Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Laufey Magn-úsdóttir fæddist í Bolungarvík 17. mars 1923. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Sauð- árkróks föstudag- inn 11. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Magnús Magnússon frá Gjögri, f. 13.10. 1883, d. 22.3. 1941, og Dagbjört Guðrún Guðmundsdóttir frá Efstadal í Ög- urhreppi, f. 25.4. 1886, d. 10.11. 1962. Systkini Laufeyjar eru Þor- bergur Guðmundur, f. 1912, d. 1946, Albert Tryggvi, f. 1914, d. 1986, Guðmunda Margrét Jó- hanna, f. 1916, d. 1992, Vilmar, f. 1920, d. 1992, og Guðmundur Haf- steinn, f. 1925, sem lifir systkini sín. Laufey fór þriggja ára í fóst- ur til Guðrúnar S. Guðmunds- dóttur og Júlíusar J. Hjaltasonar á Hrauni í Skálavík og ólst þar upp í stórum barnahópi. Maður Laufeyjar var Kristján Einarsson bóndi á Enni í Viðvík- ursveit, f. í Bolungarvík 10. októ- ber 1924, d. 1995. Foreldrar hans voru Einar Teitsson frá Bergs- stöðum á Vatnsnesi og Sigríður Ingimundardóttir. Sonur Lauf- eyjar og Daníels Einarssonar, f. 9.7. 1921, d. 2007, er Sigurberg Hraunar, f. 15.10. 1942, maki Oddrún Guðmunds- dóttir, látin, þau eiga fjögur börn og 10 barnabörn. Dæt- ur Laufeyjar og Kristjáns eru: 1) Guðný Sigríður, f. 29.4. 1944, maki Óskar Pálsson, skil- in. Þau eiga þrjú börn, sex barnabörn og eitt barna- barnabarn. 2) Eind- ís Guðrún, f. 15.1. 1952, maki Har- aldur Þór Jóhannsson. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. 3) Ragnhildur, f. 16.7. 1962, maki Jóhann Kári Hjálmarsson, skilin. Þau eiga þrjá syni og eitt barna- barn. Sambýlismaður Magnús Antonsson. 4) Ingunn, f. 13.4. 1967, d. 15.6. 1977. Laufey og Kristján hófu búskap á Enni 1948 og bjuggu til ársins 1995 er Kristján lést. Hún hélt síð- an heimili hjá Eindísi og Haraldi á Enni til ársins 2007 er hún vist- aðist á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki. Útför Laufeyjar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Viðvík- urkirkjugarði. Elsku amma í sveitinni hefur nú sofnað svefninum langa og er komin til afa og Ingu frænku. Það eru margar góðar og skemmtilegar minningar sem rifjast upp fyrir mér þegar ég var í sveit- inni í Enni, sem er í fallegasta firði landsins, Skagafirði. Það fannst okkur allavega. Í sveitina fór ég sem „kaupamað- ur“ á hverju sumri í ein ellefu sum- ur. Beið með þvílíkum spenningi að komast í vorverkin og grenjaði úr mér augun á haustin þegar ég þurfti að fara heim, því í sveitinni hjá ömmu og afa fannst mér gott að vera. Já, það flýgur margt í gegnum hugann. Amma var meira en amma, hún var líka góður vinur minn. Í seinni tíð þegar við rifjuðum upp sumardvöl mína gátum við hlegið að uppátækjum mínum og ég veit að þú hafðir lúmskt gaman af. Já, það rifjast upp fullt af góðum og skemmtilegum minningum. Minn- ingum sem ég mun aldrei gleyma. Seinni ár ömmu heima í Enni sat hún við eldhúsgluggann með prjón- ana sína, las blöðin og fylgdist með búinu. Hún virtist vera með allt á hreinu. Hvaða kindur voru bornar, hvaða hryssur voru kastaðar og hvernig heyskapurinn gekk. Eftir að ég eignaðist fjölskyldu náðu þær Helga, konan mín, og amma alveg einstöku sambandi. Þær gátu setið og spjallað og spjall- að. Þær voru miklar vinkonur. Elsku amma. Ég og Helga erum svo þakklát fyrir að hafa geta átt með þér frábæran dag þegar við héldum upp á áttatíu og fimm ára afmælið þitt í mars síðastliðinn. Sá dagur er stór í okkar lífi. Við kveðjum þig, elsku amma í sveitinni, með miklum söknuði en eftir lifir minning um góða ömmu. Stefán Ingi. Amma er farin til himna. Hún kvaddi þennan heim föstudaginn 11. apríl. Mamma hringdi í mig í vinn- una og ég vissi strax hvert erindið væri. Mér fannst allt gerast mjög hægt þegar ég svaraði og þegar orð- in komu í eyrun fóru tárin að renna niður kinnarnar. Tárin mín til ömmu eru tákn um þær