Morgunblaðið - 19.04.2008, Page 41

Morgunblaðið - 19.04.2008, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 41 Langafi okkar var mikil tófuskytta og átti margar byssur. Hann var með tófu uppi í hillu sem hann hafði skotið sjálfur og okkur þótti rosalega gaman að skoða tófuna. Við fórum oft að heimsækja hann. Í vetur fór hann með Skarphéðni frænda upp í hesthús og þá sparkaði hestur í lang- afa. Hann var svo sterkur að hann meiddi sig næstum ekkert. Langafi var alltaf mjög góður við okkur og við fórum oft að smala með honum og þá þurftum við alltaf að tala hátt við langafa því hann var farinn að heyra illa. Einu sinni fórum við á veiðisafnið á Stokkseyri og þar var ein af byss- unum hans langafa og margar myndir af honum. Stundum leyfði langafi okkur að vera aftan á pallinum á bíln- um hans, það var rosalega gaman. Langafi átti líka sérstakt sæti í eld- húsinu á Húnabrautinni en hann fór ekki oft út. Langafi sagði eiginlega aldrei nei við okkur og var mjög oft blíður við okkur. Við söknum langafa mjög sárt og það verður leiðinlegt að sjá hann ekki aftur í stólnum sínum. Við hlökkum samt alltaf mjög mikið til að koma til ömmu langömmu. Hún er alltaf svo góð við okkur og skemmtileg – gefur okkur alltaf desert. Jón Karl Einarsson og Einar Geir Einarsson. Miðvikudaginn 2. apríl fékk ég sms frá móður minni þar sem hún til- kynnti mér að Einar og Flosi væru látnir. Ég gat ekki trúað því en eftir að hafa talað við mömmu var ekki hægt að horfa fram hjá þessari stað- reynd. Setningin sem fór um huga minn var mjög svipuð þeirri setningu sem Matthías, faðir Ronju Ræningja- dóttur, sagði eftir að einn félagi hans lést en hún er eitthvað á þessa leið: Þetta getur ekki verið satt, hann hef- ur alltaf verið til! Undanfarna daga hef ég verið að rifja upp minningar um Einar. Ég las einhvers staðar að minningarnar sem maður á, verða alltaf eins góðar og manneskjan sem maður á þær um. Sú speki á vel við Einar, því minningarnar um hann eru bara góðar og yndislegar. Elsta minningin sem ég á um Einar er frá sauðburði heima á Akri vorið 1989. Þá var Einar ráðsmaður hjá afa og ömmu og var hann því hæstráð- andi í fjárhúsunum. Síðar urðu Einar og Imma ákveðnir vorboðar heima þar sem hann var „skipstjóri“ við Húnavatn. Svo þegar það fór að líða að 1. apríl byrjaði Einar að taka til netin og undirbúa og þegar dagurinn var kominn, var hafist handa við að veiða. Einar hefur alltaf verið hluti af lífinu heima á Akri og get ég ekki ímyndað mér hvernig það verður án hans. Áður en eldhúsinu heima á Akri var breytt þá átti Einar sitt sæti við eldhúsborðið. Einar fékk sér alltaf sykurmola með kaffinu sem við köll- uðum Einarssykur. Þegar það voru betri dagar fékk Einar kandís í kaffið og nutum við krakkarnir alltaf góðs af því. Því þegar þeir afi og Einar ræddu málin gæddum við okkur á kandísn- um. Árið 1997 tóku foreldrar mínir við búi á Akri og hefur mamma alltaf sagt að hún hafi erft Einar og Immu með jörðinni og hefur fjölskyldan notið góðs af því. Það hefur alltaf verið ynd- islegt að heimsækja Einar og Immu. Einars sæti í eldhúsinu var við hliðina á ísskápnum og þar átti hann alltaf djús eða gos handa okkur krökkun- um. Imma lumaði svo alltaf á góðgæti og svo voru sagðar skemmtilegar sög- ur og fékk þá ein og ein vísa að fylgja með. Þegar haldið var heim á leið sagði Einar iðulega: Það er bannað að detta í tröppunum. Einu sinni komu Einar og Imma í Einar Guðlaugsson ✝ Einar ÞorgeirHúnfjörð Guð- laugsson fæddist á Þverá í Norður- árdal í Austur- Húnavatnssýslu 30. mars 1920. Hann lést af slysförum 1. