Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Að sigra heiminn Eiður Guðnason sendirþættinum eftirfarandidæmi: John McCainhefur sigrað forkosn- ingar repúblíkana (4.2.08) og John MacCain sigraði flest ríki meðal repúblíkana (6.2.08). Um þetta segir Eiður: „Líklega voru það íþróttafréttamenn sem byrjuðu að tönnlast á ambögunni að sigra leikinn. Síðan hefur þetta náð að rótfestast í tungunni, því miður. Oft undrast maður að nýgræð- ingum í stétt blaðamanna skuli ekki fenginn í hendur listi þar sem tíunduð eru orð og orðtök, gryfjur á grýttri leið, sem nýlið- um hættir til að falla í. Þar ætti að sigra leikinn að vera einna efst á blaði, áhafnarmeðlimir mættu einnig fljóta með og að versla eitt- hvað í merkingunni ‘kaupa eitt- hvað’ er auðvitað málleysa.“ Um- sjónarmaður þakkar Eiði kærlega fyrir dæmin, auðvitað er það hár- rétt hjá honum að við tölum um að sigra í keppni eða á skákmóti en hins vegar getum við sigrað (verðugan) andstæðing, jafnvel heiminn, sbr. orð Steins Steinars: *Að sigra heiminn er eins og að spila á spil / með spekingslegum svip og taka í nefið / (Og allt með glöðu geði / er gjarna sett að veði). / Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, / því það er nefnilega vitlaust gefið. Að lesta eða lensa? Annar skemmtilegur pistill frá Eiði er eftirfarandi: „Nýlega var í netmiðli (5.2.08) sagt frá báti er sökk við bryggju með þessum orðum: ‘Síðast var lestað úr hon- um fyrir tveimur vikum.’ Kannski er hér um símamisheyrn að ræða. Við- mælandi fréttamannsins hefur að lík- indum sagt: ‘Síðast var lensað úr hon- um …’. Sá sem fréttina skrif- aði hefur lík- lega aldrei heyrt sögnina lensa í merkingunni ‘dæla eða ausa upp vatni eða sjó.’ Hann hefur sem sé verið alveg lens! Þetta er líklega dæmi um það þegar þeir sem skrifa fréttir lenda á villigötum vegna þess að þeir þekkja ekki til algengra starfa til sjós eða lands.“ Elliðaárnar Þriðji og síðasti pósturinn frá Eiði fjallar um Elliðaárnar en hann furðar sig á eftirfarandi dæmi þar sem farið er rangt með nafn Elliðaánna og Elliðaárdals: Ók út í Elliðaá. Ungur ökumaður á leið austur Bústaðaveg í Reykjavík ók fólksbíl þvert yfir Reykjanesbrautina, ók út af veg- inum og fór beint af augum niður í Elliðarárdalinn og endaði bíl- ferðin ofan í Elliðaá (14.2.08). — Við lauslega leit í fornbréfasafn- inu virðist umsjónarmanni ótví- rætt að allt frá 13. öld hafi okkar gömlu og góðu Elliðaár jafnan verið notaðar í fleirtölu, t.d. (staf- setning færð til nútímamáls): Staður á og Kleppsland allt og laxveiði í Elliðaár að helmingi við Laugnesinga (1234); Hámundur gaf til staðarins hólm þann er liggur í Elliðaám (1234) og Staður í Viðey og kirkjan í Laugarnesi eigu Elliðaár hálfar að veiði allri (1235). Hér er ekkert um að vill- ast og umsjónarmaður tekur und- ir með Eiði, það er með miklum ólíkindum að sjá þannig farið með alkunn örnefni. Hins vegar má með góðum vilja líta á ritháttinn Elliðarárdalinn í staðinn fyrir Elliðaárdalinn sem (einstaka) rit- villu. — Á vef Stofnunar Árna Magnússonar er að finna einkar fróðlega umfjöllun um Elliðaárnar (örnefni mánaðarins, mars 2008). Úr handraðanum Oft undrast maður að ný- græðingum í stétt blaða- manna skuli ekki fenginn í hendur listi þar sem tíunduð eru orð og orðtök jonf@rhi.hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 126. þáttur. Í ÁGÚST á þessu ári fara Ól- ympíuleikarnir fram í 26. sinn síð- an þeir voru endurreistir árið 1896. Ákvörðun alþjóðaólympíunefnd- arinnar