Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 21
AKUREYRI
Lóðir í Englandi
kynningarfundur í dag kl. 13:00 á Friðriki V.
Á kynningarfundi á Friðriki V. kl. 13:00 í dag munu Brynhildur
Sverrisdóttir, Páll Pálsson og Helga Ólafsdóttir, kynna lóðir í
Englandi sem nýjan fjárfestingarkost. Hingað til hefur það
aðeins verið á færi stórra fjárfesta að kaupa land og hagnast
á því. Nú munu margir geta nýtt sér þetta.
Á óvissu tímum hækkar land og hrávörur mikið. Á sama tíma
og fasteignaverð er að lækka í Englandi hefur verð á landi
hækkað og fer hækkandi. Mikil ásókn er í byggingarland þar
enda er skortur á húsnæði í Englandi.
Þau sem hafa áhuga á að kynna sér þetta mál eru
velkomin á fundinn í dag.
Tíu sýningar verða opnaðar í
Safnasafninu á Svalbarðsströnd í
dag kl. 14, m.a. eru til sýnis 639
pappírsmyndir eftir Ingvar Ellert
Óskarsson (1944-2002) unnar á 8.
og 9. áratug síðustu aldar.
Í dag kl. 14 verður opnuð sýn-
ingin Sjónvit á verkum Jorid Ra-
demakers í Populus Tremula.
Verkin eru unnin á 20 ára tímabili,
frá 1988 til dagsins í dag. Sýningin
er aðeins þessa einu helgi.
Tvíburasysturnar Gunnhildur og
Brynhildur Þórðardætur opna sýn-
inguna Prjónaheim Lúka í dag kl.
16 í galleriBOXi.
Sýning á verkum Jóns Laxdal
Halldórssonar verður opnuð í dag
kl. 14 í Jónas Viðar Gallery. Sýndir
verða hlutir gerðir úr bókum,
pappa, gleri og þaksaumi, allir nýir
af nálinni undir heitinu fáeinir for-
titlar og bók eftir Mann.
Í tilefni af útkomu norrænu
söngbókarinnar Ska nya röster
sjunga koma fram í Deiglunni kl. 15
í dag Bengt Hall frá Svíþjóð, rit-
stjóri söngbókarinnar og harm-
onikkuleikari, og Per Warming frá
Danmörku, rithöfundur, söngva-
skáld og söngvari. Aðrir flytjendur
eru Gunnar Guttormsson, Þórarinn
Hjartarson og Solveig Hrafns-
dóttir, Kristján Hjartarson og
Kristjana Arngrímsdóttir. Að-
gangseyrir er 1.500 krónur.
Nemendur og kennarar Tónlist-
arskólans á Akureyri og Sinfón-
íuhljómsveit Norðurlands verða
með tónleika í íþróttahúsi Gler-
árskóla á morgun kl. 16. Einleikari
er Vilhjálmur Ingi Sigurðsson.
Í tilefni af 50 ára afmæli körfu-
knattleiksdeildar Þórs verða
styrktartónleikar á morgun kl. 16 í
Glerárkirkju. Álftagerðisbræður
ásamt „Konnurunum“ syngja. Und-
irleikarar eru Stefán R. Gíslason og
Helga Bryndís Magnúsdóttir. Miða-
verð er 2.500 krónur.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Listamenn á
hverju strái
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
STEFÁN Gunnlaugsson var kjörinn
formaður Knattspyrnufélags Akur-
eyrar á dögunum – 38 árum eftir að
hann tók síðast við sama embætti.
Hann hefur lengi sinnt stjórn-
unarstörfum fyrir KA og var gerður
að heiðursfélaga í vetur.