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Blönduóskirkju 11. apríl. heimsókn rétt fyrir jól. Var verið að ræða um jólabakstur. Einar sagði okkur frá mjög góðri köku sem móðir hans hafði alltaf gert fyrir jólin. Daginn eftir komum við á Húna- brautina og var þá búið að skella í eina svona köku. Kakan var góð og eftir þetta hefur hún alltaf verið bökuð og köllum við hana Einar- sköku. Vorið 1999 kom ég einu sinni heim úr skólanum og þá var minkur í herberginu mínu. Ég varð mjög hrædd og þegar pabbi var búinn að staðfesta að þetta væri minkur var bara eitt til í stöðunni, hringja í Einar. Mamma hringdi í Einar sem sagði: Jæja góða og kom svo frameftir með fullt af minkagildrum. Einar var mikill persónuleiki svo ennþá er erfitt að átta sig á því að hann sé farinn í sína hinstu för. Eitt er víst að minningarnar um hann lifa í hjörtum okkar sem fengum þann heiður að kynnast Einari. Ég sendi Immu, Skarphéðni, Sigrúnu, Jóni Karli, Ágústu, Kára, Ingunni, Lenu og allri fjölskyldunni innilegar sam- úðarkveðjur. Megi góður Guð styðja ykkur gegnum þessa erfiðu tíma. Helga Gunnarsdóttir. Einar Guli er að slá, enginn honum það mun lá. Töltir á eftir tíkin grá, tínir minka og ýlustrá. Þannig orti Valli Múr um vin sinn Einar einhvern tímann um miðjan 7. áratug síðustu aldar. Einar var þá með fjárbú fyrir ofan íbúðarhúsa- byggðina á Blönduósi. Ekki langt frá húsi sínu á Húnabraut. Þar voru einn- ig í sérstakri girðingu minkahundar sem Einar hélt. Hann stundaði fjárbúskap, ásamt því að veiða minka og ref víða um Húnavatnssýslur. Er mér minnisstætt er Carlsen minkab- ani kom til Einars á grænum Landró- ver og búist var til veiðiferða. Þá kom Sveinn veiðistjóri til Ein- ars. Fóru þeir í veiðiferðir upp á Arn- arvatnsheiði. Dvöldu á heiðinni vikum saman og felldu varg og veiddu til matar í hinum fjölmörgu vötnum heiðarinnar. Ef til vill eru þessar vísur Einars frá þeim tíma (birtust í Húnavöku 1992): Sumarkvöldin seiða sannra ævintýra held ég þá til heiða heim í ríki dýra. Heyrist rámur rómur refir eru að gagga. Svanir sælt og lómar sér á tjörnum vagga. Inni í urðarbakka eirir minkur hljóður. Sígur húm í slakka sofnar lamb hjá móður. Unir inni í lundi önd hjá sínum maka sé ég fram á sundi silungana vaka. Yfir á Eiríksjökul árdags-sunna flæðir. Hún í gylltan hökul hjúpar svartar hæðir. Himinn hreinn og fagur hljómar af fuglakvaki enda er aftur dagur inná Hnúfabaki. Eins og margir veiðimenn var Ein- ar mikill náttúrunnandi og dýravinur. Eins og fram kemur hér að ofan þekkti ég vel til Einars, sem strákur á Blönduósi, leikfélagi sona hans og heimagangur í húsi hans og hjá hans góðu konu, Immu. Þar var löngum gestkvæmt og margir til borðs. Eitt sinn er ég var þar til borðs og Einar var að stanga úr tönnum sínum með fuglsfjöður að nokkuð stór fluga var á borðinu. Allt í einu lá flugan. Einar hafði skotið hana með tannstöngli sín- um. Hef ég ekki í annan tíma séð það leikið eftir. Mikil var aðdáun stráks- ins en Einar var afburða skytta. Oft var það svo, er hann fór til rjúpna með öðrum veiðimönnum á Blönduósi, að hann veiddi allavega helmingi meira en þeir. Fór fljótt yfir og las landið og aðstæður með afburða næmi hins mikla veiðimanns. Þá var Einar helj- armenni og sterkur vel. Einari svipaði mjög til langafa síns Einars Andréssonar galdramanns, eins og honum hefur verið lýst, kol- svartur á hár, brúnamikill og nefstór. Er ég hitti hann nú í vetur hafði ég á orði, að hann væri varla farinn að grána, 88 ára gamall, sem