Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ALMENNI lífeyr-
issjóðurinn hefur
tekið í notkun Lyk-
ilinn, reiknivél um
lífeyrisréttindi á
vefnum þar sem
sjóðfélagar geta
fengið á mynd-
rænan og einfaldan
hátt upplýsingar um
núverandi stöðu hjá
sjóðnum og áætluð
eftirlaun í framtíð-
inni. Að auki veitir
lykillinn mat á stöðu
sjóðfélagans og ráð-
gjöf.
Gunnar Baldvins-
son, framkvæmda-
stjóri sjóðsins, segir
að þrátt fyrir að
flestir greiði 16%-
18% af launum í lífeyrissjóð og viðbótarlífeyrissparnað sé iðulega þörf á
frekari sparnaði til að koma í veg fyrir kjaraskerðingu í starfslok. „Lífeyr-
isgreiðslur úr lífeyrissjóðum eru góð undirstaða eftirlauna en duga sjaldn-
ast til að halda óbreyttum lífsgæðum eftir að fólk hættir að vinna. Þess
vegna er viðbótarsparnaður nauðsynlegur. Við ráðleggjum sjóðfélögum
einnig að gera ráðstafanir til að verja sig fyrir tekjumissi vegna sjúkdóma
og slysa,“ segir Gunnar.
Lykill Almenna lífeyrissjóðsins gerir sjóðfélögum kleift að meta hvort
sparrnaður sé nægur til að tryggja þau eftirlaun sem sóst er eftir, og hvort
vörn gegn tekjumissi vegna örorku er í samræmi við þarfir. „Í stöðumatinu
og ráðgjöfinni felst mikil bylting í þjónustu við sjóðfélaga,“ segir Gunnar,
en í reikniforritinu er notað „umferðarljós“ sem sýnir mat á stöðu sjóð-
félaga. Þeim sem eru á rauðu eða gulu ljósi er bent á leiðir til að bæta stöðu
sína, og komast á grænt ljós.
Morgunblaðið/Kristinn
Lífeyrir Í reikniforritinu er notað „umferðarljós“
sem sýnir mat á stöðu sjóðsfélaga. Myndin er tekin
við upphaf aðalfundar eins lífeyrissjóðanna.
Lykill sem gefur skýrari sýn
á sparnað og lífeyrisréttindi
KVENFÉLAGIÐ Seltjörn og Skóla-
skrifstofa Seltjarnarness standa fyr-
ir fjölskyldudegi í Gróttu á morgun,
sunnudag. Allir eru velkomnir.
Hægt er að komast fótgangandi
út í eyju á fjörunni frá kl. 11.00-
14.30. Björgunarsveitin Ársæll
verður á staðnum og ekur þeim sem
ekki treysta sér til að ganga út í
eyju. Leiklistarfélag Seltjarnarness
verður með dagskrá í Fræðasetrinu
og utandyra ef veður leyfir og
Gróttuvitinn verður opinn frá kl. 11-
14.30.
Á Gróttudaginn gefst færi á að
njóta einstakrar náttúrufegurðar,
rannsaka lífríkið í fjörunni. Fjör-
urnar sunnan við Gróttu, Seltjörn
og Bakkavík iða af lífi sem vert er
að skoða.
Fuglalífið á Seltjarnarnesi er
einnig afar fjölbreytt, en þar hafa
sést yfir 100 fuglategundir. Áhuga-
verðar jarðmyndanir er einnig víða
að finna.
Hægt verður að kaupa léttar veit-
ingar á Fræðasetrinu.
Morgunblaðið/ÞÖK
Fjölskyldu-
dagur í Gróttu
ERPUR Snær Hansen, hjá Náttúrustofu Suðurlands,
leggur til að lundi í Vestmannaeyjum verði friðaður í
ár. Þá segir hann, að ef veiðar verði leyfðar í sumar
leggi hann til að veiðin verði takmörkuð við 100 fugla á
mann.
