Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 37
kastamikill og góður fræðimaður sem
sagnfræðingur. Um það vitna öll þau
verk hans er gefin hafa verið út, ekki
síst viðtöl er víða hafa birst.
Páll var öðlingur að upplagi og sér-
lega bóngóður er til hans var leitað og
ósérhlífinn í öllum þeim málum er
áttu hug hans og hjarta hverju sinni.
Hann átti einkar auðvelt með að halda
uppi samræðum við viðmælendur
sína, enda þekkti hann oftar en ekki
nokkur deili á þeim.
Á síðari árum, eftir að um hægðist
við búskaparstörfin, féll honum eðli-
lega best að vinna við fræðimennsku
og grúsk. Hann var eigi að síður mik-
ill fjölskyldu- og mannfundamaður að
upplagi og kunni vel við sig meðal
vina og þá sérstaklega ættmenna,
enda bar hann mjög sterkar taugar til
uppruna síns.
Skyndilega og óvænt er sól brugðið
sumri og í einu vetfangi er Páll, for-
inginn í Hlíðarfjölskyldu okkar, tek-
inn frá okkur, trúlega kvaddur til
æðri starfa.
Ég, fjölskylda mín og systkini vott-
um eftirlifandi eiginkonu hans, Elín-
borgu Guðmundsdóttur, og börnum
þeirra okkar innilegustu samúð.
Helgi Bjarnason.
Hjartkær vinur og leikbróðir er
fallinn frá, svo óvænt. Slysin gera
ekki boð á undan sér. Skyndilega rek-
ast saman jeppi og vörubíll á björtum
vordegi með þeim afleiðingum að Páll
Lýðsson lætur lífið. Þetta var hjá
,,Strokkhól“ við Eyrarbakkaveg. Palli
kunni margar sögur af álfum og
huldufólki á þessum stað og hann var
ákafur vörslumaður þessarar álfa-
byggðar. Ég hefi þá trú að huldar
vættir þakki honum og fylgi yfir í
æðri heima. Einnig að almáttugur
Guð leggi fjölskyldunni líkn með
þessari þungu þraut.
Bernsku- og æskuminningar mínar
eru samtengdar Litlu-Sandvíkur-
heimilinu. Sigga systir hans, jafn-
aldra og æskuvinkona mín, Palli ári
yngri leikbróðir, eins og besti bróðir
alla tíð sem alltaf var hægt að leita til
að fá ráð og margvíslegan fróðleik.
Ósjaldan sendi hann mér í pósti sitt-
hvað sem hann fann frá átthögum
okkar í Sandvíkunum. Palli var
grúskari og fræðimaður af Guðs náð
og vil ég nú þakka honum allt sem
hann gerði fyrir okkur Stóru-Sand-
víkurfólkið. Hann var sérlega vand-
aður og traustur maður sem vildi
hvers manns götu greiða. Eins og for-
eldrar hans, blessuð sé minning
þeirra. Enda hlóðust á Palla flestöll
ábyrgðarstörf fyrir Sandvíkurhrepp,
m.a. oddvita- og hreppstjórastörf auk
örnefnasöfnunar o.m.fl. Frá unga
aldri viðaði hann að sér gríðarlega
góðu safni af ýmsum fróðleik sem
kom sér vel við umfangsmikil skrif
hans um sunnlenska menningu, fé-
lagasamtök og byggðarlagið allt. Ég
hefi oft undrast afköst hans á ritvelli
með sínu stóra búi enda var oft ljós í
,,kvistinum“ fram eftir nóttinni.
Snyrtimennska var honum í blóð
borin, allt í röð og reglu jafnt úti sem
inni. – Bernskumyndir: Við þrjú með
bú í Austurvelli, kýr, kindur og hesta
sem byggt var yfir milli þúfna með
fjölum og mosa. Drullukökubú
skreytt – með sóleyjum. Við þrjú
ásamt Ragnhildi og Guðmundi yngri,
systkinum hans, í baðstofunni í leik og
söng hjá Aldísi við orgelið. Palli safn-
ar Vikunni og lætur okkur leika með
sér myndasögur, allir krakkar á bæj-
unum í boltaleik á sumarkvöldum
o.m.fl.