og var raunin. Mikill samgangur var milli heimila foreldra minna og heimilis þeirra Ein- ars og Immu og ekki langt að fara. Leið varla sá dagur er móðir mín bjó á Blönduósi að ekki hittust þær, hún og Imma, og mikla ánægju hafði móðir mín af samræðum við frænda sinn Einar sem henni þótti með afbrigðum skemmtilegur. Hann er nú horfinn á vit hinna eilífu veiðilendna, að Hnúfa- baki. Að leiðarlokum votta ég Immu og frændum mínum samúð mína og þakka hina gömlu góðu daga. Steingrímur Þormóðsson. Meira: mbl.is/minningar Hann Einar er farinn frá okkur. Það er sárt að missa góðan félaga, fyrir hvern sem í hlut á, jafnvel þótt maður viti að kallið sé komið. Að verða roskinn og lasburða fyrir and- legan og líkamlegan orkubolta, eins og Einar vissulega var, hlýtur að hafa verið honum erfitt, þótt kvartanir yfir eigin heilsu væru honum ótamar. Ég var svo lánsamur að vera heim- ilisvinur þeirra hjóna Ingibjargar og Einars og njóta gestrisni þeirra um margra ára skeið. Mér fannst að við Einar hefðum margt sameiginlegt, nema það að hann var vel hagmæltur, en ég ekki. Það voru oft óviðjafnan- legar sögustundir á Húnabrautinni, sem maður naut yfir kræsingum Ingi- bjargar. Minni Einars var geysimikið og þegar það fer saman með einstakri frásagnarhæfni, þá fór ekki hjá því, að eldhúsið hjá þeim hjónum gat breyst í besta alþýðuleikhús. Það var varla til það efni, sem báðir þóttust hafa vit á, er ekki bar á góma. Trúmál og fram- haldslíf var ekki undanskilið, en þar greindi okkur stundum á. Hann átti erfitt með að viðurkenna það sem maður gæti ekki skynjað á nokkurn hátt, þar átti hann við sálina, eftir dauðann. Ég reyndi að sannfæra hann um að okkar skynfæri væru óburðug og aðeins til daglegra nota. Ég sagði að hann vissi vel, að vatn sem gufar upp úr glasi hlyti að vera einhvers staðar þótt hann sæi það hvorki né gæti þreifað á því. Ég þykist vita að margir muni rifja upp með fjölskyldunni liðnar stundir og skrifa um þær; því vil ég ekki hafa þessa fátæklegu upprifjun lengri. En með þessum línum vil ég senda Ingi- björgu og fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Eins vil ég senda fjölskyldunni hans Flosa við hans sviplega fráfall mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Gestur G., Blönduósi. Hann Einar hennar Immu er lát- inn. Þetta voru orð hennar Ágústu systur minnar til mín daginn eftir að hann Einar vinur minn lést af slysför- um við annan mann uppi á Auðkúlu- heiði. Mig langar að minnast hans Einars í fáum orðum, en ég á erfitt að skrifa um einn atburð frekar en annan um kynni mín og reynslu af honum og Immu og hver áhrif þau hjónin höfðu á líf og þroska þessa unga drengs frá Vestmannaeyjum. Vorið 1974, þá tólf ára gamall, fór ég í sveitavist til þeirra hjóna fyrir til- stuðlan frænku minnar og var með Einari og Kára, yngsta syni þeirra hjóna, nánast allt sumarið úti við vinnu við sauðburð og slátt í Vatna- hverfi og seinna um sumarið við rún- ing og viðgerðir á útihúsum og girð- ingum að Neðsta-Bæ. Má segja að sumarið hafi verið samfelld vinna og hvíld. Frá mörgu skemmtilegu og viðburðarríku hef ég að segja þetta sumar, sem leið frekar hratt og er mér ferskt í minningunni vegna dugnaðar Einars og hvernig hann virkjaði dugnaðinn í okkur báð- um, mér og Kára, ungum, óhörðnuð- um drengjum. Dagarnir byrjuðu snemma í eld- húsinu hennar Immu, enda veitti ekki af góðum morgunmat til að takast á við dagsverkin hans Einars. Mér er alltaf minnisstætt er kind- urnar hans flykktust að honum er hann gekk að fjárhúsunum fyrsta morguninn er