Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
TALSVERÐ átök hafa verið í
bæjarstjórn Kópavogs um skipu-
lagsmál í nágrenni Smárans og þá
aðallega á hinum svokallaða Glað-
heimareit. Og þar sem menn eru
ekki á einu máli um hvernig skal
standa að skipulags-
mótun í Kópavogi
hefur bæjarstjórinn
vænt fulltrúa Sam-
fylkingarinnar um
pólitísk hryðjuverk
sem eru býsna stór
orð og náttúrlega
skömm að slíkum of-
sóknum í garð kjörins
fulltrúa í bæjarstjórn
Kópavogs.
Það eru semsagt í
farvatninu gríð-
arlegar skipulags-
breytingar við Smár-
ann og næsta nágrenni.
Fyrirhuguð er aukning þjónustu
og atvinnuhúsnæðis á tiltölulega
litlu svæði er nemur hundruðum
þúsunda fermetra sem mun veru-
lega þyngja umferð í nágrenni
Smárans, sem er þung fyrir. Um
þrefalt það byggingarmagn sem er
í dag við Smárann mun rísa á
næstu árum, gangi þessar tillögur
eftir. Stöðugar gatnaframkvæmdir
verða viðvarandi fram til ársins
2024 og fari sem horfir mun
Reykjanesbraut verða áttföld frá
Arnarnesvegi að Nýbýlavegi og
12-föld á kafla við Dalveg. Hug-
myndir um háhýsi milli 30 og 40
hæðir eru á teikniborðinu svo fátt
eitt sé nefnt.
Nú vill svo til að engin pólitísk
sátt hefur verið um þessar breyt-
ingar í bæjarstjórn Kópavogs.
Samfylkingin hefur gagnrýnt að-
ferðafræði meirihlutans, þar sem
ekki liggur fyrir endurskoðað að-
al- og svæðisskipulag bæjarins.
Þannig er nær ómögulegt fyrir
hinn almenna Kópavogsbúa að sjá
hvert bæjaryfirvöld stefna í skipu-
lagsmálum.
Þegar fyrstu drög að svæð-
isskipulagsbreytingu á Glað-
heimum lá fyrir var gert ráð fyrir
að þar myndu rísa
150 þús. ferm. af
verslunar- og þjón-
ustuhúsnæði. Þetta
þótti fulltrúum Sam-
fylkingarinnar tals-
vert mikið en sam-
þykktu þó, enda
mikilvægt að koma
þessu landi í verð sem
var keypt allt of dýrt
á sínum tíma. Þegar
umhverfisráðherra
hafnaði þessari breyt-
ingu sem óverulegri
vegna athugasemda
nágrannasveitarfélaganna var
skipuð nefnd fulltrúum allra sveit-
arfélaganna á höfuðborgarsvæðinu
hverrar hlutverk var að ná sátt í
málinu. Mikið hefur gengið á
þessa mánuði og gífuryrðum bæj-
arstjóra oft beint að forsvars-
mönnum nágrannasveitarfélag-
anna þar sem hann hefur beinlínis
hótað því að Kópavogur muni
hafna öllum þeirra framtíð-
arskipulagsbreytingum fái Glað-
heimamálið svokallaða ekki far-
sæla lendingu. Svo sérkennilega
vildi til að þegar Kópavogur lagði
fram með formlegum hætti í
nefndinni skipulagstillögu í Glað-
heimum var sú tillaga orðin 195
þús. ferm. í stað þeirra 150 þús.
sem ráðherra hafði áður hafnað.
Í þessu langa ferli sem er að
baki vegna skipulagsbreytinga í
Glaðheimum hefur ekki einu sinni
verið gerð tilraun til að leita sátta
innan bæjarstjórnar Kópavogs í
málinu. Meira að segja hefur
gögnum verið haldið frá okkar
fulltrúa í skipulagsnefnd og hann
ekki boðaður á alla fundi sam-
vinnunefndarinnar sem er skipuð
tveimur fulltrúum frá hverju
sveitarfélagi. Að lokum var sátta-
tillaga upp á 158 þús. ferm. sam-
þykkt í nefndinni, átta þúsund
ferm. meira en upphaflega var
lagt af stað með, gegn atkvæði
Samfylkingarinnar því nú sem
fyrr gagnrýnum við þennan skort
á heildarsýn.