Eftir landspróf á Selfossi fór hann í
Menntaskólann að Laugarvatni. Í
jólafríum undirbjó hann skemmtiat-
riði og annál sveitar fyrir Sandvíkur-
böllin. Á Laugarvatni kynntist hann
sínum lífsförunaut, Elínborgu Guð-
mundsdóttur, sem var hans stóra
gæfa. Eftir sagnfræði- og bóka-
safnsnám við H.Í. hófu þau búskap
með foreldrum hans, Aldísi og Lýð, í
Litlu-Sandvík og bjuggu þar alla tíð.
Þau höfðu nýlega látið búið í hendur
börnum sínum, Aldísi og Guðmundi,
og horfðu fram á meiri tíma fyrir önn-
ur hugðarefni sín, skriftir og ferðalög.
Honum var ætluð önnur ferð núna
þar sem hann bíður Ellu sinnar.
Ég votta börnum hans, Sigríði, Al-
dísi, Lýð, Guðmundi og fjölskyldum
þeirra mína dýpstu samúð og bið
þann ,,sem stýrir vorsins veldi, og
verndar hverja rós“ að vaka yfir Ellu
og ástvinum hans öllum.
Rannveig Pálsdóttir.
,,Ertu bróðir hans Gunnars?“ ,,Ja,
ég á bróður sem heitir Gunnar.“ ,,Já,
ég sá það strax á svipnum.“ Sá sem
spurði var fríðleikspiltur með gler-
augu, stilltur vel og tók ekki fremur
en ég þátt í glensi eldri stráka sem
sátu hjá okkur, komnir aðeins lengra
á menntabrautinni, yfir okkur hafnir
og hlógu að einhverju sem við skild-
um ekki. Við vorum á vörubílspalli á
leið frá Selfossi upp að Laugarvatni
haustið 1952, Palli til að hefja mennta-
skólanám, ég ári yngri og ætlaði í
landsprófsdeildina. Ég man ekki
fleira sem fór okkur á milli í þetta sinn
en minningin er mér kær, enda hög-
uðu atvikin því svo að við áttum æ
meira saman að sælda og kynni okkar
leiddu til traustrar vináttu. Palla var
eiginlegt að vilja vita deili á mönnum,
enda fróðleikur hans um menn og
málefni með ólíkindum. Í sögu var
þekking hans langt umfram það sem
krafist var í menntaskóla enda sá
hann aldrei aðra einkunn en 10 í þeirri
grein. Háskólaprófi lauk hann í sagn-
fræði. Á föðurleifð sinni, stórbýlinu
Litlu-Sandvík, kaus hann að búa
ásamt Ellu sinni. Og hann naut sín vel
í hópi sunnlenskra bænda. Félaga-
samtök þeirra voru honum afar hug-
leikin enda tók hann virkan þátt í
þeim og gegndi stjórnarstörfum í
flestum þeirra. Færni hans og sam-
viskusemi olli því að trúnaðar- og
nefndastörf hlóðust á hann. Hann
kenndi lengi við gagnfræðaskólann og
iðnskólann á Selfossi en tókst þó auk
bústarfanna að sinna ritstörfum og
rannsóknum svo að eftir hann liggja
mörg sjálfstæð rit auk fjölda greina í
blöðum og tímaritum. Rit hans eru öll
með einum eða öðrum hætti ómetan-
leg varðveisla mikilvægra þátta í sögu
héraðs og lands. Skörp yfirsýn ein-
kennir þau og lipur frásagnarstíll.
Síðasta stóra ritverkið, Saga Búnað-
arsambands Suðurlands, kemur út á
þessu ári. Óskiljanlegt er hve miklu
hann kom í verk. Og nú var hann ný-
hættur búskap og hugði gott til að
geta helgað sig rannsóknum og skrift-
um.
Þetta stutta ágrip af ævistarfi Palla
gefur ófullkomna mynd af öllu því
sem hann fékk áorkað. Nú er annað
enn ofar í huga: hinn góði félagi, létt
lund hans og gleðjandi návist. Öll þau
ár sem við vorum á sama heimili, í
heimavist fjóra vetur og þrjú sumur í
Litlu-Sandvík, man ég aðeins einu
sinni eftir að hafa séð hann reiðast.
