Morgunblaðið - 19.04.2008, Page 8

Morgunblaðið - 19.04.2008, Page 8
8 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BORGARRÁÐ hefur samþykkt samning Reykjavíkurborgar og Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Suður-Mjódd. Þá var samþykkt tillaga borg- arstjóra um mikilvægi þess að tryggja gönguleið við Suður-Mjódd sem fyrst til að auðvelda öruggt að- gengi barna og annarra vegfar- enda í tengslum við uppbyggingu íþróttamannvirkja og íbúða á svæð- inu. Í samningnum er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg verji allt að 1.550 mkr. til uppbyggingar íþróttahúss ÍR auk tengibygginga á svæði félagsins í Suður-Mjódd á næstu fimm árum, 2008-2012, þar af 150 mkr. á árinu 2008. Tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið er þegar komin í auglýsingu og má sjá hana á heimasíðu Reykja- víkurborgar, www.reykjavik.is. Íþróttamann- virki í Suður-Mjódd samþykkt FRAMVEGIS verða VISA-kort- hafar sem þurfa að fá endurútgefið PIN-númer að greiða 500 kr. fyrir nýtt númer fái þeir nýja númerið útgefið hjá Valitor. Að sögn Höskuldar H. Ólafs- sonar, forstjóra Valitor, geta VISA- korthafar eftir sem áður fengið endurútgefið PIN-númer sér að kostnaðarlausu í gegnum heima- banka sinn. Segir hann þessa gjald- töku vera í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að greitt sé fyrir frá- vikaþjónustu, enda þurfi sumir aldrei að óska eftir endurútgefnu PIN-númeri. Hjá MasterCard fengust þær upplýsingar að ekki væri innheimt sérlega fyrir endurútgefin PIN- númer og slíkt stæði ekki til. Endurútgefið PIN-númer á 500 kr. BRYNJÚLFUR Brynjólfsson hjá Fuglaathugunarstöð Suðaust- urlands segir farfuglana í ár heldur seinna á ferðinni en venju- lega. Skógarþrestir koma t.d. yfir- leitt seinni hluta mars, en birtust í ár ekki fyrr en í apríl, en slíkt gerist alltaf annað slagið, að sögn Brynjúlfs. Brynjúlfur hefur unnið að merkingum skógarþrasta, og seg- ir þá feita og fína við komuna til landsins, og ekkert sem bendi til að þeir hafi lent í vandræðum á ferð sinni yfir Atlantshafið. Fyrstu spóarnir sáust á mið- vikudag, þrír í Óslandi á Höfn og um 30 fuglar við Eyrarbakka. Þá hefur verið mjög mikið gæsaflug yfir Höfn, 100 til 500 fuglar í hverjum hópi, og þá grágæsir, heiðagæsir og helsingjar. Fuglarnir flykkjast til landsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is NICK Watson, prófessor í fötlunar- fræðum við Glasgowháskóla, segir að vestræn samfélög hafi á liðnum árum vaknað til vitundar um það að ákveð- in aðskilnaðarhugsun hefur verið við lýði sem beinist gegn fötluðum. Wat- son hélt í gær erindi á ráðstefnunni Fötlun, sjálf og samfélag á vegum Félags um fötlunarrannsóknir og Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum við félagsvísindadeild HÍ. Watson segir aðskilnaðarhugs- unina endurspeglast í skipulagi sam- félaga, með t.d. óboðlegu aðgengi fyrir fatlaða í byggingum og sömu- leiðis eru upplýsingar af ýmsu tagi óaðgengilegar vissum hópum fólks sem geta ekki nýtt sér upplýsing- arnar án túlka- og táknmálsþjónustu eða geta ekki lesið ritaðan texta nema með stóru letri og þannig mætti áfram telja. „Við útilokum fatlað fólk og viljum ekki að það taki þátt í samfélaginu, vegna þess að við erum smeyk við það,“ bendir hann á. „En fatlað fólk lifir einfaldlega venjulegu lífi eins og aðrir. Það vakn- ar á morgnana til að sinna því sem er á dagskrá hverju sinni og fer í