Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 9 FRÉTTIR FYRSTI búsetukjarninn fyrir geð- fatlaða á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar var opnaður í gær. Búsetukjarninn er til húsa að Skarphéðinsgötu 14–16 í Reykjavík. Ásta Kristín Benediktsdóttir for- stöðumaður Búsetu- og stuðnings- þjónustu fyrir geðfatlaða, Gunn- arsbraut 51, ávarpaði gesti og Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs, tók búsetukjarnann formlega í notkun. Í búsetukjarnanum við Skarphéð- insgötu munu búa sjö manns og eiga þar heimili til langframa. Þeir eiga sameiginlegt að glíma við geðklofa og aðra andlega sjúkdóma á borð við kvíða, þunglyndi og þráhyggju. Þeir eru allir taldir í þörf fyrir markvissa búsetuendurhæfingu. Í kjarnanum eru þrjár einstak- lingsíbúðir og tvær tveggja manna íbúðir. Fyrstu íbúar kjarnans eru karlar á miðjum aldri. Þeir munu fá stuðning og aðhald við athafnir dag- legs lífs og geta einnig leitað til þjón- ustukjarnans á Gunnarsbraut. Á áfangaheimilinu þar búa níu manns og njóta þeir endurhæfingar þar í þrjú ár. Síðustu tvö ár hefur verið unnið markvisst að því að þróa þjónustu Búsetu- og stuðningsþjónustu fyrir geðfatlaða. Opnun búsetukjarnans er liður í því. Nokkuð er síðan hús- næðið að Skarphéðinsgötu 14-16 var tekið til þessara nota en nú hefur þjónusta við íbúana þar verið end- urskipulögð og aukin. Íbúarnir á Skarphéðinsgötu munu fá stuðning við heimilishaldið, svo sem þrif, mat- seld og innkaup og verður starfs- maður á staðnum hluta úr deginum. Einnig njóta þeir endurhæfingar. Ef íbúarnir vilja geta þeir fengið hálft fæði í þjónustukjarnanum við Gunn- arsbraut, en reiknað er með að flest- ir annist sína matseld sjálfir. Morgunblaðið/Frikki Hátíðleg opnun Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs, opnaði búsetukjarnann við Skarphéðinsgötu. Fyrsti búsetukjarninn fyrir geðfatlaða opnaður UMFJÖLLUN um skýrslu Ríkis- endurskoðunar um framkvæmd fjár- laga ársins 2007 gefur ekki rétta mynd af þróun fjármála hjá Forn- leifavernd ríkisins og fleiri opinber- um stofnunum, að mati dr. Kristínar Huldar Sigurðardóttur, forstöðu- manns Fornleifaverndar ríkisins. Hún segir rangt að halda því fram að þessar stofnanir séu ekki að bregð- ast við vandanum. Kristín Huld bendir á að Forn- leifavernd hafi ekki keyrt fram úr fjárframlögum árið 2007. Þvert á móti hafi stofnunin skilað rekstrar- afgangi það ár upp á tæpar 3,4 millj- ónir og hann hafi gengið upp í upp- safnaðan halla frá árunum 2005 og 2006. Það séu einu árin sem stofn- unin hafi verið í mínus frá því hún tók til starfa árið 2001. Í töflu frá Ríkisendurskoðun, sem birtist á miðopnu Morgunblaðsins á fimmtudag, má m.a. sjá að uppsafn- aður halli Fornleifavendar minnkaði úr 12 milljónum árið 2006 í 9 millj- ónir árið 2007. Kristín Huld sagði að Fornleifa- vernd hefði lengi verið fjársvelt. Menntamálaráðuneytið og fjárlaga- nefnd Alþingis hefðu tekið saman höndum við stofnunina um að bæta úr því. Ríkisendurskoðun sé full- kunnugt um ástæður hallaáranna 2005 og 2006 og viðurkennt að þær þurfi að leiðrétta. Fornleifavernd skilaði tekjuafgangi 2007 LÆKNARÁÐ Landspítalans boðar til opins læknaráðsfundar undir yf- irskriftinni: Tímamót á Landspítala: Forystuhlutverk lækna. Fundurinn