Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Votta fjölskyldunni mína
dýpstu samúð.
Alda Sverrisdóttir.
HINSTA KVEÐJA
✝ Páll Lýðsson,bóndi og sagn-
fræðingur, fæddist í
Litlu-Sandvík 7.
október 1936. Hann
lést af slysförum 8.
apríl síðastliðinn.
Móðir Páls var Aldís
Pálsdóttir, hús-
freyja í Litlu-
Sandvík, f. í Hlíð í
Gnúpverjahreppi
6.5. 1905, d. 4.3.
2002. Foreldrar
hennar voru Páll
Lýðsson, hreppstjóri
í Hlíð, og kona hans Ragnhildur
Einarsdóttir frá Hæli. Faðir Páls
var Lýður Guðmundsson, bóndi og
hreppstjóri í Litlu-Sandvík í Flóa,
f. 18.11. 1897, d. 23.12. 1988. For-
eldrar hans voru þau Sigríður
Lýðsdóttir frá Hlíð í Gnúpverja-
hreppi, systir Páls í Hlíð, og Guð-
mundur Þorvarðarson hreppstjóri
í Litlu-Sandvík. Lýður tók við búi
föður síns árið 1933 en sama ættin
hefur búið í Litlu-Sandvík frá 1793
þegar Brynjólfur Björnsson vefari
flutti þangað frá Ölfusvatni í
Grafningi. Systkini Páls eru: 1)
Sigríður, f. 22.1. 1935, gift Snorra
M. Welding 2) Ragnhildur, f. 21.5.
1941, gift Baldvini Halldórssyni, 3)
Guðmundur, f. 11.10. 1942, kvænt-
ur Hrafnhildi Sigurgeirsdóttur og
hálfbróðir var Sveinn Valdimar
Lýðsson, f. 23.2. 1919, d. 28.2. 2005.
Páll kvæntist hinn 7.10. 1958 El-
ínborgu Guðmundsdóttur hús-
freyju, f. á Þorfinnsstöðum, Þver-
árhreppi í V.-Hún. 28. 5. 1937.
Foreldrar hennar voru Guð-
mundur Guðmundsson, bóndi á
Þorfinnsstöðum, f. 7.8. 1876, d.
11.5. 1959, og kona hans Sigríður
Jónsdóttir, f. 30.4. 1900, d. 19.5.
1982. Páll og Elínborg eignuðust
fjögur börn: 1) Sigríður ljósmóðir á
Selfossi, f. 12.5. 1959, sonur hennar
og Sigurðar Björnssonar söðla-
smíðameistara er Páll skóg-
fræðanemi í Rússlandi, f. 24.8.
1984. 2) Aldís búfræðingur og
bóndi í Litlu-Sandvík, f. 31.3. 1961,
var gift Óla Pétri Gunnarssyni, f.
25.6. 1956, börn þeirra Páll Óli, f.
20.8. 1988, kærasta Erna Kristín
Stefánsdóttir, Ólafur Ingvi, f. 2.2.
1990, og Sigríður, f. 12.4. 1995.
Unnusti Aldísar er Sigurður Arvid
Nielsen, sjómaður á Eyrarbakka.
3) Lýður sagnfræðingur og safn-
stjóri Byggðasafns Árnesinga á
Eyrarbakka, f. 30.6. 1966, kvæntur
Guðríði Bjarneyju Kristinsdóttur
hjúkrunarfræðingi, f. 24.10. 1969,
börn þeirra eru Elínborg Dagný, f.
20.3. 1994, og Kristinn Valberg, f.