rúmið á kvöldin. Þetta gerir þorri fólks. En sú mynd sem við fáum af fötluðu fólki er öfgakennd, annaðhvort er því stillt upp sem hugrökkum fórn- arlömbum fötlunar sem fótalaust sigrast á hæsta fjalli heims, nú eða þá að við sjáum hina fötluðu sem eymdina uppmálaða og líf þeirra sem einn harmleik. En rétt eins og ófatl- aðir, lifa fatlaðir venjulegu lífi. Það virðist samt sem fjölmiðlar hafi miklu meiri áhuga á fötluðu fólki í öfgahlutverkum, á hvorum endanum sem vera skal. En skilaboð mín eru þau að við förum nú að sýna fram á að líf fatlaðs fólks er venjulegt. Allir eru fatlaðir á einn hátt eða annan, það hafa allir sinn kross að bera.“ Watson telur að ekki eigi að þurfa mannsaldur til að breyta hug- arfarinu og tilgreinir að í Bretlandi hafi ýmislegt verið gert með laga- setningum til að brjóta niður aðskiln- aðarstefnuna. „Hlutirnir hafa batnað heilmikið en betur má ef duga skal. Nú þurfum við að halda áfram á þessari braut. Sá dagur þyrfti að koma að enginn reki upp stór augu þótt fatlaðir fari með venjulegt hlut- verk í sápuóperum. Alltaf þegar við sjáum einhvern fatlaðan í sápuóper- um, þá er eitthvað öfgakennd í fari viðkomandi. Þetta er t.d. nágranninn sem hryggbrotnar á mánudegi en sigrast á öllu saman fyrir kraftaverk og hleypur maraþon viku síðar.Við þurfum að sjá fatlað fólk sem venju- legt fólk. Málið snýst þó ekki eingöngu um viðurkenningu á því að hinir fötluðu séu venjulegir, því hafa verður í huga að sum störf eru of erfið fyrir suma og því verðum við að tryggja að vel- ferðarríkið hugi að þörfum þeirra. Ennfremur þurfum við að huga að því að þau kerfi sem eru hönnuð til að mæta þörfum fatlaðra einangri þá ekki frá meginstraumum samfélags- ins og lífsins í heild. Sérskólar og sérbýli eru ekki til þess fallin að skapa skilyrði fyrir venjulegri sam- félagsþátttöku fatlaðra. Það þarf sífellt að ráðfæra sig við hina fötluðu og átta sig á hvað þeir vilja og vinna með þeim. Um leið og farið er að gera alla hluti „fyrir“ fólk er dreginn úr því mátturinn.“ Fatlaðir sem undarlegir Á ráðstefnunni fjallaði Rannveig Traustadóttir prófessor og formaður Félags um fötlunarrannsóknir um ljósmyndasýningu hins heimsþekkta ljósmyndara Mary Ellen Mark í Þjóðminjahúsinu fyrir skemmstu. Sýningin hét Undrabörnin og sýndi fötluð börn í Öskjuhlíðarskóla, Lyng- ási og Safamýrarskóla og fékk góða dóma á sínum tíma. Rannveig gagn- rýndi hins vegar meginhugsun ljós- myndarans og taldi sýninguna end- urreisa og ítreka hefðbundnar skoðanir fólks á því að fatlaðir væru þjónustuþegar, sér á parti og und- arlegir. Hlaut skoðunin hljómgrunn meðal ráðstefnugesta þótt ekki væru allir sammála greiningunni. „Fatlað fólk lifir einfaldlega venjulegu lífi eins og aðrir“ Morgunblaðið/Frikki Nick Watson „Þurfum við að huga að því að kerfi sem eru hönnuð til að mæta þörfum fatlaðra einangri þá ekki frá meginstraumum samfélagsins.“ Fatlaðir oftast í öfgahlutverkum sem gefur ranga mynd af þeim Í HNOTSKURN » Markmið Félags um fötl-unarrannsóknir er að efla rannsóknir og þróunarstarf í málefnum fatlaðra á Íslandi með því að skapa vettvang fyrir fræðilega og faglega umræðu um rannsóknir og þróunarstarf, efla þekkingu á rannsóknum og þróunarstarfi. » Félagið beitir sér m.a. fyrirútgáfu á fræðilegu efni um málefni fatlaðs fólks og stuðlar að aukinni þekkingu og færni á sviði fötlunarrannsókna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.