minningar sem ég á með henni og um hana. Ég var svo lánsöm að fá að fara í sveit- ina til ömmu og afa þegar ég var á sjötta ári og fór þangað á hverju sumri langt fram á unglingsárin. Þar kynntist ég ömmu. Amma var einstök kona. Hún var allt í senn auðmjúk, góð, hugulsöm, gestrisin, og með húmorinn í lagi. Þegar ég hugsa um ömmu situr hún við gluggann sinn, horfir yfir Skaga- fjörð, með hálfan kaffibolla fyrir framan sig, raulandi lag og að prjóna. Amma var alltaf að prjóna. Við amma áttum saman mörg sam- töl á meðan ég var að aðstoða hana við heimilisverkin í sveitinni. Við sátum oft tvær við eldhúsborðið og ræddum málin. Ég spurði hana um líf hennar, um ástina, um trúna, um lömbin og hvernig þau afi kynntust. Við amma vorum góðar vinkonur. Amma Laufey verður jörðuð í kirkjugarðinum í Viðvík, við hlið afa míns, sem var einn sá flottasti afi sem hægt er að hugsa sér. Loksins fá þau að hvíla hlið við hlið á ný. Ég veit að ömmu líður vel og veit að hún horfir á okkur hin og reynir að fá okkur til að brosa, því það var hennar einstaki hæfileiki, að fá okk- ur til að brosa. Ég sakna hennar. Takk, amma, fyrir allt saman. Þín, Ingunn Margrét (Inga Magga.) Elsku amma, ég þakka þér fyrir öll sumrin sem ég fekk að dvelja hjá ykkur afa. Þessi sumur voru bæði í senn lærdómsrík og skemmtileg. Hestar, kýr og kindur, þessum dýr- um kynntist maður vel og öllu í kringum þau, svo auðvitað hundar og kisur. Regla nr. eitt í Enni var að vera góður við dýrin, já, þið voruð sannir dýravinir. Oft vorum við nokkur frændsystkinin í Enni og þá var mikið brallað. Mikill gestagang- ur var hjá ykkur enda voru þið gest- risin og alltaf allir velkomnir. Í dag finnst mér það vera forréttindi að hafa verið í sveit sem barn og fram á unglingsár. Oft hugsa ég til þess tíma sem ég dvaldist hjá ykkur. Ég á margar góðar og skemmtilegar minningar sem gott er að ylja sér á. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Elsku amma, ég veit að þú varst orðin lúin. Nú ertu komin til afa og Ingu sem þú saknaðir sárt. Megir þú, elsku amma mín, hvíla í friði. Kveðja. Laufhildur Harpa og fjölskylda. Mig langar að minnast í örfáum orðum ömmu minnar sem var alltaf til staðar fyrir mig þegar á þurfti að halda. Gott var að leita til hennar með ýmis mál sem úrlausnar þurftu við. Það var gott að alast upp í skjóli ömmu og afa og lærði maður margt af þeim. Þú átt að vernda og verja þótt virðist það ekki fært allt sem er hug þínum heilagt og hjarta þínu kært. Vonlaust getur það verið þótt vörn þín sé djörf og traust. En afrek í ósigrum lífsins er aldrei tilgangslaust. (Guðmundur Ingi Kristjánsson) Ég vil þakka þér, amma mín, fyr- ir allar okkar góðu stundir og veit nú að þú ert komin til afa og Ing- unnar. Alda Laufey. Elsku amma. Að setjast niður og skrifa nokkur orð til minningar um þig er erfitt, því ég veit ekki hvar ég á að byrja. Minningarnar um þig og afa í sveitinni eru svo ótal margar. Mér hlotnaðist sá heiður að fá að alast upp í faðmi ykkar og allt það góða sem býr í mér kom frá ykkur. Elsku amma, alltaf var faðmur þinn opinn og hlýjan sem streymdi frá þér og þitt einlæga bros er mér svo minnisstætt. Mínar fyrstu minningar um þig eru að þú komst og last sögur fyrir svefninn. Stundum dottaðir þú og ég leiðrétti þig. Oft vorum við búin að hlæja saman er við rifjuðum þetta upp. Þú kenndir mér líka bænir sem fylgja mér enn í dag og þeirri trú sem ég á í dag sáðir þú í hjarta mitt. Oft áttum við góðar stundir við eldhúsborðið og gripum stundum í spil er við biðum eftir afa og mömmu í mat. Svo er ég var stærri fékk ég að vera með afa úti að vinna. Afi þurfti alltaf að vera að gera eitthvað. Það var líka dæmigert fyrir hann að hans síðasta verk var að stinga út úr fjárhúsunum. Afi fór of fljótt og það var sárt en þú amma varst áfram hjá okkur eins og þú lofaðir. Afi kenndi