Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● HÁSTÖKKVARI gærdagsins í kaup- höllinni var Flaga sem hækkaði um 41,1%. Á aðalfundi félagsins, fimmtudag, kom fram að skv. bráða- birgðatölum yrði fyrsti fjórðungur árs- ins sá tekjuhæsti í sögu félagsins. Lokagildi úrvalsvísitölunnar var tæp 5.300 stig eftir 1,5% hækkun. Exista hækkaði mest vísitölufélaga, eða um 2,7% og Kaupþing um 2,5% en mest lækkaði Teymi, um 4,3%. Heildarvelta nam 16 milljörðum, þar af voru 12 milljarðar viðskipti með skuldabréf. Tæpur þriðjungur hlutabréfaviðskipta var með bréf Kaupþings, fyrir um 1,2 milljarða. Gildi gengisvísitölu krónunnar var ið sama við lokun markaðar í gær og við opnun, 152,6 stig. Gengi krón- unnar stóð í því í stað í gær. Flaga upp um 41% ● INGIMUNDUR Sigurpálsson, víkjandi formaður Samtaka atvinnu- lífsins, var kjörinn formaður stjórnar Landsvirkjunar að loknum aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var í gær. Bryndís Hlöðvers- dóttir var sam- tímis kjörin varaformaður stjórn- arinnar. Auk þeirra voru kjörin í stjórn þau Gylfi Árnason, Jóna Jónsdóttir og Páll Magnússon en Ágúst Einarsson, Valdimar Hafsteinsson og Valur Vals- son víkja. Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að ákveðin hafi verið 600 milljóna króna arðgreiðsla til eigenda fyrirtækisins. Ingimundur formaður Landsvirkjunar Bryndís Hlöðversdóttir ● Fjárfestinga- félagið Kvos, móðurfélag prentsmiðjunnar Odda, hefur breytt nafni búlg- örsku prentsmiðj- unnar Delta Plus í Infopress Bulg- aria en starfsemi í eigu Kvosar á Balkanskaga hefur verið sameinuð undir nafninu Infopress Group. Búlg- arska dagblaðið Sofia Echo hefur eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Info- press Group, að stefnan sé að Info- press Bulgaria verði leiðandi í prent- þjónustu í landinu á næstu 5-7 árum. Tekjur Infopress Bulgaria jukust um 50% á síðasta ári og segist Birg- ir búast við svipuðum vexti á þessu ári. Markmiðið er að tekjur ársins verði um 20 milljónir evra en prent- markaðurinn í Búlgaríu er talinn velta um 40-50 milljónum evra. Metnaðarfull mark- mið Kvosar í Búlgaríu Birgir Jónsson ÁLAG á skuldatryggingar er frekar veðmálstæki en vísbending um líkur á gjaldþroti. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknar- og greiningar- fyrirtækisins Institutional Risk Analyst. Í skýrslunni segir að líkurnar á gjaldþroti íslensku bankanna séu engar, að hluta til vegna þess að hinir vel fjármögnuðu íslensku líf- eyrissjóðir og Seðlabankinn myndu aldrei „leyfa það.“ Því ættu eig- endur vanskilaskiptasamninga að nýta „hið fáránlega háa álag á skuldatryggingum áður en það lækkar aftur,“ og selja. Á þann hátt sé besta leiðin til að kljást við vog- unarsjóði sem herja á skuldatrygg- ingaálagið, að fella þá á eigin bragði. Fyrir meirihluta fjárfesta eru skiptasamningar til mikilla hags- bóta á annars óskilvirkum markaði. Tilfærsla á óskráðum afleiðum yfir í slíka samninga myndi útiloka stór- an hluta áhættunnar sem gerði út af við Bear Stearns og ógnar nú Ís- landi. Hins vegar segir skýrsluhöfundur auðveldara að græða á tryggingar- álagi íslensku bankanna en hinna stóru bandarísku banka, þar sem sveiflur þess séu mun ýktari. „Ef við mættum velja á milli þess að taka skortstöðu í skuldatrygg- ingarálagi Kaupþings annars vegar eða JPMorgan hins vegar, myndum við alltaf velja þann fyrrnefnda, þrátt fyrir að álag hans sé miklu hærra á þessari stundu.