Erpur Snær segir við blaðið Fréttir í Vestmanna-
eyjum, að hann hafi að undanförnu verið að draga sam-
an í skýrslu það sem sjá megi um ástand lundastofnsins
og þá sérstaklega árgangana 2005 til 2007. Mun hann
fjalla um skýrsluna á málþingi um lunda- og sandsíla-
stofnana í Eyjum á sunnudag.
Erpur segir að það vanti nær alveg tvo árganga í
stofninn, 2005 og 2006, og árið 2007 hafi einnig verið
mjög slæmt. Eini veiðistofninn í ár verði því fugl af
2004-árganginum, hina árganga lundans vanti.
Lundinn verði friðaður í ár
STJÓRN Kvenfélagasambands Ís-
lands lýsir yfir áhyggjum af af-
komu heimilanna vegna verðhækk-
ana bæði á matvöru og öðrum
heimilisvörum. Erfitt sé að fylgjast
með og bera saman vöruverð og
nokkur brögð séu að því í versl-
unum að verðmerking sé ekki í
samræmi við það sem greitt er á
kassa.
Að gefnu tilefni beinir stjórn
Kvenfélagasambandsins þeim til-
mælum til afgreiðslufólks í mat-
vöruverslunum að það afhendi við-
skiptavinum sínum kvittun og
strimil fyrir vörukaup. Það hljóti að
teljast eðlilegir viðskiptahættir að
neytendur hafi tækifæri til að
skoða strimilinn og bera saman
verð þegar viðskipti eiga sér stað.
Jafnframt auðveldi það neytendum
vöruskil.
Viðskiptavinir
fái kvittun
PETER Chr. Dyrberg, for-
stöðumaður Evrópuréttarstofn-
unnar Háskólans í Reykjavík, hefur
verið tilnefndur sérfræðingur við
Evrópuþingið um innri markaðs-
mál.
Sem slíkur kannar hann mögu-
leika á að bæta innleiðingartöflu
innri-markaðarins (Internal Market
Scoreboard), þ.e. hvað er hægt að
gera til að mæla betur hversu vel
aðildarríkin innleiða tilskipanir
innri markaðarins í landslög. Á síð-
ustu innleiðingartöflu var Ísland í
27. sæti af 30 ríkjum Evrópska efna-
hagssvæðisins. Gert er ráð fyrir því
að hann kynni niðurstöður sínar í
opnu þinghaldi Evrópuþingsins í lok
maí, segir í tilkynningu.
Nýr sérfræðingur
við Evrópuþingið
STUTT
Eftir Svanhildur Eiríksdóttir
Reykjanesbær | „Það er erfitt að túlka þennan flókna
karakter en ég mun leggja mig allan fram,“ sagði Árni
Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, í samtali við
Morgunblaðið en í gærkvöldi steig hann á svið Frum-
leikhússins og lék sjálfan sig. Önnur sýning er í kvöld.
Vegna mikillar aðsóknar á revíuna „Bærinn breiðir
úr sér“ var ákveðið að bjóða upp á tvær aukasýningar.
Axel Axelsson sem túlkar Árna bæjarstjóra þurfti hins
vegar að skreppa út fyrir landsteinana og upp kom sú
hugmynd að fá Árna sjálfan til að stíga á svið. Árni
sagði í samtali við blaðamann að hann liti á það sem
skyldu sína að verða við beiðninni, auk þess sem sér
fyndist gaman að taka þátt. „Ég er mjög ánægður með
að vera beðinn um þetta og fannst ég ekki geta neitað
þegar tækifæri gafst til að leika svo flókið hlutverk.
Mig hefur lengi langað til að leika þennan karakter,“
sagði Árni og leggur sig greinilega allan fram í þetta
skemmtilega ævintýri sem Guðný Kristjánsdóttir hjá
Leikfélagi Keflavíkur segir að uppákoman vissulega
sé. Árni fékk fáa daga til að glugga í handritið og æf-
ingin á fimmtudag var bæði upphafs- og lokaæfing að
sögn Árna, enda lítið um aukatíma í þéttskipaðri dag-
skrá bæjarstjóra. „Það verður erfitt að feta í fótspor
Axels en ég sé þarna smugu til að leiðrétta mjög margt.
Nú hef ég tækifærið, því ég lít svo á að ég eigi þarna
höfundarrétt.“
– Blundar í þér leikari?
