Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1933, Page 5

Skinfaxi - 01.04.1933, Page 5
SKINFAXI 5 meira og betra næst. Eftir lestur fyrstu bókar lians mætti þvi segja, að höf. befði leikið sér að listinni, velt sér í gróandi grasinu, horft upp í bláhvotfin eða á bláu fjöllin í fjarska og leikið sér að þessum yndisauði sér til afþreyingar á sólarlitlum dög- um í bæj arkytru einangraðri, þar sem kuldinn magnar liann til þess að kveða til sín sól og vor, en saggaþefurinn verður að gróður- ilmi. Hvað kemur svo næst? — „Álftirn- ar kvaka“ með svipuðu viðhorfi til vors og ásta, nema þyngri hjartaslögum og nýju landnámi. Þar birtast dýr og glæst kvæði með freyðandi liag- mælsku. Vorið heima, dalirnir lieima og sunnudagarnir heima eiga enn mest ítök i skáldinu, og hann talar þar fyrir munn allra þeirra, sem dvalið hafa fjarri sveit sinni um stundarsakir, en standa á heiðarbrúninni og fagna yfir ]jví, að dalurinn sé sin eign, þó að aðrir hafi réttinn til raunverulegra gæða dalsins, réttinn til þess að veiða í ánum og til þess að hirða grasið af hverjum gróðurbletti. Með bátíðarljóðunum 1930 bækkar Jóhannes i sessi,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.