimili aldraðra í Hvammi á Húsa- vík.    Öxarfjarðarskóli – Krílakot, heild- stæð skólastefna undir einu þaki, barnið í brennidepli, var yfirskrift fundarboðs um kynningarfund sem haldinn var í Lundi á þriðjudaginn var. Þar var kynnt sú tillaga að koma allri starfseminni, grunnskóla og leikskóla, fyrir í Lundi strax við upp- haf næsta skólaárs haustið 2008 og leggja þar með niður þessa þjónustu á Kópaskeri. Ef þessi tillaga nær fram að ganga er líklega um að ræða einsdæmi á Ís- landi hvað það varðar að leggja alfar- ið niður grunnþjónustu eins og skóla og leikskóla í þorpi eða þjón- ustukjarna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tek- ist er á um skólamál í héraðinu en venjulega hafa það verið þeir sem halda utan um peningana sem hafa farið fram á breytingar og þá yf- irleitt með væntingar um sparnað eða hagræðingu í huga en nú ber svo við að erindið berst úr óvæntri átt, frá starfsfólki skólans, og svo virðist sem peningar séu aukaatriði. KÓPASKER Kristbjörg Sigurðardóttir fréttaritari Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir Skólafundur Kynnt var tillaga um að koma grunnskóla og leikskóla fyrir í Lundi fyrir næsta skólaár og leggja niður þessa þjónustu á Kópaskeri. Rúnar Kristjánsson frá Skaga-strönd sendir vísur í tilefni af sumarkomunni: Mammons aura græðgin grimma grípur marga sál í dag. Svo að andleg dauða dimma dregst um allan lífsins brag. Englar gráta í Herrans heimi hjartasárum ekka nú, yfir mannsins öfugstreymi, yfir skorti á dyggð og trú. Skyldi aldrei um þar batna, oft er döpur sála mín. - Sjást til næðis vígðra vatna, víst er þörfin á því brýn. Þó að margt í þankann risti þá skal veginn ganga í trú. Hjálpin ein og öll í Kristi opnar mönnum sigurbrú. Ljóssins Herra lífið veitir, leitum þar í hreinan sjóð. Hann í öllu högum breytir, honum kveð ég sumarljóð. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Sumarljóð frá Skaga- strönd úr bæjarlífinu Það hefur lengi verið draum-ur minn að fara á þessarslóðir,“ segir IngibjörgKristjánsdóttir. „Ég hef áður komið til Úganda, árið 2000, en systir mín starfaði þá fyrir Þróun- arsamvinnustofnun Íslands í land- inu. Á þeim tíma voru einnig með okkur hjónum í för tveir synir okkar og þegar við leituðum eftir upplýs- ingum um ferðir á górilluslóðir var okkur tjáð að börnum yngri en 16 ára væri ekki heimilt að fara með í slíkar ferðir. Það datt því um sjálft sig þar sem báðir drengirnir okkar voru yngri en 16 ára.“ Nú þegar systir Ingibjargar starf- ar enn á ný í Úganda kom því ekkert annað til greina en að láta drauminn rætast. „Af þeim um það bil 700 fjallagórillum sem til eru í heiminum er um helmingur þeirra á því svæði sem við munum ganga um. Gengið er í litlum hópum en um er að ræða dagsferð. Þótt ferðaskrifstofan geti auðvitað ekki lofað því að maður sjái górillu, þá eru líkurnar að minnsta kosti meiri en ef maður fer alls ekki,“ segir hún full bjartsýni. Ingibjörg ætlar þó ekki að láta þar við sitja heldur tekur hún stefn- una á að hlaupa hálft maraþon í Ken- ýa í leiðinni, ásamt systur sinni. „Ég hleyp mér til heilsubótar og hef gert síðan 1996. Ég hleyp í hverri viku, bæði inni á bretti og úti, og hef tekið þátt í hálfu maraþonhlaupi á hverju ári síðan 2000 þegar ég hljóp í fyrsta skiptið. Það var yfir Eyrarsund- sbrúna milli Danmerkur og Svíþjóð- ar sem þá var verið að opna og var hlaupið eins konar vígsla brúar- innar,“ rifjar Ingibjörg upp. Allur ágóði til dýraverndar „Við systurnar höfum einnig hlaupið hálft maraþon saman áður, en það var í Stokkhólmi árið 2006. Þetta hlaup sem við stefnum á nú verður hlaupið í talsverðri hæð yfir sjávarmáli, eða allt upp í 1.800 metra. Ég er pínulítið hrædd við hæðina, en málstaðurinn er góður því allur ágóði rennur til dýravernd- ar í Kenýa. Svo væri bara ógleym- anlegt að hlaupa maraþon í Afríku í tilefni fimmtugsafmælisins,“ segir Ingibjörg. Hlaupið fer fram 28. júní í Lewa- þjóðgarðinum í Kenýa og er þetta í áttunda skiptið sem Safaricom- maraþoninu, eins og það nefnist, er hleypt af stokkunum. Þátttakendur eru hvaðanæva úr heiminum. Enn sem komið er hefur Ingi- björg ekki hlaupið heilt maraþon heldur lætur sér nægja þann rúm- lega 21 kílómetra sem hálft maraþon er. „Ég hleyp mér til ánægju. Þar held ég til dæmis að sé munur á mörgum körlum og konum í þessu; þær hlaupa sér til ánægju en karl- arnir hlaupa til þess að vinna,“ segir hún að lokum og hlær. Hjá fjallagórillum á fimmtugsafmælinu Morgunblaðið/Frikki Hlaupakona „Svo væri bara ógleymanlegt að hlaupa maraþon í Afríku í tilefni fimmtugsafmælisins,“ segir Ingibjörg sem hefur hlaupið sér til heilsubótar frá árinu 1996. Þegar Ingibjörg Kristjánsdóttir verður fimmtug í júlí verður því ekki fagnað með hefðbundinni veislu, heldur er förinni heitið til Úganda í Afríku. Þangað, segir Halldóra Traustadóttir, hefur hún og maður hennar, Ársæll Harðarson, pantað sér ferð á slóðir fjallagórilla í Bwindi-þjóðgarðinum sem er á landamærum Úganda og Rúanda. mbl.issmáauglýsingar AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 Tr ef lar o g sk ar t C O N C E P T S T O R E Laugavegi 7 • 101 Reykjavík Sími 561 6262 • www.kisan.is DVERG- HAMRAR Ljósmyndasýning Rafns Hafnfjörð í Listamannahúsinu START ART Laugavegi 12b, efri hæð. Opið laugardag og sunnudag kl. 13.00 - 18.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.