Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 19 MENNING „HVÍLÍKUR léttir“, eru upp- hafsorð Holland Cotter, gagnrýn- anda New York Times í gær, en þar er fjallað um sýningu Ólafs Elíassonar í MoMA og P.S.1 í New York, er verður opnuð almenningi á morgun. Cotter segir sýningu Ólafs vel þegið andsvar við drasl-listsýningum ára- tugarins sem er að líða er miðaðar voru við aum fjárráð, fátæklega sýningarstefnu og fánýt verk. Hann líkir list Ólafs við abstrakt málara- list, „sem afhjúpast hægt fyrir aug- um manns“. „Þetta er list tilbrigð- anna, frekar en tiltekins markmiðs. Hún kortleggur sjónrænt þema, segir manni síðan að bíða, horfa, bíða lengur og uppgötva að eitthvað er að gerast. Kyrrstæður hlutur er í rauninni á hreyfingu; gluggi sem sýnir útsýnið fyrir utan húsið í gegnum eins konar kviksjá, snýr veruleikanum á hvolf, en þó ekki al- veg“. Lokaorð umsagnar Cotter eru á þá leið að sýningin vísi veginn inn í listsköpun framtíðarinnar, handan við „útsöluofhlæði“ samtímans. Í þeim skilningi telur gagnrýnandinn að sýningin afhjúpi hversu stutt á veg listir hafa komist á þessum fyrsta áratug nýrrar aldar. Daniel Kunitz, gagnrýnandi The New York Sun, fer ekki síður já- kvæðum orðum um sýninguna. Hann segir verk Ólafs vera þess eðl- is að það sé „ekki svo margt að „horfa á“ en mikið sem þarf að með- taka. […] Verk Ólafs eru tilraun til að gera það sem list hefur alltaf gert: láta mann sjá heiminn frá nýju sjónarhorni, sjá hann upp á nýtt“. „Hvílíkur léttir“ MoMA sýningu Ólafs vel tekið í New York Ólafur Elíasson KARLAKÓRINN Fóstbræður heldur tónleika í Langholts- kirkju í dag kl. 16. Þetta eru síðustu tónleikarnir í vor- tónleikaröð kórsins. Efnis- skráin er fjölbreytt að vanda. Að tónleikum loknum mun kór- inn vinna að upptökum fyrir væntanlegan hljómdisk. Að auki er kórinn að búa sig undir tónleikaför til Vilnius í Litháen í sumar, en þar munu Fóst- bræður taka þátt í tónlistarhátíðinni St. Krist- opher Summer Festival með tónleikum ásamt St. Christopher Chamber Orchestra of Vilnius og Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara. Stjórnandi Fóstbræðra er Árni Harðarson. Tónlist Fóstbræður syngja í Langholtskirkju Árni Harðarson kórstjóri TVÍBURASYST- URNAR Gunnhildur og Brynhildur Þórðardætur opna sýninguna Prjóna- heimur Lúka í dag kl.16 í galleriBOX á Akureyri. Systurnar skipa listadúó- ið Lúka Art & Design en þær hafa verið í sam- starfi við Glófa á Akureyri þar sem þær hönnuðu mynstur fyrir íslensku ullina sem Glófi prjónaði. Hugmyndin að mynstrinu er unnin út frá lakkr- ískonfekti og lakkrísreimum og eru þær nú búnar að setja upp innsetningu og hanna vörur úr efn- inu. Systurnar stefna svo á að fara með sýninguna utan í haust eða næsta vor á vegum Útflutnings- ráðs Íslands. Hönnun Lakkrísprjón Lúka sýnt í Boxi Gunnhildur og Brynhild- ur Þórðardætur ÁTAK, félag fólks með þroska- hömlun, stendur fyrir gjörn- ingi í tengslum við listahátíðina List án landamæra við Alþing- ishúsið í dag. Ætlunin er að þátttakendur standi hönd í hönd umhverfis húsið og slái hring utan um það. Aðstandendur taka sér- staklega fram að þetta séu ekki mótmæli, heldur sé ætlunin með gjörningnum að minna á tilvist þroskahaml- aðra og efla samstöðu þeirra. Allir, fatlaðir og ófatlaðir, eru hvattir til þess að mæta, sýna sam- stöðu og njóta samverunnar. Gjörningurinn fer fram klukkan eitt og æski- legt er að þáttakendur mæti stuttu fyrr. Gjörningur Hringur