27.12. 2000. 4) Guðmundur tónlist-
héraðsbókasafnsins á Selfossi
2002-2006. Páll sat í Húsafrið-
unarnefnd ríkisins 1974-1981 og í
stjórn Landnáms ríkisins 1974-
1983. Hann var formaður Kjör-
dæmissambands Framsókn-
arflokksins í Suðurlandskjördæmi
1974-1976, í útgáfustjórn Héraðs-
fréttablaðsins Þjóðólfs um langt
skeið og í miðstjórn Framsókn-
arflokksins 1967-1978. Hann var
formaður Afréttarmálafélags Flóa
og Skeiða frá 1982, í stjórn Veiði-
réttarfélags Árnesinga um langt
skeið og félagskjörinn endurskoð-
andi Ræktunarsambands Flóa og
Skeiða frá 1977. Hann sat í fyrstu
skólanefnd Fjölbrautaskóla Suður-
lands 1983-1987, í skólastjórn
Menntaskólans að Laugarvatni frá
1990 til 2000 og í skólanefnd Tón-
listarskóla Árnesinga 1978-2002.
Einnig í framkvæmdastjórn
Brunavarna Árnessýslu frá stofn-
un þeirra 1975 til 1998 og í stjórn
Rjómabúsins á Baugsstöðum frá
1971 til dánardags.
Árið 1999 fékk Páll NBC-prisen
sem eru verðlaun Norrænu bænda-
samtakanna sem veitt eru bændum
og dreifbýlisfólki á Norðurlöndum
fyrir ritstörf og fleira. Heiðraður
af Ungmennafélagi Selfoss fyrir
fræðastörf 1976 og 1986, heið-
ursfélagi Sögufélags Árnesinga
2006, heiðursfélagi Búnaðarsam-
bands Suðurlands 2008 og heiðr-
aður af Landsambandi kúabænda
2008.
Páll hefur meðfram búskap ver-
ið afkastamikill rithöfundur og rit-
að fjölda greina í tímarit og blöð.
Hefur síðustu áratugi sérstaklega
fjallað um sögu Árnesinga frá um
1700, einkum búskaparsögu 1700-
1900 og félagsmálasögu sunn-
lenskra bænda frá aldamótunum
1900 til nútímans. Að skrifa sögu
Búnaðarsambands Suðurlands
varð bæði hans fyrsta og síðasta
ritverk.
Rit: Afmælisrit Búnaðarsam-
bands Suðurlands (1960). Ung-
mennafélag Selfoss, afmælisrit
(1976). 50 ára afmælisrit Hesta-
mannafélagsins Sleipnis (1981).
Flóabúið. Saga Mjólkurbús Flóa-
manna 1929-1989 (meðhöfundur,
1989). Árskógar. Skógræktarfélag
Árnesinga 1940-1990 (1991). Lífið
er tilviljun. Ellinor á seli rekur lífs-
feril sinn (1993). Sigurður Greips-
son og Haukadalsskólinn (1997).
Nautgriparæktarfélag Hruna-
manna 100 ára (2003). Rjómabúið á
Baugsstöðum 100 ára (meðhöf-
undur 2005). Búnaðarsamband
Suðurlands 1908-2008 (2008).
Ritstjórn: Sunnlenskar byggðir
I-III (1980-1985). Búnaðarfélag
Hrunamanna 100 ára (1984).
Páll verður jarðsunginn frá Sel-
fosskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
arkennari og bóndi í
Litlu-Sandvík, f. 10.1.
1968.
Páll ólst upp í
Litlu-Sandvík og
gekk í skóla á Sel-
fossi. Hann varð stúd-
ent frá Mennta-
skólanum að
Laugarvatni 1956,
tók BA-próf í sagn-
fræði frá Háskóla Ís-
lands 1959, sótti nám-
skeið í sænsku við
Framnäs-folks-
högskola í Norr-
botten í Svíþjóð sumarið 1975 og
sat nokkur námskeið hjá Fræðslu-
neti Suðurlands.
Hann var bóndi í Litlu-Sandvík
frá 1959, fyrst í félagsbúi með for-
eldrum sínum en einn frá 1981, allt
þar til þau Elínborg eftirlétu bú-
skapinn til barna sinna, félagsbús
Aldísar og Guðmundar á fardögum
2007.
Páll var stundakennari í sögu og
íslensku við Gagnfræðaskólann á
Selfossi 1960-1966 og 1970-1973,
stundakennari við Iðnskólann á
Selfossi 1964-1972. Einnig kenndi
hann á námskeiðum við Fræðslu-
net Suðurlands, m.a. um Kambsr-
ánið og nokkur fleiri er tengdust
sögu héraðsins. Dómari og höf-
undur spurninga í Gettu betur á
RÚV 1988 og 1989.