Það var í heimavistinni á Laugar-
vatni: Karlavistin hafði ráðgert ein-
hverja hrekki við kvennavistina. Út
úr Elluherbergi snaraðist þéttvaxinn
maður með kreppta hnefa, albúinn að
láta hendur skipta ef þar væru
hrekkjabrögð höfð. Öllum brá svo við
að ekkert varð úr frekari aðgerðum.
Hjá Palla og Ellu gilti engin hálf-
velgja. Í skemmtiferð með skóla-
systkinum þeirra frá Laugarvatni
sýndu þau okkur haustið 2005 staðinn
skammt frá Laugarbakka í Miðfirði,
æskustöðvum Ellu, þar sem þau settu
upp hringana hálfri öld áður – og voru
enn eins og nýtrúlofuð. ,,Þó er það vel
að þú grætur góðan mann,“ mælti
Flosi við Hildigunni. Þau orð geri ég
að mínum er ég hugsa til Ellu,
barnanna þeirra og annarra ástvina
þess góða drengs, Páls Lýðssonar í
Litlu-Sandvík.
Kristinn Kristmundsson.
Lífið er tilviljun.
Þannig hljóðar titillinn á einni af
þeim mörgu bókum sem Páll Lýðsson
náði að skrifa áður en honum var svo
óskiljanlega svipt burt í bílslysi 8. apr-
íl. Líklega hef ég aldrei á minni 65 ára
ævi verið minntur svo óþyrmilega á
„dauðans óvissan tíma“. Þó var áfallið
vitaskuld svo miklu meira fyrir þá
sem stóðu honum næst.
Vinátta mín við þennan sérstæða
sögumann og alla fjölskyldu hans
byrjaði á jólunum 1964, þegar
menntamálaráðuneytið gaf öllum sín-
um erlendu styrkþegum kost á að
halda jól hjá íslenskri fjölskyldu.
Norski styrkþeginn þennan vetur var
svo heppinn að lenda í Litlu-Sandvík,
hjá Ellu og Palla, sem þá voru ung
hjón. Þannig fékk ég ekki aðeins
ógleymanleg jól, heldur eignaðist
líka auka-fjölskyldu til frambúðar.
Sambandi mínu við fólkið í Litlu
Sandvík verður best lýst með orðum
Palla sjálfs: „Þú ert enginn gestur,
þú ert einn af heimilisfólkinu.“ Þann-
ig var það líka fyrir mér, og mér
fannst það mikill heiður. Að fá að líta
á sig sem hluta af „heimilisfólkinu“
veitist ekki mörgum sem koma til
annars lands.
Ég hef ekki tölu á því hvað hann
hefur sent mér af bókum og tímarit-
um öll þessi ár. En það rit sem ég hef
undrast mest af því sem ég hef nokk-
urn tíma fengið frá honum var hefti,
sumt tölvuprentað, sumt ljósritað,
sem ég fékk fyrir þremur árum. Tit-
illinn er Reisubók Árna Torp 1965-
2004, og hún hefur að geyma öll þau
bréf og kort sem ég hef sent til Litlu-
Sandvíkur á þessu tímabili. Þarna óx
enn virðing mín fyrir skjalaverðinum
Páli Lýðssyni, sem hafði haldið til
haga og safnað saman öllu því sem ég
hafði sent honum í áranna rás. Með
þessu framlagi hefur hann nánast
gefið mér sjálfsævisögu.
Samband okkar eftir 1965 hefur að
mestu leyti verið bréfasamband, þótt
ég hafi sótt hann heim oftar en einu
sinni síðar, og fáeinum sinnum hafa
bæði kona mín og ekki síst dætur
mínar tvær einnig notið þeirrar
ánægju að kynnast hinu einstaka
fólki í Litlu-Sandvík. Á sjötugasta og
öðru aldursári sínu hélt hann enn
ótrauður áfram með að skipuleggja
framtíðina. Auk allra þeirra ráðgerðu
bókaskrifa sem biðu hans sagði hann
í síðasta bréfinu til mín frá áformum
sínum um ferðalög í sumar og haust:
fyrst lá leiðin til Svíþjóðar, síðan til
Austur-Grænlands og að lokum til
Kamtsjatka í Síberíu. Og svo er öllu
skyndilega aflýst. Lífið er tilviljun.
