Morgunblaðið - 19.04.2008, Page 51

Morgunblaðið - 19.04.2008, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 51 Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Myndbandssýn- ing um Vestmannaeyjar og Siglufjörð verður 21. apríl kl. 13, í umsjón Guð- bjargar Sigurjónsd. þátttakanda í fé- lagsstarfinu. Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Flækjufótur í samvinnu við Bænda- ferðir fer í vikuferð til Þýskalands í sept. nk. Leiðsögumaður verður Steingrímur Gunnarsson. Allar uppl. í síma 898-2468. Félag eldri borgara í Kópavogi | Opið hús í félagsheimilinu Gullsmára kl. 14. Jón B. Halldórsson fer með gam- anmál, Hjördís Geirsdóttir söngkona syngur og Kristmundur Halldórsson kynnir Böðvar Guðlaugsson skáld. Kaffiveitingar í boði félagsins. landsskóla, Víðigrund kl. 9.30-10.30. Uppl. í síma 564-1490. Kvenfélag Kópavogs | Vorferð Kven- félags Kópavogs verður 15. maí nk. Lagt verður af stað frá Hamraborg 10 kl. 18. Þátttaka tilkynnist fyrir 10. maí í síma: 553-5858 Elísabet eða 557-9707/847-7836 Bryndís. Kirkjustarf Hallgrímskirkja | Messa og barna- starf kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og messuþjónum. Organisti Björn Stein- ar Sólbergsson, félagar úr Mót- ettukór leiða söng. Umsjón með barnastarfi hefur Magnea Sverr- isdóttir djákni. Samskot til Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9 og Hana-nú-ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Á síðasta vetrardag, miðvikud. 23. apríl, er vet- ur kvaddur í Breiðholtskirkju kl. 14. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum, m.a. kvennakórinn Senjórítur, nem- endur frá Tónskóla Sigursveins, sig- urvegarar í upplestrarkeppni í Breið- holti, sönghópur frá Hæðargarði, Gerðubergskórinn o.fl. Hæðargarður 31 | Listasmiðjan; út- skurður, bútasaumur, glerlist, postu- lín, frjáls verkefni. Ókeypis tölvu- kennsla á miðvikud. og fimmtud. Línudans, Bör Börsson, söngur, þeg- ar amma var ung og afi líka, brids, skapandi skrif, félagsvist, hlát- urklúbbur, framsögn. Uppl. 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snæ- dagbók Í dag er laugardagur 19. apríl, 110. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Fagnið því, þótt þér nú um skamma stund hafið orðið að hryggjast í margs konar raunum. (1Pt. 1, 6.) Hlunkadagur verður hald-inn í Dýralæknamiðstöð-inni í Grafarholti í dag.Dagskrá dagsins er, eins og nafnið gefur til kynna, tileinkuð stórum hundum og þeim sérþörfum sem þeir hafa í þjálfun, fóðrun og heilbrigðisþjónustu. Kolbrún Arna Sigurðardóttir dýrahjúkrunarnemi er skipuleggj- andi dagsins: „Við höldum opið hús þar sem gestir geta kynnt sér að- stöðuna og veitum fræðslufyr- irlestra fyrir eigendur stórra hunda eða þá sem hyggja á að fá sér stóran hund,“ segir Kolbrún. Meðal annars verður fyrirlestur um mjaðma- og olnbogalos, sem eru með algengustu heilsukvillum í stórum hundum: „Um er að ræða kvilla sem borist geta áfram í af- kvæmi ef ekki er vandað til með par- anir, en borið hefur mikið á því á Ís- landi að ekki er hugað að ástandi mjaðma. Afleiðingin getur orðið sú að innan þriggja ára þurfi að lóga hvolpunum til að lina þjáningar þeirra,“ segir Kolbrún, en til að leggja mat á gerð mjaðma þarf að framkvæma röntgenmyndatöku sem síðan er skoðuð af sérfræðingi. Tannhirðu og góðri fóðrun verða einnig gerð skil: „Sérfræðingur Dýralæknamiðstöðvarinnar í tann- lækningum fjallar um mikilvægi þess að hirða tennur hunda vel. Oft vill tannhirðan gleymast, en mik- ilvægt er bæði að bursta tennur hundsins reglulega og koma með hann í skoðun til að láta hreinsa tannstein og huga að skemmdum.“ Kynning verður á Royal Canin fóðri og tegundafóðri fyrir stóra hunda auk þess sem ráðlagt verður um skömmtun: „Albert Stein- grímsson hundaþjálfari ætlar svo að segja nokkur orð um þjálfun og ögun stórra hunda, en sérstaklega mik- ilvægt er að eigendur stórhunda hugi vel að uppeldinu, séu ábyrgir og upplýstir.