sleginn um Alþingishúsið Alþingishúsið PLATA sem hef- ur að geyma Sjö- strengjaljóð og fleiri verk eftir Jón Ásgeirsson fær stórgóða dóma í nettíma- ritinu Classical Lost and Found, sem sérhæfir sig í að fjalla um „óþekkta tónlist frábærra tón- skálda og frábæra tónlist óþekktra tónskálda“. Það voru Íslensk tón- verkamiðstöð og Smekkleysa sem gáfu plötuna út í tilefni af 75 ára afmæli Jóns fyrir fáum árum, en þar leika bæði Kammersveit Reykjavíkur og Blásarakvintett Reykjavíkur. Gagnrýnandinn, Bob McQuiston, hleður hvert verkið af öðru lofi og segir notkun Jóns á þjóðlegum tónlistararfi minna á tónskáld á borð við Grieg, Carl Nielsen, Paul Hindemith og Béla Bartók. Þá fá flytjendurnir ekki síður hrós gagnrýnandans, en hann seg- ir að Kammersveit Reykjavíkur hljóti að vera sannkölluð virtúósa- sveit, þar sem flutningurinn sé stórkostlegur. Í lokin segir hann: „Plötur með kammertónlist ger- ast ekki betri en þessi, og það seg- ir mikið sé tillit tekið til þess að einleikshljóðfæri í verkunum eru líka mörg. Strengirnir eru silki- mjúkir, blásararnir opnir og lausir og píanóleikurinn heilsteyptur og hljómfagur. Hljóðið er vel og jafnt blandað og þægilegt áheyrnar. Heillandi tónlist og frábært hljóð eiga sinn þátt í að gera þessa kammertónlistarplötu algjörlega einstaka.“ Sjöstrengja- ljóð hrífur Jón Ásgeirsson Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAÐ eru tíðindi á Íslandi þegar lítill kamm- erhópur nær tvítugsafmæli. Það er ekki eins- dæmi, en afar sjaldgæft, að tónlistarfólk haldi það út að spila saman svo lengi, því slík vinna er í flestum tilfellum – og sannarlega í tilfellinu sem hér um ræðir – hrein viðbót við aðra vinnu; launa- vinnuna – lifibrauðið. Tríó Reykjavíkur fagnar tvítugsafmæli um þessar mundir en það voru Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Halldór Haraldsson píanóleikari sem stofnuðu það á sínum tíma. Halldór hætti árið 1996, en við hans sæti tók Pétur Máté. „Við Guðný vorum að telja þetta saman í gær- kvöldi og okkur telst til að þetta séu næstum 90 tónleikar sem tríóið hefur haldið,“ segir Gunnar Kvaran hróðugur, þar sem hann er truflaður í miðjum afmælisundirbúningnum, en afmælið verður haldið hátíðlegt á tónleikum tríósins í Hafnarborg annað kvöld kl. 20. Kvartett fyrir vinahjón Eins og ævinlega er efnisskrá tríósins fjöl- breytt og sérlega mikið í lagt núna. „Við ætlum fyrst að flytja kvartett eftir Þorkel Sigurbjörns- son sem hann kallar Hafnarborgarkvartettinn. Þetta er verk sem hann samdi fyrir okkur 1990, þegar við vorum að byrja með tónleikaröð okkar í Hafnarborg. Kvartettinn er sérstakur, því hann er fyrir tvær fiðlur og tvö selló, – enga víólu, en það kemur til af því að á þessum fyrstu tónleikum vorum með vini okkar – hjón – í heimsókn, en þau spiluðu á fiðlu og selló eins og við, og þess vegna samdi Þorkell verkið fyrir þau hljóðfæri, en ekki hefðbundinn strengjakvartett. Þorkell á líka af- mæli á árinu, verður sjötugur, og okkur langaði að gleðja hann með því að flytja verkið aftur núna,“ segir Gunnar. Vinahjónin eru víðs fjarri en þess í stað fá Gunnar og Guðný tvær ungar konur til liðs við sig, systurnar Pálínu og Margréti Árnadætur, en svo vill til, að Pálína var á sínum nemandi Guðnýjar og Margrét nemandi Gunnars. Fínleg stemning Memorabilia heitir nýtt verk sem Hafliði Hall- grímsson hefur samið sérstaklega fyrir Tríó Reykjavíkur og afmælistónleikana. „Hafliði tileinkar okkur þetta verk, og við erum afskaplega hamingjusöm yfir því að hafa fengið verk frá honum á þessum tímamótum. Hann lauk við verkið nú í apríl, þannig að við erum bara nýbúin að fá það í hendurnar. Það er alltaf mjög spennandi að frumflytja ný íslensk verk.