Páll Lýðsson var oddviti Sand-
víkurhrepps 1970-1998, sýslu-
nefndarmaður fyrir Sandvík-
urhrepp 1974-1988 og sat í
Héraðsnefnd Árnesinga 1988-1998.
Hreppstjóri Sandvíkurhrepps
1982-1998. Hann gegndi fjölmörg-
um öðrum trúnaðarstörfum fyrir
sveit sína til dánardags og var að
auki þátttakandi í margvíslegu fé-
lagsstarfi utan sveitar.
Páll var deildarstjóri í Sandvík-
urdeild Kaupfélags Árnesinga frá
1977 og félagskjörinn endurskoð-
andi Kaupfélags Árnesinga 1967-
1983. Hann sat í fulltrúaráði Mjólk-
urbús Flóamanna 1972-1982, í
stjórn Mjólkurbús Flóamanna
1981-2002 og í fulltrúaráði Mjólk-
ursamsölunnar 1977-2002. Deild-
arstjóri í Sandvíkurdeild Slát-
urfélags Suðurlands 1978-1986,
kjörinn í stjórn Sláturfélags Suður-
lands 1983 og var stjórnarformað-
ur 1987 til 2005. Stjórnarformaður
Byggða- og listasafns Árnesinga
1968-1983, í stjórn Héraðs-
bókasafns Árnessýslu 1967-1979, í
skólanefnd Héraðsskólans að
Laugarvatni 1959-1983 og stjórn-
arformaður Héraðsskjalasafns Ár-
nesinga 2002-2006. Hann var einn-
ig stjórnarformaður Bæjar- og
Mér er minnisstætt hversu Páll
tók börnunum okkar Lýðs alltaf
fagnandi þegar komið var að Litlu-
Sandvík og sýndi þeim áhuga. Eins
spurði hann iðulega eftir þeim þegar
þau voru ekki með í för. Hann leit þá
oft aftur í bílinn til að athuga hvort
þar væru einhver börn á ferð líka.
Mér þótti vænt um þetta og er þakk-
lát fyrir allan þann tíma sem þau
voru í nálægð við afa sinn í sveitinni.
Páll var fastur hluti af lífinu í Litlu-
Sandvík. Hann var snar í snúningum,
kom til dæmis alltaf að kaffiborðinu
þegar ég var í heimsókn. Svo var
hann rokinn til að sinna verkefnum
sínum. Ég minnist mikillar gleði í fari
hans ásamt umhyggju fyrir fjöl-
skyldu sinni. Lýður og tengdapabbi
voru miklir félagar og leituðu oft
hvor til annars eftir aðstoð og ráð-
leggingum vegna starfs þeirra og
þeir unnu líka mikið saman. Eins
þegar eitthvað bjátaði á var alltaf
hægt að leita til Páls eftir ráðum og
samhug.
Páll var mikill lestrarhestur og var
sjaldan bókarlaus og grunar mig þá
helst að bústörfin ein hafi gefið hon-
um frí frá lestrinum. Ég kveð tengda-
föður minn með söknuð í huga og sé
hann fyrir mér liggjandi í grasinu að
lesa góða bók.
Guðríður Bjarney Kristinsdóttir.
Páll Lýðsson, móðurbróðir minn,
eða Palli eins og hann var alltaf kall-
aður í fjölskyldunni var á margan
hátt óvenjulegur maður. Nú þegar
minningarnar streyma fram er mér
ofarlega í huga góðmennska hans.
Hann hafði mikinn áhuga á fólki og
var sérstaklega vinmargur.
Lestur bóka var stór þáttur í lífi
Palla og því nutum við góðs af. Um
jólin var gaman að koma upp í Kvist
og fá að líta í nýjustu bækurnar. Um
leið fékk maður upplýsingar um hvað
væri áhugaverðast hverju sinni.