um að halda leikana í Pek- ing í Kína hefur verið umdeild vegna mannréttindabrota Kínverja og yfirráða þeirra í Tíbet sem ekki þykir fara saman við þær hugsjónir sem leik- arnir eru byggðir á. Af þeim sökum vilja margir að íþrótta- menn og embætt- ismenn sniðgangi leik- ana í mótmælaskyni. Þeir sem eru því mót- fallnir nota hins vegar þau rök að íþróttir og stjórnmál eigi ekki samleið. Ólympíuleikarnir voru endurreistir fyrir rúmri öld en hinn franski upphafsmaður þeirra, barón Pierre de Coubertin, taldi að íþróttir væru góð leið til að gera heiminn að betri stað. Í augum de Coubertin og eftirmanna hans í stóli forseta alþjóðaólympíunefnd- arinnar hefur einn megintilgangur leikanna verið að sætta stríðandi þjóðir með það fyrir augum að koma á friði. Íþróttir voru einungis leið að því markmiði; sameinandi afl. Þrátt fyrir háleitar hugsjónir hefur ekki alltaf tekist að halda frið í kringum Ólympíuleika og í gegnum tíðina hafa leikarnir oft verið hápólitískir. Frægastir eru leikarnir í Berlín 1936 sem notaðir voru af Adolf Hitler og áttu að sýna yfirburði hins hvíta aríska kynstofns og hugmyndafræði nas- ista. Á dögum kalda stríðsins var baráttan svo á milli hugmynda- fræði austurs og vesturs. Með leik- unum í Moskvu 1980 vildu Sov- étríkin sýna yfirburði kommúnismans gegn kapítalism- anum, en Bandaríkin sniðgengu leikana vegna innrásar Sovétmanna í Afganistan. Á leikunum í Los Angeles 1984 svöruðu Sovétríkin og bandalagsríki þeirra í sömu mynt og mættu ekki til leiks. Ól- ympíuleikarnir eru því og hafa allt- af verið pólitískir hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þá hafa mótshaldarar haldið leik- ana með það fyrir augum að öðlast viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á eigin ágæti. Til dæmis vildi Suð- ur-Kórea sýna fram á að landið væri lýðræðislegt og nútímalegt með leikunum í Seoul 1988, Ástr- alar vildu með leikunum í Sydney 2000 sýna höfuðstað sinn sem borg við- skiptatækifæra í nátt- úrulegu umhverfi, og með leikunum í sumar vilja Kínverjar sýna að landið sé heimsveldi sem sé kjörið til við- skipta og ferðalaga. Um leið og Ólymp- íuleikar vekja heims- athygli eru þeir kjör- inn vettvangur fyrir alls kyns hópa til að koma málefnum sínum og málstað á framfæri. Nú í aðdraganda leikanna í Peking hafa mikil mótmæli átt sér stað víða um heim sem birtist m.a. í því að för ólympíueldsins hefur ítrekað verið trufluð. Mótmælendur vilja koma þeim skilaboðum til heimsins að Kínverjar fremji alvarleg mann- réttindabrot í Tíbet og víðar. Að- gerðir mótmælenda eru umdeildar. Til eru þeir sem gagnrýna aðgerð- irnar á þeim forsendum að íþróttir og stjórnmál eigi ekki að fara sam- an. Aðrir gagnrýna framferði mót- mælenda sem þykir ofstækisfullt þar sem ráðist er að saklausu fólki, íþróttamönnum, sem vinna fyrst og fremst að hugsjónum íþrótta. Þeir sem styðja aðgerðirnar benda aftur á móti á að þær séu eina leiðin til að eitthvað gerist í málum sem hafa verið í sjálfheldu í áratugi. Eflaust hafa allir aðilar nokkuð til síns máls. Ekki er þó hægt að skilgreina heimsíþróttaviðburð á borð við Ólympíuleikana sem einkamál íþróttamanna því eins og sagan sýnir eiga leikarnir sér ekki stað í pólitísku tómarúmi. Eins geta Kínverjar ekki notað leikana í pólitískum tilgangi í þeim málum sem hentar þeim en hafnað öðrum á þeim forsendum að íþróttir og stjórnmál eigi ekki samleið. Í þeim efnum er ekki bæði haldið og sleppt. Svo má velta fyrir sér að þó að