Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Gatan er vörðuð gleði og sorgum, gjöf er vort æviskeið. Einn í dag, svo annar á morgun allir á sömu leið. (P.E.) Æviskeiði listamannsins Gunnars Arnar Gunnarssonar á þessari jörð er lokið. Vegir Guðs eru órannsak- anlegir. Kynni okkar Gunnars Arnar hófust þegar ég var í hinu pólitíska vafstri í kjördæminu. Gunnar bauð mér í heimsókn til þess að kynna mér viðfangsefni og hugðarefni listamannsins á Kambi í Rangár- vallasýslu. Umhverfið á Kambi er einstakt, fallegt og ber þeim hjónum Gunnari og Þórdísi og fjölskyldu fagurt vitni um samheldni, næmni og fallegt handbragð. Að Kambi var kominn maður sem lifði á listinni. Mörgum þótti hátterni listamanns- ins sérstakt. Hann var eitthvað að bauka við að mála á striga, þegar al- gengara var að á bændabýlum væru menn að fást við hefðbundin land- búnaðarstörf. Þetta var áður en það varð móðins að búa í sveitinni. Gunnar var stóhuga, með mikla drauma, hafði gaman af tónlist og fékkst við spilverk auk þess sem hann málaði fjöldann allan af falleg- um myndum. Hann sagði mér frá vinum sínum, listamönnum, sem stundum komu í heimsókn í sveitina þar á meðal Magnúsi Kjartanssyni sem hafði svo sannarlega tengingu á Suðurlandið og ég kannaðist vel við. Ákaflega vel fór á með okkur og ég er stoltur af því að hafa getað lít- illega aðstoðað við uppbyggingu gallerís á Kambi og er honum þakk- látur fyrir að hafa boðið mér á marg- ar skemmtilegar og spennandi sýn- ingar, sem ekki voru sérstaklega hefðbundnar en opnuðu þó augu mín og annarra fyrir því að lífið og listin birtist okkur í fjölbreytilegu formi. Andrúmsloftið og aðstaðan á Kambi er einstök og sýnir hvað hægt er að gera þegar vilji, atorka, áræðni og áhugi er fyrir hendi. Hann hampaði ungum og gömlum listamönnum, mönnum eins og Ólafi Elíassyni áður en hann varð heimsfrægur og öld- ungnum Kíkó Korríró – eins og það er langt bil á milli þeirra með fullri virðingu fyrir listsköpun þeirra beggja. Okkar síðasti fundur var fyrir skömmu þegar við hittumst ör- skotsstund í Kringlunni ekki alls fyrir löngu. Við vorum ákveðnir að hittast með vorkomunni á Kambi þegar lóan væri komin í túnið tilbúin að fylgjast með listsköpuninni í hinu alþjóðlega galleríi sem þar er. Ég hrósaði Gunnari sérstaklega fyrir Gunnar Örn Gunnarsson ✝ Gunnar ÖrnGunnarsson myndlistarmaður fæddist í Reykjavík 2. desember 1946. Hann lést á bráða- deild Landspítalans við Hringbraut 28. mars síðastliðinn og var jarðsunginn frá Neskirkju í Reykja- vík 11. apríl. hve vel hann leit út. Hann svaraði í glettni: „ Já, lagsmaður, mað- ur sléttist svona með regluseminni og aldr- inum.“ Þó að æviskeiði listamannsins Gunn- ars Arnar sé lokið hér á jörðinni mun list hans lifa um aldur. Hver veit nema þeir listamennirnir Gunn- ar Örn og Magnús Kjartansson fáist áfram saman við sam- spil og listsköpun eins og þeir gerðu svo oft í hinu jarð- neska lífi? Eiginkonu Gunnars Arn- ar, Þórdísi Ingólfsdóttur, og börnum votta ég mína dýpstu samúð. Ísólfur Gylfi Pálmason. Síminn hringir í vasanum þar sem ég sit í langferðabíl á strandveginum milli Cannes og Nice á miðvikudags- morguninn var og á litla skjánum birtist nafnið „Gunnar Örn Kamb- ur“. Við áttum síðan stutt en glatt samtal eins og oftast þegar við töl- uðum saman og ákváðum í lokin að heyrast