ég fór með honum og Kára að vitja um lömbin sem höfðu komið í heiminn nóttina sem leið. Iðjusamur var Einar með eindæm- um, ávallt að verki, hvort sem var við búskap eða við veiðar, hans áhugamál utan búskaparins. Við drengirnir áttum fullt í fangi með að fylgja honum eftir hvort sem það var við fjárhúsin eða aðra vinnu; samt reyndum við alltaf að halda í við kallinn. Er vorverkum lauk og líða tók á sumarið fórum við með Einari og Sveini heitnum Einarssyni, fv. veiði- málastjóra, til veiða í austursýslunni allt frá Hópinu til uppsveita og allt norður að Skagaströnd í leit að mink, einnig var farið upp til Auðkúlu og að Blöndurótum til að finna tófu. Einar tók okkur alltaf sem jafn- ingjum til vinnu, þótt við værum að- eins hálfdrættingar á við hann. Hann var mikill og hraustur vinnumaður með endalausa orku að manni fannst og var það seinna meir aðdáunarvert hversu hraustur til líkama og sálar hann var. Ég get með sanni sagt að líf mitt hafi verið ævintýri líkast þetta sumar og sumrin á eftir enda hlakkaði ég alltaf mikið til að koma til þeirra hjóna í sumarvist. Minningin um góðan og ljúfan mann er sterk í huga mínum, og sakna ég þess mikið að hafa ekki þekkst öll boðin hans um að koma norður í veiði með honum, að sitja fyr- ir tófu uppi á heiði. Mig langar að kveðja vin minn Ein- ar Guðlaugsson sem mun ávallt lifa í minningu minni um ókomin ár sem heiðarlegur og traustur vinur. Hvíl þú í friði, elsku Einar minn, og megi andi þinn reika um veiðilendur í öðrum heimi. Imma mín, börn og barnabörn. Ykkur votta ég mína dýpstu samúð við fráfall Einars. Megi trúin á Guð styrkja ykkur í sorg ykkar um ókom- in ár. Kveðja frá Kuala Lumpur. Stefán. Elsku afi. Ég kveð þig, elsku afi, með sorg og söknuði í hjarta en minnist þín með gleði og stolti. Stolti, því þú þessi reffilega refaskytta, bóndi og hagyrð- ingur, varst afi minn. Hugur minn er barmafullur af minningum um sumur og haust hjá afa og ömmu á Húnabraut. Þar vor- um við öll barnabörnin saman komin með tilheyrandi fjöri og fíflaskap. Sú þolinmæði sem þau afi og amma máttu hafa með hóp af gríslingum sem þau þurftu að gæta, hafa ofan af fyrir og reyna að hafa gagn af í hey- skap, smalamennsku og öðrum sveitastörfum. Sumar eftir sumar, haust eftir haust fyllti afi Landróver- inn af borgarbörnum í gúmmítúttum sem sungu hátt og snjallt „wellow wellow Vatnahverfi“ og fleiri heima- lagaða slagara. Í dag get ég ekki ímyndað mér að kórinn hafi verið hljómfagur né lagviss, en aldrei man ég eftir að afi hafi sussað á okkur eða þreyst á söngnum. Einu skiptin sem þolinmæðin þvarr var í hita smala- mennsku og heyskapar, þegar gagnið var minna en mátt hefði. Afi gaf mér ekki aðeins genin sín í arf heldur heil- an haug af lærdómi og reynslu sem ég hefði hvergi annars staðar fengið. Hann kenndi mér að keyra traktor, garða og snúa heyi, rýja rollur, smala fé á fjalli, hlaupa suðreftir, norðreftir, uppfyrir og framfyrir og að draga ær í dilka. Hann gaf mér kindina Krúní og folaldið Kötlu, ómetanlega dýrgripi æsku minnar. Hann kenndi mér að þó afar séu þyngri en börn, geta tvær littlar stelpur velt heilum afa í hæg- indastól, alveg á hvolf. Afi lagaði besta ananas-djús í heimi og dró hann ískaldan upp úr frystikistunni og skenkti í glös á matmálstímum. Afi sagði skemmtilegar sögur, blótaði betur en nokkur annar og hló hjart- anlega. Um páskana sá ég afa í síð- asta sinn, tindrandi augu hans og gleðin sem úr þeim skein þegar ég gekk inn í stofuna er síðasta minning mín um merkan mann og afa. Kæri afi, takk fyrir