mótmælaaðgerðirnar séu e.t.v. ofstækisfullar þá er tilgangur þeirra í raun að stuðla að þeirri hugmyndafræði sem sjálfir leik- arnir byggjast á, þ.e.a.s. að kynna hina ýmsu kima heimsins með það fyrir augum að vernda mannrétt- indi og stuðla að friði. Ætla má t.d. að málefni Tíbets séu nú mun fleir- um kunn en nokkru sinni fyrr. Eitt af megináherslumálum rík- isstjórnar Íslands er að efla og vernda alþjóðleg mannréttindi og er það óaðskiljanlegur þáttur í ut- anríkisstefnunni eins og segir í nýrri skýrslu utanríkisráðherra. Ís- lenskir íþróttamenn eiga þó ekki að sniðganga Ólympíuleikana í Pek- ing. Amstur stjórnmálamanna og þjóðarleiðtoga á ekki að bitna á íþróttafólkinu sem hefur unnið að því hörðum höndum árum og ára- tugum saman að láta draum sinn um að keppa á Ólympíuleikum ræt- ast. Ekki er hægt að ætlast til þess að það færi slíkar fórnir. Ísland á ekki heldur að slíta viðskipta- sambandi sínu við Kína. Með slík- um gjörðum myndum við eingöngu missa stöðu okkar til að hafa ein- hver áhrif á gang mála í framtíð- inni. En kjörnir fulltrúar þjóðarinnar geta mótmælt mannréttindabrotum Kínverja ef ekki verður gerð bót á, til dæmis með því að sniðganga opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Peking líkt og leiðtogar ýmissa þjóða hafa lýst yfir að þeir muni gera. Með því myndu þeir sýna ut- anríkisstefnuna í verki og halda tryggð við hugmyndafræði leikanna sjálfra. Pólitískir Ólympíuleikar Íslenskir íþróttamenn eiga ekki að sniðganga Ólympíuleikana í Peking, segir Viðar Hall- dórsson » Þrátt fyrir háleitar hugsjónir hefur ekki alltaf tekist að halda frið í kringum Ólympíuleika og í gegnum tíðina hafa leikarnir oft verið há- pólitískir. Viðar Halldórsson Höfundur er lektor í íþróttafélags- fræði við Háskólann í Reykjavík. Í fyrri grein var fjallað um nýjan fjárfestinga- og lánasjóð fyrir Vest- firði, sem hugsaður er sem mótvægi við árviss upphlaup í atvinnurekstri hér um slóðir. Íbúðalánasjóður verði fyrirmynd að sjóði þessum og getur lýsing á tilgangi Vestfjarðasjóðsins og starfsemi litið þannig út í grófum dráttum (sbr. skil- greiningu á Íbúðalána- sjóði í lögum um hann): „Vestfjarðasjóð- urinn er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins, sem veitir ein- staklingum, félögum og félagasamtökum í atvinnurekstri á Vest- fjörðum lán til upp- byggingar. Hann er fjárhagslega sjálf- stæður og stendur und- ir lánveitingum og rekstri með eigin tekjum. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því með lánveitingum, að Vestfirðingar geti búið við öryggi í at- vinnumálum og að fjár- munum verði sér- staklega varið til þess að auka möguleika fólks til að koma sér upp eigin atvinnu- rekstri á viðráð- anlegum kjörum. Vestfjarðasjóðurinn fjármagnar útlán sín með sölu verð- bréfa og lántöku. Ríkissjóður semur við bankastofnun um rekstur hans og stjórn. Viðkomandi banki sér um alla vinnu við undirbúning og veit- ingu lána sjóðsins og tekur allar ákvarðanir þar að lútandi, hverju nafni sem nefnast. Rekstrarkostn- aður Vestfjarðasjóðsins og tap vegna útlána skal greitt af tekjum hans. Heimilt er að veita lán til smá- fyrirtækja jafnvel þó að þau hafi engin veð önnur en frumkvæði, kjark og þor. Bannað er að veita lán með veði í íbúðarhúsum lántakenda eða skylduliðs þeirra. Lánin verði veitt til eins margra ára og þurfa þykir. Lántakendur hafi nokkurt val um það hvenær afborganir hefjast. Heimilt er að láta hluta af lánum sjóðsins vera víkjandi lán. Vextir verði eins og þeir gerast hjá Íbúðalánasjóði á hverjum tíma. Byggðastofnun verði ráðgefandi fyrir sjóðinn.