fljótlega aftur. En nú kemur það „aftur“ ekki aftur, því tveimur dögum síðar kvaddir þú þennan heim fyrirvaralaust. Þínu dagsverki var alls ekki lokið í listinni þar sem þú hefur verið í stöð- ugum þroska og þróun í leit þinni að persónulegri tjáningu gegnum myndlistina. Mark þitt á og framlag til íslenskrar listasögu verður ekki afmáð og bera verður mikla virðingu fyrir þínu lífsverki. Upphafleg kynni okkar eru mjög minnisstæð og hófust þegar þú hélst stóra sýningu í kjallara Norræna hússins á sjöunda áratugnum þar sem þú sýndir kröftug expressjón- istísk málverk sem þú komst með heim frá Kaupmannahöfn. Þú og þessi verk höfðu mikil áhrif á mig og marga aðra myndlistarmenn sem þá voru að stíga sín fyrstu spor í mynd- listinni. Verk þín hafa alltaf staðið fyllilega fyrir sínu í síbreytileika tíð- arandans og verið einstök þar sem þau hafa verið sýnd. Bestan sam- anburð hafði ég frá okkar tímabili í New York þegar þú bjóst þar um stund um miðjan áttunda áratuginn. Þar voru málverkin umtöluð og þóttu óvenjulegt framlag í myndlist- arsenu borgarinnar svo eftir þeim var tekið. Það var einnig þar sem samskipti okkar voru hvað mest og sérstaklega ánægjuleg. Nóttin eft- irminnilega þegar ég fór með þig og Geira til að sjá og ljósmynda skuggahliðar New York-borgar gleymist mér aldrei því að við urðum allir reynslunni ríkari og víðsýnni við sólarupprás. Það er minn heiður að hafa fengið tækifæri til að sýna verk mín við hlið þinna á nokkrum myndlistarsýning- um hér heima og erlendis en alltaf voru samskiptin við þig drengileg og einlæg eins þú sjálfur. Í seinni tíð fylgdi þér innra jafnvægi og hjarta- hlýja sem geislaði út til allra sem dvöldu í þinni nánd. Eins sorglegt og það er að þér skuli vera kippt út úr lífinu svo snögglega þá gleðst ég yfir því að hafa kynnst svo gegnheilum dreng sem lagði allt sitt líf og ástríðu í listina. Ber ég mikla virðingu fyrir því hvernig þér og þínum nánustu tókst að flétta gjafir lífsins og ham- ingju saman við veikleika og ástríð- ur og uppskera harmónískt fjöl- skyldulíf á einum fallegasta stað á Suðurlandi. Fáum öðrum hefði tekist að byggja upp myndlistarstarfsemi á stað eins og Kambi og af eins mikl- um gæðum eins og þér hefur tekist að gera. Það er eingöngu mögulegt með persónulegum tengslum og ein- beyttri sannfæringu um markmiðið og tilganginn. Það tókst þér. Þakka ég þér kæri vinur fyrir samstarf okkar og sameiginlegar stundir. Votta ég Dísu ásamt fjöl- skyldunni allri mína innilegustu samúð við fráfall eiginmanns, föður og afa. Hvíl þú í friði. Vignir Jóhannsson. Leiðir okkar Gunnars lágu fyrst saman 1969. Vorum við þá báðir starfandi sjómenn, hann var skip- verji á aflaskipinu Gísla Árna. Bjuggum báðir í Vesturbænum. Það var mikil upplifun að kynnast Gunn- ari, hann var svo menningarlega sinnaður og víðsýnn að fyrir mér opnuðust fleiri heimar en einungis sjómennska og brauðstrit. Minnis- stætt er mér þegar hann sat heima í stofu og við hlustuðum á Finnlandiu eftir Siebelius og hann leiddi mig skref fyrir skref í gegnum tónverkið og útskýrði fyrir mér gang verksins eins og tónlistarkennari. Þá sá ég að hann hafði af meiru að miðla en flestir aðrir. Gunnar hafði dvalið í Englandi í þónokkur ár og lært að vera „butler“ ásamt því að læra á selló en hann kom heim til Íslands fyrr en hann ætlaði til að