Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 45
honum. Það var að sjálfsögðu hand- salað með lauslegum skilmálum. Og svo aftur þriðja sinni. Sennilega hefði orðið framhald á þessum við- skiptum okkar ef Gunnari hefði enst aldur til. En myndirnar hans lifa áfram með mér og öðrum sem kunnu að meta list hans. Ég er þakklátur forsjóninni að leiðir okkar Gunnars Arnar skyldu hafa legið saman. Kynni mín af honum hafa auðgað líf mitt og ég minnist hans með virðingu og söknuði. Fjölskyldu hans votta ég mína dýpstu samúð. Stefán Erlendsson. Elsku Gunni minn, mikið ofboðs- lega er söknuður minn mikill vegna þíns snögga og ótímabæra hvarfs úr okkar lífi. Það er kannski eitthvað til í því sem sagt er að guð tekur þá bestu fyrst og þú varst svo sannarlega einn af þeim. Svo heill og innilegur, sáttur við guð og menn og alltaf tilbúinn að rétta mér hjálparhönd eða bara ljá mér orð á erfiðum stundum. Það var alltaf gott að vita af þér og Dísu í sveitinni, þeim sælureit sem þið höfðuð búið til þar og voru þar allir svo velkomnir. Við feðgarnir áttum þar margar ljúfar stundir og þá sér- staklega Gabríel og Kristófer sem höfðu mikið yndi af því að vera með afa, ömmu og dýrunum og öllu sem því fylgdi, en samt voru þetta alltof fáar stundir. Ég spyr mig oft af hverju þurfti guð að taka þig svo snemma og svo snöggt. Við því fæ ég sjálfsagt seint svar enn ég hugga mig við að segja bara að guð hlýtur að hafa vantað ofsalega góðan og hæfileikaríkan engil, kannski til að kenna myndlist sem eitthvað væri varið í þarna á efri hæðum. Ég er viss um að þú ert sáttur á þeim stað sem þú ert nú á, en við munum hittast seinna elsku vinur, þú verður alltaf í okkar hjarta og huga. Elsku Dísa og fjölskylda, ég votta ykkur samúð mína og bið guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu stundum. Ágúst Erling Gíslason. Mér var illa brugðið er ég las um andlát míns gamla vinar og félaga Gunnars Arnar Gunnarssonar list- málara í Mogganum. Við höfðum reyndar ekki verið í sambandi í tölu- verðan tíma enda hafði leiðir okkar skilið fyrir alllöngu eins og gengur með æskufélaga, en ætíð urðu fagn- aðarfundir er við rákumst hvor á annan. Gunnar var hreystin uppmál- uð síðast þegar ég sá hann og eins og venjulega var hann alltaf sami ljúf- lingurinn, brosmildur og með þægi- lega nærveru. Því var fréttin um andlát hans reiðarslag. Við Gunnar vorum mikið saman sem strákar suður með sjó og fermdumst saman á sólbjörtum vor- dögum í Keflavíkurkirkju í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar. Móðir og stjúpfaðir Gunnars leigðu um tíma æskuheimili mitt af móður minni, en við bjuggum skammt frá í öðru húsi. Við vorum mikið saman og áttum sameiginleg áhugamál, t.d. djass og ljósmyndun. Vorið sem við fermdumst er mér ríkt í minni því við Gunnar nutum veðurblíðunnar, hjóluðum um bæinn, dorguðum niðri á bryggju og pældum mikið í lífinu og tilverunni. Það kom snemma í ljós að Gunnar gat sökkt sér niður í áhugamálin hverju sinni. Ég fylgdist ekki mikið með Gunn- ari eftir að við fórum hvor í sína átt- ina í nám, störf og búsetu erlendis, en rakst af og til í fjölmiðlum á greinar um verk hans og feril í mál- aralistinni þegar fram liðu stundir. Fékk svo tækifæri til að skoða heila sýningu hjá honum í Hafnarfirði fyr- ir nokkru og hreifst af myndunum þar. Ég vil að leiðarlokum minnast Gunnars sem góðs drengs og félaga sem skilur eftir sig ótrúlega stórt skarð þegar hann er allur og sýnir það best að þrátt fyrir stopul sam- skipti á síðari árum var Gunnar með öðrum meira en hann sjálfur. Minn- ingin um Gunnar er mér dýrmæt. Ég bið sálu hans blessunar og votta hans nánustu samúð mína. Sigurður Jónsson. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 45 ✝ Halldór Antons-son fæddist á Fjalli í Kolbeinsdal 10. september 1921. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Sauðárkróks 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Anton Gunn- laugsson f. á Minna- Holti í Fljótum 1.9. 1891, d. 15.5. 