Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum í vorferð til Costa del Sol, 3. maí í 7 eða 19 nætur. Njóttu lífsins í vorblíð- unni á þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað. Bjóðum takmarkaðan fjölda íbúða á þremur af okkar vinsælustu gisti- stöðum, Timor Sol, Principito Sol og Aguamarina á hreint ótrú- legum kjörum. Ath. flogið er til Jerez og ekið í rútu til Costa del Sol (heimflug 10. og 22. maí er beint frá Malaga). Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Costa del Sol 3. maí 7 eða 19 nætur frá kr. 39.990 Aðeins fáar íbúðir í boði! Verð kr. 74.990 - m.v. 2-4 í íbúð Flug, skattar, gisting og ferð frá Jerez flugvelli á hotel á Costa del Sol, m.v. 2-4 saman í íbúð á Aguamarina, Timor Sol eða Principito Sol í 19 nætur. Netverð á mann. Verð kr. 39.990 - m.v. 2-4 í íbúð Flug, skattar, gisting og ferð frá Jerez flugvelli á hotel á Costa del Sol, m.v. 2-4 saman í íbúð á Aguamarina eða Principito Sol í viku. Netverð á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Ótrúlegt sértilboð - vinsælir gististaðir Timor Sol - Principito Sol - Aguamarina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Afhending Kvenfélagskonur á Eyrarbakka gáfu í vikunni fæðingardeild- inni á Selfossi nýtt tæki, súrefnismettunar-, blóðþrýstings- og hitamæli. Eyrarbakki | Kvenfélagið á Eyr- arbakka fagnar 120 ára afmæli sínu á sumardaginn fyrsta en félagið var stofnað hinn 25. apríl 1888 af 16 konum, að tilstuðlan stúkunnar Eyrarrósarinnar. Félagið er elsta starfandi kvenfélagið á landsbyggð- inni. Haldið verður upp á tímamótin í félagsheimilinu Stað á Eyrar- bakka. Eygerður Þórisdóttir er formað- ur félagsins. Hún er fædd og uppal- in á Eyrarbakka, fæddist þar 1955. Hún er gift Erlingi Bjarnasyni, verkstjóra hjá RARIK á Suður- landi, og eiga þau þrjá syni, þá Þóri og Jóhannes, sem báðir eru búsettir á Eyrarbakka, og Bjarna Þór, sem býr í Bandaríkjunum. Í haust eru 30 ár frá því að Eygerður gekk í kvenfélagið á staðnum. Meginverkefnið að hjálpa „Tilgangur félagsins í upphafi var að hjúkra og hjálpa sjúkum og bág- stöddum. Árið 1934 varð breyting á lögum og starfssvið félagsins víkkað og félagskonur gátu þá jafnhliða líknarstarfi sinnt starfi inn á við í þágu félagskvenna, en meginstarfið varð þó áfram að hjálpa öðrum. Helstu verkefnin hjá okkur eru fjárstuðningur t.d. við endurbygg- ingu kirkjunnar á Eyrarbakka, ný- byggingu samkomuhússins, leik- og grunnskólann, dvalarheimilið Sól- velli, slysavarnadeildina Björgu, ásamt gjöfum til Sjúkrahúss Suður- lands,“ sagði Eygerður þegar hún var spurð um starfsemi félagsins. Hún segir að í dag sé aðalfjáröfl- unin kaffisala, t.d. 1. maí, og erfi- drykkjur, bingó og jólabasar. Þá eru fimm kaffinefndir starfandi sem skiptast á að vinna við erfidrykkjur og kaffisölur. Svo eru þrjár bas- arnefndir sem skiptast á um að sjá um jólabasarinn. „Við komum sam- an og vinnum við að búa til muni sem eru seldir á basarnum fyrir jól- in. Bingónefndir eru líka mjög öfl- ugar og safna vinningum fyrir jóla- bingóið. Auk þess eru hinar ýmsu nefndir, t.d. 17. júní-nefnd sem sér um hátíðahöldin þann dag, ferm- ingakyrtlanefnd og ferðanefnd svo eitthvað sé nefnt,“ bætti Eygerður við. Fjölgar í félaginu Í dag eru 70 konur í Kvenfélagi Eyrarbakka og er þeim alltaf að fjölga enda alltaf næg verkefni. „Það gengur yfirleitt mjög vel að fá konur í félagið, þær sem hafa starf- að lengi eru óþreytandi við að gefa af sér og alltaf ganga nýjar konur inn og blandast saman eldri og yngri konur í starfinu. Sjálfri finnst mér félagsskapurinn frábær og gaman að vinna með öðrum konum í hinum ýmsu nefndum. Ég er bjart- sýn á framtíð félagsins og vona að Kvenfélag Eyrarbakka haldi áfram að vinna að góðum málefnum í framtíðinni,“ sagði formaðurinn þegar hún var spurð hvernig gengi að fá konur til liðs við félagið. Sumardaginn fyrsta, 24. apríl, kl. 15 verður kvenfélagið með afmæl- ishátíð á Stað á Eyrarbakka til að fagna 120 ára afmælinu og eru allir velkomnir. Boðið verður upp á fjöl- breytt skemmtiatriði og kaffi og meðlæti að gömlum sið. „Ég vil að lokum koma