hlúa að sinni fyrstu fjölskyldu sem var að myndast. Man ég eftir því hve fal- legt heimilið var og sá ég þá í fyrsta skipti frystikistu nánast fulla af mat en svona hugsaði hann um heimilið og sína nánustu. Kynni okkar end- urnýjuðust svo seinna á lífsleiðinni og var sama hlýleikann og bróður- þelið í minn garð þar að finna. Gunn- ar var góður vinur minn og leiðbein- andi í lífinu svo og mörgum öðrum mönnum sem hafa kosið sömu lífs- stefnu og hann en í þeim málum var hann kraftmikill eins og í málara- listinni sem og öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Gunnar tók öll verk alvarlega og skilaði af sér með mikilli prýði svo sem vinnustofan nýja og gamli bærinn, galleríið á Kambi svo og allt umhverfið bera fagurt vitni og naut hann til þess lið- veislu eiginkonu sinnar Þórdísar og barna sem voru mjög samhent. Myndlist, ljósmyndun og ferðalög svo og allskonar list önnur, svo sem skúlptúrar og tónlist voru hans yndi. Fjölskylda mín fékk oft að njóta alls þessa með Gunnari og hans fjöl- skyldu og með þeim hætti tengdust fjölskyldurnar sterkum böndum. Hann var í tengslum við marga lista- menn innanlands sem og utanlands og margir þeirra héldu sýningar í galleríinu hans. Núna ertu farinn Gunnar minn, farinn svo alltof fljótt, farinn eitthvað áfram. Kannski ertu búinn að hitta hana ömmu þína sem þú talaðir svo oft fallega um sem þú ólst upp hjá í Garðinum.Vertu sæll Gunnar minn. Guð veri með þér. Þórdís, börn og barnabörn og fjöl- skyldur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð í sorginni og biðjum algóðan Guð að varðveita og styrkja ykkur á þessum erfiðu tímamótum. Gústav og fjölskylda. Þegar ég var ungur í Myndlista- og handíðaskólanum, þá lékum við skólafélagar okkur einhverntíma að þeirri hugmynd að opna gallerí sem væri uppi í sveit langt úr alfaraleið. Þangað myndi þá enginn nenna að koma nema eiga erindi og hafa ein- lægan áhuga og ástríðu fyrir mynd- list. Þar fengi listin að njóta sín hrein og tær í nekt sinni gagnvart sköpunarverkinu, fjarri öllum vélum yfirborðs- og sölumennsku. Þessir draumórar frá skólaárum rifjuðust upp þegar ég kom fyrst til að skoða sýningu að Kambi eftir að Gunnar Örn opnaði þar Galleríið Kamb í pínulitlu bárujárnsklæddu húsi sem stendur skammt neðan við íbúðarhús fjölskyldunnar. Þaðan blasir við náttúran og víðáttan fyrir neðan og Þjórsá liðast til sjávar í tign sinni. Þarna voru semsagt fjar- stæðukenndar hugmyndir okkar fé- laganna orðnar að veruleika. Og myndlistin naut góðs af staðsetning- unni, öðlaðist eitthvað alveg nýtt, andlegt og upphafið í þessu um- hverfi. Þetta lýsti persónu Gunnars vel. Hann var líka óvenjulega forvitinn, opinn og fordómalaus um annarra verk og hugmyndir og fór ekki í manngreinarálit. Um þetta vitna einnig sýningarnar í Gallerí Kambi. Allar voru þær unnar af stakri virð- ingu fyrir viðfangsefninu, vandaðar og áhugaverðar þó ólíkar væru. Konseptlist og mínimalismi til naív- isma og öll stílbrögð þar á milli hvað sem þau hétu, allt var jafn rétthátt. Sjálfur var hann mjög leitandi í öll- um skilningi í andlegum efnum ekki síður en listrænum, óragur að reyna nýjar leiðir. Það er sárt til þess að hugsa að eiga aldrei eftir mæta hlýju brosi Gunnars í hlaðinu á Kambi. Ég vildi geta þakkað Gunnari fyrir fölskvalausan hlýhug og vináttu sem hann ávallt