Við skulum spyrja að leiks-
lokum. Í farvatninu eru tröll-
auknar skipulagsbreytingar við
Smárann. Til að slá ryki í augu
Kópavogsbúa og nærsveitamanna
munu þær breytingar væntanlega
verða kynntar reit fyrir reit. Einn
reitur hér og annar þar verður til
umfjöllunar á hverjum tíma í
þeirri von að almenningur fljóti
sofandi að feigðarósi og geri ekki
athugasemdir. Ef það lægi fyrir
endurskoðað Aðalskipulag í Kópa-
vogi, unnið lögum samkvæmt í
sátt og samvinnu við íbúa bæj-
arins, væru ekki neinar deilur um
skipulagsmál í bænum hvorki inn-
an bæjarstjórnar né utan.
Afstaða Samfylkingarinn-
ar vegna Glaðheima
Guðríður Arnardóttir fjallar
um skipulagsmál í Kópavogi » Samfylkingin gagn-
rýnir skort á heild-
arsýn í skipulagsmálum.
Tröllauknar skipulags-
breytingar við Smárann
eru í farvatninu.
Guðríður Arnardóttir
Höfundur er oddviti Samfylking-
arinnar í Kópavogi.
AÐ UNDANFÖRNU hefur mikið
verið í umræðunni hvort úrslita-
keppni í handboltanum eigi rétt á
sér eða ekki. Ég gjörsamlega skil
ekki rök þeirra sem eru fylgjandi
núverandi fyrirkomulagi. Talað er
um að úrslitakeppnin hafi verið að
eyðileggja íþróttina á sínum tíma
með allt of fáum áhorf-
endum. Ég spyr, hafa
þessir menn komið á
leiki í vetur? Ekki hef-
ur þar verið margt um
manninn. Ég er 100%
fylgjandi úr-
slitakeppni og er ég nú
ekki nýliði í íþróttinni,
hef spilað handbolta í
25 ár og þar af í meist-
araflokki í u.þ.b. 18 ár.
Hvað mætingu á leiki
míns liðs varðar þá
þori ég að fullyrða að
þeir fáu, sem mæta
alltaf á leiki í dag,
mættu flestir líka á
leiki í deildinni þegar
úrslitakeppnin var við
lýði. Málið var hins
vegar það að þegar að
sjálfri úrslitakeppn-
inni kom þá margfald-
aðist fjöldinn. Ef við
sleppum svo aðeins að
hugsa eingöngu um
áhorfendafjölda og veltum fyrir okk-
ur skemmtanagildi þá er ekki hægt
að líkja þessu tvennu saman. Hauka-
strákarnir kláruðu titilinn á dög-
unum, frábært hjá þeim, en eitthvað
fór nú lítið fyrir umfjölluninni og það
eru, nota bene, 4 „tilgangslausir“
leikir eftir. Spennan er aðeins meiri í
kvennaboltanum þetta árið en samt
sem áður hafa öll liðin nema kannski
efstu þrjú ekki haft að neinu að
keppa næstum hálft tímabilið. Í
gamla daga var þó hægt að berjast
um að komast í átta liða úrslit og
jafnvel valda usla þar þrátt fyrir að
hafa ekki getað mikið allan veturinn.
Það muna margir eftir viðureignum
Hauka og Stjörnunnar í kvenna-
flokki þar sem a.m.k. tvisvar þurfti
að grípa til oddaleikja í úrslita-
keppninni. Þetta var ólýsanleg upp-
lifun bæði fyrir okkur leikmennina
og einnig fyrir áhorfendur, ég þori
að fullyrða það. Þarna mætti fólk og
gargaði úr sér lungun, felldi tár og
stóð að baki sínu liði. Þarna var gam-
an að spila handbolta. Þarna fylgd-
ust fjölmiðlar vel með úrslitakeppn-
inni. Margir leikir voru
sýndir beint (meira að
segja á virkum kvöld-
um) og íþróttablöðin
voru stútfull af mynd-
um og fréttum af við-
ureignunum. Ég heyri á
fólki í kringum mig að
það hreinlega nennir
ekki lengur að fylgjast
með handboltanum. Af
hverju var t.d. ekki leik-
ur Hauka og Fram
föstudaginn 11. apríl sl.
sýndur í beinni og gert
meira úr honum? Af
hverju er lykilleikur
Fram og Vals í kvenna-
flokki á fimmtudaginn
ekki sýndur í beinni?
Mín skoðun er sú að
þetta fyrirkomulag sé
að drepa íþróttina. Í
dag eru það aðeins bik-
arúrslitaleikirnir sem
eitthvað varið er í.
