Morgunblaðið - 19.04.2008, Side 32

Morgunblaðið - 19.04.2008, Side 32
32 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÓVIÐUNANDI AÐSTÆÐUR Árni Tryggvason leikari skrifaðigrein hér í Morgunblaðið ígær, sem vakið hefur verð- skuldaða athygli. Grein Árna Tryggvasonar hefst á þessum orðum: „Ég þurfti að dvelja nokkra daga á geðdeild 32C Landspítalans, en er nú búinn að ná mér upp á grasið aftur, með góðri fagmennsku læknis og starfsfólks, sem þar er og er til fyr- irmyndar.“ Hversdagleg byrjun á blaðagrein en samt með þeim hætti, að enn eru þeir margir, sem treysta sér ekki til að tala á þennan veg, þótt mikið hafi breytzt á rúmum áratug í þeim efn- um. Í grein Árna Tryggvasonar segir: „Þá finnst mér einnig, að aðbún- aður sjúklinga sé algjörlega óviðun- andi og kannski helzt á þann veg, að aðgreining á mjög alvarlega veiku fólki og þeim sem ekki eru jafn illa haldnir er ekki nægileg. Þetta tel ég að bitni óhjákvæmilega á sjúklingun- um, sem næðu eflaust fyrr bata, ef allur aðbúnaður, bæði sjúklinga og starfsfólks væri betri.“ Árni Tryggvason víkur hér að al- geru lykilatriði í starfsemi geðdeilda, en sem ekki hefur verið nægilegur gaumur gefinn. Margir þeirra, sem hafa haft kynni af starfsemi geðdeilda sem gestir til þess að heimsækja sjúklinga, hafa spurt sig þeirrar spurningar, hvort nærvera mikið veikra sjúklinga á geðdeildum gæti haft neikvæð áhrif á þá, sem eru á batavegi. Hér lýsir þjóðkunnur leikari reynzlu sinni sem sjúklings á geð- deild á þann veg, að svo sé. Orð hans hljóta að vega þungt. Það er áleitin spurning, sem sett hefur verið fram áður hér á síðum Morg- unblaðsins, hvort nauðsynlegt sé að koma upp einhverju millistigi milli dvalar á geðdeild og heimilis fyrir þá, sem náð hafa nægilegum bata til þess að útskrifast af geðdeildum en ekki nægilegum bata til þess að fara heim og taka því daglega áreiti, sem fylgir hversdagslífi fólks. Þessu máli hefur verið hreyft áður hér á þessum vettvangi án þess að hafa fengið nokkrar undirtektir. Nú gengur Árni Tryggvason leikari fram á sjónarsviðið og vekur athygli á þessu lykilatriði af nokkrum þunga. Má búast við að þeir sem mesta ábyrgð bera á þessu sviði bregðist við? Framfarir hafa orðið miklar í geð- lækningum og í meðferð geðsjúkra. Grasrótarhreyfingar hafa risið upp sem skila merkilegu starfi. En þarna er gat í kerfinu, sem Árni Tryggva- son bendir á. Það er til mikið af ónotuðu húsnæði í þessu landi. Er ekki prófandi að gera a.m.k. tilraun með að starfrækja slíkt millistig á milli geðdeildar og heimilis og sjá hvort reynslan verður sú að tilefni sé til að færa út kvíarn- ar? Árna Tryggvasyni leikara ber að þakka fyrir að hreyfa þessu máli. Til þess þurfti kjark. ATHYGLISVERÐ TILRAUN Nú hefur það gerzt, sem fjallað varum hér í Morgunblaðinu fyrir nokkru að gæti gerzt, þ.e. að Kristi- legir demókratar og Grænir hafa tek- ið höndum saman í borgarstjórn Hamborgar og myndað þar meiri- hluta. Yfirleitt hafa Kristilegir demókrat- ar og Frjálsir demókratar unnið sam- an í þýzkum stjórnmálum og jafnað- armenn og grænir. Nú er þetta mynztur brotið upp. Í heimi þýzkra stjórnmála er fylgzt með þessari tilraun af miklum áhuga. Gangi þetta samstarf upp í Hamborg er vel hugsanlegt að sömu flokkar myndi ríkisstjórn í Þýzkalandi að loknum næstu þingkosningum en þar situr nú að völdum ríkisstjórn Kristi- legra demókrata og jafnaðarmanna eða áþekk ríkisstjórn og hér. Morgunblaðið hefur vakið athygli á því, að samstarf flokka á borð við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna gæti verið áhugaverður kostur af mörgum ástæðum. Því miður reyndi ekki á það í borgarstjórn Reykjavík- ur hvort af slíku samstarfi gæti orðið og í þingflokki Sjálfstæðisflokksins varð sú skoðun ofan á eftir síðustu