Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Björn Ingi er nú horfinn á braut en eitthvað virðist nú hafa ruslast yfir Villa fyrrverandi, hann ætti nú samt að vera hérna einhvers staðar, það var ekki svo lítið auglýst hreins- unarátakið þeirra félaga. VEÐUR Það er alltaf gleðilegt þegarungir stjórnmálamenn rísa upp og sýna að þeir hafa einlæga sannfæringu og eru tilbúnir að standa við hana. Það gerði Erla Ósk Ásgeirsdóttir, varaþingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í fyrradag, þegar hún einarðlega lýsti andstöðu sinni við því að varaformaður flokks hennar og menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mæti á opnunar- og lokahátíð Ólympíu- leikanna í Kína í sumar.     Í mínum hugasnýst málið ekki um hver býður,“ sagði Erla Ósk m.a.     Þessi orð ErluÓskar eru orð að sönnu.     Varaformaður Sjálfstæð-isflokksins væri stjórn- málamaður að meiru, ef hún tæki mark á orðum varaþingmannsins og endurskoðaði þá ákvörðun sína að vera við opnunarhátíðina.     Það er ekki mikið gefandi fyrirmálflutning eins og þann að íslenzk stjórnvöld standi alltaf með mannréttindum og á móti mannréttindabrotum, á sama tíma og ráðherrann áformar að sitja í heiðursstúku kínverskra stjórnvalda við opnunarhátíðina.     Það er líka lítið fyrir þau orðráðherrans gefandi, að hún telji að það komi til greina að hún ræði stöðu mannréttinda- mála við kínverska ráðamenn meðan á dvöl hennar í Kína stendur.     Hverju hafa slíkar viðræður ís-lenzkra ráðamanna eða ráða- manna annarra landa skilað hingað til? Engu – nákvæmlega engu! STAKSTEINAR Erla Ósk Ásgeirsdóttir Ísland og mannréttindi í Kína SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                    *(!  + ,- .  & / 0    + -                       !!         12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (      " " "                 ! ##  $# $     :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? %$   $ $  %$  $  $    $ $%  $%  $$%                         *$BC ##                !" #   #   *! $$ B *! &'( #  #' #     ) <2 <! <2 <! <2 &( ! #* !+ ,#-  !.   D $                     8   $           !% B   " 2  $     &#        #   ''         #  *          ()!*+       !% #   #   /0 ## 11  ! ##2   #* !+ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Gestur Guðjónsson | 18. apríl Gefur ríkisstjórnin frat í SÞ? Hinn 11. júní rennur út sá frestur sem Ísland hefur til að bregðast við áliti mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna um íslenska fiskveiðistjórn- unarkerfið. Eftir 54 daga. Mér sýnist 15 þingdagar vera eftir og á þeim tíma þyrftu lagabreytingar að komast í gegn- um þrjár umræður, hagsmunaaðilar að kynna sér málið og semja umsagnir, heit og löng umræða að fara fram … Meira: gesturgudjonsson.blog.is Hlynur Hallsson | 18. apríl Myndlist margborgar sig Það er alltaf gaman að því að sjá þegar lista- verk eru að seljast á uppboðum fyrir metupp- hæðir. Sýnir okkur enn og aftur að það er þess virði að standa í þessu:) Mikil verðmætasköpun í gangi. Sér- staklega ánægjulegt að þetta á við um núlifandi listamenn en ekki bara látna. Það er líka gaman að því hvað hún Sue Tilley, sem er fyrirsætan á þessu ljómandi málverki … Meira: hlynurh.blog.is Baldur Kristjánsson | 18. apríl Norðmenn fjarlægjast hefðbundna trú sína Kemur mér eiginlega á óvart hvað kristnir Norð- menn iðka lítt trú sína. Kirkjan er ekkert síður orðin jaðarfyrirbæri hér en í Danmörku og Sví- þjóð. Í farvatninu er lagasetning um aðskilnað ríkis og kirkju. Allir flokkar hafa sameinast um efnislegt innihald slíkra laga. Þeir ganga þó ekki eins langt og Svíar. Eins og nú er skipar ráðherra bisk- upa og prófasta úr litlum hópi sem … Meira: baldurkr.blog.is Rolf Hannén | 18. apríl Tilgangur lífsins Flest okkar hafa ein- hvern tíma á ævinni velt fyrir sér tilgangi lífsins. Stundum virðist allt vera svo tilgangslaust. Dalai Lama segir að tilgangur lífsins sé að finna lífs- hamingjuna. Það hljómar mjög skyn- samlega. Hver vill ekki vera hamingju- samur! En við erum oft að skella skuldinni á eitthvað sem hindrar okkur í að