Ástæðan fyrir því að
ég ákvað að tjá mig um þetta er sú
að ég horfði á úrslitakeppnina í
körfuboltanum nýlega. Ég missti
mig yfir Snæfell-Grindavík og fór að
hugsa til baka. Ohh... hvað þetta var
nú alltaf gaman þegar þessar úr-
slitarimmur stóðu sem hæst. Núna
er ég meira spennt fyrir því að horfa
á úrslitakeppnina í körfubolta í sjón-
varpinu heldur en að mæta á þessa
síðustu leiki í deildinni, það segir nú
meira en mörg orð.
Mín skoðun: Úrslitakeppnina aft-
ur, takk!
Lengi lifi handboltinn.
Úrslitakeppni, takk
Harpa Melsteð
Harpa Melsteð
» Þetta var
ólýsanleg
upplifun bæði
fyrir okkur leik-
mennina og
einnig fyrir
áhorfendur …
Höfundur er handknattleikskona.
Á ÞVÍ eina ári sem ég hef sent
inn greinar til Morgunblaðsins um
málefni íslensku þjóðarinnar hefur
oftar en ekki komið upp ein og ein
athugasemd þar sem skoðunum
mínum hefur verið
líkt við rómantíska
þjóðernisstefnu.
Fyrir mér var þjóð-
ernisstefnan hulin
ráðgáta þar sem hún
hafði oft verið sett í
samhengi við eitthvað
illt en á sama tíma
vissi ég líka að Skoski
þjóðernisflokkurinn,
sem nú er orðinn
stærsti stjórn-
málaflokkur Skot-
lands með um 37%
fylgi, er ekki flokkur
sem byggir á einhverju illu, mann-
vonsku eða hatri.
Þess vegna núna, rúmu ári eftir
að ég skrifaði greinina ,,Ísland
fyrir Íslendinga – um hvað snýst
málið“, ákvað ég að leggjast í smá
rannsóknarvinnu og lesa mér til
um þessa svokölluðu þjóðern-
isstefnu sem hefur hér á Íslandi
verið blásin upp sem ill og ætti
helst að úthýsa hvort sem almenn-
ingi þóknast eða ekki.
Það sem kom mér hvað mest á
óvart í þeirri rannsóknarvinnu var
að það er ekki til einhver ein
ákveðin þjóðernisstefna heldur
eru til nokkrar þjóðernisstefnur
sem eru mjög mismunandi þótt
allar hafi þær það sameiginlegt að
horfa á heiminn sem samsafn af
mismunandi þjóðum með mismun-
andi tungumál og lífsskoðanir.
Andrew Heywood stjórnmála-
fræðingur tekur fyrir í bók sinni
Political ideologies fjórar helstu
þjóðernisstefnurnar en þær eru:
Frjálslynd þjóðernisstefna (Libe-
ral nationalism) sem ég mun fara í
nánar, íhaldssöm
þjóðernisstefna (Con-
servative nation-
alism), útþensluþjóð-
ernisstefna
(Expansionist nation-
alism) og eft-
irnýlenduþjóðern-
isstefna (Anticolonial
and postcolonial nat-
ionalism).
Frjálslynd þjóðern-
isstefna er elsta form
þjóðernisstefnu og á
rætur sínar að rekja
til frönsku bylting-
arinnar og fyrir marga bylting-
arsinna í Evrópu á þeim tíma voru
engin skýr skil á milli frjálslynd-
isstefnu annars vegar og svo þjóð-
ernisstefnu hins vegar.
Frjálslyndisstefnan byggðist á
frelsi einstaklingsins og frjáls-
lynda þjóðernisstefnan byggðist á
frelsi þjóðarinnar til sjálfsákvörð-
unarréttar sem og einstaklings-
frelsi þjóðfélagsþegnanna.
Frjálslynd þjóðernisstefna er
frjálslynd í tvennum skilningi: Í
fyrsta lagi þá er frjálslynd þjóð-
ernisstefna mótfallin öllum erlend-
um yfirráðum eða kúgunum hvort
sem þau yfirráð eru fjölþjóðleg
sambandsríki eða nýlenduþjóðir. Í
öðru lagi þá stendur frjálslynd
þjóðernisstefna fyrir þá hugsjón
um sjálfstjórn þjóðarinnar, það er
að segja að það séu borgararnir
sem ráði yfir þjóðstjórninni en
ekki þjóðstjórnin yfir borg-
urunum.
