Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín Mar-teinsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 5. febrúar 1957. Hún varð bráðkvödd í Hafn- arfirði 5. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Katrín Kristjana Gísladótt- ir, f. 1921, d. 2004, og Marteinn Krist- ján Guðlaugsson Marteinsson, f. 1912, d. 1956. Systk- ini Kristínar eru 1) Gísli, f. 1943, maki Matthildur S. Guðmundsdóttir, 2) Stefán, f. 1944, maki Edda Magnúsdóttir, 3) Krist- jana, f. 1945, maki Magnús Har- aldsson, 4) Marteinn, f. 1948, látinn 1982, maki Guðbjörg Sigþórs- dóttir, 5) Sigurgeir, f. 1949, maki Sigrún Helga Guðmundsdóttir, og 6) Sigrún, f. 1960, maki Guðjón dóttur, f. 6.10. 1981, dóttir þeirra er Ísabella Berg, f. 30.7. 2007, fóst- ursynir Brynjars eru Máni Blær Berg, f. 9.11. 1999, og Natan Berg, f. 1.10. 2001, 2) Marteinn, f. 21.2 1982, í sambúð með Elínu Hólm, f. 27.5. 1983, 3) Tryggvi, f. 1.8. 1988, og 4) Aron, f. 9.4. 1990. Kristín ólst upp fyrstu ár ævinn- ar í Hafnarfirði en fluttist ásamt móður sinni vestur í Ísafjarðardjúp árið 1968. Hún lauk barnaskóla- prófi frá heimavistarskólanum Reykjanesi og gagnfræðaskóla- prófi á Ísafirði 1974. Kristín út- skrifaðist sem skrifstofutæknir ár- ið 1998. Hún starfaði lengst af við verslunarstörf ásamt eignmanni sínum í leikfangaversluninni Bimbó á Ísafirði sem þau ráku frá árinu 1983 til ársins 2007. Síðustu árin starfaði hún sem aðstoð- armaður tannlæknis á Ísafirði. Kristín verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Minningarathöfn um Kristínu verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst hún klukkan 16.30. Gunnar Ögmunds- son. Eiginmaður Krist- ínar er Svanbjörn Tryggvason, f. 1.4. 1957. Foreldrar hans voru Tryggvi Jóakim Jóakimsson, f. 1919, d. 1974, og Birna Sig- urðardóttir, f. 1923, í sambúð með Halldóri Pálssyni, f. 1921. Systkini Svanbjörns eru 1) Tryggvi, f. 1950, maki Björg Þ. Thorlacius, 2) Reyn- ir, f. 1951, d. 1971, 3) Erlingur, f. 1953, maki Anna Lilja Sigurð- ardóttir, og 4) Jóhanna Margrét, f. 1960. Kristín og Svanbjörn hófu sambúð árið 1977. Þau gengu í hjónaband 4.4. 1987. Kristín og Svanbjörn eignuðust fjóra syni, þeir eru: 1) Brynjar, f. 1.11. 1978, í sambúð með Báru Berg Sævars- Í dag kveðjum við ástkæra eig- inkonu og móður sem gaf okkur svo mikið af lífsgleði sinni, kærleika og jákvæðni. Nú skilur leiðir um stund og viljum við þakka fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Mig langar til að senda ykkur þaðan sem ég er kveðju mína og segja ykkur annað ég vissi ekki að svona margir ættu heima hér því enginn hefur séð þetta né sannað. Ég vildi vera lengur en fékk ei rönd við reist og tilganginum næ ég ekki heldur fyrirgefið, að ég skyldi fara svona geyst strákar, ekki veit ég hverju veldur. Ég viðurkenni það að vera Guði nokkuð sár að svipta okkur réttinum að kveðjast við verðum samt að reyna, þó það taki nokkur ár að fyrirgefa kallinum og gleðjast. Ég þakka ykkur lífið og tilveruna alla þið voruð mér svo góð og þið voruð mér svo hlý en alltaf eru einhver lauf sem þurfa að falla hvernig því er háttað, ekki spyrja mig að því. (Lýður Árnason) Þínir strákar, Svanbjörn, Brynjar, Matti, Tryggvi og Aron. Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi’ ei saka. En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú, oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Birna Sigurðardóttir, Halldór Pálsson, Tryggvi Tryggvason og fjölskylda. Elsku Kristín mín Mig setur svo hljóða. Engin orð fá því lýst hversu harmi slegin ég er. Þú ert að fara frá okkur svo allt of fljótt, svo allt of skjótt. Þú varst svo yndisleg og hjartahlý kona, móðir, amma og tengdamóðir. Fallegu drengirnir þínir bera þess svo augljóslega merki hversu vel þér og Svanbirni tókst til við uppeldi þeirra. Mig dreymir um að verða eins móðir og þú varst, svo ótrúlega gefandi og hafðir endalausan tíma fyrir þau smáu. Ég gleymi því seint er ég kynnist þínum elsta syni Brynjari og fer mjög fljótlega með honum á æskuslóðirnar, heim til mömmu og pabba á Ísó. Að koma inn á heimilið þitt var svo notalegt, Manni var svo sannarlega tekið með opnum faðmi og hlýju. Drengjunum mínum tókst þú strax sem þínum og það er mér ómetanlegt. Ég er svo stolt af því að hafa svo eignast með Brynjari alheilbrigða, fallega ömmu- stelpu, hana Ísabellu. Ég man að Brynjar ljómaði allur þegar við fengum að vita hvers kyns var von og við sáum fram á að þessi dúlla yrði þér svo mikill gleðigjafi. Ég er svo þakklát því að hafa átt með þér frábæran mánuð fram að fæðingu í júlí á síðasta ári. Það var mikið vakað fram eftir og mikið spjallað og svo prjónað saman, teppi og sokka á litla ömmuskottið. Við vorum líka svo lánsöm að hafa haft þig við okkar hlið uppi á Landspítala að taka á móti prinsessunni. Ég veit það samt að það tók svolítið á þig að horfa upp á mig svona, þó svo vel hafi gengið, en þannig varstu bara, máttir ekkert aumt sjá. Fyrsta brosið hennar Ísabellu var til þín og það náðist sko á filmu og prýðir myndin ísskápinn þinn heima á Hafraholti. Í dag erum við svo lán- söm að eiga heilan helling af mynd- um og myndböndum af þér með okk- ur og það munum við varðveita eins og gull. Elsku Kristín mín. Mig langar til að þakka þér fyrir samfylgdina í þessu lífi þó allt of stutt væri. Megi guðs englar vaka yfir þér og hjálpa okkur ástvinum þínum að lifa með sorginni. Hvíldu í friði, ég mun alltaf muna þig. Þín tengdadóttir Bára Berg. Elsku Kristín mín. Áfallið við fréttirnar að þú værir farin var rosalegt. Og söknuðurinn nístir inn að hjarta, þessi kraftmikla, lífsglaða, brosmilda kona er farin. Ég vildi að ég hafði haft meiri tíma með þér. Hún var stoð og stytta okkar allra og tók manni alltaf opnum örmum. Ég var svo lánsöm að giftast næstelsta syni Kristínar og fá að koma inn í þessa samrýndu og ynd- islegu fjölskyldu. Mínar síðustu minningar um þig eru góðar, eins og þegar þú reyndir að kenna Matta að gera fasta fléttu í mig og þegar þú kvaddir mig með kossi og hlýju faðmlagi áður en þú fórst suður. Ég mun varðveita þessar stundir að eilífu. Þitt sæti verður skipað og þú munt vera með okkur í anda 28. júní. Ég mun passa strákana þína. Guð geymi þig Kristín mín. Þín verður sárt saknað. Þín tengdadóttir, Elín Hólm. Á stundu sem þessari eru ekki til orð sem lýsa öllum þeim tilfinning- um sem flæða fram. Þegar ég minnist Kristínar mág- konu minnar er svo margt sem kem- ur upp í hugann. Hún var ekki bara skemmtileg og glaðvær, heldur ein- staklega hlý og góð manneskja. Þeg- ar hugurinn reikar til hennar núna sé ég hana alltaf fyrir mér brosandi, deilandi með okkur hinum einhverju skemmtilegu atviki sem kom manni til að hlæja og því erfitt að sætta sig við að heyra ekki rödd hennar fram- ar. Maður gleymir sér oft í amstri dagsins og tekur lífinu sem gefnu. Ekki hafði mér dottið í hug að Krist- ín færi svona fljótt frá okkur, en það gefur manni tilefni til að staldra við og hugsa um hvað það er sem skiptir raunverulega máli í þessu lífi. Þeir eru svo margir sem eiga núna um sárt að binda því missirinn er mikill, en í hjarta mínu er líka þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa átt Kristínu sem yndislega góða mág- konu. Þegar fram líða stundir munu fallegar og ekki síst skemmtilegar minningar koma í stað sársaukans. Hvíl í friði elsku Kristín mín. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum) Jóhanna M. Tryggvadóttir. Í dag verður Kristín frænka jarð- sungin. Það er einhvern veginn svo óraunverulegt að sitja hérna og skrifa minningargrein um hana. Sorgin og sársaukinn er mikill þegar maður stendur frammi fyrir nokkru eins óskiljanlegu og þessu. Við hitt- umst ekki eins oft og við hefðum vilj- að, en þær stundir sem við áttum voru okkur mjög dýrmætar og alltaf glatt á hjalla. Kvöldið áður en hún dó höfðum við látið gamlan draum rætast og boðið systkinum pabba í veislu í tilefni af því að hann hefði orðið sextugur. Þetta var alveg ofsa- lega skemmtilegt kvöld og mikið hlegið og spjallað. Þetta sýnir okkur hversu tilviljunarkennt lífið er, eina stundina leikur lífið við þig og hina stundina ertu farin. Kristín frænka reyndist okkur alltaf mjög vel. Áramótin eftir að pabbi dó tóku hún og Svanbjörn á móti okkur og gerðu allt til að auð- velda okkur fyrstu hátíðina án hans. Vorið eftir lagði hún á sig langa sjó- ferð með eins árs gamlan son sinn frá Ísafirði til Siglufjarðar til að koma í fermingu nöfnu sinnar. Kristín frænka var alltaf sérstök í okkar huga, hún var litla systir pabba og milli þeirra var mjög gott samband. Pabbi bjó yfir mikilli verndarþörf gagnvart litlu systur sinni og eftir að hann dó sýndi hún okkur þessa sömu verndarþörf. Það er okkur huggun harmi gegn að hugsa til þess að elskuleg frænka okkar sé með foreldrum sínum og bróður og hafa þau eflaust tekið vel á móti henni. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Svanbjörn, Brynjar, Matti, Tryggvi, Aron og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi guð vera með ykkur. Kristín Jóhanna, Sigþór og Elfa Dögg Marteinsbörn. Það er komið að kveðjustund. Í annað sinn á fimm mánuðum fylgj- Kristín Marteinsdóttir Dýpsta sæla og sorgin þunga Svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, Tárin eru beggja orð. (Höf. Ólöf Sigurðard.) Með söknuði kveðjum við yndislega vinkonu okkar Kristínu, með þökk fyrir allar góðu samverustundirnar. Minningin lifir. Jóhanna, Bjarki, Bríet Ósk og Svanbjörn Bárðarbörn. HINSTA KVEÐJA ✝ SigurðurBjörnsson fædd- ist á Kvískerjum í Öræfum hinn 24. apríl 1917. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suðaust- urlands á Höfn í Hornafirði hinn 10. apríl síðastliðinn. Sigurður átti heima á Kvískerjum í Öræfum uns hann flutti á Heilbrigð- isstofnunina 30. júlí 2007. Sigurður var sonur hjónanna Björns Pálssonar, f. 22.3. 1879, d. 14.5. 1953 og Þrúðar Aradóttur, f. 11.5. 1883, d. 5.2. 1968, sem bjuggu á Kvískerj- um. Hann var sjötti í röð níu systkina sem upp komust. Þau hétu Flosi Þorlákur, f. 13.12. 1906, d. 22.5. 1993, Guðrún, f. 30.4. 1908, d. 7.12. 1991, Ari, f. stæður voru farnar að lagast. Ár- ið 1946 fékk Búnaðarfélag Öræf- inga sína fyrstu dráttarvél og var Sigurður fenginn til að vinna á henni við jarðvinnslu. Árið 1951 fékk félagið jarðýtu og var hún leigð Landnámi ríkisins að Reyk- hólum í Austur-Barðastrand- arsýslu. Þar vann Sigurður næstu tvö sumur og eftir það vann hann á jarðýtu í Öræfum til ársins 1973. Sigurður var póstur í allmörg ár, einnig sinnti hann ýmsum fé- lagsstörfum fyrir sveitina í ára- tugi. Hann var varamaður í sýslu- nefnd frá 1964-1965 og aðalmaður frá 1966-1988. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga fyrir bóklestri og ritstörfum og skrifaði í tímarit og bækur, einkum í Skaftfelling. Öræfasveitin og Austur-Skafta- fellssýsla voru honum hugleikin í skrifum sínum, einnig hafði hann mikinn áhuga á sagnfræði og fornleifum. Þessi áhugi entist meðan heilsan leyfði. Útför hans fer fram frá Hofs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 2.6. 1909, d. 1.5. 1982, Guðrún, f. 14.7. 