Ég er glaður og þakklátur fyrir að
hafa fengið að njóta þeirra forrétt-
inda að eiga þennan einstaka mann
að nánum vini í meira en fjörutíu ár,
og ég finn til þungrar sorgar yfir því
að hann skuli nú vera horfinn fyrir
fullt og allt. Samt veit ég að söknuður
þeirra er miklu sárari sem stóðu hon-
um næst, á heimili og í frændliði. Sér-
staklega hugsa ég til Ellu, sem var
hans trygga stoð og stytta í meðlæti
og mótlæti.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Orðstír Páls Lýðssonar mun ávallt
lifa meðal okkar sem urðum þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast honum.
Arne Torp, Ósló.
Páll Lýðsson er horfinn á vit
stjarnanna og þess sem okkar allra
bíður. Eitt augnablik skilur að lífið og
dauðann og oft erum við minnt á hvað
bilið er stutt og hvað þessi landamæri
eru nærri okkur, hverju og einu. Í
dag kveðjum við Árnesingar einn
okkar fremsta og virtasta mann sem
á farsæla lífssögu að baki og hefur
víða komið að málum. Ungur að árum
vakti Páll mikla athygli og virðingu í
héraðinu sakir hæfileika sinna og
menntunar. Það duldist engum að
þar fór óvenjulegur maður sem bjó
yfir miklum mannkostum. Páll var í
báðar ættir kominn út af rótgrónu
bændafólki sem getið hefur sér orðs-
tír fyrir árangur og hæfileika. Aldrei
var annað á dagskrá hjá honum,
þrátt fyrir sagnfræðimenntun frá
Háskóla Íslands og mikla starfs-
möguleika á öðrum sviðum, en að
setjast í bú með foreldrum sínum í
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Bróðir okkar og vinur,
SIGURÐUR ÁSGEIRSSON
frá Framnesi,
Gunnarsholti,
Rangárvöllum,
andaðist á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi,
Hellu, fimmtudaginn 17. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Systkini, vinir og vandamenn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ARNBJÖRG HERMANNSDÓTTIR,
Ólafsbraut 30,
Ólafsvík,
andaðist á dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík,
miðvikudaginn 16. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Börnin og fjölskyldur þeirra.
✝
Okkar ástkæra
STEINUNN GUNNARSDÓTTIR HESLEP,
Coudersport, Pennsylvaniu,
lést 16. apríl síðastliðinn.
Vandamenn.
✝
Elskuleg dóttir okkar, stjúpdóttir, systir, mágkona
og Frænka,
INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR,
Skólavörðustíg 44 A,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu-
daginn 17. apríl.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 23. apríl kl. 11.00.
Inga Einarsdóttir, Páll Aronsson,
Ólafur Gaukur Þórhallsson, Svanhildur Jakobsdóttir,
Bergþóra Ólafsdóttir,
Ragnhildur Ólafsdóttir, Haraldur Sigurðsson,
Ingunn Ólafsdóttir,
Hlöðver Már Ólafsson, Erla Guðmundsdóttir,
Ingveldur Pálsdóttir, Jóhannes Ólafsson,
Andri Gaukur Ólafsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir,
Anna Mjöll Ólafsdóttir, Neil Stuben Haus,
Aðalbjörg María Ólafsdóttir,Páll Sigurgeirsson,
Inga Sigrún Ólafsdóttir, Smári Árnason
og Frænkubörnin öll.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR
frá Björk, Grímsnesi,
Grænumörk 5,
Selfossi,
lést föstudaginn 18. apríl á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðrún Tryggvadóttir, Hörður Smári Þorsteinsson,
Tómas Tryggvason, Þórdís Pálmadóttir,
Páll Tryggvason, Sigríður Björnsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Elskuleg móðir okkar,
SIGRÍÐUR G. SCHIÖTH,
andaðist þann 18. apríl að dvalarheimilinu Hlíð á
Akureyri.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn
28. apríl kl. 13.30.
Reynir Helgi Schiöth,
Margét Anna Schiöth,
Valgerður Guðrún Schiöth
og fjölskyldur.