Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum í vorferð
til Costa del Sol, 3. maí í 7 eða 19 nætur. Njóttu lífsins í vorblíð-
unni á þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað. Bjóðum
takmarkaðan fjölda íbúða á þremur af okkar vinsælustu gisti-
stöðum, Timor Sol, Principito Sol og Aguamarina á hreint ótrú-
legum kjörum. Ath. flogið er til Jerez og ekið í rútu til Costa del
Sol (heimflug 10. og 22. maí er beint frá Malaga).
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Costa del Sol
3. maí 7 eða 19 nætur
frá kr. 39.990
Aðeins fáar íbúðir í boði!
Verð kr. 74.990
- m.v. 2-4 í íbúð
Flug, skattar, gisting og ferð frá Jerez flugvelli
á hotel á Costa del Sol, m.v. 2-4 saman í íbúð
á Aguamarina, Timor Sol eða Principito Sol í
19 nætur. Netverð á mann.
Verð kr. 39.990
- m.v. 2-4 í íbúð
Flug, skattar, gisting og ferð frá Jerez flugvelli
á hotel á Costa del Sol, m.v. 2-4 saman í íbúð á
Aguamarina eða Principito Sol í viku. Netverð
á mann.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Ótrúlegt sértilboð - vinsælir gististaðir
Timor Sol - Principito Sol - Aguamarina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Afhending Kvenfélagskonur á Eyrarbakka gáfu í vikunni fæðingardeild-
inni á Selfossi nýtt tæki, súrefnismettunar-, blóðþrýstings- og hitamæli.
Eyrarbakki | Kvenfélagið á Eyr-
arbakka fagnar 120 ára afmæli sínu
á sumardaginn fyrsta en félagið var
stofnað hinn 25. apríl 1888 af 16
konum, að tilstuðlan stúkunnar
Eyrarrósarinnar. Félagið er elsta
starfandi kvenfélagið á landsbyggð-
inni. Haldið verður upp á tímamótin
í félagsheimilinu Stað á Eyrar-
bakka.
Eygerður Þórisdóttir er formað-
ur félagsins. Hún er fædd og uppal-
in á Eyrarbakka, fæddist þar 1955.
Hún er gift Erlingi Bjarnasyni,
verkstjóra hjá RARIK á Suður-
landi, og eiga þau þrjá syni, þá Þóri
og Jóhannes, sem báðir eru búsettir
á Eyrarbakka, og Bjarna Þór, sem
býr í Bandaríkjunum. Í haust eru
30 ár frá því að Eygerður gekk í
kvenfélagið á staðnum.
Meginverkefnið að hjálpa
„Tilgangur félagsins í upphafi var
að hjúkra og hjálpa sjúkum og bág-
stöddum. Árið 1934 varð breyting á
lögum og starfssvið félagsins víkkað
og félagskonur gátu þá jafnhliða
líknarstarfi sinnt starfi inn á við í
þágu félagskvenna, en meginstarfið
varð þó áfram að hjálpa öðrum.
Helstu verkefnin hjá okkur eru
fjárstuðningur t.d. við endurbygg-
ingu kirkjunnar á Eyrarbakka, ný-
byggingu samkomuhússins, leik- og
grunnskólann, dvalarheimilið Sól-
velli, slysavarnadeildina Björgu,
ásamt gjöfum til Sjúkrahúss Suður-
lands,“ sagði Eygerður þegar hún
var spurð um starfsemi félagsins.
Hún segir að í dag sé aðalfjáröfl-
unin kaffisala, t.d. 1. maí, og erfi-
drykkjur, bingó og jólabasar. Þá
eru fimm kaffinefndir starfandi sem
skiptast á að vinna við erfidrykkjur
og kaffisölur. Svo eru þrjár bas-
arnefndir sem skiptast á um að sjá
um jólabasarinn. „Við komum sam-
an og vinnum við að búa til muni
sem eru seldir á basarnum fyrir jól-
in. Bingónefndir eru líka mjög öfl-
ugar og safna vinningum fyrir jóla-
bingóið. Auk þess eru hinar ýmsu
nefndir, t.d. 17. júní-nefnd sem sér
um hátíðahöldin þann dag, ferm-
ingakyrtlanefnd og ferðanefnd svo
eitthvað sé nefnt,“ bætti Eygerður
við.
Fjölgar í félaginu
Í dag eru 70 konur í Kvenfélagi
Eyrarbakka og er þeim alltaf að
fjölga enda alltaf næg verkefni.
„Það gengur yfirleitt mjög vel að fá
konur í félagið, þær sem hafa starf-
að lengi eru óþreytandi við að gefa
af sér og alltaf ganga nýjar konur
inn og blandast saman eldri og
yngri konur í starfinu. Sjálfri finnst
mér félagsskapurinn frábær og
gaman að vinna með öðrum konum í
hinum ýmsu nefndum. Ég er bjart-
sýn á framtíð félagsins og vona að
Kvenfélag Eyrarbakka haldi áfram
að vinna að góðum málefnum í
framtíðinni,“ sagði formaðurinn
þegar hún var spurð hvernig gengi
að fá konur til liðs við félagið.
Sumardaginn fyrsta, 24. apríl, kl.
15 verður kvenfélagið með afmæl-
ishátíð á Stað á Eyrarbakka til að
fagna 120 ára afmælinu og eru allir
velkomnir. Boðið verður upp á fjöl-
breytt skemmtiatriði og kaffi og
meðlæti að gömlum sið. „Ég vil að
lokum koma á framfæri þakklæti til
íbúa á Eyrarbakka og víðar fyrir
velvilja gagnvart félaginu okkar í
gegnum árin, sá stuðningur er okk-
ur ómetanlegur,“ sagði Eygerður.