“ Einnig verður á fundinum kynnt starfsemi Rottweilerklúbbs Íslands, gestir fá að skoða tækjabúnað spít- alans, og hægt verður að nálgast af- sláttarmiða á geldingum og ófrjó- semisaðgerðum. Sérstakur heiðursgestur er lögregluhundurinn Neró sem starfar við fíkniefnaleit. Finna má nánari upplýsingar á slóðinni www.dyrin.is. Dagskráin hefst kl. 15. Aðgangseyrir er 500 kr. Dýrahald | Hægt að fræðast um uppeldi og heilsu stórra hunda í dag Stórir og með sérþarfir  Kolbrún Arna Sigurðardóttir fæddist á Egils- stöðum 1985. Hún lauk stúd- entsprófi við VUC í Dan- mörku 2004 og stundar nám í dýrahjúkrunar- fræði við Hansenborgarskóla í Kolding. Kolbrún starfaði á Hunda- hótelinu á Leirum en hefur und- anfarið hálft ár verið nemi á Dýra- læknastofunni í Grafarholti. Sambýlismaður Kolbrúnar er Sig- urður Már Davíðsson athafnamað- ur. Tónlist Bar 11 | Indie-rokksveitirnar Unchastity og The Customs leiða saman hesta sína ásamt The Orange Affair sem leikur rokk af gamla skólanum frá kl. 21. Digraneskirkja | Samkór Kópavogs heldur árlega vortónleika dagana 19. og 20. apríl og hefjast tónleikarnir kl. 17. Stjórnandi kórsins er Björn Thorarensen. Stærsti hluti tónleikanna er tileinkaður Mozart. Flensborgarskóli | Nokkrir kórar fram- haldsskólanna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi halda kóramót dag. Kórarnir æfa sameiginlega efnisskrá og halda tón- leika kl. 16.30 á sal skólans. Tónleikarnir eru ókeypis. Kristskirkja Landakoti | Kór- og org- eltónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar og Guðmundur Sigurðsson organisti eru í dag kl. 15.30. Stjórnandi kórsins er Helgi Bragason. Aðgangseyrir er 1.500/1.000 kr. og fást í safnaðarheimili Kristskirkju fyrir tónleikana. Allur aðgangseyrir renn- ur í orgelsjóð kirkjunnar. Rimaskóli | Skólahljómsveit Grafarvogs er 15 ára í ár og heldur afmælistónleika sunnudaginn 20. apríl kl. 15 í Rimaskóla. Á lagaskránni eru m.a. lög eftir Tsjaíkovskíj, Brahms, James Brown, Leroy Anderson, Queen og Eric Clapton. Aðgangseyrir er 500 kr., frítt fyrir börn innan 12 ára. Tónberg | Grundartangakórinn, Karlakór Akureyrar-Geysir og Tindatríóið, ásamt einsöngvurunum Ara Jóhanni Sigurðs- syni, Bjarna Atlasyni, Guðlaugi Atlasyni og Smára Vífilssyni, flytja fjölbreytta efnis- skrá í Tónbergi, Akranesi kl. 16. Stjórn- endur eru Atli Guðlaugsson og Valmar Valjaots. Myndlist Gallerí BOX Akureyri | Prjónaheimur Lúka opnaður kl. 16 og stendur sýningin til 4. maí. Gunnhildur og Brynhildur Þórð- ardætur gera innsetningu með efni sem þær hönnuðu innblásið af lakkrís en Glófi Akureyri prjónaði og verður hluti af henni, því þær verða í fatnaði úr efninu. Opið lau./sun. 14-17. Grafíksafn Íslands | Sigríður Anna E. Nikulásdóttir opnar málverkasýningu kl. 14 í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Sýningin stendur til 4. maí og er opin frá fimmtu- degi til sunnudags kl. 14-18. rækt á vegum Hugarafls í dag kl. 12-17. Alls kyns uppákomur, tónlist, geðgrein- ingar, ljóðalestur, handverksmarkaður, ljósmyndasýning Sigurjóns Grétarssonar og veitingar seldar. List án landamæra | Átaks-gjörningur kl. 13 hjá Alþingishúsinu, ætlunin er að mynda hring um Alþingishúsið. Börn Bókasafn Kópavogs | Rússnesk vika. Rússnesk sögustund fyrir börn kl. 14 í umsjón Liudmilu Moiseevu. Enginn að- gangseyrir. Uppl. í síma 659-0716. Kjarvalsstaðir | Útskriftarsýning Listahá- skóla Íslands í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Verk nemenda úr mynd- listardeild og hönnunar- og arkitekt- úrdeild verður opnuð laugardaginn 19. apríl kl. 14. Skemmtanir Salthúsið Grindavík | Hljómsveitin Ímynd spilar upp úr kl. 0.30. Aðgangseyrir er 1.000 kr. www.myspace.com/imynd. Uppákomur Café Rót | Geðveikt kaffihús verður starf- KAPPHLAUP á háhæluðum skóm var haldið í Belgrad í fyrradag. Hlaup á skóm með háum hæl geta endað með ósköpum eins og sést á myndinni, enda skórnir ekki hannaðir til hlaupa. 