mér verklagni, sagði mér að vera duglegur og hafa hugann við það sem ég var að gera. Oft var nú gott að koma inn til þín amma og fá að borða eftir að vera búinn að gera eitthvað með afa. Þá spurðir þú: Ertu svangur? Seinni árin áttir þú þinn fasta stað á stólnum í eldhús- króknum við gluggann og þaðan fylgdist þú með öllu sem var að ger- ast. Ég minnist fallega brossins þíns í glugganum á vorin er þú horfðir á lömbin leika sér. Elsku amma, nú er stóllinn tómur og þitt hlýja bros ekki lengur í eldhúsinu til að taka á móti mér því nú ert þú komin heim til föðurins og þið afi eruð saman á ný í gleðinni. Elsku amma, takk fyr- ir að vera til staðar fyrir mig; jafn- vel þótt þú værir hinum megin á landinu var nóg að hugsa til þín og þá fékk lífið tilgang á ný. Elsku amma takk fyrir stundirnar, sög- urnar, bænirnar og gleðina sem þú gafst mér. Þitt bros geymi ég í hjarta mínu. Elsku afi og amma, Guð blessi ykkur. Minning um ykk- ur mun alltaf lifa. Kristján Geir. Í dag kveðjum við ömmu Lauf- eyju. Pabbi hvenær komum við í sveit- ina? Þessi spurning heyrðist reglu- lega þegar við systkinin vorum á leið norður í Enni með mömmu og pabba. Yfirleitt heyrðist spurningin fyrst þegar komið var upp úr Hval- firðinum og svo á 10 mínútna fresti þar til rennt var í hlað hjá ömmu og afa í Enni. Í huga okkar var bara ein sveit, sveitin okkar. Í sveitinni okkar var alltaf sólskin, í sveitinni okkar beið amma eftir okkur. Árin hafa liðið og enn liggur leiðin í sveitina, enn skín sólin, en í þetta skiptið bíður amma ekki eftir okkur við eldhúsgluggann. Við systkinin eigum öll okkar minningar úr sveitinni hjá ömmu og við komum til með að geyma þær um aldur og ævi. Við þökkum ömmu fyrir allar góðu stundirnar og kveðj- um hana með söknuði. Guðmundur Gunnar, Kristján Daníel, Ingibjörn, Laufey. Ég hefi alltaf litið á það sem ein- stakt gæfuspor þegar ég réðist, 15 ára gamall sumarið 1945, sem kaupamaður að Hofsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Bæjar- og útihús voru öll úr torfi og nútíma búskaparhættir höfðu ekki numið þar land. Akvegur var ekki kominn um Blönduhlíð. Mjólkin var flutt á klakki að Austurvatnabrú Héraðs- vatna. Mér var fengið orf í hönd og var mestan part sumarsins við slátt, rakstur, heyband og klyfjahesta. Flórmokstur tilheyrði einnig kaupa- mannsstarfinu. Fjósflórinn var hellulagður. Hann hefur án efa verið sléttur í upphafi, en þegar hér er komið sögu höfðu hellurnar haggast eftir ára- langan umgang blessaðra kúnna. Það gerði flórþrifin erfiðari. Ég kunni mjög vel við mig í þessu ein- staka andrúmslofti fortíðar og til- einkaði mér vinnubrögðin með ánægju. Ég fékk góða kennslu við sláttinn. Stefán bóndi Stefánsson hafði verið víðfrægur sláttumaður og fáir eða engir hans jafnokar. Kona hans, Ingigerður Guðmunds- dóttir, var mikil mannkosta mann- eskja. Við frumstæðar aðstæður stjórnaði hún öllu innanhúss af mik- illi rausn. Veran á Hofsstöðum var mér mikill lífsskóli sem kom að not- um þegar ég síðar hóf útgáfu bóka um þjóðlíf, þjóðhætti og horfna starfshætti. Þegar ég hugsa til Hofsstaða og Skagafjarðar hlýnar mér alltaf um hjartarætur, ekki bara vegna þess sem ég hefi lýst hér á undan, heldur einnig og ekki síður vegna kynna minna af Kristjáni Einarssyni og unnustu hans, Laufeyju Magnús- dóttur, og ævilangrar vináttu okkar. Kristján var kaupamaður á Hofs- stöðum. Þau höfðu búið skamma stund á Læk í Viðvíkursveit áður en þau fóru að Hofsstöðum. Kristján átti einhvern fjárstofn og hafði leyfi til að heyja í frítímum sínum á Hofs- stöðum. Unga parið bjó í gömlu bað- stofunni en hugði á meira sjálfstæði. Frá Hofsstöðum fóru þau aftur að Læk. Þess má geta hér í framhjá- hlaupi að það mun hafa verið á Læk sem hinn stórkostlegi söngvari, Stefán, sem síðar kenni sig við Ís- land úti í hinum stóra heimi, kom fyrst