Konurnar óþreytandi
Elsta kvenfélag
landsbyggðarinnar
er á Eyrarbakka
Hveragerði | Það verður mikið um
dýrðir í Eden í Hveragerði á sum-
ardaginn fyrsta, 24. apríl, en þá
fagnar staðurinn 50 ára afmæli sínu.
Bragi Einarsson stofnaði fyr-
irtækið á sumardaginn fyrsta 1958
og rak hann það í 48 ár eða þar til
núverandi eigandi, Egill Guðni Jóns-
son, keypti það. Staðurinn hefur
fengið heilmikla andlitslyftingu í til-
efni tímamótanna.
Yfir vetrartímann starfa um átta
manns í Eden en yfir sumartímann
eru þeir um 30. Eden er einn þekkt-
asti og fjölsóttasti ferðamanna-
staður landsins en þangað koma á
milli 300 þúsund og 400 þúsund gest-
ir á hverju ári.
Valgerður Jóhannesdóttir hefur
starfað í Eden í 36 ár en hún sér um
eldhús staðarins og bakar t.d. allar
kökur sem seldar eru á staðnum.
Hér er hún með hinn landsfræga
marensbotn frá Eden.
Fagna tímamótum
Selfoss | Kammerkórinn Ópus 12
heldur tónleika í Selfosskirkju
sunnudaginn 20. apríl og hefjast
þeir klukkan 20. Efnisskráin er
fjölbreytt og á meðal lagahöfunda
má nefna Gunnar Þórðarson, Atla
Heimi Sveinsson, Stephen Foster,
Þorkel Sigurbjörnsson, Evert
Taube, Sigvalda Kaldalóns,
George Gershwin, Jón Ásgeirsson
og fleiri. Söngstjóri er Signý Sæ-
mundsdóttir óperusöngvari. Kór-
inn á rætur að rekja til Oddfellow-
stúkunnar nr. 11, Þorgeirs.
Kórfélagar hafa sungið undir nafn-
inu Kammerkórinn Ópus 12 frá því
í fyrra en rekja má samsöng félag-
anna aftur til ársins 2004 undir
nafninu Kammerkór Þorgeirs og
kom kórinn meðal annars fram á
kóramóti á aðventu í Vínarborg í
Austurríki árið 2006.
Ópus 12 á Selfossi
LANDIÐ
Eftir Hafþór Hreiðarsson
Húsavík | Húsfyllir var í Safnahús-
inu á Húsavík á dögunum þegar
lokahátíð Stóru upplestrarkeppn-
innar fór þar fram. Raddir, samtök
um vandaðan upplestur og fram-
sögn, standa að Stóru upplestr-
arkeppninni í samvinnu við skóla-
skrifstofur, skóla og kennara um
land allt.
Að venju voru það nemendur sjö-
undu bekkja grunnskóla sem tóku
þátt í keppninni. Í ár komu kepp-
endur, sem voru tíu talsins, frá
Borgarhólsskóla á Húsavík, Grunn-
skóla Skútustaðahrepps, Hafra-
lækjarskóla í Aðaldal og Litlu-
laugaskóla í Þingeyjarsveit. Skáld
keppninnar í ár voru Jón Sveinsson
og Steinn Steinarr og á milli lestra
fluttu nemendur úr skólunum tón-
listaratriði. Eins og jafnan áður má
segja að allir keppendur séu sig-
urvegarar því allir stóðu þeir sig
með prýði. Dómnefndin kvað þó
upp úr með það að Eydís Helga Pét-
ursdóttir, nemandi í Litlulauga-
skóla, væri sigurvegari. Í öðru sæti
kom Ásdís Elva Kjartansdóttir úr
Hafralækjarskóla og í þriðja sæti
Helga Guðrún Egilsdóttir úr
Grunnskóla Skútustaðahrepps.
Þátttakendur voru leystir út með
bókagjöf auk þess sem Sparisjóður
Suður-Þingeyinga veitti þremur
efstu peningaverðlaun.
Sigraði í upplestrarkeppninni
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson.
Sigurvegarar Eydís Helga, Ásdís Elva og Guðrún Helga urðu efstar.
Eftir Jón Sigurðsson
Blönduós | Blönduósbær og Ung-
mennafélagið Hvöt hafa undirritað
styrktarsamning til þriggja ára.
Samningurinn, sem er 13 milljóna
króna virði, er stærsti styrktarsamn-
ingur sem gerður hefur verið við
Ungmennafélagið Hvöt.
Í samningnum er kveðið á um að
Hvöt taki að sér að bjóða upp á
æskulýðs- og íþróttastarf á Blöndu-
ósi. Jafnframt er þessum samningi
ætlað að efla og tryggja öflugt
íþrótta- og tómstundastarf fyrir
börn og unglinga bæjarins.
Það voru þau Arnar Þór Sævars-
son bæjarstjóri og Þórhalla Guð-
bjartsdóttir, formaður Hvatar, sem
undirrituðu samninginn. Arnar Þór
var afar ánægður með samninginn
og sagði að hann myndi tryggja öfl-
uga umgjörð um ungmennafélagið
og treysta um leið hið öfluga ung-
lingastarf sem Hvöt stendur fyrir.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Styrkir Arnar Þór Sævarsson og Þórhalla Guðbjartsdóttir undirrita.
Unglingastarfið treyst hjá Hvöt