“ Tímabært að selja SAMKEPPNISSTAÐA Íslands um hæft starfsfólk er í meðallagi þeg- ar litið er til kaupmáttar launa eft- ir skatta. Þetta er meðal niður- staðna í nýju riti Samtaka atvinnulífsins um alþjóðavæðingu vinnumarkaðarins, sem birt var í gær í tengslum við aðalfund sam- takanna. Fram kemur í ritinu að Ísland standi vel að vígi í alþjóðlegum samanburði hvað varðar laun og skatta en hátt verðlag og smæð landsins séu ekki aðlaðandi. Það geri að verkum að þegar á heildina sé litið sé samkeppnisstaða Íslands um hæft starfsfólk í meðallagi. Verðlag hafi verið hæst á Íslandi í OECD-ríkjunum árið 2007, að meðaltali um 60% hærra og 44% hærra en á evrusvæðinu. Þá segir í ritinu að Ísland standi Norðurlönd- unum í heild að baki við að takast á við áskoranir hnattvæðingarinnar. Höfundar rits Samtaka atvinnu- lífsins segja að Íslendingum á vinnumarkaði muni fjölga tiltölu- lega hægt á næstu árum og áratug- um. Stórir árgangar hverfi af vinnumarkaði vegna aldurs og nýir árgangar sem komi í staðinn séu tiltölulega fámennir. „Vinnufram- lag erlends starfsfólks verður ein meginforsenda hagvaxtar. Áætla má að miðað við 3% árlegan hag- vöxt að jafnaði muni a.m.k. 1.000 erlendir starfsmenn þurfa að flytj- ast til landsins árlega á tímabilinu 2015-2020 og allt að 1.500 árlega eftir það.“ Segir í ritinu að fyrirtæki út um allan heim séu stöðugt í baráttu um besta fólkið og til þessa hafi reynst erfitt að ráða hingað til lands starfsmenn frá ríkjum utan EES-svæðisins, til að mynda fólk með mikilvæga sérþekkingu frá Bandaríkjunum, Kanada, Kína, Indlandi og fleiri ríkjum. Einnig hafi reynst erfitt að fá maka og börn erlendra starfsmanna til landsins. „Úr þessu verður að bæta,“ segja höfundar rits Sam- taka atvinnulífsins. Samkeppnisstaðan um hæft starfsfólk í meðallagi Þörf verður á 1.000 til 1.500 erlendum starfsmönnum á ári Í HNOTSKURN » Ísland stendur nokkuð velvarðandi tekjuskatt ein- staklinga að mati Samtaka at- vinnulífsins »Verðlag hér á landi var hæstí OECD-ríkjum árið 2007. » Hlutfall erlendra ríkisborg-ara af heildarmannfjölda er hæst hér á Norðurlöndunum en álíka margir Íslendingar eru við störf í öðrum löndum. Eftir Jón H. Sigurmundsson ÁÆTLAÐ er að fyrsti áfangi há- tæknivædds netþjónabús í Þorláks- höfn verði tekinn í notkun árið 2010 og að þar muni vinna 25-30 manns og fjölga síðan í næsta áfanga. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi í Þorlákshöfn í gær þar sem undirrituð var viljayfirlýsing milli sveitarfé- lagsins Ölfuss og fyrirtækisins Greenstone ehf. um undirbúning net- þjónabúsins. Á fundinum var greint frá viljayfir- lýsingu Greenstone og Landsvirkj- unar um raforkukaup til búsins og ennfremur undirrituð viljayfirlýsing milli Greenstone og Farice um gagnaflutninga. Greenstone ehf. er í eigu TCN í Hollandi, GEO í Bandaríkjunum og Amicus Capital á Íslandi. Stofnendur Greenstone og samstarfsaðilar hafa reynslu af rekstri netþjónabúa er- lendis svo sem í London, New York, Amsterdam og víðar. Henke Wiering verkfræðingur undirritaði yfirlýsingarnar fyrir hönd Greenstone og sagði að þrennt þyrfti til að netþjónabúið yrði að veruleika, næga orku, gagnatengingu við Evr- ópu og síðar Ameríku og landssvæði til að byggja á. Nú liggi fyrir vilja- yfirlýsing fyrir þessu þrennu og ekk- ert því að vanbúnaði. Hann sagði að græn orka væri keppikefli þeirra og hér fengju þeir dökkgræna orku. Flýta Suðurstrandarvegi Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra sagði það vilja ríkisstjórnar- innar að flýta framkvæmd Suður- strandarvegar og það væri einnig vilji hennar að bæta orkuflutning. Össur bar lof á heimamenn og sagði þá brautryðjendur í því að laða til sín nýjan iðnað og standa vel að kynningarmálum á sínu sveitarfélagi sem væri í örum vexti og vel staðsett. Friðrik Sophusson forstjóri Lands- virkjunar sagði að 2. apríl síðastliðinn hefði verið skrifað undir viljayfirlýs- ingu í Hollandi milli Greenstone og Landsvirkjunar um sölu á raforku til netþjónabúsins. Virkjun í neðri hluta Þjórsár væri tilbúin í framkvæmd og það væri græn