Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BORGARRÁÐ hefur samþykkt samning Reykjavíkurborgar og Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Suður-Mjódd. Þá var samþykkt tillaga borg- arstjóra um mikilvægi þess að tryggja gönguleið við Suður-Mjódd sem fyrst til að auðvelda öruggt að- gengi barna og annarra vegfar- enda í tengslum við uppbyggingu íþróttamannvirkja og íbúða á svæð- inu. Í samningnum er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg verji allt að 1.550 mkr. til uppbyggingar íþróttahúss ÍR auk tengibygginga á svæði félagsins í Suður-Mjódd á næstu fimm árum, 2008-2012, þar af 150 mkr. á árinu 2008. Tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið er þegar komin í auglýsingu og má sjá hana á heimasíðu Reykja- víkurborgar, www.reykjavik.is. Íþróttamann- virki í Suður-Mjódd samþykkt FRAMVEGIS verða VISA-kort- hafar sem þurfa að fá endurútgefið PIN-númer að greiða 500 kr. fyrir nýtt númer fái þeir nýja númerið útgefið hjá Valitor. Að sögn Höskuldar H. Ólafs- sonar, forstjóra Valitor, geta VISA- korthafar eftir sem áður fengið endurútgefið PIN-númer sér að kostnaðarlausu í gegnum heima- banka sinn. Segir hann þessa gjald- töku vera í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að greitt sé fyrir frá- vikaþjónustu, enda þurfi sumir aldrei að óska eftir endurútgefnu PIN-númeri. Hjá MasterCard fengust þær upplýsingar að ekki væri innheimt sérlega fyrir endurútgefin PIN- númer og slíkt stæði ekki til. Endurútgefið PIN-númer á 500 kr. BRYNJÚLFUR Brynjólfsson hjá Fuglaathugunarstöð Suðaust- urlands segir farfuglana í ár heldur seinna á ferðinni en venju- lega. Skógarþrestir koma t.d. yfir- leitt seinni hluta mars, en birtust í ár ekki fyrr en í apríl, en slíkt gerist alltaf annað slagið, að sögn Brynjúlfs. Brynjúlfur hefur unnið að merkingum skógarþrasta, og seg- ir þá feita og fína við komuna til landsins, og ekkert sem bendi til að þeir hafi lent í vandræðum á ferð sinni yfir Atlantshafið. Fyrstu spóarnir sáust á mið- vikudag, þrír í Óslandi á Höfn og um 30 fuglar við Eyrarbakka. Þá hefur verið mjög mikið gæsaflug yfir Höfn, 100 til 500 fuglar í hverjum hópi, og þá grágæsir, heiðagæsir og helsingjar. Fuglarnir flykkjast til landsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is NICK Watson, prófessor í fötlunar- fræðum við Glasgowháskóla, segir að vestræn samfélög hafi á liðnum árum vaknað til vitundar um það að ákveð- in aðskilnaðarhugsun hefur verið við lýði sem beinist gegn fötluðum. Wat- son hélt í gær erindi á ráðstefnunni Fötlun, sjálf og samfélag á vegum Félags um fötlunarrannsóknir og Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum við félagsvísindadeild HÍ. Watson segir aðskilnaðarhugs- unina endurspeglast í skipulagi sam- félaga, með t.d. óboðlegu aðgengi fyrir fatlaða í byggingum og sömu- leiðis eru upplýsingar af ýmsu tagi óaðgengilegar vissum hópum fólks sem geta ekki nýtt sér upplýsing- arnar án túlka- og táknmálsþjónustu eða geta ekki lesið ritaðan texta nema með stóru letri og þannig mætti áfram telja. „Við útilokum fatlað fólk og viljum ekki að það taki þátt í samfélaginu, vegna þess að við erum smeyk við það,“ bendir hann á. „En fatlað fólk lifir einfaldlega venjulegu lífi eins og aðrir. Það vakn- ar á morgnana til að sinna því sem er á dagskrá hverju sinni og fer í rúmið á kvöldin. Þetta gerir þorri