Hvað væri gott og hverju mætti
sleppa. Áhugi hans á að fræða börn
og fullorðna hvort sem var um ætt-
fræði, sögur úr sveitinni eða frásagn-
ir af mönnum og málefnum var mik-
ill. Ef hann fann fyrir áhuga okkar á
tiltekinni bók eða sagnfræði eða ein-
hverju öðru lifnaði hann við og á eftir
fylgdu fróðlegar frásagnir. Það var
alveg sama hvar var borið niður,
hann vissi allt. En hann sagði ekki
bara frá heldur spurði hann einnig
margra hluta. Þannig fylgdist hann
af áhuga með því sem fengist var við.
Uppi á háaloftinu í Litlu-Sandvík
hafði Palli komið fyrir ýmsum bókum
og tímaritum. Það var einhver
spenna í loftinu þegar búið var að
draga niður bratta stigann sem ligg-
ur upp á loftið, því þá var Palli uppi á
loftinu eitthvað að grúska. Oft mátt-
um við koma upp og skoða gamla dót-
ið sem þar var geymt. Þar var öllu
raðað þannig að vel færi um hlutina.
Margir árgangar af Tímanum, Æsk-
unni, gamlar barna- og unglingabæk-
ur sem var raðað snyrtilega í kassa.
Hann var alltaf að taka til, raða og
flokka.
Á stóru heimili var oft hamagang-
ur. Á hátíðisdögum og á sumrin var
mannmargt í Litlu-Sandvík. Krakkar
hlaupandi um húsið, upp og niður
stigana. Mörgum krökkum fylgdu
ærsl. Ég man ekki til þess að hann
hafi nokkurn tímann hastað á okkur,
en hann gerði kröfu um að við gengj-
um vel um. Það var þó einn hlutur
sem ekki mátti snerta, en það var rit-
vélin hans. Hún stóð alltaf á sínum
stað tilbúin til notkunar. Á hana voru
skrifaðar margar greinar, bækur og
annar fróðleikur. Hann hafði alveg
sérstaka fingrasetningu, einungis
vísifingur hvorrar handar notaðir og
með þeim sló hann fast á ógnarhraða
með tilheyrandi hávaða.
Palla féll aldrei verk út hendi. Ef
hann var ekki að sinna bústörfunum,
var hann að sinna áhugamálum sín-
um, ritstörfum, lestri bóka og sagn-
fræði. Hann var alltaf eitthvað að
grúska, líka þegar hann var úti við
vinnuna. Mér fannst hann oft hugsi
eins og hann væri alltaf með eitthvað
í smíðum eða að komast að einhverju
nýju. Mörgum stundum sat hann við
borðstofuborðið í Kvistinum með
bækur, myndir, bréf eða eitthvað
sem verið var að rýna í. Þannig var
það líka þegar ég kvaddi hann síðast,
kvöldið fyrir bílslysið. Ég leit inn í
Kvistinn þar sem hann sat við ritstörf.
Ég kastaði á hann kveðju og ræddi við
hann um nýja vegarlagningu sem
lauk með þeim orðum að við töluðum
betur saman á morgun.
Á þessari stundu er mér efst í huga
þakklæti fyrir samfylgdina í gegnum
lífið með Palla, frænda mínum. Ég vil
votta eiginkonu hans, Elínborgu, og
börnum þeirra, Sigríði, Aldísi, Lýð og
Guðmundi og fjölskyldum þeirra mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Ragnheiður Snorradóttir.
Það er sárt að deyja á vorin, þegar
blessaðir farfuglarnir birtast einn af
öðrum og grösin fara að spretta úr
mold. Sorg og söknuður grúfist yfir
Suðurland við sviplegt fráfall Páls
Lýðssonar bónda og fræðimanns í
Litlu-Sandvík í Flóa. Svo nákominn
var hann mörgum og svo vænum
kostum búinn.
Frændi og vinur farinn héðan
frá mér allt of skjótt.
Ef ég gæti, eg vil kveða’ hann
aftur til mín fljótt.
