Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Enginn gærdagur og enginnmorgundagur, engin fortíðog engin framtíð. Ég er föst ímartröð nútíðarinnar og ég kemst ekki út. Staðirnir sem ég þekkti einu sinni eru horfnir, rétt eins og þeir hafi aldrei verið til. Fólkið sem mér þótti vænt um er horfið, rétt eins og þau hafi aldrei verið til. Ekki ein einasta sönnun fyrir tilveru þeirra, aðeins óglöggar minningar í gegnum blóði drifna móðu, og hrörnandi angistaróp og vein mann- legrar þjáningar. Þetta er Írak í dag.“ Svo skrifar ung írösk kona um landið og þjóðina, lífið og framtíðina sem hún hefur verið rænd í nafni frelsis og lýð- ræðis. Og hún spyr: „Bush og félagar hans þykjast ætla að breyta heiminum. En hvenær ætla þeir að breyta sjálfum sér?“ Hver dagur í pólitík færir mér heim sanninn um það hve orð geta verið lítils virði. Stefna heilla stjórnmálaflokka lendir ofan í skúffu við minnsta áhlaup – innantóm orð á blaði sem lítið mark er á takandi þegar á reynir. Verkin ein tala – já, það eru verkin ein sem tala, alltaf, alls staðar. Nú velti ég fyrir mér svarinu við spurningu ungu írösku konunnar: Hvernig ætlum við að breyta okkur sjálfum? Hvernig getum við sýnt í verki að við iðrumst innrásarinnar í Írak og stríðshörmunganna í Afganistan? Hvernig getum við sýnt í verki að við töl- um máli friðar en ekki hernaðar í heim- inum, að við tölum máli hinna kúguðu en ekki þeirra sem kúga? Ísland er lítið land og við erum fá- menn þjóð sem langflestir í heiminum taka lítið eftir og vita nær ekkert um. Slíkt hefur stórkostlega kosti í för með sér, rétt eins og það hefur tækifæri í för með sér að bandaríski herinn sé nú far- inn af landi brott. Við þurfum ekki að vera upptekin af sömu hlutum og stórveldi sem alls staðar eiga sér hatursmenn og óvini. Hin stríðshrjáða heimsbyggð þráir að vita af herlausu landi sem stendur með friði og hafnar blóðsúthellingum. Það er hægt að hafna múgæsingunni, áróðr- inum, stórveldaklíkunum, hernaðar- bandalögunum, eiginhagsmunapólitík- inni og öllu því pukri sem einkennir „varnarmálastofnanir“ heimsins. Sum smáríki Mið-Ameríku leitast núna við að vera slíkar herlausar raddir friðar þrátt fyrir að vera umkringd hringiðu átaka. Hvers vegna ekki við? Stuðningurinn við innrásina í Írak var byggður á blindri hlýðni við hernaðar- stefnu og ítrekaði siðleysi Íslands í al- þjóðasamfélaginu. Því siðleysi er áfram haldið uppi af NATO, hernaðarbanda- lagi sem er ábyrgt fyrir um 70% af öllum útgjöldum til hernaðar í heiminum og krefst þess nú af aðildarríkjum sínum að þau auki enn útgjöld til hermála. Í því kalli NATO til hervæðingar ligg- ur ný ríkisstjórn Íslands ekki á liði sínu. Í fyrsta skipti í sögunni er Íslending- um ætlað að taka fullan þátt í hern- aðarstarfi NATO, þar á meðal í her- stjórnarmiðstöðvum bandalagsins. Ísland skal nú veita aðstoð sem er hern- aðarlegs eðlis og herir NATO eiga að koma hingað reglulega til heræfinga. Ís- land sendir enn fleiri menn undir vopn- um til hins stríðshrjáða Afganistans og samþykkir möglunarlaust þá ögrandi til- lögu innan NATO að Bandaríkjastjórn setji upp eldflaugavarnarkerfi sitt í Mið- og Austur-Evrópu. Og ýmislegt fleira. Nú skal meira en einn og hálfur millj- arður fara í glænýjan fjárlagalið, „varn- armál“, og glænýtt íslenskt ríkisbákn, „Varnarmálastofnun“ – lítið hermála- útibú NATO í norðri. Mahatma Gandhi og fólki hans í ör- birgð tókst með friðsamlegum hætti að knésetja heilt heimsveldi hernaðar og kúgunar. Gandhi sagði m.a.: „Ég get ekki kennt ykkur ofbeldi af því að ég trúi ekki á ofbeldi. Ég get að- eins kennt ykkur að krjúpa ekki í duftið fyrir neinum, ekki einu sinni þótt lífi ykkar sé ógnað.“ Hver ógnar okkur? Enginn. Enn hef- PISTILL »Hvernig getum við sýnt í verki að við tölum máli friðar en ekki hernaðar í heiminum, að við tölum máli hinna kúguðu en ekki þeirra sem kúga? Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Enginn gærdagur ur engin ógn verið skilgreind sem kallar á að við hegðum okkur svo kjánalega. Fyrst skal vígbúast og bruðla, svo skal skilgreina ógnina, búa hana til. Getur verið að almenn löggæsla í land- inu, björgunarsveitir, Landhelgis- gæslan, almannavarnir, mengunar- varnir, tollgæsla, landamæraeftirlit – svo fátt eitt sé nefnt – þurfi á milljörð- unum að halda, milljörðunum sem nú flæða til NATO – og hervæðingar Ís- lands? Herlaus þjóð norður í höfum sem allt- af og án undantekningar talar fyrir friði og stendur utan hernaðar – í verki. Slíkt er eftirsóknarvert. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is KJARASAMNINGUR milli sam- taka verslunarmanna, VR og LÍV, og Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) hefur verið undirritaður með fyrirvara um samþykki beggja samningsaðila. Verði samningurinn samþykktur mun hann gilda frá 1. febrúar síðastliðnum. Samningurinn er í meginatriðum sambærilegur við nýgerðan kjara- samning VR/LÍV og Samtaka at- vinnulífsins (SA) og með sama samn- ingstíma. Í samningnum við FÍS er kveðið á um sérstaka launaþróunar- tryggingu fyrir starfsfólk sem var í starfi hjá sama atvinnurekanda 1. október 2006. Í samningum VR er m.a. sú nýjung að heimilt verður að greiða hluta fastra mánaðarlauna í erlendum gjaldmiðli eða tengja hluta fastra launa við gengi erlends gjald- miðils. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, sagði að samningurinn við FÍS næði til tæplega 10% félagsmanna VR eða um 2.500 manns. Í ljósi að- stæðna á mark- aði nú hafi verið ákveðið að gera sambærilegan samning við FÍS nú og gerður var við SA. Tölur eru þó lítið eitt frá- brugðnar vegna þess að FÍS- samningurinn var hreinræktaður markaðslaunasamningur og var hann færður til samræmis við það sem gert var í samningnum við SA. Sömu endurskoðunarákvæði og gild- istími er í samningunum. „Við ætlum að hafa þetta eins næsta árið og tök- um stöðuna þá,“ sagði Gunnar Páll. Samningsaðilar skipa tvo fulltrúa hvor í nefnd sem á að ákveða í febr- úar 2009 hvort samningurinn verður látinn gilda út samningstímann, til 30. nóvember 2010. VR samdi við Félag stórkaupmanna Gunnar Páll Pálsson LÖGREGLAN á Suðurnesjum lagði hald á um 130 grömm af amfeta- míni á fimmtudagskvöldið og hand- tók í kjölfarið þrjá karlmenn á þrí- tugsaldri. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu var bifreið stöðvuð við reglu- bundið eftirlit í Grindavík. Öku- maður var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var því leitað í bíl hans. Fundust 120 g af amfetamíni og 10 g til viðbótar í heimahúsi í bænum. Þar voru hinir mennirnir tveir. Allir gistu þeir fangageymslur en voru látnir lausir í gær. Málið telst upplýst. Með amfeta- mín í bílnum UNDIRBÚN- INGS- HÓPUR væntanlegra hollvina- samtaka Frí- kirkjuvegar 11 í Reykja- vík segist ekki fá aðgang að húsinu til að halda stofnfund félagsins þar á sunnudag. Í tilkynningu frá undirbúnings- hópnum, sem Þorleifur Gunn- laugsson, borgarfulltrúi VG, fer fyrir, segir að til hafi staðið að opna húsið að Fríkirkjuvegi 11, fá borg- arminjavörð til að veita þar leið- sögn og hönnuð garðsins til að veita leiðsögn um hann. Leyfi hafi verið veitt til opnunar hússins og eft- irvænting orðin talsverð. Nú síð- degis hafi svo borist þær fregnir frá Framkvæmdasviði Reykjavík- urborgar að leyfið hefði verið aft- urkallað og húsið yrði lokað. Ætla að stofna hollvinasamtök TVEIR árekstrar urðu með skömmu millibili á vegamótum Grænáss og Reykjanesbrautar í gær. Úr hvorum árekstri voru þrír slasaðir fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Tildrög slysanna voru með svipuðum hætti. Bílarnir sem komu að stöðvunarskyldu við Grænás munu ekki hafa séð aðvíf- andi umferð á Reykjanesbrautinni og ekið í veg fyrir bílana. Sex fluttir á sjúkrahús IÐNAÐARMENN framtíðarinnar etja kappi á Íslandsmóti iðngreina sem hófst í Laugardalshöll í gær- morgun – og lýkur með verðlauna- afhendingu klukkan 16.30 í dag. Þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði, var Birkir Sigur- sveinsson, nemi í bifvélavirkjun, önnum kafinn við að tengja saman alls kyns snúrur og víra. Markmiðið með mótinu er að vekja athygli á iðn- og starfs- menntun, kynna hana fyrir almenn- ingi og eins þau tækifæri sem fel- ast í námi og starfi í iðngreinum. Auk bíliðngreina er keppt í málm- suðu, trésmíði, hársnyrtingu, upp- lýsinga- og fjölmiðlagreinum og rafvirkjun. Einnig er hægt að fylgjast með mótinu í gegnum vefinn, á vefsvæði islandsmot.skillsiceland.is Íslandsmót iðngreina hófst í Laugardalshöll í gærmorgun Iðnaðar- menn fram- tíðarinnar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Opið í dag til 13 Kópavogur, Smiðjuvegi 68 - 70, sími 544 5000 | Njarðvík , Fitjabraut 12, sími 421 1399 Selfoss, Gagnheiði 2, sími 482 2722          Þann   áttu nagladekkin að vera farin af.  býður eitt mesta úrval landsins af sumardekkjum og álfelgum. Komdu í  í dag og skiptu yfi r í sumarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.