Þá trúa frjálslyndir þjóðern-
issinnar að þjóðir séu jafnar í
þeim skilningi að engin þjóð sé
annarri betri.
Fyrir frjálslyndan einstakling
þá er þjóðernisstefnan ekki til í
þeim skilningi að hún kljúfi þjóðir
hverja frá annarri, ýti undir van-
traust, hvetji til vopnakapphlaups
og hugsanlegs stríðsreksturs.
Þvert á móti skapar þjóðern-
isstefnan sameiningu innan þjóð-
arinnar og hvetur til bræðralags
meðal nærliggjandi þjóða með
virðingu fyrir þjóðlegum rétt-
indum að sjónarmiði.
Í titlinum á þessari grein varp-
aði ég fram þeirri spurningu hvort
Jón Sigurðsson, þjóðarhetja Ís-
lendinga, hefði verið frjálslyndur
þjóðernissinni og er ég sjálfur
þess fullviss að það hafi hann svo
sannarlega verið.
Var Jón Sigurðsson frjáls-
lyndur þjóðernissinni?
Viðar Guðjohnsen skrifar um
frjálslynda þjóðernisstefnu » Það sem kom mér
hvað mest á óvart í
þeirri rannsóknarvinnu
var að það er ekki til
einhver ein ákveðin
þjóðernisstefna heldur
eru til nokkrar þjóðern-
isstefnur …
Viðar H. Guðjohnsen
Höfundur er formaður Lands-
sambands ungra frjálslyndra.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
VELGENGNI og hamingja eru
tilfinningar sem allar manneskjur
á jörðinni þrá í hjarta sínu. En
samt leita flest okkar að hamingj-
unni á röngum stöðum, sem veldur
okkur enn meiri vonbrigðum og
kvöl.
Það er vegna þess að við leitum
að hamingjunni fyrir utan okkur
sjálf, einhverjum hlut eða því að
einhver annar færi okkur ham-
ingjuna.
Við förum frá herberbergi til
herbergis í leit að demantsháls-
festinni sem er utan um hálsinn á
okkur.
Við leitum að hamingjunni alls
staðar, en við sjáum aldrei hvar
hún raunverulega er, sem er í
okkur sjálfum.
Ég held að við getum öll sam-
þykkt að hamingjan fæst ekki með
veraldlegum hlutum, eins og að
aka flottum bíl eða vera með mik-
ils metinn titil (þó að svoleiðis
hlutir geti fært ánægju inn í líf
okkar).
Hamingja veltur ekki á öðru
fólki, eins og hvort við umgöng-
umst mikilvægt fólk eða ekki. Að
hafa elskandi og styðjandi fólk í
kringum sig, færir manni ánægju
og skemmtun.
Hamingjan veltur ekki á því
hvað gerist, svo ef þú ert á staðn-
um er það gott og ef þú ferð þá er
það líka gott.
Hamingju er ekki hægt að finna
í ytri heimi.
Aðalfyrirstaða hamingjunnar er
röng hugsun. Til dæmis að halda
að einhver eða eitthvað færi
manni hamingju.
Hvar finnur maður eiginlega
hamingjuna? Hættu að leita fyrir
utan þig, eftir einhverju sem að-
eins finnst innra með þér. Taktu
ákvörðun um að verða hamingju-
samur einstaklingur.
Segðu upphátt:
Hamingjan veltur á ákvörðun
minni um að vera hamingjusamur
einstaklingur.
Hugleiddu það, hefur þú ein-
hvern tímann tekið meðvitaða
ákvörðun um að vera hamingju-
samur einstaklingur? Ég myndi
giska á að svarið væri NEI.
Hér kemur ákveðið boð til þín
um að vera hamingjusamur!
Sameinum orku okkar fyrir
hamingju.
Segðu upphátt:
Ég, nafnið þitt, ákveð að vera
hamingjusamur einstaklingur
núna, þrátt fyrir hvernig veðrið
er, hvernig heimurinn er eða það
sem kemur fyrir mig. Ég veit að
það er réttur minn að vera ham-
ingjusamur. Ég fylli líf mitt af já-
kvæðni og lýsi allt innra með mér,
ég endurheimti hamingjuna og
hamingjan endurheimtir mig.
Svona einfalt er þetta.
SIGURÐUR ERLINGSSON
skrifar greinar á
www.velgengni.is.
Hamingja er ákvörðun
Frá Sigurði Erlingssyni