Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 27
UMRÆÐAN
Í MORGUNBLAÐINU 9. marz
síðastliðinn birtist löng grein þar
sem þýðingarnefndir Gamla- og
Nýja testamentisins bregðast við
gagnrýni sem hin nýja Biblíuþýðing
hefur sætt. Undir greinina setja
fimm nefndarmenn
nafn sitt; þrír þeirra
eru prófessorar við Há-
skóla Íslands.
Í inngangi grein-
arinnar er framkominni
gagnrýni skipt í þrjá
flokka: 1) gagnrýni sem
lýtur að guðfræðilegri
túlkun, 2) gagnrýni
„sem stafar af því að
textanum var breytt
vegna betri skilnings á
hebreska og gríska
textanum“, 3) gagnrýni
sem „snýr einfaldlega
að smekk“. – Eftirtektarvert er að
hvorki hér né annars staðar í grein-
inni kannast nefndarmennirnir við
að raunverulegar villur hafi verið
gagnrýndar, heldur láta þeir að því
liggja að öll gagnrýni á nýju bibl-
íuþýðinguna sé ýmist umdeilanleg
eða á misskilningi byggð.
Rétt er að sumt af því sem gagn-
rýnt hefur verið í hinni svokölluðu
„Biblíu 21. aldar“ varðar smekk og
um hann verður varla deilt. Hins
vegar hefur einnig verið bent á fjöl-
mörg dæmi um rangar þýðingar,
málfræðivillur og vafasamar túlk-
anir. Við skulum líta á nokkur slík
dæmi:
(1) Sálm 3:8 Rís upp, Drottinn,
bjarga mér, Guð minn, því að þú
löðrungar fjandmenn mína, brýtur
tennur óguðlegra. Í orsakarsetning-
unni hefur núliðinni tíð verið breytt í
nútíð eins og um varandi verknað
væri að ræða, og stafar sú breyting
ekki af því að nú skilji menn hebr-
eska textann betur en áður. Rétt
þýðing hljóðar svo: Rís upp, Drott-
inn! Bjarga mér, Guð minn! Því að
þú hefur löðrungað alla óvini mína,
brotið tennur illvirkja.
(2) Mk 7:4 Þeir fara
einnig eftir mörgum
öðrum fyrirmælum
sem þeim hefur verið
kennt, svo sem að
hreinsa bikara, könnur
og eirkatla. Hér er
ekki aðeins um mál-
fræðivillu að ræða
(hefur verið kennt í
stað hafa verið kennd),
heldur er setningin
ranglega þýdd. Bein
þýðing hljóðar svo: Og
það er margt annað (átt er við erfða-
venju) sem þeir hafa tekið við til að
rækja, svo sem hreinsun drykkjar-
bikara, kanna og eirkatla.
(3) Jóh 1:1-2 Í upphafi var Orðið
og Orðið var hjá Guði og Orðið var
Guð. Hann var í upphafi hjá Guði.
Hér er karlkynsmyndin hann látin
vísa til orðsins. Þessi ranga orðnotk-
un, sem höfð er af ásettu ráði, hlýtur
að misbjóða málkennd manna, auk
þess sem hún spillir myndmáli text-
ans.
(4) Jóh 3:27 Enginn getur tekið
neitt nema Guð gefi honum það.
Rétt: Enginn getur tekið neitt, nema
honum sé gefið það af himni. Hér fel-
ur forsetningarliðurinn af himni í sér
hreyfimerkingu (‘hvaðan’). Í nýju
þýðingunni hefur hann verið misskil-
inn eða endurtúlkaður sem tjáning-
arform geranda (persónugerðs him-
ins); svo hefur himni verið breytt í
Guð.
Við þetta má bæta að í 1 Kor 6:9 er
gríska orðið arsenokoites þýtt með
‘karlmaður sem notar aðra til ólifn-
aðar’. Í grein sinni segja nefnd-
armennirnir, að þar sem ekki sé aug-
ljóst, hvernig þýða beri þetta orð, sé
þýðing þeirra sjálfra „ekki fráleitari
en aðrar“! Reyndar er óvíst, hvort
orðið hefur hér almenna skírskotun
eða vísar aðeins til ákveðins hóps
karla í Korintuborg. En þessi óvissa
veitir enga heimild til að þýða út í
loftið. Við slíkar aðstæður ber mönn-
um miklu fremur að halda sig við
beina merkingu orða. Eins og ég hef
útskýrt í tveimur Lesbókargreinum
er bein merking orðsins arsenokoi-
tes ‘karl sem samrekkir öðrum karli/
körlum’ – hvort sem mönnum líkar
það betur eða verr. Það kom mér
mjög á óvart að nefndarmennirnir
skyldu halda því fram að Jón Svein-
björnsson hafi hrakið „röksemda-
færslu“ mína. Í seinni Lesbók-
argreininni tel ég mig hafa sýnt
fram á að allar skýringartillögur
Jóns séu óverjandi. Þeirri grein (frá
árinu 2005) hefur ekki verið and-
mælt. Þótt nefndarmennirnir vísi til
Jóns Sveinbjörnssonar, fara þeir
ekki eftir neinni af skýring-
artillögum hans. Alvarlegast í mál-
flutningi þeirra er þó, að á sama tíma
og þeir verja þýðingu sína á orðinu
arsenokoites í 1 Kor 6:9, þegja þeir
yfir því að á öðrum stað (Tím 1:10) er
það látið merkja ‘karl sem hórast
með körlum’. Hér styðjast þeir við
beina merkingu orðsins, en velja
gildishlaðna þýðingu.