1971, og Sigurjóna Bjarnadóttir, f. í Brekkukoti í Ós- landshlíð 8.6. 1892, d. 4.1. 1963. Systkini Halldórs voru Sigurlaug, Ívar, Jónína, Birna, Hartmann, Helgi, Ásta og Svava, sem lifir 16.10. 1984. 3) Hartmann Ásgrím- ur, f. 2.3. 1957, sambýliskona hans var Arnbjörg K. Hjaltadóttir, f. 17.2. 1951, þau skildu. Dætur þeirra eru Hlíf, f. 11.2. 1972, Hild- ur, f. 7.3. 1977, og Hallrún, f. 25.6. 1982. Sambýliskona Ásgríms er Sólveig Pétursdóttir, f. 21.6. 1953, hún á tvö börn, Sólveigu og Pétur. Halldór ólst upp í Þúfum hjá móðurömmu sinni Jónínu Jóns- dóttur og syni hennar Óskari Bjarnasyni. Eftir fermingaraldur fluttist hann aftur til foreldra sinna sem þá bjuggu á Litlhóli í Viðvíkursveit. Árið 1948 festu Halldór og Sigrún kaup á jörðinni Tumabrekku, hófu þar sinn fyrsta búskap og hafa búið þar allar göt- ur síðan. Halldór verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. systkini sín. Halldór kvæntist 6. júlí 1946 Sigrúnu Hartmannsdóttur, f. á Melstað í Óslands- hlíð 9.8. 1926. Börn þeirra eru: 1) Gunn- laugur, f. 11.9. 1947, kona hans var Fjóla Grímsdóttir, f. 8.11. 1957, þau skildu. Börn þeirra eru Soffía Sigrún, f. 3.9. 1974, og Grímur Ant- on, f. 24.5. 1978. 2) Bjarni Halldórsson, f. 23.1. 1952, kvæntur Kristjönu Frí- mannsdóttur, f. 7.7. 1953. Börn þeirra eru Halldór, f. 26.6. 1972, Sigurlaug, f. 17.4. 1974, og Ósk Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngu til himinsins helgu borgar. En ég hefi lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf þér birtu þó leiðin sé myrk. Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Staðf. Hjálmar Jónsson) Ég þakka þér kæri vinur fyrir samfylgdina í gegnum árin. Þú varst einn af þessum sterku ein- staklingum, ákveðinn og vilja- sterkur, varst ætíð þú sjálfur og fórst þínar eigin leiðir. Þú fylgdir þinni sannfæringu eftir hvað sem öðrum fannst. Þessum einstakling- um er því miður að fækka í sveit- um landsins, nú eiga allir helst að vera steyptir í sama mótið. Ég þakka þér fyrir hvað þú varst dætrum mínum traustur, hlýr og góður afi, þú lagðir grunn- inn að þeirra hestamennsku. Þú varst mikill náttúruunnandi og dýravinur og máttir ekkert aumt sjá. En hestar áttu hug þinn allan, það var oft unun að sjá þegar þú rakst ótamda fola í hús sem ekki höfðu komið nálægt manni áður. Hvað þú varst fljótur að spekja þá og láta þá treysta þér með því að standa nálægt og tala við þá. Þar passaði máltækið „milli manns, hests og hunds hangir leyniþráð- ur“. Halli minn, þú verður búinn að leggja á Vöku, Draum eða Golu þegar ég kem. Það verður erfiðara fyrir þig að velja, nógir eru þeir gæðingarnir sem þú hefur átt í gegnum árin. Já, það er eins gott að víkja úr vegi þegar við tökum skeifnasprettinn, það verður sko ekkert lull, það verður sprett úr spori. Guð verði með þér. Arnbjörg K. Hjaltadóttir. Það gat liðið drykklöng stund á meðan verið var að rifja upp atvik og færa söguna í stílinn. Áheyr- endur og viðhlæjendur allir biðu þá eins og í andakt eftir næsta út- spili sögumannsins en hann notaði gjarnan þögnina til að draga fram rauða vasaklútinn og hrista, þá hann var síðan borinn að vitum og fylltur á ný með hressilegu snýti. Sögur af hetjum og heljarmönnum voru ótt og títt helsta viðfangs- efnið og ekki óalgengt að heimild- armaður stigi í eigin persónu sjálf- ur inn á sögusviðið með einum eða öðrum hætti. Þannig birtist mér ein góðlátleg minning um Halldór Antonsson frá Tumabrekku, sam- ferðamann og kunningja í áratugi sem nú hefur kvatt heiminn. Oft lagði hann leið sína í sölu- skálann á Sleitustöðum til okkar Öldu til að ná sér í tóbak og þá var nú oftar en ekki brugðið á betra hjal. Enda var þess jafnan gætt að ekki skorti þessa nauðsynlegu vöru í hillurnar. Sjoppan fylltist af fólki og viðskipti glæddust. Halli í Brekku, eins og hann var oftast nefndur, var sannkallaður lífs- kúnstner, gildur og góður bóndi sem hafði margan gæðinginn átt um ævina. Hann var hestamaður af lífsins náð. Hann var þekktur fyrir hreysti og karlmannlega lík- amsburði. Með afbrigðum dugleg- ur og fylginn sér, þótti sem slíkur eftirsóttur til vinnu á bæjunum þar sem taka þurfti til hendi við heyskap sem önnur búskaparstörf. Má segja að þannig hafi kynni okkar hafist þegar hann, þá ungur maður, var fenginn til að hjálpa við heyskap á Sleitustöðum, hnýta í bagga og hengja á klakk. Það sparaði 2-3 venjulega menn að fá Halla. Nutum við einnig aðstoðar hans við uppbygginguna heima á Sleitustöðum en hann var í eðli sínu afar hjálplegur og skilnings- góður þótt ekki væri alltaf hægt að launa fyrir sem skyldi. Hann var sannur vinur í raun. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir samfylgdina, líf mitt og sennilega margra annarra er snökktum fábreyttara að Halldóri Antonssyni gengnum. Sendi Rúnu og fjölskyldunni allri mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Jón Sigurðsson frá Sleitustöðum. Elsku Halli minn, nú er kallið komið og þú horfinn frá okkur úr þessu lífi en minningin um ynd- islegan og góðan mann mun lifa í hjarta okkar alla ævi. Ég varð þeirra gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þeim Halla og Rúnu. Var í sveit hjá þeim í nokk- ur sumur frá því að ég var á tí- unda ári og þaðan á ég mínar skemmtilegustu minningar. Sveitin var Tumabrekka í Óslandshlíð í Skagafirði, einn af fallegri stöðum á Íslandi. Minningarnar eru margar og erfitt að velja úr. Halli var mikill hestamaður og átti mikið af hest- um og nutum við krakkarnir góðs af því. Næstum á hverjum degi fórum við í útreiðartúra langa eða stutta og hittum krakkana á næstu bæjum. Ein ferð er mér langminnisstæð- ust, en þá fékk ég að fara með þeim Halla og Rúnu ásamt fleiri sveitungum ríðandi út í Fljót og var það frábært. Sterkari manni hef ég aldrei kynnst en Halla og sýndi það sig svo um munar þegar við vorum öll að tína grjót úr flögunum, Halla munaði ekki um að rífa heilu björgin upp og fjarlægja. Mín verk í sveitinni voru að aðstoða Rúnu í inniverkum og einnig að aðstoða í útiverkum, t.d. sækja og reka kýrnar, raka, gefa og svo mætti lengi upp telja og tel ég það hafa verið viss forréttindi að fá að kynnast öllu því sem sveitin hefur upp á að bjóða. Einu sinni sem oftar er ég var að sinna inniverkunum, Rúna hafði brugðið sér af bæ og bað mig að renna yfir eldhúsgólfið (skúra) og var það sjálfsagt mál. Ég hafði aldrei pælt í því hvernig sá verkn- aður var framkvæmdur, vissi jú að það var notuð fata, vatn, sápa, tuska og skrúbbur. Nú ég fyllti fötuna af vatni og setti í sápu og svo hellti ég öllu saman yfir eld- húsgólfið og byrjaði að skrúbba og vinda upp og var þetta heilmikil vinna og var ég enn að þegar Halli og strákarnir komu í kaffi, en gólf- ið var enn á floti en sem betur fer þá fékk ég góða hjálp frá Halla sem munaði ekki um að hjálpa mér að vinda allt upp. Svona var Halli, alltaf tilbúinn að aðstoða aðra ef þeir þurftu á aðstoð að halda. Ég kveð þig, Halli minn, og þakka þér fyrir allt. Bið góðan guð að gæta þín þangað til við hittumst öll aftur. Elsku Rúna mín, góður guð gefi þér styrk og gæti, einnig bið ég góðan guð að gefa öllum öðrum að- standendum styrk. Hrafnhildur J. Scheving. Halldór Antonsson eða Halli í Brekku eins og hann var alltaf kallaður af sveitungum og vinum lést þann 11. apríl síðastliðinn. Ég undirritaður átti því láni að fagna að vera í sveit hjá þeim hjónum Halla og Rúnu á Tumabrekku í Óslandshlíð í Skagafirði í allmörg sumur sem drengur. Hjá þeim fann ég alltaf ákveðna festu og ör- yggi sem yljar mér enn í end- urminningunni og ég kunni vel að meta sem barn og unglingur, fjarri foreldrum mínum og systkinum. Í minningunni er Tumabrekka og tíminn þar tákn um allt það góða sem eitt sinn var. Ég hef sagt börnunum mínum óteljandi sögur um sumrin á Brekku og dýrin þar, hvað þau hétu og gerðu og hvað á daga mína dreif þegar ég var hjá Halla og Rúnu í sveitinni. Halldór var mér mjög góður og umhyggjusamur þau níu sumur sem ég var á Tumabrekku. Og ekki var Rúna síðri. Ég man ennþá