sýndi mér og votta fjöl- skyldu hans mína dýpstu samúð í hennar miklu sorg sem svo snögg- lega er að kveðin. Hans er sárt saknað. Ívar Valgarðsson. Kæri Gunnar minn. Þar sem þú varst pabbi bestu vin- konu minnar langaði mig að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir allar þær ánægjulegu stundir sem ég átti með þér, Þórdísi og Snæbjörgu. Mér eru minnisstæð jólin fyrir tveimur árum, þegar við Snæbjörg fengum að koma til þín á vinnustof- una til að búa til jólakort. Þetta var yndisleg stund, við bjuggum til form og stimpluðum svo á blað og á með- an söngst þú hástöfum með jólalög- unum og talaðir um hvað þú værir orðinn mikið jólabarn. Þá fyrst sá ég hversu frábær persóna þú varst. Mig langar samt sérstaklega að þakka þér fyrir allan þann stuðning og þá hjálp sem þú veittir mér í mín- um veikindum. Þessi hjálp var mér mikils virði. Guð geymi þig. Fríða Björg. Vinur okkar til fjölda ára, Gunnar Örn Gunnarsson myndlistarmaður, kvaddi þennan heim snögglega föstudaginn síðasta í mars. Hjarta- mein hans reyndist slíkt að engri björg var við komið. Kynni okkar hófust er hann hélt sína fyrstu stóru myndlistarsýningu í Norræna hús- inu 1972 og réði okkur til að ljós- mynda sýninguna gegn greiðslu í myndlist. Þá hafði hann nýlega hætt til sjós til að geta helgað sig mál- verkinu, seldi byggingavörur á dag- inn en málaði á kvöldin. Dáðumst við mjög að dirfsku þessa jafnaldra okk- ar sem lagði ótrauður á óvissa braut listarinnar, sjálfmenntaður og faðir stórrar fjölskyldu. Seinna kom- umst við svo að því að þetta var ekki í fyrsta skiptið sem hann tók djarfar ákvarðanir – né hið síðasta. Ung- lingur hafði hann reynt fyrir sér með sellónámi hjá bestu kennurum í Kaupmannahöfn og seinna þegar ferill hans sem myndlistarmanns var kominn vel á veg, sneri hann baki við borginni og gerðist myndlistar- bóndi austur á Kambi. List Gunnars fór víða sem og hann sjálfur. Hann sýndi sem fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringi 1988 og list hans var sýnd í Moskvu, Tókýó og Sao Paulo. Í New York sýndi hann tvisvar og vann þar um skeið að list sinni. Á Norðurlöndum átti Gunn- ar samskipti við starfsfélaga og listkaupmenn og þá lengst og best við Sam Jedig hjá Stalke í Kaupmannahöfn. Þar var kjarkur hans og hreinlyndi rómað. Í Holt- unum hóf Gunnar að reka myndlist- arskála, Gallerí Kamb, og setti starf- seminni strax alþjóðlega mælikvarða og naut nú sambanda sinna erlendis og sérstaklega við galleríið Stalke. Á undanförnum misserum hafði hann mjög aukið og bætt alla aðstöðu til sýningarhalds og notið til þess sérstaks stuðnings fjölskyldu sinnar. - Gunnar Örn var ekki einungis vinur, heldur á stundum eins og um- hyggjusamur bróðir. Hann deildi vandamálum, viðfangsefnum og áhyggjum samferðamanna sinna og lagði oft til lausnina. Og ein- lægur áhugi hans og opinn hugur á viðfangsefnum starfsfélaganna var sjaldgæfur í þeim brogaða hópi. - Við leiðarlok er margs að minn- ast: ferðalaga utanlands og innan, bralls við sýningarhald og langra skeggræðna um músík, andleg mál- efni og auðvitað myndlistina en um hana snerist tilveran fyrst og síðast. – Nú þegar Gunnar Örn er horf- inn okkur langt fyrir aldur fram og sorgin blandast reiði yfir grimmd örlaganna ber okkur einnig að hugsa til alls þess er hann fékk áorkað með starfsþreki