þingkosningar að leita frekar eftir samstarfi við Samfylkingu en Vinstri græna. Sumir þingmanna Sjálfstæð- isflokksins báru því við, að það mundi taka svo langan tíma að mynda rík- isstjórn með Vinstri grænum. Það hefur tekið langan tíma að koma hinum nýja meirihluta saman í Hamborg en það tókst. Kristilegir demókratar og Grænir náðu saman í Hamborg um mál á borð við skólamál, umhverfismál og skipu- lagsmál. Takist þetta samstarf vel eru komnir upp nýir valkostir í þýzkum stjórnmálum. Þá eru Kristilegir demókratar ekki lengur háðir því að mynda ríkisstjórn annaðhvort með Frjálsum demókrötum eða jafnaðar- mönnum. Þeir eiga fleiri kosta völ. Hið sama á við um Græna, sem hingað til hafa verið háðir jafnaðarmönnum. Þessi mynd er nánast sú sama hér. Á þessari stundu á Sjálfstæðisflokk- urinn ekki margra kosta völ, þótt ástæðulaust sé að gleyma þeim mögu- leika að flokkurinn geti myndað rík- isstjórn með Framsóknarflokki og Frjálslynda flokknum. Ef múrinn milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna yrði brotinn niður blasa við nýir möguleikar í íslenzkum stjórnmálum. Og ekki má gleyma því, að þetta eru ekki bara möguleikar fyrir Sjálf- stæðisflokk heldur líka Vinstri græna. Forystumenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna ættu að fylgjast með þeirri tilraun, sem nú er hafin í Ham- borg, ekkert síður en stjórnmála- mennirnir í Berlín. Tilraunin í Hamborg getur leitt til áhugaverðra valkosta. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Það er bjart yfir minningum mínum fráSandvík. Ég var krúnurakaður sjöára snáði, þegar ég kom þangað fyrstásamt Benedikt Sveinssyni frænda mínum, en við erum jafnaldrar og mjög nánir. Móðir hans, Helga Ingimundardóttir, var tvö sumur í Sandvík nokkrar vikur með börnum sínum, en þær Aldís voru systradætur. Og það mun skýringin á því, að Aldís leyfði mér að vera í Sandvík og gæfa mín. Þar var ég síðan átta sumur og naut góðs atlætis. Hefur sá þroski, sem ég tók þar út, reynst mér gott veganesti á lífsleiðinni. Aldís og Lýður bjuggu yfir miklum eðliskostum, góðir húsbændur og uppalendur, hlý og drengir góðir. Lýður var íhaldsmaður af gamla skólanum og hjá honum fékk ég mínar fyrstu pólitísku lexíur, þegar við riðum niður á Mýri. Trygglyndi Aldísar var við brugðið og oft fann ég, að sá eiginleiki var ríkur í fari Páls. Trygglyndi, hlýja og traust. Þessi orð koma fram á varir mér, þegar ég hugsa til míns gamla vinar. Páll varð fljótt bókelskur, hann var mikill námsmaður og það bar snemma á því, að hann íhugaði hvaðeina og festi sér í minni. Það gátu verið óvenjuleg orðatiltæki, skrítilegheit í lát- bragði fólks eða atburðir. Við skemmtum okk- og hel gey að fræ stó dóm Me ég orð Þ Pál ma haf sér aða sam D og mis min ur síðar við að rifja upp þvílíka smámuni, þegar við hittumst eða töluðum saman. Og auðvitað stóð hugur hans til langskólanáms. Hann inn- ritaði sig í fornleifafræði við Háskólann í Ósló. En þá gripu örlögin í taumana í líki ungrar stúlku frá Laugabóli í Miðfirði, Elínborgar Guðmundsdóttur. Þau felldu hugi saman, sett- ust að á ættaróðalinu Litlu-Sandvík og var hún stoð hans og stytta í búskapnum. „Þú varst mikill þjóðfræðingur“ segir Guð- mundur á Sandi í erfiljóði sínu um Ólaf Dav- íðsson. Og fellur vel að elju Páls á söfnunar- og fræðasviðinu. Hann kom sér snemma upp miklu bóka- og skjalasafni sem hann hafði góða reglu á, svo að hann gat gengið að öllu vísu, stóru og smáu. Frændi hans, Guðmundur Kristinsson, hefur sagt mér, að Páll hafi verið honum betri en enginn, þegar hann skrifaði sögu Selfoss. Og svo var um aðra þá, sem vant- aði heimildir, áður en Héraðssafn Árnesinga kom til sögunnar. Allir leituðu til Páls og hann tók þeim ljúfmannlega og leysti úr erindi þeirra. Páll var mikilvirkur