opinberlega fram. Bærinn Enni er í hlíðinni rétt ofan við Læk og fluttust þau þangað skömmu síð- ar og bjuggu þar alla tíð. Næg voru verkefnin; það þurfti að byggja upp öll hús á bænum og fara í stórfellda ræktun. Þau hófu búskapinn með nánast tvær hendur tómar en hugann fullan af framtíð- áráformum og sigruðust á erfiðleik- unum með þrautseigju og óbilandi kjarki. Það er ekki ætlan mín að rekja hér búskaparsögu þeirra, hún er margra annarra sögu lík. Hins vildi ég minnast, að þegar Þorgeir, fyrsta barn okkar hjóna, náði sjö ára aldri fórum við þess á leit við Kristján og Laufeyju að hann fengi að vera hjá þeim sumarlangt. Það var auðfengið, þótt Laufey hefði svo sannarlega nóg á sinni könnu. Þor- geir var einnig hjá þeim næsta sum- ar og loks þriðja sumarið þegar hann var 12 ára. Kristján féll frá 1995 og nú er Laufey einnig horfin á braut. Fjölskylda mín saknar vina í stað, þakkar ómetanleg kynni og biður afkomendum þeirra hjóna allrar blessunar. Örlygur Hálfdánarson. Laufey Magnúsdóttir, húsfreyja í Enni í Viðvíkursveit í Skagafirði, er látin, 85 ára að aldri. Hún var einn þeirra víkinga er brutu íslenskt þjóðfélag út úr gamla tímanum inn í hinn nýja frá 1940- 1990, sem voru mestu framfara og umbreytingaár hins íslenska þjóð- ríkis frá landnámi til aldamótanna 2000. Laufey var víkingur dugleg, ósér- hlífin og hreint ótrúlega þrautseig. Hún hafði trausta og góða lund, var kærleiksrík og nærgætin við alla sem á hennar heimili dvöldu um lengri eða skemmri tíma. Laufey var skilningsrík og umburðarlynd. Allir þessir kostir gerðu hana að þeirra einstöku manneskju sem hún var. Búskapur hennar í Enni hófst ár- ið 1948 er hún og Kristján Ein- arsson, maður hennar, keyptu jörð- ina og fluttu þangað með bústofn sinn. Þau byggðu jörð sína upp og ræktuðu gott tún, áttu góðan vel með farinn og arðsaman bústofn. Þau unnu saman að búskapnum þar til Kristján lést hinn 18. október 1995. Laufey dvaldist á elliheimili Skagfirðinga á Sauðárkróki nú hin síðustu misseri, þá orðin heilsuveil og þreytt eftir langa og vinnusama ævi. Undirritaður þakkar henni alla hennar umhyggju og drengskap og alveg sérstaklega kærleika hennar við föðurmissi hans haustið 1949. Blessuð sé minning Laufeyjar Magnúsdóttur, þessarar einstöku heiðurskonu. Þegar vorsólin flæðir um fjallasal, fæðist lífið að nýju hvert sinn. Byggðin ómar af söng frá sæ í dal sem kveður anda þinn. Ingimundur Magnússon. Laufey Magnúsdóttir Hún Sigga mín var sterkur karakter sem ekki er hægt að gleyma. Fyrstu kynni okkar voru vegna viðtals út af at- vinnuumsókn minni hjá S. Árnasyni og ég var dauðhrædd. En þegar þessi kona tók á móti mér rann hræðslan af mér. Ég man enn hvern- ig hún var klædd, í græna kjólnum með silfurnæluna fallegu. Sigga sagðist hafa byrjað að vinna hjá Gunnari Guðjónsssyni 30. apríl 1938, sem er fæðingardagurinn minn. Hún elskaði litlu fjölskylduna Sigríður Magnúsdóttir ✝ Sigríður Magn-úsdóttir fæddist í Reykjavík 15. apríl 1915. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 11. mars síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 19. mars. sína en hafði samt nóg rúm fyrir börn ann- arra. Ég þurfti nokkr- um sinnum að taka son minn með mér í vinn- una, þá settist hann gjarnan hjá Siggu og teiknaði fyrir hana. Sigga mætti stundum örþreytt í vinnuna af svefnleysi en hún fann ráð við því, hún fékk sér kaffisopa og sígar- ettu um miðja nótt og sofnaði alsæl. Eftir starfslok mín hjá fyr- irtækinu héldum við áfram okkar góða sambandi. Á áttræðisafmæli Siggu sveif hún um af hamingju eins og smástelpa. Eitt vafðist þó fyrir mér, hún sagðist ekki endilega þurfa að kaupa sér silkisokka fyrir jólin. Ég bið að heilsa fjölskyldu Siggu, sem hún elskaði svo mjög. Líf Siggu var glæsilegt og fagurt. Góða ferð. Sigríður Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.