Páll Lýðsson var hvers manns hug-
ljúfi, hlýr og skemmtinn, bóngóður og
hjálpsamur. Jafnframt var hann sjóð-
fróður um lönd og fólk og sögu, sívak-
andi í leit að fornum og nýjum fróð-
leik. Hann hafði komið sér upp
fágætu safni um menn og málefni á
Suðurlandi, var skipulagður vel í
fræðaleit sinni og skráningu og hann
hafði yfirleitt upplýsingarnar á
reiðum höndum. Hann var afkasta-
mikill fræðimaður og ritfær vel. Hug-
ur hans var opinn og frjór. Allir, sem
komu á heimili Páls og Elínborgar
konu hans í Litlu-Sandvík fóru þaðan
með gott veganesti til líkama og sálar
og flestir með nýja sýn á viðfangsefn-
inu, sem leitað var svara um vegna
hollra ráða Páls Lýðssonar. Mér þótti
gott að eiga hann að vegna starfa
minna að sjúkdómavörnum í búfé.
Hjá honum fékk ég þann fróðleik um
menn og málefni og búskap, sem að
gagni kom. Páll var frændrækinn hið
besta og þó hjálp hans og hollráð
væru auðfengin öllum, spillti það ekki
samskiptum okkar, að við vorum þre-
menningar að skyldleika, meira að
segja í báðar ættir Páls. Aldís móðir
hans, húsfreyja í Litlu-Sandvík, var
dóttir Páls Lýðssonar bónda í Hlíð í
Gnúpverjahreppi. Sigríður Lýðsdótt-
ir systir hans frá Hlíð, húsfreyja í
Litlu-Sandvík, var amma Páls í föð-
urætt. Svanborg Lýðsdóttir hús-
freyja á Keldum móðuramma mín var
einnig frá Hlíð í Gnúpverjahreppi.
Við Páll kynntumst fyrst, þegar
frændfólkið frá Litlu-Sandvík kom að
Selalæk í heimsókn, en þá voru fluttar
þangað Kristín móðir mín og Svan-
borg móðir hennar ásamt okkur
Skúla bróður mínum. Ég var þá 9 ára
gamall en Páll að verða 12 ára. Mér
fannst athyglisvert og dálítið óþægi-
legt, hvað þau Aldís og Páll spurðu
margs, en skildi síðar að einmitt það
er lykillinn að því að verða fróður. Ég
reyndi síðar að koma mér upp slíkri
fróðleiksfýsn.
Páll var afkastamikill fræðimaður
og önnum kafinn félagsmálamaður en
rak myndarlegt og vaxandi bú með
styrk konu sinnar og barna. Þau hjón
fengu viðurkenningu Landssam-
bands kúabænda fyrir góða frammi-
stöðu í kúabúskap sínum örfáum dög-
um áður en Páll lést af slysförum.
Páll var meðalmaður á hæð og
þykkur undir hönd en holdskarpur,
þéttur á velli og þéttur í lund. Hann
var skolhærður, en hárið tekið að
grána, breiðleitur var hann, augun
gráblá með móleitu ívafi, þrungin
hlýju. Nefið var rétt en hafið upp
framanvert og munnsvipur fríður en
festulegur.
Hrein og fögur hans var kynning
hrærði í brjósti streng.
Yndisleg er endurminning
um þann góða dreng.
Ég bið Elínborgu, afkomendum
þeirra Páls, fjölskyldum og frænd-
fólki blessunar og styrks í sorginni.
Sigurður Sigurðarson
dýralæknir.
Við sorglegt fráfall Páls Lýðssonar,
bónda og fræðimanns í Litlu-Sandvík,
vil ég minnast frænda míns og vinar
með nokkrum orðum.
Ég hef alltaf haft vissar taugar til
Litlu-Sandvíkur. Þar fæddist ég, en
móðir mín var systir Lýðs föður Páls.