„Þegar ég byrjaði í þessu á sínum
tíma var maður í tvöfaldri eða þre-
faldri vinnu og að koma upp fjöl-
skyldu. Nú finnst mér ég hafa góðan
tíma; hættur á Bautanum og er í
hálfu starfi sem sölumaður fast-
eigna, löngu búinn að koma upp öll-
um mínum börnum, hef það gott
fjárhagslega og þess vegna finnst
mér ég alveg geta eytt tíma í KA. Ég
hef örugglega skilað mínu til félags-
ins í gegnum árin, en ég vil taka þátt
í því að byggja það upp núna, árang-
urslega en ekki síður félagslega,“
segir Stefán, spurður hvers vegna
hann hafi gefið kost á sér á ný.
Hann er á þeirri skoðun að
íþróttafélag geti ekki náð virkilega
góðum árangri í keppni nema vera
sterkt félagslega og leggur því mikla
áherslu á þá hlið.
Spennandi
Stefáni finnst líka mjög spennandi
að taka þátt í þeirri uppbyggingu
sem er framundan á félagssvæðinu.
„Hér byrja miklar framkvæmdir í
haust. Aðalkrafturinn er á Þórs-
svæðinu [vegna Landsmóts UMFÍ
2009] en bærinn ætlar að leggja fót-
boltagras hjá okkur, upphitað. Það
verður tilbúið á næsta ári með flóð-
ljósum en stúkan kemur seinna. Mig
langar að taka þátt í þessu.“
Nýi formaðurinn segist heyra
margar óánægjuraddir með það sem
bæjaryfirvöld gera fyrir íþrótta-
hreyfinguna en telur gagnrýnina
ósanngjarna. „Mér finnst bærinn
hafa staðið sig mjög vel að mörgu
leyti. Við megum ekki gleyma að
ekki eru nema rúmlega 30 ár síðan
KA hafði enga aðstöðu. Nú er hún
mjög góð, bæði hjá okkur og Þór.“
Hann segir að þrátt fyrir frábæra
aðstöðu hafi félagslegi þátturinn
dofnað. „Það er okkur KA-félögum
sjálfum að kenna og engum öðrum.
Ég er ekki að kasta rýrð á stjórnar-
menn síðustu ára, þeir hafa verið að
taka til peningalega og gert það vel
þannig að ég kem að mörgu leyti að
betra búi en ég hefði gert fyrir 10
eða 15 árum. En mér fannst ég ekki
geta verið úti í horni og gagnrýnt,
heldur verða að koma og taka þátt í
því að efla félagsandann. Ég vil að
fólk komi miklu meira í KA-heimilið,
ekki bara KA-menn því ég vil gera
heimilið að miðstöð fyrir alla á
brekkunni, allt frá litlum börnum
upp í elstu kynslóðina.“
Stefán var lengi formaður knatt-
spyrnudeildar, einnig gjaldkeri að-
alstjórnar og í eitt ár var hann for-
maður handknattleiksdeildar KA.
Þá var hann formaður bygging-
arnefndar KA-heimilisins sem tekið
var í notkun 1986. Þá stund, ásamt
því þegar KA fagnaði Íslandsmeist-
aratitli í knattpyrnu 1989 (þegar
hann var formaður knattspyrnu-
deildar) segir Stefán þá stærstu fyr-
ir sig persónulega sem KA-mann.
Stórkostlegt
„Sumarið 1989 vorum við með ein-
stakan leikmannahóp, samhenta
stjórn og frábæran þjálfara. Við
stefndum auðvitað á efri hluta deild-
arinnar en höfðum varla sjálfir trú á
því sjálfir að við gætum unnið. Það
var stórkostlegt að félagið varð Ís-
landsmeistari og ég held að miklu
máli hafi skipt hvað KA var félags-
lega sterkt á þessum tíma. Ég er á
þeirri skoðun og get stutt það góðum
rökum, að KA hafi á þessum árum
líklega verið sterkasta félag lands-
ins. Við vorum á toppnum í meist-
araflokki karla í fótbolta og blaki,
áttum bestu júdómenn landsins og
handboltinn var að verða stórveldi.