eftir deginum þegar ég kom 6 ára gamall í sveitina og við brúsapall- inn biðu þeir Halli og Ásgrímur sonur hans, horfðu á mig með bros á vör og sögðu: Vertu velkominn í sveitina. Það var hlý kveðja sem aldrei gleymdist. Þar var allt svo framandi og öðruvísi en heima og allt svo stillilegt við Halla að mér leið strax eins og ég hefði aldrei farið að heiman, enda átti ég eftir að vera þar á hverju sumri næstu árin. Ásgrímur og ég urðum perluvin- ir, svo og Gulli og Bjarni sem eru eldri bræður hans. Halli var ein- hver skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst um ævina. Þegar hann sagði frá hvort sem það var hvers- daglegt atvik eða merkilegt þá fangaði hann athygli manns, hann hafði þann mikla hæfileika að geta alltaf sagt góða sögu og gert manni glatt í geði. Halli var dug- legur maður, stór og sterkur, mik- ill hestamaður og ágætur bóndi. Það var ekki ónýtt að vera í liði með Halla, maður fann til sín, leið eins og maður tilheyrði úrvals- liðinu. Dæmi um það var þegar við Ásgrímur héldum í tauminn á Stíganda á landsmóti hestamanna að Hólum og allir voru önnum kafnir við að skoða happdrættis- vinninginn sem fylgdi aðgöngumið- anum. Atvik sem þessi kunna að virðast smávægileg í augum ókunnugra en lifa í minningunni og ylja manni æ meir eftir því sem árin líða. Eftir stendur Rúna mín á þess- um erfiðu tímum. Ég flyt henni og sonum hennar hugheilar samúðar- kveðjur í tilefni af fráfalli eigin- manns og föður og er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þessum góðu hjónum og eiga sam- leið með þeim um stund. Guð blessi minningu Halla á Brekku. Viðar Scheving. Þau eru orðin 30 árin síðan við pabbi ókum í hlaðið í Tumabrekku í fyrsta sinn, alveg ótrúlegt hvað tíminn líður. Erindið var að skoða hesta hjá Halla. Þessi heimsókn var upphafið að vinskap við þau Halla og Rúnu sem haldist hefur æ síðan. Halli mætti okkur á hlaðinu og heilsaði og er mér minnisstætt hvað mér þótti höndin á mér lítil í lófa Halla en stærri hendur hef ég ekki séð, hvorki fyrr né síðar. Enda alveg ljóst að þar fór maður sem var rammur að afli og hefur einhvern tíma þurft að taka á því í hinum ýmsu verk- um sem fylgja því að vera bóndi. Halli var magnaður hestamaður og alveg unun að sitja hesta sem Halli hafði tamið en hann hafði einstakt lag á því að gera hesta létta á taumum. Halli var líka þekktur fyrir að hafa gott lag á hrekkjóttum hestum og hefur efa- laust oft reynt á kjark hans í þeim efnum. Halli nefndi það líka í okk- ar síðasta spjalli að sennilega mætti margt um hann segja en seint yrði hann talinn kjarklaus. Það var líka alltaf sami höfðings- skapurinn á öllu hjá Halla og aldr- ei við annað komandi en að koma inn í kaffi eða mat eftir að búið var að líta á hrossin. Þar var heldur ekki í kot vísað þegar Rúna reiddi fram hverja sortina á fætur ann- arri. Halli var alveg með eindæmum skemmtilegur sögumaður og vildi oft teygjast á spjallinu við eldhús- borðið í Tumabrekku. Halli var gæddur þeim hæfileika að kunna að segja sögur með þeim hætti að allt varð ljóslifandi sem hann sagði frá og gaf hann sér alltaf góðan tíma, kímdi, tók í nefið, snýtti sér og gat svo hlegið alveg rosalega þegar við átti í sögunni. Eins og góðum sögumönnum sæmir var e.t.v. lítið eitt fært í stílinn og kryddað hér og þar en það er jú einmitt galdurinn við góðar sögur. Samverustundirnar urðu færri með árunum en ég og fjölskylda mín vorum alltaf aufúsugestir í Tumabrekku og alltaf tekið með kostum og kynjum. Halli bankaði líka reglulega upp á hjá mér þau ár sem ég starfaði sem fram- kvæmdastjóri við Heilbrigðisstofn- unina á Sauðárkóki og áttum við alltaf góðar stundir saman. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Halla í Tumabrekku, líf mitt hefði svo sannarlega orðið fátækara ef ég hefði farið á mis við þau kynni. Ég og fjölskylda mín sendum Rúnu og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Birgir Gunnarsson. Halldór Antonsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.