sínu og elju og fljótséð er að ævistarfið var meira en hjá mörg- um manninum er miklu hærra aldri náði. Að lokum biðjum við Himna- smiðinn að styrkja og hugga fjöl- skyldu hans og vini. Guðmundur Ingólfsson. Sigurgeir Sigurjónsson. Ég hitti Gunnar Örn fyrst fyrir tíu árum. Þá var ég nýfluttur í Holtin þar sem ég bjó um nokkurra ára skeið. Ég vissi fátt um manninn ann- að en að hann hafði verið stórt nafn í íslenskri myndlist. Fólk sem þekkti Gunnar hafði hvatt mig til að heim- sækja hann á vinnustofu hans að Kambi. Þar hófust kynni okkar. Hann sýndi mér kynstrin öll af myndverkum og það leyndi sér ekki að þarna fór mikill listamaður. Síðan heimsótti ég hann öðru sinni á vinnustofuna og keypti af honum verk. Ég var ekki fjáðari en svo að ég varð að taka bankalán til að fjár- magna kaupin. Upp frá þessu fór ég að venja komur mínar á sýningar sem Gunnar stóð fyrir í Gallerí Kambi og sýningar á hans eigin verkum þar og annars staðar. Ég varð strax djúpt snortinn af listsköpun Gunnars og fylgdist grannt með því sem hann var að fást við í myndlistinni. Það tókst með okkur góður vinskapur sem ég mat mikils. Gunnar var ekki aðeins mikill listamaður, hann var líka sannur og trúr sjálfum sér. Hann lifði og hrærðist í andlegum heimi listarinn- ar. Um tíma lagði hann einnig upp í andlega vegferð að kanna aðrar víddir tilverunnar. Lífssýn Gunnars var þannig fyrst og fremst andleg, sprottin af reynslu listamannsins. Í samtölum sem ég átti við hann kom glöggt fram hvernig hann upp- lifði þá árekstra sem stundum verða milli hins andlega og veraldlega heims. Frásögn hans af ýmsum við- skiptum sem hann hafði staðið í sem myndlistarmaður er mér hugstæð. Gunnar hugsaði allt öðruvísi en harðir bisnessmenn. Fyrir honum var myndverk ekki eins og hver ann- ar hlutur heldur jafnframt andlegt svið og andleg hugsun, eins og hann orðaði það. Framan af ferli sínum sá hann því ekki ástæðu til að ganga frá kaupum og sölu með lögformlegum hætti. Heilindi og traust voru allt sem til þurfti að hans mati. En tíð- arandinn breyttist og handsalið dugði ekki lengur. Um tíma starfaði hann með listaverkasala í New York. Öll samskipti þeirra voru á persónulegum nótum og ekkert fært til bókar. Undir það síðasta átti Gunnar orðið nokkurn fjölda verka hjá listaverkasalanum sem ákvað að hætta í nútímamyndlist en skilaði ekki verkunum og Gunnar sá þau aldrei aftur. Listaverkasalinn hafði reyndar boðið honum skriflegan samning um viðskipti þeirra en hann hafnað því. Sagðist frekar vilja sitja heima og hafast ekki að en starfa undir slíkum formerkjum. Viðskipti sem snúast um andlega hluti hand- sala menn eða láta kyrrt liggja að öðrum kosti. Svona var Gunnar. Ég þurfti því ekki að taka bankalán næst þegar ég festi kaup á verki hjá ✝ Innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁSTVALDAR MAGNÚSSONAR, Breiðagerði 8, Reykjavík, sem lést 27. mars. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki deildar B-2 á Landspítalanum Fossvogi. Enn fremur öllum þeim sem heiðruðu minningu hans með fögrum söng við útförina 7. apríl. Megi gæfan fylgja ykkur öllum. Dóra Steinunn Ástvaldsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Þorgeir Ástvaldsson, Ásta Eyjólfsdóttir, Magnús Ástvaldsson Pétur Ástvaldsson, Elísabet M. Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.