rithöfundur og góð- ur stílisti. Hann átti auðvelt með að setja hugs- anir sínar á prent og var allt vandað og traust sem frá honum kom. Það er ekki langt síðan ég talaði við hann. Þá bar fræðistörf hans á góma Páll Lýðsson EKKI er ástæða til grund-vallarbreytinga hjáSamtökum atvinnulífs-ins að sögn Þórs Sigfús- sonar, forstjóra Sjóvár, sem var kjörinn formaður samtakanna með liðlega 94% greiddra atkvæða þeirra sem eiga aðild að þeim. Hann segist taka við góðu búi af Ingimundi Sigurpálssyni, sem hef- ur gegnt formennsku í samtök- unum síðastliðin fimm ár. „Ljóst er að helstu verkefnin framundan hjá samtökunum eru að vinna að því að koma okkur út úr því umróti sem er núna í efna- hagslífinu,“ segir Þór. „Þar höfum við mikilvægu hlutverki að gegna. Kannski er það einmitt styrkleiki samtaka á vinnumarkaði almennt nú hvernig þau taka á þessum mál- um. Og það verður að segja að launþegahreyfingunni er til hróss það frumkvæði sem hún sýndi í síðustu viku, að bjóða upp á sam- vinnu okkar, hennar og ríkisvalds- ins um eins konar þjóðarsátt. Það er gífurlega mikilvægt, og er kannski merki um nýja tíma á þessum vettvangi. Það er nefnilega búið að nútímavæða þessar stofn- anir á vinnumarkaðinum, og þær vita hvað skiptir máli þegar um er að ræða lífsgæði fólksins í land- inu.“ Þór segir að þegar ró verður komin á í efnahagslífinu hafi hann mikinn hug á því að takast á við framtíðarstefnumótun innan Sam- taka atvinnulífsins. „Ég verð að viðurkenna að mér eru nýjar kynslóðir mjög ofarlega í huga. Það hvílir mikil ábyrgð á okkur að búa svo um hnútana að fólkið sem er í skólunum eða er að koma inn á vinnumarkaðinn fái spennandi tækifæri, og að við tryggjum að Ísland verði áfram land tækifæranna fyrir þetta fólk. Þar höfum við gífurlega margt fram að færa og líklega er þar merkilegast menningin í landinu. Þá á ég við hugarfar þjóðarinnar. Hugarfarið eða viðhorf almennings til athafnamennsku og frumk er mjög gott. Og þetta þurfu að örva enn frekar og gera fó kleift að stofna sín fyrirtæki listastarfsemi og fleira.“ Örva þarf nýsköpun Þór segir að ríkisbúskapurin sér ofarlega í huga. Hann ha ist mikið út á síðustu árum o þurfi að skapa meiri stemnin fyrir umbótum og nýjum við horfum. „Þetta á til að mynd um að það eigi ekki að þurfa taka þrjú ár að ræða það hvo hleypa eigi einkaaðilum að m nýjar hugmyndir í vegagerð en nokkuð er gert. Kannski g færi á því núna, á komandi m erum, þegar við sjáum fram legri tíma og vonandi stöðug Helstu verkefnin nú komast úr úr umrót Þór Sigfússon, for- stjóri Sjóvár, tók við formennsku í Sam- tökum atvinnulífsins á aðalfundi samtakanna í gær. Grétar Júníus Guðmundsson ræddi við hann. Nýr formaður Þór Sigfússon ræðir við Kjartan Gunnarsson og Bj HIMINHÁIR vextir hér á landi virka eins og sleggja á atvinnulífið og undan henni geta fyrirtæki ekki vikið sér nú með sama hætti og þegar aðgangur að ódýru erlendu lánsfé var greiður. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Ingimundar Sigurpálssonar, fráfarandi formanns Samtaka atvinnulífsins, á aðalfundi samtakanna í gær. Fundurinn var haldinn und- ir kjörorðinu Út úr umrótinu – inn í framtíðina. Sagði Ingimundur að við þær aðstæður sem nú væru á fjármálamörkuðum þurfi verulega lækkun vaxta, en hér sé þveröfugt farið. Því stefni í mikla erfiðleika í at- vinnulífinu ef ekki rofi til á er- lendum fjármálamörkuðum. „Íslensku atvinnulífi er nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða sem allra fyrst,“ sagði Ingimundur. „Dragist það úr hófi mun það ef að lík- um lætur brjótast undan oki hárra vaxta og stöðugra gengissveiflna með þeim að- ferðum sem tiltækar eru.“ I við sta sín sín me „ er þ my sag sin efti Hætta á að fyrirtæki f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.