Og þá voru líka mjög góðir skíða-
menn í KA þó þeir hafi reyndar
keppt í nafni Skíðaráðs Akureyrar.“
Heiðursfélaginn orð-
inn formaður aftur
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Í forystu Stefán Gunnlaugsson, nýkjörinn formaður KA: Íþróttafélag get-
ur ekki náð virkilega góðum árangri nema vera mjög sterkt félagslega.
Í HNOTSKURN
»Stefán Gunnlaugsson varðvaraformaður KA 1969 og
formaður árið eftir. Hann var
kjörinn formaður félagsins á ný
fyrir fáeinum dögum.
»Stefán var formaður knatt-spyrnudeildar KA í samtals
15 ár og sat í stjórn KSÍ í 9 ár.
STEBBI Gull hefur lengi haft
áhuga á fótbolta og spilar enn tvisv-
ar í viku. En hann er hreinskilinn
um hæfileikana: „Ég var næstléleg-
astur og því settur á hægri kantinn,
sá lélegasti var alltaf á vinstri kant-
inum!“ segir hann þegar árin í
yngri flokkunum eru rifjuð upp.
Hann var í flokki með þremur
mjög góðum leikmönnum; Kára
Árnasyni, Skúla Ágústssyni og
Friðriki Jónssyni – Kibba. „Þeir
voru stjörnur, og bæði Kári og
Skúli urðu landsliðsmenn. Mér þótti
sérstaklega vænt um Kibba því
hann var ennþá minni en ég!“
Stefán rifjar upp með bros á vör
fræga ferð suður á land 1957, þegar
tæplega 80 KA-krakkar fóru til
keppni í ýmsum greinum undir far-
arstjórn hjónanna Hermanns Sig-
tryggssonar og Rebekku. Þá hafði
Ragnar bróðir Hermanns einmitt
verið valinn í landsliðið, fyrstur Ak-
ureyringa, og KA-strákarnir sáu
hann leika gegn Belgum í Laug-
ardalnum sem Stefán segir hafa
verið stóra stund.
Það var í þessari ferð sem Stefán
gerði sér grein fyrir því að kraft-
arnir myndu nýtast KA betur í fé-
lagsstörfum en innan vallar. „Við
vorum að spila í Keflavík, ég hafði
lítið fengið boltann frá stórstjörn-
unum þremur og lét þá vita að ég
væri ekki ánægður með það. Ég
byrjaði á því að setjast á völlinn úti
á kanti og spjalla við áhorfendur.
Það breytti engu,“ segir Stebbi.
„Þeir gáfu ekkert meira á mig eftir
að ég stóð upp. Í seinni hálfleiknum
sagði ég þeim þess vegna að þeir
gætu bara átt sig; ég væri farinn út
í sjoppu til þess að kaupa mér sæl-
gæti.“
Hann ítrekar að hann geti ekki
stært sig af knattspyrnuhæfileikum
en hefur sinnt félagsstörfunum af
krafti. „Ég hef reynt að standa mig
vel fyrir KA á þeim vettvangi og
hef fengið ofboðslega mikið út úr
því.“ Og segist enn talinn slakur
leikmaður, „sérstaklega í vörn. Það
er allt í lagi þegar samherjarnir
skamma mann en það gerðist fyrir
nokkrum árum að einn mótherjinn
hundskammaði mig fyrir hvað ég
væri latur að fara aftur í vörnina.
Það fannst mér toppurinn!“
Fékk ekki
boltann og fór
út í sjoppu
OFT er talað um nauðsyn
þess að flytja opinber
störf út á land. Félag for-
stöðumanna ríkisstofnana
fundaði á Akureyri í gær,
Sigrún Björk Jakobs-
dóttir bæjarstjóri ávarp-
aði samkomuna og færði
síðan einum gestanna,
Guðmundi Bjarnasyni,
forstjóra Íbúðalánasjóðs,
gjöf: forláta bol.
Mig
langar…
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson