Morgunblaðið - 19.04.2008, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.04.2008, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Menningarmiðstöðin Gerðuberg • Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is • www.gerduberg.is Þar sem sögueyjan rís... Einar Kárason á Ritþingi Gerðubergs laugardaginn 19. apríl kl. 13.30-16.00 Stjórnandi: Halldór Guðmundsson Spyrlar: Sjón og Gerður Kristný Fram koma Karl Guðmundsson leikari, KK, Tómas R. Einarsson og hljómsveit Á HVÖRFUM áttunda og níunda áratugar síðustu aldar þótti Ólafur Lárusson eitthvert mesta „talent“ ís- lenskrar myndlistar og framdi hann mestu skaðræðisgjörninga sem sög- ur fara af. En hann hefur haft hægt um sig í listinni síðustu 15 árin eða svo. Ein- hverjar minniháttar sýningar á Næsta bar og Gallerí Ófeigs á síð- ustu árum og eitt og annað verk á samsýningum. Mér þótti eftirtekt- arvert verk eftir hann á sumarsýn- ingu Listasafns Íslands í fyrra, ljós- myndir teknar frá sjónarhorni málverksins þar sem listamaðurinn var upptekinn í sinni athöfn. Minnti á brot úr kvikmynd Hans Namuth um Jackson Pollock. Á sýningu Ólafs sem nú stendur yfir í Reykjavík art gallerí snýr lista- maðurinn þessu við. Nú eru það myndirnar sem hanga á veggjunum og nærvera listamannsins felst í gjörningnum sem er liðinn. Þetta eru abstrakt-expressjónísk verk aðallega unnin með vatnslitum á pappír. Upp- setningin er vel ígrunduð, myndir flokkaðar eftir áherslum sem stig- magnast í ágengni. Í sumum myndum teiknar Ólafur óræðar línur sem minna, að forminu til, á eldri skúlptúra hans úr gaddavír en jafnframt má draga þarna fínan þráð yfir til línuverka Guðmundu Andrésdóttur. Inn í þetta blandast svo eyðileggingarhvöt að hætti Die- ters Roth. En Ólafur á það til að skera í pappírinn sem, fyrir vikið, verpist og þrívídd kemur inn í spilið. Skornu verkin þykja mér máttugust á sýningunni. Helsti ljóðurinn á myndum Ólafs er hve efnistök og útlit er kunnuglegt innan ramma eftirstríðsmálverksins og þá sérstaklega úr smiðju Jacksons Pollocks. En Pollock var ómeðvitað frumkvöðull í gjörningalistinni þegar listamenn áttuðu sig á því að athöfnin væri ekki síður áhugaverð en útkom- an. Það er ekki að sjá að Ólafur bæti við þetta öðru en tilbrigðum við Pol- lock en slettumálverkið hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar síðan Pollock var og hét, hvort sem það á við um athöfn eða fagurfræði. Má þar nefna allt frá stýrðum lekum Morris Louis eða eldmálverka Yves Klein til sprautumynda Katharinu Groos eða mynda sem Janine Antoni málar með hári sínu og augnhárum. Sýningin er heildstæð og markar vonandi endurkomu Ólafs í sýn- ingaflóruna. Eyðileggingarhvöt á pappír Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Listamaðurinn Ólafur Lárusson við nokkur verkanna á sýningunni. Jón B. K. Ransu MYNDLIST Reykjavík art gallerí Opið alla daga nema mánudaga frá 14- 18. Aðgangur ókeypis. Ólafur Lárusson bbbnn ÉG ætlaði aldrei að hafa mig út úr arinstofu Lista- safns ASÍ þegar ég sótti sýninguna Klessulista- hreiðrið og settist í hægindastól í stofunni. Heyrði þá notalega rödd Björns Th. Björnssonar sem ómaði úr dulbúnu hátalarakerfi í stofunni, upptaka af samtali Björns við Svavar Guðnason og var dásamlegt að sitja og hlusta á þá ræða um lífið og listina og glugga um leið í gagnrýni sem skrifuð var um sýningar fyrir meira en hálfri öld. Ég segi ekki að ég hafi upplifað tímagat, afturábak um hálfa öld, en nokkuð nálægt því. Klessulistahreiðrið er sýning til minningar um List- vinasalinn sem var til húsa á Freyjugötunni þar sem Listasafn ASÍ hefur staðið fyrir sýningum undanfarin ár. Það voru þeir Björn Th. Björnsson og Gunnar Sig- urðsson, kenndur við Geysi, sem stofnuðu salinn árið 1951 fyrir framsæknar listir. Salurinn hýsti listaverk okkar helstu abstraktmálara næstu þrjú árin og fékk viðurnefnið Klessulistahreiðrið af einhverjum ófor- skömmuðum afturhaldsseggjum þess tíma. Sýningin er