Páll var mjög vel gefinn og hann var
með afburða minni. Öll sagnfræði var
hans áhugamál. Eftir glæsilegan
námsferil í menntaskóla og háskóla
giftist Páll skólasystur sinni, Elín-
borgu Guðmundsdóttur frá Lauga-
bóli í Miðfirði, Húnavatnssýslu og tók
við búi í Litlu-Sandvík, fyrst í félagi
við foreldra sína Lýð og Aldísi.
En hugur Páls stóð snemma til
sagnfræði og þjóðlegs fróðleiks og var
hann afburða ritfær. Ritaði hann
fjölda blaðagreina um sagnfræði og
skráði viðtöl við eldra fólk af ýmsum
stéttum. Ritaði auk þess allmargar
bækur um sögu héraðsins svo og ævi-
sögur og telja margir bók hans um
Sigurð Greipsson hans bestu bók. Páll
var löngum forystumaður í sveit sinni
og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörf-
um fyrir sveit sína og hérað. Við frá-
fall Páls er sveitin hans fátækari.
Þegar Páll kom í heimsókn til mín
fannst mér alltaf eitthvað gott fylgja
honum. Það var honum hugleikið að
miðla sínum mikla fróðleik og þekk-
ingu til annarra.
Þar er erfitt að sætta sig við það
þegar menn kveðja svona snögglega
en fólkið hefur minningarnar, sem er
fjársjóður á ókomnum árum. Og nú að
leiðarlokum þakka ég Páli frænda
ævilanga vináttu. Ég óska honum
blessunar í nýjum heimkynnum og
sendi Elínborgu eiginkonu hans og
fjölskyldu samúðarkveðjur.
Sigfús Kristinsson.
Mér varð eins og öðrum nákomnum
mjög brugðið er ég frétti andlát náins
frænda og vinar, Páls Lýðssonar.
Á fyrstu uppvaxtarárum mínum
man ég reyndar lítið eftir Páli, frænda
mínum, annað en að ég hitti hann í
fjölskylduheimsóknum, en í þá daga
var mikill samgangur á milli fjöl-
skyldna okkar. Ég kynntist Páli fyrst
að ráði sem kennara við Gagnfræða-
skólann á Selfossi þegar hann hafði
nýlokið háskólaprófi í sagnfræði.
Hann var afburðakennari, kenndi
söguna lifandi með því að segja okkur
frá margvíslegum atburðum er á
hverjum tíma tengdust efni bókarinn-
ar í stað þess að rekja garnirnar úr
okkur nemendum. Á þessum árum
urðum við nánir vinir og hefur aldrei
borið þar skugga á.
Eftir að ég hóf háskólanám rædd-
um við stundum um pólitík og kom
fyrir að við værum þar ósammála
framan af ævinni en á liðnum áratug-
um greindi lítið á milli okkar frænda.
Alltaf höfðum við eigi að síður gaman
af að rökræða um stjórnmál. Á yngri
árum hafði Páll tilhneigingu til að
hafa fastmótaðar skoðanir á ýmsum
málefnum en á síðari árum breyttust
viðhorf hans og varð hann æ víðsýnni
með árunum. Þá fannst mér hann
kunna flestum betur að greina kjarn-
ann frá hismi hvers máls og hafði þess
vegna efni á því að vera fastur fyrir í
mörgum málum er honum voru hug-
leikin og hugstæð. Á þessa eiginleika
hans reyndi í raun er hann varð for-
ystumaður fyrirtækja bænda á Suð-
urlandi. Þar áttum við um hríð
ánægjulega samleið.
Margvísleg félagsmálastörf hlóðust
vitaskuld á herðar Páls. Um skeið var
hann talinn líklegt þingmannsefni
fyrir Framsóknarflokkinn en góðu
heilli fyrir sunnlenska bændur og
sveitunga hans beindi hann fremur
kröftum sínum að hagsmunum þeirra
og kom trúlega í því starfi meiru til
leiðar en með þingmennsku.
Hann var sterkur persónuleiki sem
ávallt var hlustað á þegar hann tók til
máls á mannamótum. Hann sá yfir-
leitt kost og löst á hverju máli og dró
af því ályktanir sínar. Hann var elju-
samur maður með afbrigðum, af-
Páll Lýðsson