“ Hafliði er sellóleikari eins og Gunnar en að- spurður segir Gunnar tónskáldið ekki gefa selló- inu neinn sérstakan forgang. „Hann skiptir þessu mjög réttlátlega milli hljóðfæranna. Ef eitthvað er, þá er hlutur píanósins stærri en sellósins og fiðlunnar, því allt miðbik verksins er eiginlega pí- anósóló með undirleik strengja. Þetta er stemn- ingsverk; mjög fíngert og alveg í anda Hafliða,“ segir Gunnar. Glæsilegt og magnþrungið Eftir hlé er komið að stórvirki í kammertónlist- inni, Tríói í a-moll ópus 50 eftir Pjotr Tsjaíkovs- kíj. „Hann samdi þetta í minningu um vin sinn Ni- kolaí Rubinstein á árunum 1882-3. Það er greinilegt að Rubinstein hefur verið náinn vinur Tsjaíkovskíjs, því það er svo mikill harmur í verk- inu – það er svo harmrænt. Fyrsti þátturinn heit- ir meir að segja Harmur, eða Pezzo elegiaco. Þetta er rosalega glæsilegt og magnþrungið verk, og mikil upplifun að spila það,“ segir Gunnar. Alltaf gaman að frumflytja Gunnar segir að þegar litið sé til baka sé erfitt að nefna einstök atriði sem standi upp úr. „Það sem mér finnst vera óskaplega dýrmætt fyrir okkur er að hafa getað fengið fastan samastað, eins og gerðist 1990 þegar við fengum Hafn- arborg; að hafa tækifæri til að móta val gesta- flytjenda og ráða algjörlega dagskránni og efnis- vali. Á þessum 90 tónleikum er töluvert mikið af íslenskum verkum og mörg þeirra höfum við frumflutt. Þetta hefur verið skemmtilegt og gef- andi, og það að hafa þessa tónleikaröð hefur orðið til þess að við höfum orðið að halda saman sem hópur. Það er okkur afar dýrmætt.“ Þetta er okkur dýrmætt Tríó Reykjavíkur fagnar tvítugsafmæli með sérstaklega glæsilegri dagskrá í Hafnarborg Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tríó Guðný Guðmundsdóttir, Pétur Máté, Margrét Árnadóttir, Gunnar Kvaran og Pálína Árnadóttir. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA er verkefni fyrir minni og meðalstór fyrirtæki sem vilja styrkja okkur mánaðarlega. Okkur finnst mikilvægt að tengjast þeim vel og þykir mikið til þeirra koma að vilja sinna þessari félagslegu skyldu,“ segir Bergsteinn Jónsson, starfsmaður UNICEF, Barnahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Verkefnið sem um ræðir hefur tekið á sig þá mynd, að nú vill UNICEF þakka þeim fyrirtækjum sem þegar eru styrktaraðilar, en bjóða um leið nýjum að slást í leikinn. Fyrirtækin fá að launum sérstakan listmun sem þau geta prýtt húsakynni sín með. „Peningarnir renna til mennta- verkefna í Vestur-Afríku, og þess vegna létum við gera lítil pappahús sem eru táknræn fyrir uppbyggingu skóla og menntunar. Sá mikli al- þýðulistaður, Þorlákur Morthens, tók okkur opnum örmum og af sinni einskæru vinnugleði málaði hann húsin hundrað. Öll eru þau merkt, og ekkert þeirra er eins.“ Fyrirtækin sem þegar styðja verkefnið fá sitt hús, en þau fjörutíu hús sem af ganga bíða nýrra styrkt- araðila. Öll húsin verða sýnd í Salt- félaginu á Granda til 25.apríl. Tolli málar hundrað hús Morgunblaðið/Brynjar Gauti Litagleði Húsin hans Tolla eru leiftrandi litaleikur. Hann gaf bæði vinnu og efni til verksins og styrkir þannig sjálfur Barnahjálpina á Íslandi. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.