bland af myndlistarsýningu og heimild- arsýningu og tekst sýningarstjórunum Steinunni Helgadóttur og Gunnari Gunnarssyni, syni Gunnars Sigurðssonar, virkilega vel til með að finna jafnvægi á milli þessa. Það er heimilisstemmning í safninu og af gömlum ljósmyndum að dæma hefur sú stemmning gengið jafnvel enn lengra á sýningum í þá daga, með sófum og pottablómum innan um „klessulistaverkin“. Textar úr ýmsum umsögnum hanga víðs vegar um safnið og er bráðskemmtilegt og fræðandi lesefni. Svo eru auðvitað listaverkin sem standa og hanga án veru- legrar truflunar frá heimildarþættinum. Flest eru verkin í eigu Gunnars Gunnarssonar en önnur eru í eigu Listasafns ASÍ og Listasafns Íslands. Verkin spanna tímabilið 1946 til 1959 og má þarna vart greina á milli verka Þorvalds Skúlasonar, Valtýs Péturssonar og Karls Kvarans, sem hanga í Ásmund- arsalnum. Það er helst stigsmunur í einfaldleika og lit- arnotkun sem sker þau hvert frá öðru. Þarna hanga líka fáséðar komposisjónir eftir Eirík Smith, myndir frá „art brut“ tímabili Kristjáns Davíðssonar, ab- straktverk eftir Nínu Tryggvadóttur (sem slær körl- unum við í agressjón) og málað skilrúm eftir Jóhannes Jóhannesson, að ógleymdum verkum eftir eftir Svavar Guðnason, Snorra Arinbjarnar, Kjartan Guðjónsson, Sverri Haraldsson og Hjörleif Sigurðsson. Það virðist einhver vakning hjá ungum áhugasöm- um listamönnum og listunnendum á listasögunni og mundi ég segja sýninguna vel tímasetta. Titillinn „Klessulistahreiðrið“ er líka svalur og höfðar til nú- tímans en gefur þessum óforskömmuðu afturhalds- seggjum um leið langt nef aftur í tímann. Klessulistin stenst tímans tönn MYNDLIST Listasafn ASÍ Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Lokað 1. maí. Sýningu lýkur 5. maí. Aðgangur ókeypis. bbbbn Morgunblaðið/Golli Klessulistarhreiðrið Titillinn er svalur og höfðar til nútímans en gefur þessum óforskömmuðu afturhalds- seggjum um leið langt nef að mati gagnrýnanda. Jón B. K. Ransu VEGFERÐ er viðeigandi titill á umfangsmikilli sýningu Einars Hákonarsonar í stórum sal í húsi gömlu Kaffi- brennslu Ó. Johnson & Kaaber. Einar sýnir um sjötíu verk frá síðustu fjórum árum, flest frá síðasta ári eða nýrri. Viðfangsefni hans eru sígild, mannlíf og náttúra. Listamaðurinn málar í frjálsum og flæðandi stíl, þar sem saman koma abstrakt og fígúratífir þættir, pens- ildrættir hans eru ráðandi þáttur í uppbyggingu mynd- verkanna, stundum brotnir upp með fíngerðari teikn- ingu. Litrófið er náttúrutengt eins og flestar myndanna, allt frá ljósum litum í málverki eins og „Öskudagur“ þar sem mætast hvítur litur árstímans og karnivalskir litir dagsins, til verka eins og „Bergbúinn“ þar sem dökkir litir eru ráðandi og gefa til kynna jafnt innra ástand sem þjóðsöguleg minni. Viðfangsefni Einars er jafnt þjóðfélagsádeila á borð við málverkið „Arfskiptin (Græðgin)“, sem lýrískar nátt- úrustemningar eins og „Trjágróður“. Hann hikar ekki við að notfæra sér ólíkar stíltegundir og sækja inn- blástur jafnt til Austurlanda sem innlendra málara, og það er ekki síst þessi breidd og kraftur sem er aðal sýn- ingar hans. Mannleg nálægð og ástríður einkenna marg- ar myndir hans, minningar um lifuð augnablik. Sýning- arsalur Kaffibrennsluhússins er stór og rúmar margar myndir, en er þeim þó ekki endilega til framdráttar, minna er stundum meira eins og sagt er, hætt er við að sumar myndirnar glati krafti sínum í svo stórum hópi. Myndlistin er víðtæk listgrein og innan hennar liggja margar leiðir. Einar hefur um langt bil haldið sínu striki og löngu markað sín spor í íslenskri listasögu. Vegferð Einars er kannski ekki framsækin og á stundum stór- karlalegur og flæðandi stíll hans er ekki allra, en sýn hans er persónuleg, kraftmikil og aðgengileg og í takt við breiddina í myndlistarflóru samtímans. Sögur á myndfleti Morgunblaðið/Brynjar Gauti Málverkið Sýn Einars er kraftmikil og aðgengileg. MYNDLIST Kaffibrennsla Ó. Johnson & Kaaber, Sætúni 