„Ég get nú ekki sagt það, nei. Ég lék reyndar í jóla-
guðspjalli þegar ég var 18 ára og tókst að klúðra öllu
sem ég átti að segja. Ég held að leikfélagið viti ekkert
hvað það er að fara út í. Auk þess eiga kvikmyndirnar
betur við mig,“ sagði Árni á gamansömum nótum en er
þó ekki reynslulaus í þeim efnum þar sem hann túlkaði
lögreglustjórann í kvikmynd Kristlaugar Sigurð-
ardóttur, „Didda og dauði kötturinn.“
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Leiklist Árni Sigfússon lærir danssporin með aðstoð
Arnars Inga Tryggvasonar, eins leikaranna.
„Lengi langað
að leika þenn-
an karakter“
Árni Sigfússon leikur sjálfan sig
JÓN Karl Ólafsson, forstjóri flug-
félagsins JetX, vísar ummælum Sig-
rúnar Jónsdóttir, formanns Flug-
freyjufélags Íslands, í Morgunblaðinu
í gær til föðurhúsanna og segir engan
fót fyrir þeim. JetX hafi ekki gert
kjarasamning við Flugfreyjufélagið
og eigi ekki í kjaradeilu við félagið.
Sigrún sagði m.a. að JetX hótaði
flugfreyjum og flugþjónum brott-
rekstri, beint og óbeint, nefndu þau að
ganga í Flugfreyjufélagið. Þá hefði
yfirflugfreyju JetX verið sagt upp
störfum daginn eftir fund hjá Flug-
freyjufélaginu þar sem rætt hefði ver-
ið um aðildarumsókn starfsmanna
JetX.
Jón Karl sagðist ekki vilja ræða
mál einstakra starfsmanna JetX í fjöl-
miðlum, en rangt væri að yfirflug-
freyju félagsins hefði verið sagt upp
störfum. Rétt væri að einni af al-
mennum flugfreyjum félagsins hefði
verið sagt upp en uppsögn hennar
hefði átt sér lengri aðdraganda og
verið algjörlega
ótengd nokkru
viðkomandi Flug-
freyjufélaginu. Þá
hefði viðkomandi
starfsmaður ekki
verið í neinu for-
svari fyrir Flug-
freyjufélagið inn-
an JetX.
Jón Karl sagði
aðspurður að
JetX hefði ekki tekið neina afstöðu til
aðildar starfsmanna sinna að Flug-
freyjufélagi Íslands.
„Hér á landi ríkir fullt félagafrelsi
og fólk getur gert það sem því sýnist í
félagsmálum. Við tökum síðan af-
stöðu til þess hvort við viljum gera
kjarasamninga við viðkomandi félög.
Við viljum gjarnan að Flugfreyju-
félagið haldi sig við kjaradeilur við
viðsemjendur sína en við eigum ekki í
neinni kjaradeilu við félagið og vísum
þessu til föðurhúsanna,“ sagði Jón
Karl. Hann sagði að enginn starfs-
maður JetX hefði tilkynnt að hann
óskaði að greiða félagsgjöld til Flug-
freyjufélags Íslands. Það væri fráleitt
að halda því fram að JetX hótaði
starfsfólki eða hindraði félagafrelsi
þess.
Innan við 10% af starfsemi JetX
væri hér á landi og ein flugvél af átta
flugvélum félagsins væri staðsett hér
á landi. Jón Karl sagði að hjá félaginu
störfuðu að jafnaði 70-80 flugfreyjur
og flugþjónar víðs vegar um heiminn.
Í launamálum væri mikið farið eftir
því sem gengi og gerðist í flugheim-
inum. Starfsmenn væru launþegar en
ekki verktakar.
„Við erum með fólk mjög víða og
borgum því ágætlega. Gerum við það
samninga hér innanhúss, vinnustaða-
samninga, eins og eru mjög víða gerð-
ir. Við gerum miklu betur en lág-
markskröfur eru hér og réttindi og
skyldur starfsmanna eru í góðu lagi,“
sagði Jón Karl.
