Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 54
… fólk sem þarf að láta stytta buxurnar sínar, fólk sem heldur framhjá …57 » reykjavíkreykjavík ÍRSKI tónlistarmaðurinn Damien Rice hefur staðfest komu sína á tón- listarhátíðina Bræðsluna sem fram fer á Borgarfirði eystri helgina 25.- 27. júlí. Þetta verður í fjórða sinn sem há- tíðin verður haldin en undanfarin ár hafa komið þar fram Emilíana Torr- ini, Belle & Sebastian, Magni, Meg- as og Senuþjófarnir, Lay Low, Aldís og Jónas Sigurðsson svo einhverjir séu nefndir. Bræðslan hefur vakið mikla lukku þau þrjú ár sem hún hefur verið haldin og hafa um 1.000 manns sótt hana að jafnaði. Íbúafjöldi Borg- arfjarðar Eystri telur um 150 manns og því hefur verið um töluverða margföldun að ræða þessa helgi í byggðarlaginu. Tónlistarhátíðin Bræðslan dregur nafn sitt af sam- nefndum síldarskúr þar sem tón- leikar hátíðarinnar fara fram í ansi skemmtilegri umgjörð. Damien Rice ætti að vera all- nokkrum Íslendingum að góðu kunnur enda komið hingað þrisvar til tónleikahalds. Tvisvar hefur Da- mien spilað fyrir troðfullu húsi á NASA og svo tók hann þátt í nátt- úrutónleikunum í Laugardalshöll á sínum tíma. Damien hefur gefið út tvær plötur á ferlinum sem selst hafa í milljónum eintaka. Emilíana og Magni Emilíana Torrini er að hluta til ábyrg fyrir því að Bræðslan fór af stað á sínum tíma því hún kom fram fyrsta árið sem hún var haldin og svo einnig árið eftir og þá dró hún Belle & Sebastian með sér. Emilíana tók sér frí í fyrra en mætir nú aftur á Bræðsluna galvösk. Búast má við því að hún flytji lög sem hún hefur unnið að fyrir næstu plötu. Borgfirðingurinn og rokkstjarnan Magni kemur einnig fram í sumar en hann hefur verið einn af skipuleggj- endum hátíðarinnar með Áskeli Heiðari bróður sínum. Magni mun að öllum líkindum koma fram einn síns liðs. Miðasala verður kynnt innan skamms en nánari upplýsingar um hátíðina má finna á www.borg- arfjordureystri.is/ Damien Rice á Bræðslunni Emilíana Torrini og Magni troða einnig upp fyrir austan Íslandsvinur Damien Rice treður upp í fjórða skiptið hér á landi.  Óhætt er að segja að Rík- issjónvarpið beri enn höfuð og herðar yfir aðrar sjónvarpsstöðvar þegar litið er til áhorfs og það styður fjölmiðlakönn- un Capacent fyrir dagana 7.-13. apríl. Sá þáttur sem fékk mest upp- safnað áhorf var Söngkeppni fram- haldsskólanna en þar mældist upp- safnað áhorf 59,4 prósent í aldursflokknum 12-80 ára. Þar á eftir kemur Spaugstofan með 44,3% og lokaþáttur Mannaveiða með 43,0% uppsafnað áhorf. Tíundi vin- sælasti þáttur Ríkissjónvarpsins þessa vikuna var Jörðin og nátt- úruöflin með 34,6% en það er rúm- um sjö prósentum meira áhorf en vinsælasti þáttur Stöðvar 2, Am- erican Idol (27,1%), fékk í sama ald- ursflokki. Bandið hans Bubba situr svo í þriðja sæti á lista Stöðvar 2 með 24,1% áhorf. Flestir horfðu á Söng- keppni framhaldsskóla  Eins og fram kom í viðtali við Óskar Guðjónsson saxófónleikara í Morgunblaðinu í gær hefur nokkur umræða skapast um það hvort rétt sé að rukka inn á tónleika í borg- inni. Vísa menn þá oft til nýrra reglna kaffihússins Kaffi Hljóma- lindar við Laugaveg þar sem segir að aðeins skuli rukka inn á tónleika í sérstökum undantekningartil- fellum. Þykir mörgum þetta galin þróun, sér í lagi þar sem íslenskir tónlistarmenn hafa hingað til ekki talist til hálaunafólks og kostnaður við það að vera í hljómsveit er oft á tíðum mjög mikill. Rekstraraðilar Kaffi Hljómalindar meina eflaust ekkert illt með þessum reglum en fordæmið er slæmt. Gefið frekar kaffið! Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is GUNNLAUGUR Jónsson fyrirliði KR er aðdá- andi Nýdanskrar númer eitt og einn helsti sér- fræðingur landsins um allt sem viðkemur hljómsveitinni. Hann er nú að undirbúa út- varpsþætti þar sem hann ætlar að fara ofan í saumana á rúmlega 20 ára ferli hljómsveit- arinnar. Hann segir að Nýdönsk hafi ekki end- urgoldið honum stuðninginn með því að halda með honum í boltanum. „Sá sem hefur mestan áhuga á fótbolta í bandinu er Jón Ólafsson, hann er mikill Þróttari þó að hann búi nú í hjarta Vesturbæjar,“ segir Gunnlaugur. „Hinir fjórir eru held ég ekki áhugamenn um knatt- spyrnu en ég veit að þeir halda með mér núna í sumar eftir að ég hef kynnst þeim aðeins.“ Tók mikið upp á vídeó Gunnlaugur var unglingur við upphaf tíunda áratugarins þegar hann kynntist fyrst tónlist Nýdanskrar og hefur haldið tryggð við hana síðan. „Já, ég hef líka sankað að mér ýmsu efni með þeim í gegnum tíðina. Ég tók mikið upp á vídeó það sem þeir voru að gera, svona þegar þeir voru hvað heitastir. Allt þetta á ég í dag,“ segir hann. Þetta efni nýtist honum við gerð nýrra þátta um Nýdanska fyrir Rás 2 sem hefja göngu sína sunnudaginn 11. maí. Þættirnir hafa verið lengi í undirbúningi. „Kveikjan að þessu var þáttur sem ég gerði á Akranesi þegar ég var í fjöl- brautaskólanum þar,“ segir Gunnlaugur en Skagamaðurinn Ólafur Páll á Rás 2 vann með Gunnlaugi að þeim þætti og líka að þeim nýju. „Þetta verður fimm þátta röð um hljómsveitina. Þeir urðu 20 ára á síðasta ári og við ætlum að fara vandlega ofan í ferilinn og hvað á daga þeirra hefur drifið. Þeir tóku sér líka frí í nokkur ár og við förum líka í gegnum það sem þeir hafa verið að gera hver og einn.“ Auk þess efnis sem hann á sjálfur og þess sem finnst í safni Rásar 2 þá hefur Gunnlaugur tekið viðtöl við alla meðlimi sveitarinnar og fleiri sem tengjast sögu hennar. Hann segist ekki hafa fallið í stafi þegar hann komst í ná- vígi við átrúnaðargoðin. „Ég hélt alveg andlit- inu svo þetta var bara fín reynsla.“ Aðdáandi númer eitt Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði KR, undirbýr útvarpsþætti um Nýdönsk Aðdáandi Gunnlaugur Jónsson fyrirliði meistaraflokks KR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.