á framfæri þakklæti til íbúa á Eyrarbakka og víðar fyrir velvilja gagnvart félaginu okkar í gegnum árin, sá stuðningur er okk- ur ómetanlegur,“ sagði Eygerður. Konurnar óþreytandi Elsta kvenfélag landsbyggðarinnar er á Eyrarbakka Hveragerði | Það verður mikið um dýrðir í Eden í Hveragerði á sum- ardaginn fyrsta, 24. apríl, en þá fagnar staðurinn 50 ára afmæli sínu. Bragi Einarsson stofnaði fyr- irtækið á sumardaginn fyrsta 1958 og rak hann það í 48 ár eða þar til núverandi eigandi, Egill Guðni Jóns- son, keypti það. Staðurinn hefur fengið heilmikla andlitslyftingu í til- efni tímamótanna. Yfir vetrartímann starfa um átta manns í Eden en yfir sumartímann eru þeir um 30. Eden er einn þekkt- asti og fjölsóttasti ferðamanna- staður landsins en þangað koma á milli 300 þúsund og 400 þúsund gest- ir á hverju ári. Valgerður Jóhannesdóttir hefur starfað í Eden í 36 ár en hún sér um eldhús staðarins og bakar t.d. allar kökur sem seldar eru á staðnum. Hér er hún með hinn landsfræga marensbotn frá Eden. Fagna tímamótum Selfoss | Kammerkórinn Ópus 12 heldur tónleika í Selfosskirkju sunnudaginn 20. apríl og hefjast þeir klukkan 20. Efnisskráin er fjölbreytt og á meðal lagahöfunda má nefna Gunnar Þórðarson, Atla Heimi Sveinsson, Stephen Foster, Þorkel Sigurbjörnsson, Evert Taube, Sigvalda Kaldalóns, George Gershwin, Jón Ásgeirsson og fleiri. Söngstjóri er Signý Sæ- mundsdóttir óperusöngvari. Kór- inn á rætur að rekja til Oddfellow- stúkunnar nr. 11, Þorgeirs. Kórfélagar hafa sungið undir nafn- inu Kammerkórinn Ópus 12 frá því í fyrra en rekja má samsöng félag- anna aftur til ársins 2004 undir nafninu Kammerkór Þorgeirs og kom kórinn meðal annars fram á kóramóti á aðventu í Vínarborg í Austurríki árið 2006. Ópus 12 á Selfossi LANDIÐ Eftir Hafþór Hreiðarsson Húsavík | Húsfyllir var í Safnahús- inu á Húsavík á dögunum þegar lokahátíð Stóru upplestrarkeppn- innar fór þar fram. Raddir, samtök um vandaðan upplestur og fram- sögn, standa að Stóru upplestr- arkeppninni í samvinnu við skóla- skrifstofur, skóla og kennara um land allt. Að venju voru það nemendur sjö- undu bekkja grunnskóla sem tóku þátt í keppninni. Í ár komu kepp- endur, sem voru tíu talsins, frá Borgarhólsskóla á Húsavík, Grunn- skóla Skútustaðahrepps, Hafra- lækjarskóla í Aðaldal og Litlu- laugaskóla í Þingeyjarsveit. Skáld keppninnar í ár voru Jón Sveinsson og Steinn Steinarr og á milli lestra fluttu nemendur úr skólunum tón- listaratriði. Eins og jafnan áður má segja að allir keppendur séu sig- urvegarar því allir stóðu þeir sig með prýði. Dómnefndin kvað þó upp úr með það að Eydís Helga Pét- ursdóttir, nemandi í Litlulauga- skóla, væri sigurvegari. Í öðru sæti kom Ásdís Elva Kjartansdóttir úr Hafralækjarskóla og í þriðja sæti Helga Guðrún Egilsdóttir úr Grunnskóla Skútustaðahrepps. Þátttakendur voru leystir út með bókagjöf auk þess sem Sparisjóður Suður-Þingeyinga veitti þremur efstu peningaverðlaun. Sigraði í upplestrarkeppninni Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson. Sigurvegarar Eydís Helga, Ásdís Elva og Guðrún Helga urðu efstar. Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Blönduósbær og Ung- mennafélagið Hvöt hafa undirritað styrktarsamning til þriggja ára. Samningurinn, sem er 13 milljóna króna virði, er stærsti styrktarsamn- ingur sem gerður hefur verið við Ungmennafélagið Hvöt. Í samningnum er kveðið á um að Hvöt taki að sér að bjóða upp á æskulýðs- og íþróttastarf á Blöndu- ósi. Jafnframt er þessum samningi ætlað að efla og tryggja öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga bæjarins. Það voru þau Arnar Þór Sævars- son bæjarstjóri og Þórhalla Guð- bjartsdóttir, formaður Hvatar, sem undirrituðu samninginn. Arnar Þór var afar ánægður með samninginn og sagði að hann myndi tryggja öfl- uga umgjörð um ungmennafélagið og treysta um leið hið öfluga ung- lingastarf sem Hvöt stendur fyrir. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Styrkir Arnar Þór Sævarsson og Þórhalla Guðbjartsdóttir undirrita. Unglingastarfið treyst hjá Hvöt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.