Segir engan fót fyrir
orðum Flugfreyjufélags
Jón Karl Ólafsson,
forstjóri JetX.
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
HJÚKRUNARFRÆÐINGARNIR
98 á Landspítalanum sem sagt hafa
upp störfum frá 1. maí nk. eru
ákveðnir í því að láta ekki „berja sig
til hlýðni“, heldur standa áfram þétt
saman að sínum kröfum um að yfir-
stjórn spítalans taki til baka ákvörðun
um breytingar á vinnufyrirkomulagi
þeirra. Hjúkrunarfræðingarnir segja
breytingarnar fela í sér að þeir þurfi
að vinna meira fyrir minni pening og
að tilboð sem stjórnendur hafi hingað
til sett fram til lausnar deilunni séu
„hlægileg“. Tilboð, sem nú er uppi á
borðum og lagt er fyrir hjúkrunar-
fræðingana í einstaklingsviðtölum,
fela m.a. í sér að vetrarfrí þeirra verð-
ur skert. „Þetta er dónaskapur,“ segir
einn hjúkrunarfræðingurinn og bætir
við að með „tilboðinu“ sé enn verið að
bíta af þeim og að ekki komi til greina
að taka því.
Anna Stefánsdóttir, framkvæmda-
stjóri hjúkrunar á LSH og starfandi
forstjóri, segir hefðbundið að boða
starfsmenn sem segja upp sem ein-
staklingar í einstaklingsviðtöl án
trúnaðarmanna en það hafa hjúkrun-
arfræðingarnir gagnrýnt. Anna vill að
öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo
stöddu.
Kornið sem fyllir mælinn
Hjúkrunarfræðingar sem Morgun-
blaðið ræddi við í gær segja að breyt-
ingin á vinnutímanum sé kornið sem
fylli mælinn. Unnið hafi verið undir
gríðarlegu álagi á sjúkrahúsinu í
langan tíma. Þá telja þeir breyt-
inguna ógna öryggi sjúklinga, vakt-
irnar verði ekki nægilega sterkar í
kjölfarið. Þeir segja að það eina sem
geti höggvið á hnútinn sé að stjórn-
endur taki breytinguna til baka. „Við
erum algjörlega samtaka um það,“
segir einn þeirra.
Allir hjúkrunarfræðingarnir, sem
fyrirhuguð breyting náði til, hafa sagt
upp. Eftir eru þá örfáir, aðallega
deildarstjórar sem ekki ganga vaktir.
Þeir þurfa þá eftir 1. maí að ganga í
hluta starfa þeirra sem frá hverfa.
Hins vegar eru hjúkrunarfræðing-
arnir sem sagt hafa upp með mikla
sérfræðiþekkingu og margir langa
reynslu á sínu sviði og því verður ekki
hægt að sinna sérhæfðum aðgerðum,
s.s. hjartaskurðaðgerðum. Skortur á
hjúkrunarfræðingum utan Landspít-
ala er það mikill að allar líkur eru á að
þeir sem nú hafa sagt upp finni sér
önnur störf og sumir hafa þegar gert
það. „Við þurfum ekki að óttast neitt í
þeim efnum,“ segir einn hjúkrunar-
fræðingurinn.
Það er sparnaðarkrafa, sem kemur
frá Vilhjálmsnefndinni svokölluðu,
sem verið er að framfylgja með því að
breyta vinnutíma hjúkrunarfræðing-
anna. Stjórnendum spítalans er því
stillt upp við vegg. „Allt faglegt mat
virðist vera algjörlega gleymt og
sömuleiðis er ekki hugsað um öryggi
sjúklinga,“ segir einn hjúkrunarfræð-
ingurinn.
Boðaðar voru breytingar á vinnu-
fyrirkomulagi fleiri stétta á spítalan-
um, s.s. skurð- og svæfingalækna, en
frá þeim var horfið. „Við erum orðnar
þreyttar á því og finnst ósmekklegt að
eina ferðina enn séu kvennastéttirnar
látnar ryðja brautina þegar kemur að
breytingum,“ segir einn hjúkrunar-
fræðingur.
„Þetta er dónaskapur“