Dæmin hér að ofan verða vart
flokkuð sem álitamál eða óréttmæt
aðfinnsla gagnrýnenda sem ekki
skilji hebresku eða grísku jafnvel og
þýðendur Biblíunnar. Þrátt fyrir það
kjósa nefndarmennirnir að berja
höfðinu við steininn og sverja af sér
öll mistök. Skiljanlegt er að fyrstu
viðbrögð þeirra hafi verið þannig,
enda hafa þeir unnið að þýðingunni í
hartnær tvo áratugi. Hins vegar
væri mikill misskilningur að ætla að
með því að sniðganga alvarlega
gagnrýni og túlka sér í hag lítilvæg
álitamál verði til lengdar komið í veg
fyrir að upplýstir menn átti sig á því,
hve gölluð hin nýja þýðing er. Þá er
það umhugsunarefni, hvort þessi af-
neitun skaði ekki kirkjuna, sökum
þess að hún spornar gegn því að þýð-
ingin verði endurskoðuð hið fyrsta. Í
þessu sambandi má benda á að tveir
nefndarmannanna fimm sitja jafn-
framt í stjórn Hins íslenzka Biblíu-
félags, sem metur, hvort ástæða sé
til að endurskoða þýðinguna.
Fyrirmunað að
gera mistök?
Jón Axel Harðarson skrifar um
biblíuþýðinguna og gagnrýni
sem fram hefur komið
» Auk þess má halda
því fram að þessi af-
neitun skaði kirkjuna,
sökum þess að hún
spornar gegn því að
þýðingin verði endur-
skoðuð hið fyrsta.
Jón Axel Harðarson
Höfundur er prófessor við Háskóla
Íslands.
ÓLAFUR Pálsson skrifar grein
í Morgunblaðið 14. apríl þar sem
hann drepur á ýmislegt. Yf-
irskriftin er Reykjavíkurflugvöllur
en greinin fjallar að mestu um
skipulag höfuðborgarsvæðisins og
sameiningu sveitarfélaga. Eins og
skrattinn úr sauðarleggnum kem-
ur svo hugmynd um að leggja veg
þvert yfir Kársnesið
og er sú hugmynd
efni þessarar greinar.
Fyrst þegar ég las
tillögur hans hélt ég
að þetta væri grín,
kannski með þeim til-
gangi að sýna fram á
fáránleika vegaskipu-
lags inn í miðbæ. En
Ólafur virðist skrifa
af einlægni. Hann
leggur til að lagður
verði vegur yfir
Kópavogsleirur,
væntanlega frá
Reykjanesbraut, yfir Kársnesið og
svo yfir Fossvogsleirur.
Slík hugmynd er svo yf-
irgengileg að mann sundlar. Eftir
allt sem á undan er gengið á
Kársnesinu, þar sem íbúar mót-
mæltu og þeim tókst að fá Kópa-
vogsbæ til að draga til baka hug-
myndir um íbúðar- og
iðnaðarbyggð sem myndi stórauka
umferðina, er þetta versta hug-
myndin hingað til.
Í fyrsta lagi eru Kópavogs- og
Fossvogsleirur náttúruminjar. Á
sumrin setjast hér að fuglar sem
sjást ekki neins staðar annars
staðar á Íslandi. Þetta yrði einnig
meiriháttar skipulagsslys, sem
myndi skipta rótgróinni íbúð-
arbyggð í tvennt, auka hávaða og
búa til alls konar öryggisvanda-
mál.
Ólafur sér fyrir sér að vegurinn
myndi fara niður núverandi Há-
braut en hlýtur að eiga við Urð-
arbraut. Hábraut er
mjó gata þar sem
núna er 30 km há-
markshraði. Við göt-
una standa ung-
mennahús,
safnaðarheimili (hvort
tveggja í byggingu)
og dagheimili. Að vísu
er þrátt fyrir það
stöðug umferð vöru-
og steypubíla, en það
er annað mál. Fyrir
neðan götuna er íbúð-
arbyggð niður í sjó.