orka og hagkvæmur kostur. Greenstone hefur í hyggju að reisa tvö önnur hátækni-netþjónabú hér á landi á næstu 3 til 5 árum og má áætla að fjárfesting þeirra geti numið allt að 50 milljörðum króna. Netþjónabú tekið í notkun árið 2010 Ljósmynd/Jón H. Sigurmundsson Undirskrift Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Henk Wiering, verk- fræðingur hjá Greenstone, Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri og Guð- mundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Farice, við undirskrift. BANDARÍSKI risabankinn Citi- group, sem eitt sinn var stærsta fyrirtæki heims, afskrifaði að minnsta kosti 12 milljarða Banda- ríkjadala, jafngildi um 909 millj- arða króna, á fyrsta fjórðungi árs- ins. Auk þess jukust vanskil af fasteigna- og bílalánum og greiðslukortaskuldum á tímabilinu samkvæmt uppgjöri bankans sem gert var opinbert í gær. Tap af rekstri bankans á tíma- bilinu nam 5,11 milljörðum dala en á sama tímabili í fyrra hagnaðist Citi um rúma 5 milljarða dala. Eins og gefur að skilja er það lægðin á fjármálamörkuðum og kreppan á bandarískum fasteignamarkaði sem valda þessum búsifjum í rekstri Citi. Citi hefur nú afskrifað næst- mest allra banka vegna ástandsins á mörkuðum, aðeins svissneski bankinn UBS hefur afskrifað meira. Reuters Citi afskrif- ar 909 millj- arða króna SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hef- ur ákveðið að ekki sé tilefni til þess að hafast frekar að varðandi yfir- tökutilboð Existu í Skipti. Þetta kemur fram í tilkynningu Existu til kauphallar. Tilboðið, sem sett var fram hinn 27. mars síðastliðinn og hljóðaði upp á 6,64 krónur á hlut miðað við að gengi Exista sé 10,1 króna á hlut, var háð skilyrði um samþykki sam- keppnisyfirvalda. Nú hefur það fengist og því er sérhvert samþykki við tilboðinu skuldbindandi og óafturkallanlegt. Samkvæmt upplýsingum frá Ex- istu hefur félagið nú eignast samtals um 96,8% af heildarhlutafé Skipta. Öll skilyrði til yfirtöku uppfyllt  8.  8   ! "#" $!# 7 7  8/ 48 %" & $!#' $!#' 7 7 '9'* *: !  "& $!# $# 7 7 1 /  8 "'%  & $!#& $# 7 7  8  8 '&"" !" & $!#' $!#& 7 7            ! "##  01  202  '&<' 6$ ( 4&&= <' 6$ ( />*$ ( ?<' 6$ ( < 2&$ ( + (/!*&6  @* * 0A <' 6$ ( " 6B4&$ ( ?*2&@* *$ (  $ ( C.  ! D4 3#* # (2($ ( 1E!$ ( F** $ ( 3 ) 4 * 2 G;$ ( *A$ (  A 9E*  AC'  !C /&4& <' 6$ ( H'E4& 0A A<' 6$ ( )$ $ ( &6$ ( 1E!3* 3$ ( 5* * 3$ (  2  542 - E ! !-'( +4<$ ( +!63 $ ( 6*278 9  * %#& #%" !# #% !%#"' &#!' #!" '#"" &!#&" #%" '#& !#&! #"! !#"" !#&% #%" &&#'" !&'#"" &#"" !#"& !#"" !# " #"" %#!" %#"" #'" ' "#"" !#"" #""                              53*&6 ** 1 2'3I '&*, " 6   ;( (JG(; ;;(JJ(J (K( (( J(J (;( ((KJ;(J ;(J( D GJ(J( JJ((J (G( ( D   (G(GK D ((K (G(; KJ D G((G D D (;( D D KL LK  KL GL  G JL ;LG  GLJ J LG GL; G G;L L; D D KL D D ;;L D D KL GL  LK KL GL  ;GL GLG J ;LG LG J LG LK GL; G;L GK;L D D D D ;;G   =3*&6   G G  G; D  D D D  D   D  D D  D D * =3*&(=3* K(         K(      K( K(  K(   (G( K(  (   K(G( ● ALFESCA hefur selt norska fisk- sölufyrirtækið Christiansen Partner AS til CP Holding, fyrirtækis undir stjórn John Synnes, framkvæmda- stjóra Christiansen Partner. Kaup- verð er ekki gefið upp en samkvæmt tilkynningu til kauphallar hafa við- skiptin óveruleg en jákvæð áhrif á afkomu Alfesca. Samkvæmt tilkynningunni markar salan tímamót þar sem Alfesca á „ekki lengur neina aðild að sölu á óunnum fiski enda er það stefna fyr- irtækisins að einbeita sér að fram- leiðslu og markaðssetningu á unn- um matvælum.“ Þar kemur jafnframt fram að af- koma Christiansen verður í reikn- ingum Alfesca skilgreind sem aflögð starfsemi. Heildarvelta félagsins á síðasta fjárhagsári nam 25,4 millj- ónum evra. Tímamót hjá Alfesca
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.