verður haldinn í dag, laugardaginn 19. apríl, kl. 13:30 í Hringsal, Land- spítalanum við Hringbraut (gengið inn um Barnaspítala Hringsins). Frummælendur verða Björn Zöega, læknir og settur forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á LSH, Þórólfur Þórlindsson, prófessor við HÍ og forstjóri Lýðheilsustöðvar, Björn Flygenring, hjartalæknir í Minnesota í Bandaríkjunum, og Guðjón Magnússon, læknir og pró- fessor við HR. Þorbjörn Jónsson, formaður læknaráðs, flytur inngang og stjórnar pallborðsumræðum. Í fréttatilkynningu frá Lækna- ráðinu segir: „Töluverðar breytingar eru að verða í heilbrigðiskerfinu um þessar mundir, bæði hvað varðar skipulag og stjórnendur. Unnið er að sameiningu heilbrigðisstofnana, sett verður á stofn innkaupastofnun til að kaupa þjónustu fyrir heilbrigðiskerf- ið, nýir stjórnendur hafa tekið við mikilvægum stofnunum heilbrigðis- kerfisins og svo mætti áfram telja. Á Landspítalanum hafa skipulags- breytingar verið boðaðar og nýlega hafa nokkrir af æðstu stjórnendum sjúkrahússins látið af störfum. Stefnt er að ráðningu nýs forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyr- ir haustið.“ Fundur um tímamót á Landspítalanum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur með dómi sínum fellt úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkis- ins frá 22. nóvember 2007 um að krefja ellilífeyrisþega um greiðslu á rúmum 660 þúsund krónum vegna ofgreiddra bóta fyrir árin 2003 og 2004. Maðurinn reisti kröfu sína m.a. á því að ákvörðun TR væri röng að efni til og órökstudd, auk þess sem TR hefði brotið gegn meginreglum stjórnsýsluréttarins. Þessir ann- markar vægju saman, eða eftir at- vikum hver um sig, svo þungt að óhjákvæmilegt væri að ógilda ákvörðunina. Í greinargerð TR segir m.a. að grundvöllur málsins væri byggður á bréfi TR frá 10. júlí 2007 þar sem manninum var tilkynnt um heildar- skuld við TR vegna ofgreiddra tekju- tengdra bóta eftir að úrskurðar- nefnd almannatrygginga kvað upp úrskurð um að vísa málinu aftur til TR. Mætti skilja málatilbúnað mannsins þannig að hann byggðist á því að um hefði verið að ræða nýja stjórnvaldsákvörðun þegar hann fékk bréf 15. janúar 2007 með upp- lýsingum um heildarskuld. Að mati dómsins var ákvörðun TR slíkum annmörkum háð að hana bæri að ógilda. Óljóst væri hvort skuldin næmi umræddri fjárhæð þar sem ekki lá fyrir með skýrum hætti hvernig TR hefði ráðstafað endur- greiðslum á ofgreiddum bótum 2003- 2006 og hvernig fjárhæðirnar kæmu heim og saman við þær greiðslur sem maðurinn hefði fengið í raun og fram kæmu á skattframtölum. Þarf ekki að skila of- greiddum lífeyrisbótum Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Ný sending Síðar gallaskyrtur, gallapils og buxur M bl . 98 91 42 Nýir sumarkjólar Verð 5.900 kr. Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00 KRINGLUKAST 20-40 % AFSLÁTTUR Kringlunni • Simi 568 1822 www.polarnopyret.is M bl 9 42 37 7 Linnetsstíg 2, Hafnarfirði, sími 551 0424 Seyma Seyma tökum vel á móti sumri mikið úrval af fallegum og vönduðum barnafatnaði ásamt okkar landskunnu vefnaðarvöru Gerry Weber Sparidress - Ný sending Skoðið sýnishornin á www.laxdal.is Laugavegi 63 • S: 551 4422
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.