Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 17 ÞRÁTT fyrir að mikið tap hafi orðið af rekstri Citigro- up á fyrsta árs- fjórðungi varð það ekki til þess að draga kjarkinn úr fjárfestum vestanhafs enda var afkoma bankans yfir spám greinenda. Citi var þó ekki eina fyrirtækið sem skilaði betra uppgjöri en búist hafði verið við. Hið sama gerðu Google, Caterpillar og Xerox. Dow Jones-iðnaðarvísitalan hækkaði um 1,8% í gær og samsetta Nasdaq-vísitalan um 2,6%. S&P 500- vísitalan hækkaði um 1,8% og var dagurinn í gær sá fjórði í röð sem S&P hækkar en vísitalan, sem oftast er notuð sem viðmið um þróun hluta- bréfamarkaðarins vestanhafs, hefur ekki hækkað jafnmikið á einni viku síðan í febrúar. Að sögn Bloomberg hefur hún ekki verið jafnhá síðan 1. febrúar sl. en almennt virðist ríkja meiri bjartsýni á meðal fjárfesta en um langa hríð og á það ekki síst við um trú þeirra á afkomu fyrirtækja. Austan Atlantshafsins hækkuðu hlutabréf einnig. FTSE-vísitalan í London hækkaði um 1,3% en DAX- vísitalan í Frankfurt gerði enn betur og hækkaði um 2,4%. Í Tókýó hækk- aði Nikkei-vísitalan um 0,6%. Töluverð hækkun hlutabréfa ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Standard & Poor’s lækkaði í fyrra- dag lánshæfismat Íbúðalánasjóðs vegna langtímaskuldbindinga í ís- lenskum krónum úr AA- í A+ með neikvæðum horfum. Jafnframt var lánshæfiseinkunn vegna langtímaskuldbindinga í er- lendri mynt lækkuð úr A+ í A með neikvæðum horfum. Þá var lánshæf- iseinkunn fyrir skammtímaskuld- bindingar í íslenskum krónum lækk- uð úr A-1+ í A-1 en einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar í er- lendri mynt A-1 var staðfest. Lækkun á lánshæfismati Íbúða- lánasjóðs var gerð í kjölfar lækkunar á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands, sem Standard & Poor’s tilkynnti einnig um í fyrradag en vegna rík- isábyrgðar Íbúðalánasjóðs er láns- hæfismat sjóðsins jafnan það sama og ríkisins. Lánshæfismat Íbúðalána- sjóðs lækkað Morgunblaðið/Sverrir ÍSLENSKA flugleitarvélin dohop hefur nú verið sett upp á japönsku á netinu. Nær sú útgáfa, www.do- hop.jp, til 73 flugfélaga sem þjón- usta japanska markaðinn, þar af eru 16 þeirra staðsett í Japan. Japanir fá nú aðgang að áætlun um ferðir ca. 600 flugfélaga um allan heim sem fljúga til um 3.000 áfanga- staða, þar af um 100 lággjaldafélaga. Í frétt frá dohop, sem birt var í mörgum erlendum fjölmiðlum, er haft eftir Frosta Sigurjónssyni, for- stjóra dohop, að japanska leitarvélin sé mikilvægt skref fyrirtækisins inn á nýja markaði þar sem staðbundn- ar útgáfur verði settar upp og þýdd- ar. Dohop á japönsku KOSTNAÐUR við að tryggja skuldir íslensku bankanna hefur lækkað um 30-40% frá því hann náði hámarki sínu fyrir um það bil þremur vikum. Álag á bréf Kaup- þings var þá 985 punktar, en er nú 675, Glitnir var í 1040 punktum en er nú í 680 og Landsbankinn hefur lækkað úr 850 niður í 485 punkta. Í heild er þessi þróun í takt við aðra banka í Evrópu, þó sveifl- urnar séu ýktari hérlendis. Mark- aður með skuldatryggingar ís- lensku bankanna er ekki mjög virkur, svo einstök viðskipti geta haft mikil áhrif. Í frétt Financial Times kemur að fram að lækkunin gefi til kynna að vogunarsjóðirnir, sem sakaðir hafa verið um árásir á íslenska markaðinn og krónuna, hafi hopað. Þar er einnig greint frá rannsókn Fjármálaeftirlitsins á árásunum, skyndilegri vaxtahækkun Seðla- bankans og orðum forsætisráð- herra, um að verja fjármálakerfið ef til kæmi. Lægri lánshæfisein- kunn ríkisins frá Standard & Po- or’s gæti þó unnið á móti jákvæð- um áhrifum þessara þátta. ( )* + ,  -   !* 6I . / 0 7    4 ) 7 &1 !  ) /"" J  K  ;  G    6 & Tryggingarálag þriðjungi lægra Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is VILTU STUNDA NÁM VIÐ HR OG MIT SAMTÍMIS? Háskólinn í Reykjavík hefur gert samstarfssamning við einn besta og virtasta tækni- háskóla í heimi, MIT í Boston í Bandaríkjunum. Með þessum samningi gengur HR inn í samstarf MIT og háskóla í Singapúr sem gerir meistaranemum í verkfræði við HR kleift að taka hluta námskeiða sinna við MIT. MIT er einn framsæknasti háskóli í heimi og hefur starf skólans getið af sér tæknilegar framfarir á ótal mörgum sviðum. Þessi samningur er lýsandi dæmi um þá framsækni og þann stórhug sem einkennir allt starf Háskólans í Reykjavík. Hefurðu áhuga á verkfræðinámi? Komdu þá í HR og MIT samtímis. Framtíðin er HR. Rekstrarverkfræði BSc Ákvarðanaverkfræði MSc Fjármálaverkfræði BSc & MSc Heilbrigðisverkfræði BSc & MSc Hugbúnaðarverkfræði BSc & MSc Véla- og rafmagnsverkfræði MSc Hátækniverkfræði BSc H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.