8 Til 27. apríl. Opið daglega frá kl. 12-18. Aðgangur ókeypis. bbbnn Ragna Sigurðardóttir Boðið var upp á gjörningadagskrá í Kling og Bang síðastliðinn föstu- dag þar sem fluttir voru átta mis- munandi gjörningar. Gjörningar sem listform ruddu sér til rúms í listheiminum með framúrstefnu- hreyfingum á borð við dada, súr- realisma og fútúrisma á fyrri hluta síðustu aldar. Síðan hefur gjörningalistin þróast í mismun- andi áttir með mismunandi áherslur. Gjörningurinn gat snúist um athöfnina við gerð listaverka eða samþættingu ólíkra listgreina. Gjörningar taka á sig form trúðs- láta, einlægrar persónutjáningar eða alvarlegrar samfélagsgagnrýni og allt þar á milli. Ásmundur Ásmundsson framdi ásamt Kristínu Eiríksdóttur og Benedikt Hjartarsyni bókmennta- fræðingi eldhúsgjörning sem vís- aði í kunnuglegan hversdagsheim blandaðan óútskýranlegum fárán- leika. Benedikt, sem er sérhæfður í sögu dada og súrrealisma, rök- ræddi síðan við Ása um hvort rétt væri að nota hugtökin súrreal- ískur eða absúrd um gjörninginn og taldi þessi hugtök einungis eiga við í sínu sögulega samhengi. Á meðan þessi upplýsta, fræðilega en ófrjóa umræða átti sér stað hékk hvítklædd furðufígúra (Kristín) eins og óþekkur apakött- ur utan á Benedikt og dró fram fáránleika þessarar samræðu sem og vandamál listumræðunnar yf- irleitt. Það er ekki laust við að ég sé í sömu aðstæðum við að reyna að lýsa og leggja mat á þessa gjörn- ingadagskrá. Þau einkenni gjörn- ingsins sem áður aðgreindu hann frá daglega lífinu bíta ekki lengur þar sem samfélagið sjálft eins og það birtist í ljósvakamiðlunum hefur tekið sér fyrra hlutverk gjörningsins. Það getur enginn listgjörningur orðið súrrealískari, fáránlegri, kaldhæðnari, út- úrsnúnari eða meira absúrd. Í gjörningi Snorra Ásmunds- sonar og Helgu Óskarsdóttur Að sanna karlmennsku sína í hvaða veldi sem er er gerð tilraun til að skoða á alvarlegan og nokkuð raunsæjan hátt hvernig karlmaður misbýður konu í krafti stærðar – mismunar. Engin tilraun var gerð til að gera gjörninginn fyndinn en áhorfendur hlógu samt, kannski vegna þess að óþægilegar birting- armyndir raunveruleikans virka fáránlegar og það sem er fárán- legt er fyndið. Hulda Vilhjálmsdóttir negldi niður athygli áhorfenda með upp- tjúnuðum gjörningi, Bjargvætt- urinn, þar sem hún túlkaði and- legt ástand sjálfheldu og innilokunar í deyjandi gróð- urflækju með átakanlegu hoppi og hysterísku ákalli um björgun. Val- garður Bragason sem lék þyrlu- flugmann og væntanlegan bjarg- vætt – stikaði um rýmið og sagði einfaldlega hátt og skýrt NEI við öllum hennar hrópum. Gjörning Huldu finnst mér að megi allt eins túlka sem sjálfheldu samtímalistarinnar sem þarf að finna sér einhverjar nýjar leiðir vilji hún eiga erindi. Hannes Lárusson flutti gjörning sem hann kallar Bíbí for back to basis, flaututengt hjarðljóð sem stóð yfir allan tímann og er ætlað að tengja saman íslenskan og grískan menningarheim. Þótt vís- unin í hjörðina virðist fela í sér kaldhæðni og tvíræðni þá felur tit- ill verksins í sér ábendingu um mögulega leið út úr þeim ógöng- um sem blasir við listinni. Ármann Reynisson, hinn kunni fagurkeri, kynnti gjörningana af mikilli innlifun sem setti óvæntan svip á viðburðinn. Þeir gjörningar sem ekki er fjallað um í þessari umsögn eru góðra gjalda verðir en viðburðurinn í heild er þó ekki mjög eftirminnilegur nema fyrir þá sök að endurspegla meðvitað kreppu samtímalistarinnar. Flautað til leiks Þóra Þórisdóttir MYNDLIST Kling og Bang gallerí, Hverf- isgötu 42 Gjörningar: Hannes Lárusson, Ólöf Björnsdóttir og Ólafur Þór Þorsteinsson sagnfræðingur, Auxpan, Hulda Vilhjálms- dóttir og Valgarður Bragason plak- artmeistari, Sigtryggur Berg Sigmars- son, Ásmundur Ásmundsson, Kristín Eiríksdóttir og Benedikt Hjartarson bók- menntafræðingur, Snorri Ásmundsson og Helga Óskarsdóttir. Gjörningadagskrá 11. apríl 2008 bbbnn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.