Til þess að ná teng-
ingu sunnanmegin við Hábraut
þyrfti þar að auki að þvera íbúð-
arbyggð og láta svo veginn fara í
gegnum Gerðarsafn og væntanlegt
óperuhús.
Tenging Urðarbrautar og sjávar
báðum megin væri talsvert auð-
veldari en alls ekki æskileg. Urð-
arbraut er eins konar aðalgata
Kársness. Hér ganga börnin í
skóla og þurfa að þvera hana til
þess að komast í skólasund. Hér
er bakarí, sjoppa og matvörubúð.
Íbúðarbyggð stendur þétt að göt-
unni. Verið er að þétta byggðina
enn frekar. Það mun leiða til auk-
innar umferðar um Urðarbraut
m.fl. götum og hafa íbúar mót-
mælt því ákaft. Hugmyndir Ólafs
eru svo sannarlega ekki lausn á
umferðarvandamálum Kópavogs-
bæjar.
Ólafur hugsar sér hins vegar
veginn yfir Kársnesið sem lausn á
umferðarvanda Vatnsmýrarinnar,
þar sem mjög stórir vinnu- og
kennslustaðir munu rísa á næstu
árum. Ég held að við verðum að
vera meira stórhuga en svo og
forðast að kljúfa nærsamfélag eins
og Kársnesið. Göng og brýr úr
Garðabæ yfir Bessastaðanes og
Skerjafjörð að Suðurgötu er nokk-
uð sem ræða þarf af alvöru. Hægt
væri að leggja veg í stokk frá Suð-
urgötu undir flugvöllinn að Hlíð-
arfæti. Göng undir Öskjuhlíð eru
annar möguleiki.
Það er ljóst að mikið verður
tekist á um skipulagsmál á næstu
árum. Reynum að hugsa til lengri
tíma og hugsa stórt frekar en að
eyðileggja rótgróin nærsamfélög
eins og Kársnesið.
Vegur þvert yfir Kársnesið?
Christer Magnusson skrifar um
samgöngur í Kópavogi » Slík hugmynd er svo
yfirgengileg að
mann sundlar
Christer Magnusson
Höfundur er hjúkrunarfræðingur og
formaður foreldraráðs Kársnesskóla.
LIÐIÐ ár var fyrsta ár mitt
sem stjórnarformaður Skógrækt-
arfélags Reykjavíkur og óhætt er
að segja að það hafi verið æði við-
burðarríkt.
Þróun og vöxtur byggðar á
höfuðborgarsvæðinu hefur verið
með þeim hætti undanfarin ár, að
starf Skógræktarfélagsins hefur
breyst frá því að snúast um upp-
græðslu og skógrækt í það að
þurfa að eyða mestum tíma í að
verjast ágangi sveitarfélaga, sem
ásælast sem bygg-
ingarssvæði þau
svæði umhverfis
Reykjavík sem klædd
hafa verið skógi und-
anfarna áratugi.
Af þekktum at-
burðum liðins árs ber
hæst yfirgang og
skemmdarverk Kópa-
vogsbæjar (Klæðn-
ingar) í Heiðmörk.
Það er dæmi um
ótrúlega vanvirðu op-
inbers aðila á skóg-
rækt og gróðri. Þetta
endurspeglar viðhorf,
sem takmarkast ekki
einvörðugu við fram-
kvæmdaaðila, heldur
hefur í vaxandi mæli
skotið rótum í sveit-
arfélögum.
Þetta mál kom
okkur skógræktar-
mönnum í opna
skjöldu, því við viss-
um ekki til þess að
veitt hefði verið
framkvæmdaleyfi í
Heiðmörk. Það
reyndist rétt, ekkert
leyfi var til staðar.
Eftir að Reykjavíkurborg setti
skilyrði í framkvæmdaleyfið um
eftirlitshlutverk Skógræktar-
félagsins, hafa öll samskipti við
Klæðningu hins vegar verið með
ágætum.
Hólmsheiðin
Þegar skipulagstillögur um
Hólmsheiðina voru birtar brugð-
umst við strax nokkuð harkalega
við og sendum frá okkur vandaða
greinargerð sem tekin var fyrir á
sérstökum fundi með pólitískum
og faglegum yfirmönnum skipu-
lags- og umhverfismála.
Síðan þá höfum við fundað með
skipulagsyfirvöldum og vonum nú
að til sé að verða niðurstaða í mál-
inu sem una má við að því gefnu
að borgin sé staðráðin í að byggja
þarna. Með tillögum okkar vildum
við vernda sem mest af heillegum,
fallegum skógarlundum og fágæt-
um stöðum. Ég treysti því, að ekki
líði á löngu þar til við gerum
samning við borgina um Hólms-
heiðina, samning sem eigi að lág-
marka óþarfa skemmdir bygging-
araðila og vernda þann gróður
sem til staðar er eins og kostur
er.