allt. Ég votta ástvinum Flosa Ólafson- ar, vinar hans afa, mína dýpstu sam- úð. Rakel Húnfjörð Skarphéðinsdóttir. Afi okkar, Einar Guðlaugsson, hafði þykkar, svartar augabrúnir yfir blíðlegum augum. Löng og stundum erfið ævi var höggvin í þetta harðgera en vinalega andlit. Við fyrstu sýn gat hann virst alvarlegur, hann var mikill fylgismaður þess að mæla þarft eða þegja og afar andsnúinn löngum „langlínusímtölum“. Samt var það svo að hann kunni margar góðar sögur sem hann sagði af mikilli list þegar þannig lá á honum. Þá kom vel í ljós hvað hann var gæddur mikilli kímni- gáfu og hafði gott vald á málinu okk- ar. Stundum brá maður á það ráð að þykjast ekki muna eitthvert smáatriði í einhverri sögu og oft dugði það til að töfra fram söguna og gjarnan nokkr- ar aðrar í kaupbæti þegar hann var kominn á flug. Vald hans á íslensku var augljóst þeim sem heyrðu eitt- hvað af kveðskap hans því hann var afbragðsskáld og orðavölundur. Fyrir mikla hógværð var hann vanur að sverja af sér kveðskap og sagði til dæmis: „Þá orti maður í sveitinni …“ eða „Hún amma ykkar samdi þessa …“ áður en hann fór með vísu. Það hefur alltaf verið ákaflega gott að koma á Húnabrautina í afslappað og tilgerðarlaust andrúmsloftið sem þar hefur ætíð ríkt. Afi var ekki mikið fyrir það að leika við okkur sem krakka, nema þá helst í orðaleikjum. Hann sendi okkur hingað og þangað að smala með sér, gera við girðingar og í framhaldinu á veiðar. Að öðru leyti var manni frjálst að gera nokk- urn veginn það sem manni hentaði á Blönduósi. Afi tilheyrði þeirri kynslóð sem upplifði gríðarlegar breytingar á þjóðfélagsháttum, þeirri kynslóð sem fæddist í torfhúsum en reisti stein- steypta bæi með skóflum og fötum, þegar allir dalir og firðir voru enn þéttsetnir fólki. „Þarna stóð bær,“ benti afi okkur „og þarna innar var selið – og þarna eftir fjallinu hljóp vinnumaðurinn út á Skagaströnd til róðra og heim aftur á kvöldin“. Þá tíðkaðist að ánafna börnum eina kindina og eitt vorið varð ærin hans tvílembd, sem þá þótti sjaldgæft, en tófan hafði af þeirri tvílembdu bæði lömbin, fyrst annað, svo hitt daginn eftir. Snemma varð afi mikill veiðimaður og aflaði sér um ævina mikillar þekk- ingar og reynslu. Margir frændur okkar höfðu þann vana að heimsækja afa áður en þeir gengu til rjúpna og spyrja véfréttina á Húnabrautinni hvar helst mundi vera nokkra rjúpu að hafa þann daginn. Svarið byrjaði vanalega: „Ég get alls ekki vitað það“ en eftir stutta þögn bætti hann gjarn- an við: „Það gæti kannski verið rjúpa …“ og svo átti hann til að til- greina einhverja laut eða hól með talsverðri nákvæmni og skeikaði sjaldan. Óhætt er að fullyrða að afi hafi getað talist fræðimaður í atferli tófunnar enda voru refaveiðar helsta ástríða hans. Það er þess vegna allt að því ljóðrænt að hann skyldi deyja með þeim hætti sem hann gerði. Við viljum einnig minnast Flosa Ólafssonar sem afi kynntist í gegnum veiðiskap. Flosi gerði afa ævikvöldið sannarlega mun ljúfara og bærilegra en annars hefði orðið og fyrir það munum við ávallt minnast hans með þakklæti. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og vott- um við fjölskyldu Flosa alla okkar samúð. Helgi Þór Jónsson, Einar Geir Jónsson og Daði Jónsson. Nokkur orð frá nafna þínum: Takk fyrir að vera besti afi í heimi. Ég sakna þín rosalega, en er samt svo glaður að hafa getað sungið fyrir þig á síð- asta afmælisdeginum þínum og þú tókst mig í fangið með tárin í augunum. Takk afi, takk. Einar Húnfjörð Kárason. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.