fólks. En sú mynd sem við fáum af fötluðu fólki er öfgakennd, annaðhvort er því stillt upp sem hugrökkum fórn- arlömbum fötlunar sem fótalaust sigrast á hæsta fjalli heims, nú eða þá að við sjáum hina fötluðu sem eymdina uppmálaða og líf þeirra sem einn harmleik. En rétt eins og ófatl- aðir, lifa fatlaðir venjulegu lífi. Það virðist samt sem fjölmiðlar hafi miklu meiri áhuga á fötluðu fólki í öfgahlutverkum, á hvorum endanum sem vera skal. En skilaboð mín eru þau að við förum nú að sýna fram á að líf fatlaðs fólks er venjulegt. Allir eru fatlaðir á einn hátt eða annan, það hafa allir sinn kross að bera.“ Watson telur að ekki eigi að þurfa mannsaldur til að breyta hug- arfarinu og tilgreinir að í Bretlandi hafi ýmislegt verið gert með laga- setningum til að brjóta niður aðskiln- aðarstefnuna. „Hlutirnir hafa batnað heilmikið en betur má ef duga skal. Nú þurfum við að halda áfram á þessari braut. Sá dagur þyrfti að koma að enginn reki upp stór augu þótt fatlaðir fari með venjulegt hlut- verk í sápuóperum. Alltaf þegar við sjáum einhvern fatlaðan í sápuóper- um, þá er eitthvað öfgakennd í fari viðkomandi. Þetta er t.d. nágranninn sem hryggbrotnar á mánudegi en sigrast á öllu saman fyrir kraftaverk og hleypur maraþon viku síðar.Við þurfum að sjá fatlað fólk sem venju- legt fólk. Málið snýst þó ekki eingöngu um viðurkenningu á því að hinir fötluðu séu venjulegir, því hafa verður í huga að sum störf eru of erfið fyrir suma og því verðum við að tryggja að vel- ferðarríkið hugi að þörfum þeirra. Ennfremur þurfum við að huga að því að þau kerfi sem eru hönnuð til að mæta þörfum fatlaðra einangri þá ekki frá meginstraumum samfélags- ins og lífsins í heild. Sérskólar og sérbýli eru ekki til þess fallin að skapa skilyrði fyrir venjulegri sam- félagsþátttöku fatlaðra. Það þarf sífellt að ráðfæra sig við hina fötluðu og átta sig á hvað þeir vilja og vinna með þeim. Um leið og farið er að gera alla hluti „fyrir“ fólk er dreginn úr því mátturinn.“ Fatlaðir sem undarlegir Á ráðstefnunni fjallaði Rannveig Traustadóttir prófessor og formaður Félags um fötlunarrannsóknir um ljósmyndasýningu hins heimsþekkta ljósmyndara Mary Ellen Mark í Þjóðminjahúsinu fyrir skemmstu. Sýningin hét Undrabörnin og sýndi fötluð börn í Öskjuhlíðarskóla, Lyng- ási og Safamýrarskóla og fékk góða dóma á sínum tíma. Rannveig gagn- rýndi hins vegar meginhugsun ljós- myndarans og taldi sýninguna end- urreisa og ítreka hefðbundnar skoðanir fólks á því að fatlaðir væru þjónustuþegar, sér á parti og und- arlegir. Hlaut skoðunin hljómgrunn meðal ráðstefnugesta þótt ekki væru allir sammála greiningunni. „Fatlað fólk lifir einfaldlega venjulegu lífi eins og aðrir“ Morgunblaðið/Frikki Nick Watson „Þurfum við að huga að því að kerfi sem eru hönnuð til að mæta þörfum fatlaðra einangri þá ekki frá meginstraumum samfélagsins.“ Fatlaðir oftast í öfgahlutverkum sem gefur ranga mynd af þeim Í HNOTSKURN » Markmið Félags um fötl-unarrannsóknir er að efla rannsóknir og þróunarstarf í málefnum fatlaðra á Íslandi með því að skapa vettvang fyrir fræðilega og faglega umræðu um rannsóknir og þróunarstarf, efla þekkingu á rannsóknum og þróunarstarfi. » Félagið beitir sér m.a. fyrirútgáfu á fræðilegu efni um málefni fatlaðs fólks og stuðlar að aukinni þekkingu og færni á sviði fötlunarrannsókna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.