Þrátt fyrir þessa varnarvinnu er
mikil eftirsjá að þessu heillega,
fallega og samfellda skógarsvæði
sem gróðursett var m.a. af reyk-
vískum ungmennum og naut
styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði til að
klæða landið til frambúðar, ekki
til að auðvelda lagningu bílastæða.
Það er satt best að segja óskilj-
anlegt að í nánast skóglausu landi
þurfi endilega að sækja bygging-
arland í þau fáu skógræktuð
svæði, sem hér eru, meðan enn er
nóg af óræktuðu landi í nágrenni
Reykjavíkur.
Heiðmörk
En tímafrekastar hafa þó verið
viðræður okkar við borgina vegna
Heiðmerkur og er óhætt að segja
að þær hafi verið ákaflega þreyt-
andi. Þrátt fyrir mikla vinnu og
marga fundi með mismunandi
borgaryfirvöldum, hefur afrakst-
urinn fram til þessa verið rýr. Því
veldur hvorki skortur á málafylgju
okkar né skilningi borgaryfirvalda
hverju sinni. Allir viðmælendur
okkar hafa sýnt okkur mikinn
skilning og velvilja og heitið lið-
sinni sínu. En lítið hefur gerst.
Það er eins og stjórnkerfi borg-
arinnar hafi verið lamað eða í
álögum. Ekki hefur bætt úr skák
sú lausung sem verið hefur á póli-
tískri yfirstjórn borgarinnar allt
frá síðustu borgarstjórnarkosn-
ingum.
En nú er vonandi að
rofa til. Undanfarnar
vikur höfum við unnið
að því að ganga frá
nýjum rekstrar-
samningi um Heið-
mörk. Við erum bjart-
sýn á að ná landi á
næstu vikum. Það yrði
stórt skref fyrir félag-
ið, því undanfarin
fjögur ár hefur verið
mikill rekstrarhalli á
umsýslu Skógrækt-
arfélagsins í Heið-
mörk.
Heiðmörk hf.?
Eitt af því sem gert
hefur það erfitt að ná
fram nýjum rekstr-
arsamningi um Heið-
mörk er sú staðreynd
að þriðjungur Heið-
merkurlandsins er
kominn í eigu Orku-
veitu Reykjavíkur og
Orkuveitan er ekki
lengur alfarið í eigu
Reykvíkinga.
Eftir því sem fleiri
eignaraðilar koma að
Orkuveitunni, ég vil
ekki hugsa þá hugsun til enda ef
hún verður einkavædd, kemst
eignarhald á Heiðmörk undir
einkaaðila. Þar með verða öll sam-
skipti, samningagerðir, verndun
og umsýsla mun flóknari og e.t.v í
uppnámi. Orkuveitan á Elliða-
vatnslandið sem snýr að vatninu.
Fyrirtækið var á tímabili með
hugmyndir um að úthluta lóðum
eftir endilangri strandlengjunni.
Úr því varð þó ekki.
Stjórn skógræktarfélagsins hef-
ur bent pólitískum forsvars-
mönnum Reykjavíkurborgar á
þær hættur sem þessu eignarhaldi
kunna að verða samfara, þegar
fram líða stundir, og beðið þá að
gera þessa samninga afturvirka.
Fleiri málum hefur verið unnið
að í Heiðmörk og má þar nefna
deiliskipulag svæðisins og vega-
bætur sem eru brýnar, ekki síst
þegar 5000-7500 sameiginlegt
hestahverfi Kópavogs og Garða-
bæjar rís við útjaðar Heiðmerkur
í landi Garðabæjar. Við höfum
einnig átt viðræður við umhverf-
isráðherra um að breyta Heið-
mörk í fólkvang. Það myndi auð-
velda okkur að verjast ágangi og
ásókn í byggingarsvæði og tak-
marka skipulagsrétt sveitarfélag-
anna. Það mál verður áfram á
verkefnalista okkar.
Í varnarvinnunni felast einnig
sóknarfæri eins og vinsælt er að
segja nú á dögum.
Þau tækifæri munum við leitast
við að nýta í þeirri von að verjast
megi ágangi á skógræktuð svæði
og efla nýja skógrækt til fegurðar
og yndisauka fyrir þá, svo vitnað
sé í Landnámu, sem „byggja út-
sker þetta.“
Heiðmörk
og Hólmsheiði
Þröstur Ólafsson skrifar um
vöxt byggðar á höfuðborgar-
svæðinu og skógrækt
Þröstur Ólafsson
» Það er óskilj-
anlegt að í
skóglausu landi
þurfi endilega
að sækja bygg-
ingarland í
skógræktuð
svæði, meðan
enn er nóg af
óræktuðu landi í
Reykjavík.
Höfundur er formaður Skógrækt-
arfélags Reykjavíkur.