Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 23
|laugardagur|19. 4. 2008| mbl.is daglegtlíf Þegar ég var fimm ára baðég mömmu að kenna mérað prjóna en hún sagði aðég væri allt of ung til að læra það. Þá fór ég bara til ömmu og hún kenndi mér það á einum klukkutíma. Til að sanna fyrir mömmu að ég gæti þetta alveg prjónaði ég strax húfu á systur mína, án uppskriftar eða hjálpar. Upp úr því fór ég að prjóna trefla og húfur á vini mína og kunningja,“ segir Perla Steingrímsdóttir, 10 ára nemandi í Víðistaðaskóla Hafn- arfirði, en hún er hönnuður, sauma- kona og prjónakona sem er friðlaus í puttunum nema hún sé að búa eitthvað til. „Alltaf þegar ég kem heim úr skólanum langar mig til að búa eitthvað til sem ég get notað. Ég fæ hugmyndir úr bíómyndum eða þáttum sem ég horfi á í sjónvarp- inu. Ég fæ líka hugmyndir þegar ég er í ferðalögum og stundum dreymir mig eitthvað sem kveikir hugmynd,“ segir Perla sem alla tíð hefur haft rosalega mikinn áhuga á fötum. Hún grípur til sinna ráða þegar hún sér flott föt fyrir full- orðna í búðum, sem hún finnur hvergi fyrir krakka. „Þá sauma ég þau bara sjálf.“ Tískusýning í afmæli pabba Saumaáhuginn vaknaði þegar hún var sex ára og bað mömmu sína að hjálpa sér við að sauma á sig jólakjól, sem hún vissi auðvitað nákvæmlega hvernig hún vildi hafa. Þegar hún var átta ára krafði hún móður sína um saumavélina hennar sem hún vissi af úti í bílskúr, ónot- aðri. „Ég lærði bara á hana sjálf og fann fljótt út hvað hægt var að gera með öllum tökkunum. En maður má ekki flýta sér of mikið, ég er búin að komast að því. Þá getur allt mistekist.“ Efniskaup eru þó nokkur á heim- ilinu vegna gríðarlegs saumaáhuga dótturinnar. „Við mamma kaupum mikið af efnum í Rúmfatalagernum og IKEA. Einu sinni keyptum við til dæmis flísteppi og ég saumaði úr því mjög skrautleg föt og húfu,“ segir Perla sem er stoltust af bleika kjólnum sínum sem hún saumaði úr silki fyrir danskeppni, en hún æfir samkvæmisdans. „Þetta er flottasti kjóll sem ég hef gert, en ég gat því miður ekki keppt í honum vegna þess að dans- félagi minn komst ekki í keppnina.“ En hún fann aðra leið til að skarta honum, því hún og Harpa systir hennar héldu tískusýningu nýlega í afmæli pabba þeirra og uppskáru mikið klapp frá gestunum. Búningar í heilt leikrit Hæfileikarnir hafa spurst út og krakkar leita til hennar með að hanna og sauma á sig föt. „Ein vin- kona mín kom til dæmis til mín um daginn og sagði mér frá hvernig kjól hana langaði í sem hún væri lengi búin að leita að. Hún lýsti honum fyrir mér og ég var enga stund að sníða og sauma hann. Ég nota Hörpu systur mína til að máta og finna út hvernig ég á að sníða efnið.“ Stundum fær Perla hjálp frá vin- konum sínum við saumaskapinn og þannig var það þegar þær tóku sig saman og gerðu margar flíkur á einu bretti. „Við fórum nokkrar saman á leiklistarnámskeið þegar við vorum átta ára og við sættum okkur ekki við að fá enga búninga fyrir sýninguna okkar. Við saum- uðum bara sjálfar búninga á alla þá níu krakka sem voru í leikritinu og komum leiklistarkennaranum á óvart í leiðinni.“ Heldur námskeið heima Perla heldur námskeið á hverjum föstudegi heima hjá sér ásamt tveimur vinkonum sínum, þeim Ester Gunnarsdóttur og Indíönu Rut Jónsdóttur. „Okkur langaði svo til að kenna alls konar föndur svo við bjuggum bara til okkar eigið námskeið og nokkrar stelpur koma í hverri viku beint eftir skóla heim til mín og við erum í einn og hálfan tíma að búa til hitt og þetta, eins og til dæmis veski eða páskaskraut, og við höfum líka bakað og málað. Ég fékk leyfi til að halda þetta heima með því skilyrði að ganga vel frá eftir okkur, því það er eng- inn fullorðinn heima á þessum tíma. Þetta hefur gengið mjög vel og er rosalega gaman.“ Perla tekur námskeiðsgjald, sem er 100 krónur á mánuði á mann, en það nýtist við efnisöflun fyrir námskeiðin. Hún hefur sannarlega trú á sjálfri sér hún Perla og hún veit al- veg hvað hún ætlar að gera í fram- tíðinni. „Draumurinn minn er að eiga tískufyrirtæki þegar ég verð fullorðin, og þar verður snyrtistofa, hárgreiðslustofa og fatabúð, allt á sama stað. Þar ætla ég líka að hanna föt á fólk eftir óskum.“ khk@mbl.is Morgunblaðið/Valdís Thor Svalar skvísur Perla hafði götutísku í huga þegar hún hannaði tígrísdýrakjólinn og föt með hauskúpumunstri. Sumarlínan Perla er í fötum sem hún bjó til úr flísteppi en Harpa og Ester eru í léttari fötum fyrir vorið, með blómaskrauti og blúndum. Nýtt snið Harpa systir skartar hér nýjasta kjólnum sem gerður var fyrir vinkonu eftir óskum hennar. Léttur og leikandi Ester vinkona Perlu var hrifnust af þessum kjól sem er skrautlegur og þægilegur. Uppáhalds Perla í flotta silkikjóln- um sem hún bjó til fyrir keppni í samkvæmisdönsum sem hún æfir. Flink Perla kann tökin á saumvélinni og Lind, mamma hennar, skoðar kjól sem dóttirin hannaði og saumaði þegar hún var veik heima einn dag. Stefnir að stofn- un fjölþætts tískufyrirtækis „Ég get þetta ekki“ er setning sem ekki er til í huga hennar og hún lætur ekkert stoppa sig í því sem hún ætlar sér. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti kraftmikla stelpu sem er afkastamikil í hönn- un og saumaskap þrátt fyrir ungan aldur. „Ég fæ líka hugmyndir þegar ég er í ferðalög- um og stundum dreymir mig eitthvað sem kveikir hugmynd.“ Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.