“ Í framhaldi af samanburði þeim við Íbúðalánasjóð sem hér er við- hafður mætti vel spyrja hver sé eðl- ismunur á því að veita mönnum hag- stæð lán til íbúðakaupa eða veita þeim hagstæð lán til að koma undir sig fótunum í atvinnurekstri til að búa í viðkomandi húsnæði. Er hann einhver? Roosevelt og Vestfirðir Nokkur hluti af lánum Vest- fjarðasjóðsins fer sjálfsagt beint út um gluggann í fyllingu tímans eins og alltaf gerist. Hinn hlutinn sem eftir stendur mun gera það að verk- um, að ríkissjóður fær tekjur í aukn- um virðisauka og grósku sem skap- ast gegnum ný vestfirsk fyrirtæki auk þeirra sem byggja á gömlum merg. Og það sem meira er: Heill landshluti sem alltaf hefur haft ákveðna sérstöðu mun ganga í end- urnýjun lífdaga. Hér er einfaldlega um það að ræða að hjálpa mönnum til sjálfshjálpar, líkt og Roosevelt forseti lamdi í gegn í kreppunni miklu í Bandaríkjunum með sínum frægu aðgerðum undir kjörorðinu New Deal – spilin stokkuð og gefið upp á nýtt. Aðgerðir Roosevelts forseta mega vel vera fyr- irmynd þessarar Nýju leiðar Vestfjarða. Það er komið nóg af alls konar áætlunum og heilum hillumetrum af skýrslum sem áttu að bjarga Vestfjörðum en enginn gerir neitt með lengur. Það er löngu kominn tími á nýja hugsun í málefnum Vestfjarða. Vælið mun þagna og Vest- fjarðasjóðurinn mun verða sjálfbær líkt og Íbúðalánasjóður, ef að líkum lætur. Sú tillaga í þágu Vestfjarða, sem hér hefur verið reifuð, er fyrst og fremst lögð fram til að benda á leið til að hjálpa Vestfirð- ingum til sjálfshjálpar, eins og fyrr segir, með fullum myndarskap, og láta þar með lokið þeim byggðavandræðaupp- hlaupum sem viðgeng- ist hafa allt of lengi hér vestra, flestum til ama og leiðinda. Þeir munu hlæja Sjálfsagt munu ýmsir sérfræð- ingar og fjármálaspekingar hlæja að þessari tillögu. Við því er ekkert að segja. Það sem hér skiptir máli er að horfa á þessi mál af öðrum sjónarhóli en vant er. Komast út úr því ástandi sem er fólgið í einni setningu: „Hvað ætla stjórnvöld að gera?“ Á það skal lögð þung áhersla, að stuðningur sjóðsins við alls konar fjölskyldufyrirtæki og önnur smá- fyrirtæki mun skila sér þegar á heildina er litið, þó að veð verði kannski ekki alltaf samkvæmt ströngustu kröfum Lloyd’s. Það er reynsla margra annarra þjóða af að- gerðum af þessu tagi. Menn þurfa einungis að horfa á þetta öðrum aug- um en þeim að heimta arð og vexti að kveldi. Hér er verið að tala um lang- tíma fjárhagsaðgerðir sem munu skila sér margfaldlega beint í kassa landsmanna. Til samanburðar, þó að ólíku sé saman að jafna að öðru leyti, má vel vísa til hinna nýju banka í sumum þróunarlöndum sem lána fátæku fólki nokkra dollara til sjálfshjálpar við að koma undir sig fótunum, til dæmis með því að kaupa saumavél. Vestfjarðasjóðurinn mundi hafa gífurleg margfeldisáhrif strax frá fyrsta degi. Og það sem meira er: Allar reddingar í byggðamálum hér vestra gætu heyrt sögunni til. Ætla mætti að margir væru þeirrar skoð- unar að ýmislegt væri á sig leggjandi til að svo mætti verða. Það er mörg mat- arholan á Vest- fjörðum Hallgrímur Sveinsson skrifar um Vestfirði Hallgrímur Sveinsson »Hver er munur á því að veita mönn- um hagstæð lán til íbúðakaupa eða veita þeim hagstæð lán til að koma undir sig fótunum til að búa í því sama húsnæði? Höfundur er áhugamaður um mannlíf á Vestfjörðum. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.