vera hamingjusöm. Við getum ekki verið hamingjusöm fyrr en við höf- um eignast meiri peninga, fleiri vini, fengið skemmtilegri vinnu eða orðið ástfangin, orðið heilbrigð og svo fram- vegis. Þegar við hugsum þannig get- um við aldrei verið hamingjusöm. Það mun alltaf vera eitthvað sem við eig- um ekki nóg af. Og hvað svo ef við missum eitthvað af þessu? Þá verð- um við strax óhamingjusöm. Lífsham- ingjan á að koma innan frá okkur sjálf- um. Við eigum að sækjast eftir að finna innri frið og hamingju. Við þurf- um að læra að elska okkur sjálf eins og við erum og vera ánægð og ham- ingjusöm með það sem við höfum. Ef við finnum þennan frið og hamingju kemur hitt á eftir. Þá eignumst við meiri peninga, fleiri vini, fáum skemmtilegri vinnu, verðum ástfangin og heilbrigð og svo framvegis. Það get- ur verið erfitt að komast úr þessum vítahring sem við erum í. En það er hægt. Við skulum bara vera ákveðin í að það takist, þá gerist það líka. Aðalmálið er að vera jákvæð og bjartsýn. Við skulum lifa í núinu. Læra að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Og þá er ég að tala um það sem við höfum í kringum okkur. Læra að taka eftir og njóta smáatriðanna. Það er svo mikið jákvætt í kringum okkur. Það er bara að opna augun og sjá þetta. Það er t.d. yndislegt að ganga um í náttúrunni og velta fyrir sér því sem við sjáum í kringum okkur. Taka upp blóm eða laufblað og finna hvað það ilmar yndislega. Eða gleðj- ast þegar barn brosir til okkar í kjör- búðinni. Það er gleði út um allt. Ein að- ferð til að ná innra friði og ró er að stunda jóga og hugleiðslu. Og það geta allir gert. Annar tilgangur lífsins er að sál okkur læri og þroskist. Við höfum öll lifað oftar en einu sinni á jörðinni. Við höfum komið til þessa lífs í einhverjum sérstökum tilgangi. Það er bæði til að þroskast í sálinni á ein- hverju sérstöku sviði, en líka til að … Meira: rolf.blog.is BLOG.IS ÖRN Guðmundsson viðskiptafræðingur lést á Landspítalanum í Fossvogi í gærmorgun eftir skamma sjúk- dómslegu. Örn var sextugur að aldri, fæddur í Reykja- vík 11. maí 1947. Hann var sonur Guðmundar Marinós Ásgrímssonar, sem lést fyrir tveimur árum, 98 ára að aldri, og Emilíu Benediktu Helgadóttur, sem lifir son sinn, níræð að aldri. Eiginkona Arnar er Esther Sigurðardóttir, starfsmaður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Þau eignuðust tvö börn, Arnar og Helenu. Arnar er kvæntur Svövu Þ. Árnadóttur og eiga þau fjögur börn. Örn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969 og viðskiptafræðiprófi frá Há- skóla Íslands árið 1973. Hann var kerfisfræðingur hjá IBM 1973-77, skrifstofustjóri hjá Félagi íslenskra stórkaupmanna og Bílgreinasam- bandinu 1977-1982. Örn var fjármála- og rekstrarstjóri hjá veitingahúsinu Nausti hf., Rán hf. og Gæðum 1982- 1984, framkvæmdastjóri tölvudeildar Heimilistækja hf. frá 1984-86, fram- kvæmdastjóri Ráðgjafastofunnar hf. 1987-96 og kenndi á sama tíma við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Tölvuskólann í Reykja- vík. Hann vann hjá RA- RIK um tveggja ára skeið, var skrifstofu- stjóri Þjóðleikhússins 1998-2002 og viðskipta- og kerfisfræðingur hjá Símanum, síðar Skipt- um, frá 2002 til dauða- dags. Örn var alla tíð mjög virkur í starfi Knatt- spyrnufélagsins Vík- ings. Hann sat í aðal- stjórn Víkings 1968-69, 1972-78 og síðastliðin tvö ár. Hann var for- maður knattspyrnudeildar Víkings 1969-70, lék um 100 leiki með meist- araflokki félagsins og varð bikar- meistari í knattspyrnu árið 1971. Örn var formaður fulltrúaráðs Knatt- syrnufélagsins Víkings frá árinu 1994 og formaður meistaraflokksráðs 1995-98. Auk þess sá hann um fjölda atburða innan félagsins eins og þorrablót, herrakvöld og golfmót. Örn tók mikinn þátt í knattspyrnuæf- ingum og keppni með Lunch United. Hann hlaut fjölda heiðursmerkja og viðurkenninga frá íþróttahreyfing- unni. Hann var meðal stofnfélaga JC- Breiðholts 1977 og forseti félagsins 1979-80, í stjórn landshreyfingar JC- Ísland 1980-81 og svæðisstjóri JC- Reykjavík 1982-83. Andlát Örn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.