1910, d. 24.12. 1999, Páll, f. 25.3. 1914, d. 14.3. 1993, Ingi- mundur, f. 4.2. 1921, d. 16.9. 1962, Helgi, f. 2.2. 1925, og Hálf- dán, f. 14.3. 1927. Helgi og Hálfdán búa enn á Kvískerj- um. Uppeldissystir þeirra hét Finnbjörg Guðmundsdóttir, f. 18.3. 1941, d. 10.11. 2002. Þó að Sigurður ætti heima á Kvískerjum tók hann að sér verk- efni á ýmsum stöðum um landið framan af ævi. Hann dvaldi t.d. á Framnesi við Djúpavog hjá móð- ursystur sinni þegar hún missti mann sinn frá ungum börnum þeirra hjóna árið 1941 og var þar til ársins 1944 eða þar til að- Kveðjuorð frá ritnefnd Skaftfellings Nú sjáum við á bak forystumanni í ritnefnd héraðssöguritsins Skaft- fellings, Sigurði Björnssyni á Kví- skerjum. Hann var einn af stofn- endum ritsins og sat í ritnefndinni í nærri þrjá áratugi og ritstjóri um tíma og hélt um taumhaldið fram á síðustu ár uns yngra fólk í ritnefnd tók að fullu við því. Það var lærdómsríkt að kynnast Sigurði og viðhorfum hans til menn- ingar og sögu sýslunnar og óþrjót- andi áhuga á að miðla með skrifum eins og landsmenn þekkja, því auk þess að skrifa mjög mikið í Skaft- felling og leggja honum til efni nán- ast árvisst allan þennan tíma þá hef- ur birst eftir hann fjöldi greina um skaftfellsk málefni í blöðum og tímaritum. Ævinlega lá Sigurði á hjarta að koma fróðleik sínum á framfæri og það gerði hann af alúð og væntumþykju fyrir efninu og við- takandanum. Á ritnefndarfundum kryddaði hann stundum umræður í fundarlok með gamansögu um menn eða málefni liðins tíma og gerði það á sinn ljúfa og hægláta hátt sem ekki særði né sló rýrð á virðingu nokkurrar sálar. Nú að leiðarlokum þá ber að þakka samstarf og ljúfa viðkynn- ingu við sannan heiðursmann. Við í ritnefnd Skaftfellings minnumst Sigurðar með virðingu fyrir ómet- anlegt framlag til skaftfellskrar menningar og sendum eftirlifandi bræðrum hans, Helga og Hálfdáni á Kvískerjum, samúðarkveðjur okk- ar. Zophonías Torfason. Ég held það hafi verið árið 1921, sem ég byrjaði að reyna að þekkja stafina. Það var nú ljóta leiðinda verkið, en gaman var að skoða myndirnar í stafrófskverinu. Sérstaklega var það ein mynd sem mér þótti gaman að skoða, hún var af boga. En stafirnir voru vandræðagripir, og að muna nöfnin á þeim öllum fannst mér al- veg ómögulegt. En það eru til ráð við mörgu og sem betur fór fann pabbi ráð við þessu sem dugði. Hann sagði mér það nefnilega að ef ég yrði búinn að þekkja stafina fyrir tíma sem hann tiltók skyldi hann smíða handa mér boga. Þá brá svo við að ég átti bara hægt með að muna hvað stafirnir hétu og vann til verð- launanna með heiðri og sóma. Þetta segir Sigurður Björnsson frá Kvískerjum í æskuminningum sínum sem birtust í héraðsritinu Skaftfellingi árgangi 2004. Lestrar- námið hjá foreldrum Sigurðar dugði honum vel því alla ævi var hann sí- lesandi og skrifandi. Hann skilur eftir sig mikinn fjársjóð sem sam- ferðamenn og komandi kynslóðir njóta góðs af. Sigurður vann ýmis störf á langri ævi og samhliða bú- skap og fræðistörfum sinnti hann félagsmálum, sat í sýslunefnd, sókn- arnefnd, byggðasafnsnefnd auk fjölda annarra starfa í þágu héraðs- ins. Sigurður tók þátt í skráningu Byggðasögu Austur-Skaftafells- sýslu, ritaði greinar í ýmis tímarit og sat í ritstjórn og var ritstjóri Skaftfellings. Fyrir síðustu jól kom út ritið Sótt fram, þar sem Sigurður fer yfir sögu Sýslunefndar Austur-Skafta- fellssýslu og þætti úr sögu Öræfa. Þegar Sigurður fékk ritið í hendur sagði hann að sér hefði þótt vanta upp á að sögu Öræfa væru gerð góð skil, Landnáma segi frá upphafinu en svo sé eins og það vanti upp á og að með þessu riti hafi hann ætlað Sigurður Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.