90 konur tóku þátt og hlaut sú sem fyrst kom í mark 3.000 evrur að launum. Það er kvennatímaritið Cosmopo- litan sem stendur árlega að þessu stórmerkilega kapphlaupi og verða skór keppenda að skarta hælum sem eru í það minnsta átta sentimetrar. Ekki ætlaðir til spretthlaupa ÓLAFUR F. Magnússon borg- arstjóri efnir til samráðsfunda með íbúum í öllum hverfum Reykjavíkur í apríl og maí. Á hverjum fundi býðst íbúum að kynna sér og ræða forgangsröðun innsendra hugmynda á ábending- arvefnum 1, 2 og Reykjavík á heimasíðu borgarinnar www.reykjavik.is. Ennfremur eru kynntar helstu framkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfinu. Í dag, laugardaginn 19. apríl, verða haldnir fundir sem hér segir: Grafarholt: Kl. 11-13 í Ingunnarskóla. Meðal efnis á dagskránni: Stofn- un íbúasamtaka Grafarholts og kór leikskólans Maríuborgar flytur nokkur lög. Háaleiti/Bústaðir: Kl. 13-15 í Réttarholtsskóla. Meðal efnis á dagskránni: Mál- þing unga fólksins, lúðrasveit spilar og eldri borgarar frá félagsmið- stöðinni Hæðargarði syngja með börnum í hverfinu. Vesturbær: Kl. 14-16 í Félags- og þjónustu- miðstöð Vesturbæjar, Aflagranda 40. Meðal efnis á dagskránni: Börnin í hverfinu – barnahorn með áherslu á myndlist og tjáningu, nemendur frá Hagaskóla sýna atriði úr sýn- ingu skólans Bugsy Malone. Reykjavíkurborg hvetur borg- arbúa til að mæta á fundina, taka þátt í umræðum og stuðla þannig að blómstrandi mannlífi í hverfum borgarinnar. Samráðsfund- ir íbúa og borgarstjóra FRÉTTIR RÁÐSTEFNA um vistkerfi Íslands- hafs verður haldin í Hafrann- sóknastofnun þriðjudaginn 22. apr- íl. Ráðstefnan hefst klukkan 10 og verður í ráðstefnusal á fyrstu hæð. Fjallað verður um; byggingu og virkni vistkerfis Íslandshafs, ástand sjávar í Íslandshafi, breytileika í styrk og upptöku næringarefna í Ís- landshafi, svifþörunga í Íslandshafi og nálægum hafsvæðum, útbreiðslu dýrasvifs í Íslandshafi að vor- og sumarlagi árin 2006 og 2007, fæðu- vistfræðileg tengsl og stöðu al- gengra uppsjávartegunda í Íslands- hafi, útbreiðslu og lífshætti loðnu, hrygningu loðnu, útbreiðslu loðnu í Íslandshafi og hrygningargöngur uppsjávarfisks. Í lok ráðstefnunnar verða al- mennar umræður en gert er ráð fyrir að ráðstefnunni ljúki klukkan 15. Ráðstefna um vistkerfi Ís- landshafs DR. JOHN Douglas frá BRGM, Or- léans, Frakklandi heldur fyr- irlestur í boði verkfræðideildar Háskóla Íslands í stofu 158 í VRII mánudaginn 21. apríl kl. 16. Í fyrirlestrinum, sem haldinn er á ensku, er fjallað um aðferðir sem beitt er við mat á jarð- skjálftavá og jarðskjálftaáhættu. Að fyrirlestri loknum mun dr. John Douglas svara fyrirspurnum. Fyrirlesturinn nefnir hann: „Improving empirical ground- motion prediction for seismic haz- ard assessment“. Dr. John Douglas er með dokt- orspróf í byggingar- og umhverf- isverkfræði frá Imperial College of Science, Technology and Medic- ine í London. Hann er einnig með próf í stærðfræði frá sama skóla. Rannsóknir dr. Johns Douglas hafa einkum beinst að þróun stærðfræðilíkana sem lýsa eðli og áhrifum jarðskjálfta svo og mati á jarðskjálftavá, ennfremur áhættu- greiningu og áhættustjórnun. Hann hefur ritað fjölmargar greinar sem birst hafa í virtum al- þjóðlegum tímaritum. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Jarðskjálftar og mat á jarðskjálftavá                                           !!" #$ %$ &        "  "     "       $      $    !     " #  $ %! $&  $  $ '   (                $     HUGARAFL heldur „Geðveikt kaffihús“ í dag, laugardaginn, í Kaffi Rót, Hafnarstræti 17, frá 12.00- 17.00. Þetta er samstarf Hugarafls við listahátíðina List án landamæra og er þriðja árið sem Hugarafl stendur fyrir þessari uppákomu. Boðið er upp á geðheilsukaffi og geðveikar kökur. Að þessu sinni eru það forsvarsmenn á Kaffi Rót sem gera þetta mögulegt. „Uppákomur, geðgreiningar, tónlist, ljóðlist, geð- veikt andrúmsloft, handverksmark- aður, gleði og samvera!“ segir í til- kynningu. Unnið sé gegn fordómum á jákvæðan og skemmtilegan hátt. „Geðveikt kaffihús“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.